Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur Í dag er sunnudagurinn 27. júlí, 210. dagur ársins. 4.20 13.34 22.46 3.44 13.19 22.50 F í t o n / S Í A Vertu með þeim sem þér þykir vænt um Iceland Express býður flug til 14 fjölskylduvænna áfangastaða vítt og breitt um Evrópu. Bókaðu flugsæti á betra verði á www.icelandexpress.is! BÖRN FÁ AFSLÁTT* 50% London Chessington The London Eye Kaupmannahöfn Tívolí Dyrehavsbakken Billund Lególand Løveparken Gautaborg Volvo-safnið Stokkhólmur Skansen París Disneyland Park Basel Dýragarðurinn Friedrichshafen Ravensburger Spieleland Berlín Lególand Alicante Sólarstrendur Terra Mitica Barcelona PortAventura Frankfurt Hahn Wild- und Freizeitpark Klotten Varsjá Ostrogski-höllin Fantasy-garðurinn Eindhoven De Efteling-skemmtigarðurinn Eitthvað fyrir alla fjölskylduna! Útihátíð í Evrópu! með ánægju Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sæta- framboð og valdar dagsetningar á hvern áfangastað. Verð frá: 9.990 kr. *Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur. Hafðu það gott um borð! Hollur matur, afþreying við allra hæfi og hlýtt viðmót, frá flugtaki til lendingar. Mér brá aðeins við að sjá sjálfa mig í spegli í verslun hérna í Bandaríkjunum um daginn. Eftir tveggja vikna frí er ég að sjá eins og kona langt gengin með barn. Hér er enda nóg að eta og fólk fram úr hófi vingjarnlegt, á und- arlegan máta þó. Afgreiðslustúlk- an í versluninni brosti til dætr- anna þegar hún heyrði tal okkar og spurði hvaðan við værum: “Oh, Iceland! How nice. So you guys speak French, right?” Susan, þjón- ustustúlka á veitingahúsi, var jafnkurteis og sagðist ætla að hugsa vel um okkur áður en hún tók niður pöntun. Lagði svo á borð mat sem flokka mætti sem tilræði við fullorðið fólk, löðrandi í krans- æðastíflandi elementum en svíns- lega góður. RAUNVERULEGUR terror sem að Ameríku steðjar er hins vegar ekki bara maturinn heldur einnig veðrið. Þessa dagana heitir höfuð- óvinurinn Dolly og er að gera upp við sig hvort hún eigi að skipta um ham og fara úr Tropical Storm yfir í Hurricane. Síðustu vikur hefur Dolly átt sviðið og deilt frétta- tímunum með félögunum Barack og Batman. Fréttirnar flytja und- arlegar sjónvarpskonur sem eru eins og brauðið hérna, grunsam- lega ferskt hálfum mánuði eftir innkaup. Þetta á ekki við um karl- mennina, á skjánum birtast menn sem voru bestir fyrir 1960. FRÉTTIR utan úr heimi eru ekki margar, en þó kom að einni. Bar- ack fór til Berlínar, þar sem honum var fagnað sem rokkstjörnu. Bar- ack slæst ekki um athygli banda- rísku þjóðarinnar við McCain, heldur Batman og stöðugt eru fluttar fréttir af því hversu marg- ir bíómiðar hafi selst. Á meðan íslenska þjóðin svarar því hvort hún haldi með Bubba eða Björk, þá hljóðar sama spurning hér upp á Barack eða Batman. Barack hefur nánast sigrað amerísku þjóðina þegar hann leggur nú í Angelu Merkel í Berlín og heim- sækir sjálfa Evrópu. Álitsgjafar á sjónvarpsstöðvum hér virðast þó á að þessi Evrópuheimsókn sé nú ekki snjallræði, sér í lagi ef hann fer að daðra við Frakkana, sem felur í sér föðurlandssvik. HÖFUÐÓVINURINN Dolly hefur ekki bara angrað okkur í USA því hún hefur reynst nágrönn- unum í Mexíkó erfið. Veðrið er hins vegar snyrtilega klippt við landamærin eins og handan þeirra sé ekkert veður. Þetta kristallar kannski heimsmyndina. Heimur- inn er heima og í útlöndum tala allir frönsku. Heimurinn heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.