Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2008, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 28.07.2008, Qupperneq 2
2 28. júlí 2008 MÁNUDAGUR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillalegt afl mótors frá 300 upp í 1800 W. Sjálfinndregin snúra, hleðsluskynjari. 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 A T A R N A 9.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 12.700 kr.) BARNAVERNDARMÁL „Fyrirkomulag við geymslu gagna barnaverndar- nefnda er mjög slæmt,“ segir Stein- unn Guðbjartsdóttir, hæstaréttar- lögmaður og réttargæslumaður kærenda háskólakennarans svo- kallaða, sem grunaður er um gróf og langvarandi kynferðisbrot gegn sínum eigin börnum, stjúpbarni og vinkonum þeirra. Steinunn telur núverandi fyrirkomulag veita ger- endum tækifæri til að komast upp með athæfi sitt lengur en væri ef gögnin væru í miðlægum grunni. Steinunn segir nauðsynlegt að stefnt sé að því að gera gögn um barnaverndarmál aðgengilegri. Gögnin séu nú aðeins geymd hjá barnaverndarnefnd hvers sveitar- félags fyrir sig. Ástæðan sé per- sónuverndarsjónarmið sem geti nýst gerendum fremur en þolend- um. Það væri til mikilla hagsbóta að öll gögn yrðu aðgengileg í gagna- grunni sem ákveðinn hópur fólks hefði aðgang að. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að þeir sem grunsemdir hefðu vaknað um að hefðu í frammi misjafnt athæfi gagnvart börnum gætu flutt fjöl- skyldu sína í annað sveitarfélag til að losna undan eftirgrennslan barnaverndaryfirvalda. Sem dæmi má nefna að grun- semdir um athæfi háskólakennar- ans vöknuðu fyrst í grunnskóla barna hans og bárust tilkynningar til barnaverndaryfirvalda. Maður- inn flutti þá ásamt fjölskyldu sinni í annað bæjarfélag og komst upp með glæpi sína lengur. Þetta fyrir- komulag segir Steinunn gerendum í kynferðisbrotamálum gegn börn- um yfirleitt fullkunnugt um sem og þá staðreynd að með því að sýna eftirlitsaðilum ekki samstarfsvilja sé hægt að þæfa mál. Loka verði á þessar undankomu- leiðir barnaníðinga gagnvart barnaverndaryfirvöldum. „Stund- um þegar mál koma upp er það vegna þess að þau hafa nokkrum sinnum verið tilkynnt. Maður veltir fyrir sér því tjóni sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir ef brugð- ist hefði verið öðruvísi við,“ segir hún. Steinunn Bergmann, félagsfræð- ingur hjá Barnaverndarstofu, segir umræðu um frekara aðgengi að gögnum og tilkynningum til nefnd- anna oft hafa komið upp. Samstaða um aðgerðir hafi hins vegar enn ekki náðst milli sveitarfélaga enda málin mjög vandmeðfarin. karen@frettabladid.is Loka verður á flótta- leiðir barnaníðinga Hæstaréttarlögmaður og réttargæslumaður segir miðlægan gagnagrunn í barnaverndarmálum vanta. Menn stundi glæpi óáreittir vegna þekkingar á glufum kerfisins. Samstaða um aðgerðir hefur ekki náðst milli sveitarfélaga. STEINUNN BERGMANN STEINUNN GUÐBJARTSDÓTTIR BARNAVERNDARMÁL Steinunn Guðbjartsdóttir minnir auk þess á hve mikilvægt er að brugðist sé skjótt og vel við ábendingum sem berast um slæman aðbúnað barna. Undanfarin ár hefur málum sem nefndirnar kanna eftir að hafa fengið tilkynningar hlutfallslega fækkað þótt tilkynningum hafi fjölgað. MENNTAMÁL „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að allar lausar stöður, og þá sérstaklega stjórn- unarstöður, á að auglýsa,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, spurður um skoðun á ráðningu framkvæmdastjóra fræðslusviðs hjá Kópavogsbæ, en ráðið var í það embætti án þess að auglýsa. Sá sem var ráðinn hefur ekki reynslu af fræðslumálum. „Þegar staða er ekki auglýst er ekki hægt að segja að hæfasti maðurinn hafi verið ráðinn,“ segir Eiríkur. - vsp Formaður Kennarasambandsins: Auglýsa á allar lausar stöður ÚKRAÍNA, AP Þrettán manns, þar af fimm börn, hafa látist í óveðri og flóðum í Úkraínu. Tveggja er saknað. Fimm daga úrhelli í Karpati-fjöllunum olli flóðum í ánum Prut og Dniestr. Um 21.000 heimili hafa orðið fyrir skaða, rúmlega þrjú hundruð bæir eru rafmagnslausir og um átta þúsund manns hafa yfirgefið heimili sín. Forsetinn, Viktor Jústsjenkó, yfirgaf hátíðahöld í tilefni 1020 ára afmælis kristnitöku í Kiev til að sinna fórnarlömbum flóðanna. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni þar sem óveðri var spáð fyrir daginn í dag. - kbs Flóð valda tjóni í Úkraínu: Þrettán látnir vegna flóða Friðrik, hafið þið fundið fyrir miklum meðbyr? „Já, við höfum fengið svolítið af vindi í seglin.“ Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, er að kanna hvort hagkvæmt sé að nota segl á íslensk fiskiskip til að draga úr eldsneytiskostnaði. Friðrik J. Arngrímsson er framkvæmdastjóri LÍÚ. PEKING, AP Þykkt mengunarský liggur nú yfir Peking, höfuðborg Kína, hvar Ólympíuleikarnir verða haldnir í ár. Ráðgert er að leikarnir hefjist 8. ágúst næstkomandi en embættismenn hjá umhverf- issviði borgarinnar heita því að mengunin verði minni þegar leikarnir hefjast. Mengunin er sögð með versta móti þrátt fyrir að borgaryfirvöld hafi nýlega sett miklar hömlur á umferð vélknúinna ökutækja í borginni. Með því vildu þau draga úr menguninni en skyggni hefur mælst innan við kílómetri í hlutum borgarinnar og veldur það aðstandendum leikanna miklum áhyggj- um. Við opnun Ólympíuþorpsins, sem hýsir keppendur, í gær var mengunin svo mikil að ekki sást á milli þess og meginkeppnissvæðis leikanna. Yfirmaður umhverfismála í Peking segir ástandið skapast vegna mikillar þoku og lognviðris undan- farna daga. Hann bætti því við að mengun í borginni væri nú tuttugu prósentum minni en á sama tíma í fyrra þegar veðurfar var með svipuðum hætti. Gunilla Lindberg, einn varaforseta Alþjóðaólymp- íunefndarinnar, sagði ástandið ekki gott en það færi batnandi dag frá degi. Búist er við að þátttakendur á leikunum fari að streyma til borgarinnar í vikunni. - ovd Mikil mengun í Peking í Kína veldur aðstandendum Ólympíuleikanna áhyggjum: Mengunarský hylur Peking TORG HINS HIMNESKA FRIÐAR Jacques Rogge, forseti Alþjóða- ólympíusambandsins, segir að fresta verði viðburðum Ólymp- íuleikanna sem haldnir eru utandyra ef mengun er mikil. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Handrukkarar drógu rúmlega þrítugan mann út af heim- ili sínu í Hafnarfirði í fyrrinótt, óku með hann upp í Heiðmörk og gengu þar hrottalega í skrokk á honum. Maðurinn komst við illan leik að verslun Bónuss við Kauptún í Garðabæ. Hann braut rúðu til að setja öryggis kerfi í gang, í von um að einhver kæmi og fyndi hann. Það gekk eftir. Maðurinn var alblóðugur og marinn í andliti og var færður á slysadeild. Einn var handtekinn vegna málsins en honum sleppt síðdegis í gær. Ekki fékkst uppgefið hjá lögreglu hvort sá játaði brotið. - sh Handrukkun í Heiðmörk: Námu mann á brott og lömdu SAMGÖNGUR Flugvél Icelandair á leið til New York með 170 manns innanborðs var í gær snúið við og lent aftur á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í hægri hreyfli. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, heyrðist hvellur í hreyflinum þegar flugvélin var að takast á loft. Missti hreyfillinn við það nokkurt afl og ákvað flugstjórinn að snúa vélinni strax við og lenda. Viðbúnaður var á Keflavíkurflug- velli með hæsta móti. Lendingin gekk vel og var viðbúnaður því afturkallaður. Farþega sakaði ekki og gekk vel að rýma flugvélina. Var þeim strax boðin áfallahjálp. Fluginu var seinkað um sólarhring á meðan flugvélin var skoðuð frekar. - ovd Bilun í hreyfli Boeing 757: Flugvélin lenti án vandræða HREYFILLINN SKOÐAÐUR Flugvirkjar og slökkviliðsmenn skoðuðu hreyfil flugvél- arinnar stax eftir lendingu. MYND/VÍKURFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Fimm mönnum sem handteknir voru á laugar- dags morgun í Keflavík grunaðir um líkamsárás var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í gær. Alblóð ugur og illa leikinn maður fannst á götunni fyrir utan sam- kvæmi sem þeir voru í. Þeir sögðu allir að maðurinn hefði dottið, en lögregla segir það útilokað. „Það hefði þurft að vera heldur rosalegt fall,“ segir Jón Þór Karls- son, varðstjóri hjá lögregl unni á Suðurnesjum. Ljóst sé að maður- inn hafi orðið fyrir líkams árás. Hann segir að sjötti maðurinn, sem handtekinn var síðar, hafi við- urkennt að til átaka hafi komið í samkvæminu, þótt hann hafi borið um atburði svipað og hinir að öðru leyti. Sá slasaði var enn á sjúkrahúsi í gær. Hann er ökklabrotinn og með talsverða áverka í andliti. Ekki hafði verið tekin skýrsla af honum í gær, en þegar lögregla kom á vettvang á laugar- dags morgun sagðist hann vilja jafna sakirnar við þá sem inni voru, og þótti lögreglu ljóst af orðum hans að til slagsmála hefði komið. Mennirnir, fórnarlambið og hinir handteknu, eru allir á þrí- tugsaldri. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu, þó mismikið, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Sum ofbeldisbrot- in munu vera alvarleg. - sh Lögregla trúir ekki sögu um að maður sem fannst slasaður í Keflavík hafi dottið: Óhugsandi að sá slasaði hafi hrasað HAFNARGATA Í KEFLAVÍK Lögregla naut liðsinnis sérsveitarmanna við handtök- una, þar sem inni voru þekktir misindis- menn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Umhverfisverðlaun Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafnings- hrepps ákvað nýverið að veita allt að 50 þúsund krónum í verðlaun því býli sem fegurst þykir í sveitarfélaginu. Með þessu vill nefndin hvetja fólk í sveitarfélaginu til að huga betur að umhverfi sínu. SUÐURLAND Áframhaldandi viðræður Forseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, sagði í gær að viðræður milli flokka Roberts Mugabe og Morgans Tsvang- irai héldu áfram í Simbabve. Mbeki hefur tekið að sér að miðla málum milli flokkanna. SIMBABVE Verkefnisstjóri ráðinn Linda Björk Guðrúnardóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri vegna komu flóttamanna til Akraness í byrj- un september. Ráðning Lindu Bjarkar er til 16 mánaða. AKRANES SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.