Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.07.2008, Qupperneq 8
8 28. júlí 2008 MÁNUDAGUR Helga Erlingsdóttir hefur sögu að segja: Ég fór í það verk í vor að fá tilboð hjá iðnaðarmönnum í að gera við múrskemmdir vegna leka í húsinu hjá okkur. Það komu örugglega átta múrarar heim til mín að skoða og meta skemmdirnar en aðeins þrír sem sendu mér skriflegt tilboð! Hinir vildu helst bara hafa þetta munnlegt. Ástæðan fyrir því að ég skrifa er til að sýna fram á að það borgar sig heldur betur að fá ALLTAF tilboð í öll verk sem þarf að framkvæma. Allir þessir aðilar mátu skemmdirnar eins. Tilboðin þrjú sem við fengum voru vægast sagt ólík. Það fyrsta hljómaði upp á 395.000 kr. Næsta var upp á 90.000 kr og þriðja hljómaði upp á hvorki meira né minna en 1.796.500 krónur og ætlaði sá að koma með vinnu- skúr og vera heila viku að þessu! Ég tók ódýrasta tilboðinu sem var frá Viðhaldsvirkni ehf. Þeir voru hálfan dag að þessu og allt stóðst eins og samið var um, þar á meðal verðið. „Ég á nú ekkert svar við þessu, mér finnst svo geysilega mikill munur á þessum tilboð- um,“ segir Ásgrímur Jónasson, formaður Iðnaðarmannafélags- ins í Reykjavík sem hefur aldrei heyrt um annað eins. „Iðnaðar- menn mega ekki vera með verðsamráð samkvæmt lögum né má vera samræmd verðskrá. Iðnaðarmönnum ber ekki skilda til að gera skrifleg tilboð en persónulega myndi ég ekki eiga viðskipti við þann sem treystir sér ekki til að gera skriflegt tilboð.“ Iðnaðarmenn landsins þykja vægast sagt misdýrir: Sláandi munur er á tilboðum MÚRARAR VIÐ VINNU Myndin tengist ekki efni greinarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... FRAKKLAND, AP Franska þingið sam- þykkti lög um lengri vinnuviku í vikunni sem leið. Hámarkslengd vinnuvikunnar verður þó áfram 35 stundir, en fyrirtæki geta samið við starfsfólk sitt um lengri vinnu- tíma. Heimildin nær bæði til lengri vinnuviku og til fleiri vinnu- daga á ári. Nicolas Sarkozy forseti hefur sagt að reglan um 35 stunda vinnu- viku hafi verið efnahagsleg mis- tök. Í kosninga- baráttunni lofaði hann að breyta þessu. Frakkar eru mishrifnir af þessu og sakna margir 35 stunda hámarksins. Fjöldi manns efndi til mót- mæla í París nú í vikunni, og veif- aði spjöldum þar sem á stóð: „Það er líf eftir vinnu“ og „Ég neita að gefa líf mitt til hluthafa“. „Ef ég neyðist til að vinna í 235 daga á ári, þá bitnar það á einkalífi mínu,“ sagði einn mótmælend- anna, Arnaud de la Bergerie, 27 ára gamall vélaverkfræðingur. „Við fáum meira kaup en minni tíma til að eyða laununum.“ Reglan um 35 stunda vinnuviku hefur verið mjög umdeild í Frakk- landi, allt frá því henni var komið á fyrir tíu árum þegar þáverandi sósíalistastjórn landsins gerði viðamiklar breytingar á vinnulög- gjöfinni. Hægri stjórnir þær, sem á eftir hafa komið, hafa smám saman breytt vinnufyrirkomulagi lands- manna að stórum hluta aftur til fyrra horfs. Gagnrýni hefur beinst að því hvernig staðið var að þessari nýj- ustu breytingu á þingi. Frumvarp- inu var komið í gegnum þingið að sumarlagi, þegar margir taka sér frí og vitað var að andstaða yrði sem minnst. Sarkozy hefur sagt 35 stunda vinnuvikuna hamla bæði sam- keppnishæfni franskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi og draga úr hagvexti. „Fræðilega séð eru þetta enda- lok 35 stunda vinnuvikunnar, en í raun mun þetta taka svolítið lengri tíma,“ sagði Marc Touati, yfirmað- ur greiningardeildar franska verð- bréfasölufyrirtækinu Global Equities. Skammtímaáhrif á efna- hagslífið verði lítil vegna þess að semja þurfi um breytingar hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. gudsteinn@frettabladid.is Lengingu vinnuviku misjafnlega tekið Frakkar eru strax byrjaðir að sakna 35 stunda vinnuvikunnar, sem var við lýði í áratug. Franska þingið hefur samþykkt að aflétta þessari kvöð af fyrirtækjum, sem nú geta samið við starfsmenn um lengri vinnutíma en áður. NICOLAS SARKOZY STJÓRNMÁL Frjálslyndi flokkurinn stefnir á að stofna sérstakt borgarmálafélag flokksins á fundi um borgarmál í næstu viku. Á fundinum munu flokksmenn ræða þörfina fyrir félagið og ef samþykkt er að þörf sé á því, verður borgaramálafélag Frjálslynda flokksins stofnað. „Í augnablikinu er þetta bara tillaga, síðan kemur í ljós á fundinum hvort hún verður að veruleika. Tilgangur félagsins mun vera að skerpa umræðu um miðborgarmál innan flokksins og verður aðaláherslan lögð á stefnumörkun í borgarmálum,“ segir Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins. Fundurinn verður haldinn annað kvöld í Skúlatúni 4. - stp Tillaga að borgarmálafélagi: Frjálslyndir stofna félag BANDARÍKIN, AP Ákvörðun George W. Bush Bandaríkjaforseta um að aflétta banni við olíuborun við strendur Bandaríkjanna fyrir tíu dögum er ástæða þess að olíuverð hefur lækkað síðustu daga. Þetta sagði John McCain, forsetafram- bjóðandi repúblikana, á kosningafundi í Pennsylvaníu í síðustu viku. George Bush eldri og fyrrver- andi Bandaríkjaforseti bannaði olíuborun við strendur Banda- ríkjanna árið 1990 af umhverfis- ástæðum. Enn er í gildi bann Bandaríkjaþings við olíuborun á stórum hafsvæðum. - gh John McCain um olíuborun: Ákvörðun Bush lækkar olíuverð JOHN MCCAIN Stálu 42 tommu sjónvarpi Brotist var inn í Sjónvarpsmiðstöðina við Síðumúla um klukkan fjögur í fyrrinótt. Einu sjónvarpi, 42 tommu, var stolið. Lögregla telur að tveir menn hafi verið að verki en þeir eru ófundnir. LÖGREGLUFRÉTTIR Ef ég neyðist til að vinna 235 daga á ári, þá bitnar það á einkalífi mínu. ARNAUD DE LA BERGERIE VÉLAVERKFRÆÐINGUR FÆREYJAR Lögreglan í Færeyjum hefur undanfarna daga þurft að glíma við nokkra eyjaskeggja sem þjófstartað hafa Ólafsvö- kunni en hátíðin hefst formlega í dag, 28. júlí. Fimm voru látnir sofa úr sér áfengisvímuna á lögreglustöðinni í Höfn auk þess sem lögreglan ók nokkrum heim sem þóttu hafa fengið sér aðeins of mikið neðan í því. Eitthvað hefur verið um pústra í heimahúsum og var karlmaður handtekinn fyrir að slá annan í Steinatúni. Þá handtók lögreglan ölvaða menn á báti og má skipstjórinn búast við að verða kærður fyrir brot á lögum um sjósókn. - ovd Annasamt hjá lögreglunni: Ólafsvökunni þjófstartað FRÁ FÆREYJUM Ólafsvakan er kennd við Ólaf Helga, Noregskonung sem lést í bardaga 29. júlí 1030. MÓTMÆLI Í PARÍS Á götum Parísar mótmæltu Frakkar nýjum lögum um lengri vinnu- viku. Á mótmælaspjaldinu sem hér sést stendur „Það er líf eftir vinnu“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÆSKULÝÐSMÁL Jóhannes Jónsson, sem oft er kenndur við Bónus, var heiðraður af skátum á landsmóti þeirra á laugardagskvöldið. „Hann hefur sýnt skátahreyfingunni mik- inn áhuga og stutt með ráðum og dáð,“ segir Bragi Björnsson, aðstoðarskátahöfðingi um heiðrun Jóhannesar. Bragi segir skátahreyfinguna ekki eingöngu heiðra skáta heldur fólk sem hefur komið fram sem skáti í hinu daglega lífi. Jóhannes hafi komið fram sem skáti með samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í sinni eigu. Einnig hafi hann löng- um styrkt skátahreyfinguna fjár- hagslega með beinum og óbeinum styrkjum. „Hagkaup styrkir lands- mótið okkar með matarföngum og Bónus gerir útilegurnar okkar töluvert ódýrari,“ segir Bragi í gríni. „Við vonum að þetta verði hvatn- ing fyrir aðra sem hafa þessi fjár- hagslegu tök að sýna þessa samfé- lagslegu ábyrgð og styðja bæði góð mál hér og erlendis,“ segir Bragi. Landsmót skáta var haldið á Akureyri um helgina en á því voru um sex þúsund manns. Tvö þús- und þátttakendur voru frá fjórtán þjóðlöndum, allt frá Íslandi til Suður-Kóreu. - vsp Hefur stutt skátahreyfinguna með ráðum og dáð: Skátar heiðra Jóhannes JÓHANNES HEIÐRAÐUR Skátar heiðruðu Jóhannes með nælu á landsmótinu um helgina. Jóhannes hefur stutt hreyfinguna vel fjárhagslega. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR 1. Við hvaða kvikmynd munu Hjaltalín semja og flytja tónlist á kvikmyndahátíð? 2. Hverjir eru Íslandsmeistarar í frjálsum íþróttum? 3. Hvaða plöntu er sagt að þurfi að segja stríð á hendur hérlendis? SVÖR Á BLAÐSÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.