Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 62
30 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég sá að hann hafði burði til að ná langt eftir að hann byrjaði í glímunni. Þegar hann ætlar sér eitthvað gerir hann það og gefst ekki upp.“ Agnes Einarsdóttir um son sinn, Pétur Eyþórsson, margfaldan Íslandsmeistara í glímu. Hvað er að frétta? Það er nóg að frétta. Ég var til dæmis að opna sýningu í Lost Horse gallerí síðasta laugardag, er að vinna að teikni- myndasögubók sem heitir Herra Sigmarsson og að skrifa sjálfshjálparbók sem verður með í jólabókaflóðinu í ár sem heitir Love, Contact & Sexual Communication og er að skrifa handrit að stuttmynd um The Shivering Man. Svo bíður bandið mitt, Evil Madness, eftir að 12 tónar gefi út Demoni Paradiso og við erum að vinna nýja plötu sem ber heitið Zombie Hero. Og svo margt fleira. Augnlitur: Blár. Starf: Listamaður. Fjölskylduhagir: Ég og vinur minn Tommi. Hvaðan ertu: Fæddur á Aukureyri, bý í Reykjavík og líður eins og þjóðverja. Ertu hjátrúarfullur? Ég þoli allavega ekki þegar fólk sendir á mig tölvupóst sem í stendur eitthvert rugl og að ef ég áframsendi ekki meilið á vini mína þá deyi ég. Þessu trúi ég og verð alveg skíthræddur og fer ekkert út úr húsi. Er það að vera hjátrúarfullur? Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Það var Spaugstofan, en ég hef ekki horft á sjónvarp í tuttugu ár. Uppáhaldsmatur: Pizza Gorgonzola. Fallegasti staðurinn: San Francisco. iPod eða geislaspilari: Á hvorugt. Hvað er skemmtilegast? Kvikmyndin Valer- ie and her Week of Wonders. Hvað er leiðinlegast? Það er svo gaman að vera listamaður með athyglisbrest að það er aldrei neitt leiðinlegt. Helsti veikleiki: Ég er bullandi meðvirkur. Helsti kostur: Að vera óvirkur alki. Helsta afrek: Að hafa loksins komið sér inn á Vog. Mestu vonbrigðin: Að hafa misst af morg- unverði með Paul Morrissey og Udo Kier bara vegna þynnku. Hver er draumurinn? Draumurinn er og hefur alltaf verið að geta lifað á listinni, annars er ég doomed. Hver er fyndnastur/fyndnust? Werner Herzog. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Að unglingar nú til dags geti dánlódað öllum þeim sjaldgæfu kvikmyndum sem ég eyddi öllum mínum peningum í sem unglingur, og það í svona sjóræningja VHS-gæðum. Hvað er mikilvægast? Að átta sig á því að það kemur dagur eftir þennan, vá, þvílík speki! HIN HLIÐIN: SIGTRYGGUR BERG SIGMARSSON LISTAMAÐUR Er bullandi meðvirkur með athyglisbrest 29.08. 1977 „Við heyrðum allt í einu tíst undan veröndinni og héldum fyrst að þetta væri ísbjörn. Ætl- uðum að hringja í lögguna á Sauðárkróki eða fá danska miða- sölumanninn úr Tívolí til að koma og skjóta hann,“ segir Hjörleifur Jóhannesson flug- stjóri sem ásamt fjölskyldu sinni lenti í skemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Hjörleifur og kona hans, Árdís Kjartansdóttir, eiga sumarbústað í Húsafelli og þar sem þau voru að bera föggur sínar inn úr bílnum heyrðist tíst- ið umrædda. „Þetta reyndust svo vera þrír andarungar, sennilega ekki meira en vikugamlir. Minkurinn hefur líklegast étið mömmu þeirra,“ segir Hjörleifur sem ók ásamt sonum sínum, Þorsteini Inga, þrettán ára og Stefáni Hauki, sextán ára, niður að á til þess að finna aðra önd og venja ungana undir hana. Áður hafði fjölskyldan gefið ungunum bleytt brauð og flugur. Ungarnir busluðu í ánni en þegar Hjörleif- ur og fjölskylda ætluðu frá að hverfa komu ungarnir vælandi á eftir. „Þeir hjúfruðu sig bara upp að strákunum og vildu hvergi annars staðar vera. Hjörleifur tók ungana aftur upp í sumarbústað og fengu þeir vitaskuld nöfnin Rip, Rap og Rup. Hann lét renna 37 gráðu heitt vatn í heita pottinn og þar svömluðu ungarnir um ásamt fjölskyldufólkinu. „Fjölskyldan hefur aldrei sturtað sig jafn- vandlega og eftir þetta,“ segir Hjörleifur og hlær. Ungarnir dvöldu hjá fjölskyldunni í tvær nætur en þá kom Jóhannes Örn, bróðir Hjörleifs, að sækja ung- ana á flugvél ásamt dætrum sínum, Kötlu Margréti og Heklu Guðrúnu. „Þeir fengu einkaflug í bæinn og eru nú í Húsdýra- garðinum,“ segir Hjörleifur en ungarnir verða í búri í Húsdýra- garðinum fyrst um sinn til að vernda þá frá mávinum. Þegar þeir eru svo orðnir nægilega burðugir verður þeim sleppt út í garð og geta flogið þaðan hve- nær sem þeir vilja. Fjölskylda Hjörleifs mun þó seint gleyma þessum þremur mögnuðu bræðr- um. soli@frettabladid.is HJÖRLEIFUR JÓHANNESSON: HÉLDUM FYRST AÐ ÞETTA VÆRI ÍSBJÖRN Andarungar böðuðu sig í heitum potti og fóru með flugvél í bæinn KATLA MARGRÉT OG UNGARNIR Katla Margrét Jóhannesdóttir, bróðurdóttir Hjörleifs, lék sér í pottinum með Rip, Rap og Rup. MYND/HJÖRLEIFUR JÓHANNESSON BRÆÐURNIR Þeir Þorsteinn Ingi og Stef- án Haukur hændu ungana að sér. RIP, RAP OG RUP Kunnu vel við sig í heita pottinum. „Þetta er flateyskur skemmtidrykkur,“ segir Lísa Kristjánsdóttir, konan á bakvið hinn sérís- lenska Flajito sem er geysivinsæll á Hótel Flat- ey þar sem Lísa starfar. „Hann varð uppseldur á föstudagskvöldið,“ segir Lísa. Tilurð drykkjarins er skemmtileg. „Það voru hressar stelpur að norðan sem voru hérna á barnum fyrr í sumar og þær voru að velta fyrir sér hvort ég kynni að gera Mojito. Ég sagðist geta það en því miður ætti ég ekki myntulauf. En ef þær vildu að ég notaði skessujurt í stað- inn þá skyldi ég skella í einn flateyskan,“ segir Lísa sem tók dóttur sína með til finna skessu- jurt. Dóttirin vildi ólm fá sér rabarbara svo Lísa ákvað að rabarbarinn skyldi vera hluti af Flajito. „Ég ákvað að saxa hann niður því skessujurtin er svo braðgsterk. Síðan setti ég púðursykur því ég var ekki með hrásykur við höndina. Ljóst romm, sódavatn og drykkurinn var klár,“ segir Lísa sem tekur ekki í mál að setja rabarbarann í matvinnsluvél og notast þess í stað við mortél. Lísa telur að Flajito geti spjarað sig sem skemmtidrykkur á mölinni, rétt eins og hvar annars staðar. „Jón Gnarr kom hingað um síð- ustu helgi og fékk að smakka drykkinn. Hann sagði að Flajido væri svo ferskur að menn langaði í sjóbað við það eitt að drekka hann. Það var ekki bara út af umhverfinu sem hann var í, heldur bragðinu.“ segir Lísa. -shs Flajito skákar mojito í Flatey LÍSA MEÐ MORTÉLIÐ Lísa er höfundurinn á bakvið hinn sér flateyska Flajito Fyrrum Kastljósdaman Eyrún Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni í október með unnusta sínum Einari Árnasyni. Síðan Eyrún sagði skilið við Kastljós síðla árs 2006 hefur hún unnið við ráðgjafarstörf og almannatengsl fyrir Björgólfs- feðga og Lands- bankann, en Einar er starfandi myndatökumað- ur á Stöð 2. Enn berast fregnir af breytingum hjá útgáfufélaginu Birtíngi. Fyrir skömmu var Lofti Atla Eiríkssyni sagt upp sem ritstjóra Séð og heyrt. Nú er horfinn á braut Janus Sigurjónsson, umbrotsmaður og ritstjórnarfulltrúi á DV. Lið Breiðabliks í Landsbankadeild karla hefur átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Mikið kapp og kátína hefur hlaupið í stuðnings- menn liðsins, og þá ekki síst í vallarþulinn Hreiðar. Hann hvetur sína menn til dáða í gegnum hátalarakerfi Kópavogsvallar og stýrir meðal annars fjöldasöng stúkunnar gegnum hljóðnemann. Ekki fer kraftur Hreiðars þó vel í alla og eru nú uppi raddir þess efnis að ákveðnir aðilar hyggist leita svara hjá Geir Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra KSÍ, hvort um misnotkun á aðstöðu sé að ræða þegar vallarþulur syngur í kallkerf- ið: Olé, olé, olé, olé. -ag/hdm/shs EIGA VON Á BARNI FLAJITO Flateyskur skemmtidrykkur með rabarbara og skessujurt í stað myntulaufa. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.