Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 58
26 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR KÖRFUBOLTI Ágúst Björgvinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið tólf manna hóp fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Gentofte í Danmörku dagana 5. til 9. ágúst næstkomandi. Það er einn nýliði í íslenska hópnum, Haukastúlkan Ragna Margrét Brynjarsdóttir mun leika sína fyrstu landsleiki í Danmörku en hún var valin besti ungi leikmað- ur Iceland Express deildar kvenna á síðasta tímabili. „Maður er að verða rosalega spenntur. Hópurinn kom fyrst saman í desember, svo aftur í apríl og byrjaði síðan að æfa á fullu í maí. Það er mikill spenn- ingur í stelpunum því þær eru búnar að æfa svo mikið en spila lítið,“ segir Ágúst Björgvinsson. „Þetta eru svipaðar þjóðir og við erum að fara að kljást við í Evr- ópukeppninni. Svíþjóð og Finn- land eru sterkari þjóðirnar og svo eru Danmörk og Noregur þjóðir sem eru á svipuðum stað og við. Það er svipað eins í Evr- ópukeppninni þar sem Slóvenía og Holland ættu að vera sterk- ustu þjóðirnar í riðlinum, maður veit ekkert um Svartfjallaland en síðan ættu Írland og Sviss að vera svipuð í styrkleika og við,“ segir Ágúst. „Hópurinn var val- inn um helgina og það var ótrú- lega erfitt því að það eru nítján stelpur sem hafa verið að standa sig gríðarlega vel í sumar. Það eru einungis tólf sem komast í þessa ferð en það verða væntan- lega einhverjar breytingar á milli leikja í Evrópukeppninni. Þar munu fleiri stelpur fá tæki- færi,“ segir Ágúst en hann er að búa til framtíðarlið. „Þetta er ótrúlega ungt lið og það eru einungis tveir leikmenn sem eru nálægt 50 landsleikjum. Annars eru þetta allt hálfgerðir kjúklingar þó svo að sumar séu komnar með mikla reynslu miðað við aldur. Þetta eru allt stelpur í kringum tvítugsaldurinn,“ segir Ágúst sem segist horfa meira á að leikmenn séu að bæta sig en hvernig stigin standa á töflunni. „Það væri rosalega skemmti- legur plús að fara á Norðurlanda- mót og ná í pening hvaða litur sem væri á honum. Evrópu- keppnin er tveggja ára dæmi og þar snýst þetta meira um lang- tímamarkmið. Við þurfum að reyna að vinna sem flesta leiki núna og þá sjáum við hvaða möguleika við höfum eftir ár. Aðalmarkmiðið í Evrópukeppn- inni er að eiga möguleika að fara upp næsta sumar. Það væri draumurinn að vera í þeirri stöðu og hafa ekki spilað sig út úr keppninni á fyrra árinu,“ segir Ágúst að lokum. - óój Ágúst Björgvinsson hefur valið tólf manna hóp fyrir Norðurlandamótið í Gentofte sem fer fram í ágúst: Það er mikill spenningur í stelpunum LEIKJAHÆST Hildur Sigurðardóttir hefur leikið 52 landsleiki fyrir Íslands hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Helena Sverrisdóttir Haukar/TCU 20 ára 21 landsleikur - 310 stig Hildur Sigurðardóttir KR 27 ára 52 landsleikir - 287 stig Ingibjörg Jakobsdóttir Grindavík 18 ára 1 landsleikur Jovana Lilja Stefánsdóttir Grindavík 23 ára 2 landsleikir Kristrún Sigurjónsdóttir Haukar 23 ára 8 landsleikir - 25 stig Margrét Kara Sturludóttir Keflavík 19 ára 5 landsleikir - 8 stig María Ben Erlingsdóttir Keflavík/UTPA 20 ára 16 landsleikir - 39 stig Pálína Gunnlaugsdóttir Keflavík 21 árs 6 landsleikir - 14 stig Petrúnella Skúladóttir Grindavík 23 ára 6 landsleikir - 3 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir Haukar 18 ára Nýliði Signý Hermannsdóttir Valur 29 ára 44 landsleikir - 373 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir KR 20 ára 3 landsleikir - 4 stig HÓPURINN KÖRFUBOLTI Bandaríska kvenna- körfuboltadeildin tók á sig nýja mynd í vikunni þegar upp hófust slagsmál á spennuþrungnum loka- mínútum leiks Detroit Shock og Los Angeles Sparks. Aðsto ðarþjálfari Detroit, gamli „slæmi strákurinn“ Rick Mahorn úr NBA-meistaraliði Detroit Pist- ins og tíu leikmenn voru dæmdir í leikbann. Það var Plenette Pier- son, leikmaður Detroit Shock, sem átti upptökin að mati forsvars- manna deildarinnar. Eftirmálar slagsmálanna sner- ust þó ekki bara um leikbönn því þau höfðu áhrif á tvær skærustu stjörnur kvennakörfunnar í Bandaríkjunum, annars vegar Cheryl Ford, dóttur Karls Malone og einn besta miðherja deildarinn- ar, og hins vegar Nancy Lieber- man. Pierson verður ekki aðeins í burtu í fjóra leiki því æðiskast hennar kostaði það að Cheryl Ford sleit krossbönd við það að reyna að halda aftur af henni. Ford verð- ur því ekki meira með á tímabilinu en hún var með 10,1 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í fyrstu 24 leikjunum. Ford er dóttir Karls Malone sem gerði garðinn frægan með Utah Jazz á sínum tíma í NBA-deildinni. Fjórir leikmenn Detroit Shock voru í banni í næsta leik á eftir og aðeins átta leikmenn því á skýrslu. Shock-liðið leitaði því til Lieber- man sem hefur verið bæði þjálfari og framkvæmdastjóri félagsins. Nancy er nýorðin fimmtug og með því að spila fyrir Shock í umræddum tapleik á móti Hous- ton bætti hún metið yfir elsta leik- mann deildarinnar um ellefu ár en það átti hún sjálf þegar hún lék 39 ára og 54 daga gömul með Pho- enix Mercury á fyrsta tímabili deildarinnar 1997. Lieberman lék í 9 mínútur og 14 sekúndur í leikn- um, klikkaði á eina skoti sínu en gaf tvær stoðsendingar og tapaði tveimur boltum. -óój Eftirmálar slagsmálanna í WNBA-deildinni í körfubolta eru af ýmsum toga og snúast ekki bara um leikbönn: Sleit krossbönd við að stoppa slagsmál Í HJÓLASTÓL Tímabilið er búið hjá Cheryl Ford eftir að hún sleit krossbönd í hægra hné við það að halda aftur af æstum félaga sínum. NORDICPHOTOS/GETTY FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sleggjukast- keppnin varð heldur betur sögu- leg á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum í gær. Krist- björg Helga Ingvarsdóttir tví- bætti og jafnaði síðan Íslandsmet- ið í greininni. Spretthlaupararnir Silja Úlfarsdóttir og Sveinn Elías Elíasson urðu bæði tvöfaldir Íslandsmeistarar í einstaklings- greinum og geta bætt við þriðja titlinum á morgun. Silja sem er á sínu kveðjumóti vann einnig sigur í 4 x 100 metra boðhlaupi í loka- greinni í gær. Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir úr FH varð í gær fyrsta íslenska konan til þess að kasta yfir fimm- tíu metra í sleggjukasti þegar hún tryggði sér Íslandsmeistarartitil- inn og Íslandsmetið með frábærri kastseríu. „Ég ætlaði að vera fyrst yfir fimmtíu metrana og bara að klára þetta. Ég er rosalega ánægð með þetta en ég er eigilega ekki ennþá alveg komin niður á jörðina,“ sagði Kristbjörg Helga kát þegar Íslandsmeistaratitilinn og Íslands- metið var í höfn. Kristbjörg átti frábæra kastser- íu, byrjaði á að kasta 50,02 metra í fyrsta kasti og átti síðan þrjú önnur lengri köst þar af tvö nákvæmlega upp á 51,86 metra. Hún náði því að kasta fjórum sinn- um yfir fimmtíu metra en því hafði engin kona náð fyrir daginn í gær. „Það voru öll köstin mín yfir fimmtíu metra nema einhver tvö sem voru ógild. Mér finnst þetta mjög skrítið að hafa náð þessu. Seinna kastið upp á 51,86 fannst mér vera hundlélegt kast eins og það væri bara geðveikt stutt. Þá fann ég alveg að ég á meira inni og ég á eftir að kasta lengra,“ segir Kristbjörg sem segir það hafa skipt miklu máli að hafa náð fyrsta kastinu yfir fimmtíu metrana. „Þá fór múrinn og ég vissi að ég gæti meira. Ég var komin með öryggiskast og setti þá allt á fulla ferð,“ segir Kristbjörg sem segir að fullt af fólki hafi mætt til þess að hvetja stelpurnar. Aðalheiður María Vigfúsdóttir úr Breiðabliki kastaði einnig yfir fimmtíu metrana en hún átti kast upp á 51,25 m. Sandra Pétursdóttir sem átti Íslandsmetið fyrir daginn í gær varð hins vegar að sætta sig við að enda í þriðja sætinu og horfa á eftir bæði Íslandsmetinu og hinum tveimur yfir fimmtíu metrana. Það var minni spenna í sleggju- kasti karla þegar Ólympíufarinn Bergur Ingi Pétursson kastaði 72,94 metra sem er um einum og hálfum metra frá Íslandsmeti hans en rúmum 24 metrum lengra en næsti maður kastaði. Silja Úlfarsdóttir, FH og Sveinn Elías Elíasson unnu bæði 100 og 400 metra hlaupin og eiga bæði möguleika á að vinna 200 metra hlaupið í dag. Linda Björk Lárus- dóttir úr Breiðabliki vann góðan sigur í 100 metra grindahlaupi, Stefán Guðmundsson úr Breiða- bliki vann sigur í 3.000 metra hindrunarhlaupi með yfirburðum og Ólafur Guðmundsson úr HSÞ kom fyrstur í marki í 110 metra grindarhlaupi karla. Hafdís Sigurðardóttir úr HSÞ vann langstökk kvenna, Kristinn Torfason úr FH vann langstökk karla, Jón Ásgrímsson úr FH vann spjótkast karla, Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir, FH vann spjótkast kvenna, Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni vann 1500 metra hlaup kvenna og Sigurbjörn Árni Arn- grímsson úr HSÞ kom fyrstur í mark í karlaflokki í sömu grein. FH vann síðan 4 x 100 metra boð- hlaupið hjá bæði körlum og konum. ooj@frettabladid.is Kristbjörg Helga fyrst yfir 50 metrana Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalnum í gær. Sveinn Elías Elíasson og Silja Úlfarsdóttir unnu bæði tvö gull í spretthlaupum og keppni í sleggjuskasti kvenna varð söguleg. METKASTIÐ Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir sést hér setja nýtt Íslandsmet og kasta sleggjunni 51,86 metra. Hún fékk líka hamingjuóskir í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SIGUR Í HÖFN Sigubjörn Árni Arngríms- son vann 1500 metra hlaup karla. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Knattspyrnuhátíðin ReyCup stendur nú sem hæst og í dag fara fram úrslitaleikir. Þetta er fjölmennasta Reycup-mótið til þessa en á mótinu keppa mörg erlend og fræg félög. Alls tóku 77 lið þátt í mótinu í ár og leikið er á níu völlum í Reykjavík og í Mosfellsbæ. Liðin koma frá öllu landinu og auk þess taka lið frá Frakklandi, Englandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku þátt í ReyCup í ár. Enska liðið Charlton er komið í úrslitaleik 3. flokks karla og mætir þar Keflavík. Í 3. flokki kvenna verður úrslitaleikurinn á milli Breiðabliks/Grindavíkur og LbB frá Malmö í Svíþjóð. Þýska liðið Hansa Rostock leikur til úrslita gegn danska liðinu Herfölge í 4. flokki karla. ReyCup er ekki bara keppni og alvara. Skemmtiboltinn er alltaf vinsæll en þar er blandað saman í lið stelpum og strákum úr hinum ýmsu liðum og markmiðið er ekki að keppa, heldur að skemmta sér. Hann fór fram í gær en daginn áður var mikið sundlaugarpartí í Laugardalslauginni. - óoj Reycup aldrei fjölmennara: Úrslitaleikirnir fara fram í dag MIKIÐ FJÖR Krakkarnir skemmtu sér vel í skemmtiboltanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÁGÚST SUND Átta sundmenn munu keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleik- unum í Peking og til þess að venjast aðstæðum og tímamis- muninum munu þau æfa í Singapúr næstu tvær vikurnar. Sundfólkið hefur verið við strangar æfingar undanfarið og þá hefur hluti af hópnum verið við æfingar í Frakklandi. Hópurinn er nú kominn í æfinga- búðir til Singapúr þar sem þau munu dvelja til 5. ágúst en þá fara þau til Peking. Að þessu sinni telur hópurinn fjórar stúlkur og fjóra pilta en þau eru: Árni Már Árnason og Erla Dögg Haraldsdóttir úr Njarðvík, Hjörtur Már Reynisson og Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR, Jakob Jóhann Sveinsson og Sarah Blake Bateman úr Ægi, Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni og Örn Arnarson úr SH. - óój Ólympíuleikarnir í Peking: Sundfólkið til Singapúr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.