Fréttablaðið - 28.07.2008, Page 14

Fréttablaðið - 28.07.2008, Page 14
14 28. júlí 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Viðskiptablöðin eru stundum með svona dálka þar sem ungt fólk í viðskiptalífinu rekur dæmigerðan dag í lífi sínu. Þetta er yfirleitt athyglisverð- ur lestur – svona lífsstílsfræði og minnir á Innlit/útlit sem mér þótti alltaf nokkuð vanmetinn sjónvarpsþáttur og á við ræki- lega félagsfræðilega úttekt hver og einn. Ég les stundum þessa dálka þegar ég hef ekkert annað að gera, sem er iðulega. Og ég velti stundum fyrir mér lífi þess fólks sem þar virðist á þönum frá morgni til kvölds: Er þetta það sem átt er við með „velgengni“? Maður verður lafmóður af því að lesa þetta. Nú er ég ekki að fjalla um einhvern tiltekinn einstakling öðrum fremur heldur um þessa dálka almennt og vissar tilhneig- ingar í þeim, þá mynd sem fólkið dregur upp af sjálfu sér. Tvennt slær mann: Gegndarlaust hangs í vinnunni og langdvalir að heiman. Þetta unga fólk virðist knúið áfram af þeirri hugmynd að hið góða líf felist í því að vera sem mest að heiman. Það vill telja okkur trú um að það hitti aldrei börnin sín nema rétt í morgunsárið og hugsanlega til að lesa fyrir svefninn. Eiginlega sýnist manni að unga fólkið í viðskiptalífinu sé á harðahlaup- um á hlaupahjólinu undan börnunum sínum. Á þönum frá morgni til kvölds Dæmigerður svona dálkur segir frá konu í ábyrgðarstöðu. Hún vaknar klukkan 6.10 tilbúin að takast á við verkefni dagsins og skokkar fram í eldhús þar sem hún kreistir sér ávaxtasafa í morgunmat. Hún nær honum svo af sér á hlaupabrettinu, og þegar hún er búin í sturtu hittir hún dæturnar tvær og kallinn og þau ræða saman um verkefni dagsins áður en hvert heldur af stað í sína átt. Klukkan 8.00 er morgun- fundur þar sem farið er yfir verkefni dagsins. Klukkan 9.00 er hún sest við skrifborðið og farin að svara tölvupóstum. Klukkan 12.05 fær hún sér gúrkusalat og hveitiklíð og ræðir um verkefni dagsins við vinnufélaga sína. Klukkan 12.20 er jóga. Klukkan 13.00 er fundur þar sem farið er yfir verkefni dagsins. Klukkan 13.45 er hún sest við tölvuna. Klukkan 18.00 fer hún í ræktina og hringir í báðar dæturnar á leiðinni, þær segja henni frá deginum sínum, sem hefur verið mjög skemmtilegur. Klukkan 18.15 er hún komin á hlaupabrett- ið þar sem hún er til 19.30. Klukkan 19.45 skreppur hún heim til að fá sér gulrót og skipta um föt. Klukkan 20.10 er hún svo komin upp í hesthús til að eiga góða stund með hestinum sínum. Þau taka góðan hring í góða veðrinu og hún nær að slaka vel á, er svo komin heim klukkan 22.45 og nær að kyssa dæturnar góða nótt, sem vakað hafa eftir henni. Klukkan 22.50 svarar hún tölvupóstum og fer yfir verkefni morgundagsins, og er svo komin upp í rúm með skýrslu klukkan 23.10 sem hún sofnar út frá sæl og glöð. Að lifa ekki lífi sínu Nú skil ég af hverju heimilin í Innlit/útlit eru svona hönnuð og tóm, sögulaus og svarthvít: þar er aldrei neinn. Í þessum dálkum viðskipta- blaðanna eldar aldrei neinn. Þarna er aldrei þvegið upp, aldrei sett í þvottavél: unga fólkið í viðskiptalífinu vill ekki láta um sig spyrjast að það geri húsverk. Kannski lætur það aðkeyptan starfskraft um það. En þegar maður lætur aðra taka til eftir sig, elda ofan í sig, jafnvel annast meira og minna börnin fyrir sig, er maður ekki farinn að bjóða út í rauninni mikilverða hluta úr lífi sínu, farinn að láta aðra lifa fyrir sig í einhverjum skilningi? Er maður ekki að missa af eigin lífi? Lengi þótti það helsta dyggð karla í viðskiptum og stjórnmál- um að sjást aldrei heima hjá sér nema á jólunum. Það þótti vitna um lofsverða fórnfýsi að neita sér um fjölskyldulíf því að skyldan kallaði. Sú hugmynda- fræði virðist lifa góðu lífi hjá ungu fólki í viðskiptalífinu, þó að ekki verði séð að hún hafi skilað neinu öðru en útrás á villigötur. Sú var tíð að konur höfðu ekki jafna möguleika á vinnumarkaði og karlar, og dæmin sanna að svo er víða enn. Fáum kemur hins vegar til hugar að þeim beri að sinna heimilinu einvörðungu, þjóna kalli og krökkum. En er sniðugt fyrir þær að tileinka sér þá hugmynd að best sé að vera sem mest að heiman? Kannski þær ættu að spyrja gömlu mennina hvernig þeim hafi fundist sú hugmynd reynast. Unga fólkið og eldhússtörfin Hringdu í síma ef blaðið berst ekki UMRÆÐA Ólympíuleikarnir Þegar Alþjóðlega Ólympíunefndin ákvað að leikarnir 2008 yrðu haldnir í Peking var það meðal annars í ljósi heitstrenginga þarlendra stjórnvalda um umbætur í mannréttindamálum. Þessi skilaboð bárust þó ekki Kínverjum. Opinberar fréttir á Vesturlöndum sögðu frá þessum loforðum en ekkert slíkt var að finna í þeirri útgáfu sem kynnt var kínverskum almenningi. Þrátt fyrir þetta voru vonir bundnar við þessa umdeildu ákvörðun. Mannréttindasamtök höfðu þó varann á og bent var á að leikarnir yrðu allt eins notaðir til þess að ala á þjóðernisrembingi og að stjórnvöld myndu nýta þá til þess að herða enn tökin á almenningi. Nú þegar mjög styttist í leikana ber öllum mannréttindasamtökum saman um að þvert á öll loforð hefur ástand mannréttindamála ekki batnað. Hið dapurlega er að leikarnir hafa verið notaðir sem afsökun stjórnvalda til þess að flytja fólk nauðungarflutningum, fangelsa andófsmenn, senda gagnrýnendur í vinnubúðir og pynta stjórnarand- stæðinga. Kínversk stjórnvöld hafa gerst sek um það að misnota leikana til þess að brjóta á þegnum sínum og litlar líkur eru á öðru en slíkt haldi áfram. Því miður. Kínverskur baráttumaður fyrir mannrétt- indum, Hu Jia, skrifaði fyrir nokkru í bréfi um Ólympíuleikana: „Þegar þið komið til Peking vitið þið kannski ekki að blómin, brosin, friðsældin og ríkidæmið sem fyrir augu ber eru byggð á illdeilum, tárum, fangelsun, pyntingum og blóði.“ Hann situr nú í fangelsi en kona hans og nýfætt barn sæta stofufangelsi. Glæpur Hu Jia er sagður vera sá að grafa undan valdi ríkisins. Þótt opinber samskipti við Kína séu almennt til góðs og geti stuðlað að bættri stöðu mann- réttinda á það sjónarmið ekki við um þátttöku fulltrúa íslenskra stjórnvalda á Ólympíuleikunum. Í einræðisríki á borð við Kína þjóna leikarnir allt öðrum tilgangi fyrir stjórnvöld heldur en í lýðræðis- ríkjum. Þar eru leikarnir beinlínis notaðir sem pólitískt tæki til að styrkja stöðu einræðisstjórnar- innar. Þess vegna hefðu Ólafur Ragnar Grímsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ekki átt að þiggja boð um að mæta á leikana sem pólitískir fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Ólympíuleikarnir eiga nefnilega ekki að snúast um pólitík. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ekki pólitík á ÓL Á hlaupahjólinu GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | ÞÓRLINDUR KJARTANSSON Eiginlega sýnist manni að unga fólkið í viðskiptalífinu sé á harðahlaupum á hlaupa- hjólinu undan börnunum sínum. Nýr borgarstjórnarmeirihluti Egill Helgason skrifar pistil um pólit- ískar línur í borginni á síðu sinni, Silfur Egils, í gær. Segir hann þar sífellt koma betur í ljós að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri eigi enga samleið með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn. Vill Egill meina að pólitískar línur liggi um húsafriðun og orkunýtingu og þar eigi Ólafur samleið með Vinstri grænum og Samfylkingu að nokkru leyti, en sjálf- stæðismenn eigi samleið með Óskari Bergssyni. Raddir þessa efnis hafa áður heyrst en Egill er kominn lengra en margir aðrir í myndun nýs meirihluta í Reykjavík þar sem hann segir Óskar vera full- trúa Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn. Konur ofar lýðræði „Konur eru konum verstar“ sagði Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, þegar kjörinn fulltrúi bæjarbúa, í þessu tilviki kona, vogaði sér að halda því fram að óeðlilega hefði verið staðið að ráðningu í þrjár stöður á vegum bæjarins, sem féllu konum í skaut að tveimur þriðju. Markmið ráðninganna hafi verið að fjölga konum í stjórnunarstöðum í bænum. Þau ummæli eru ein- kennileg í ljósi þess að karlmað- ur hlaut jú eitt starfið. Rökkurriddari Björns Nýjasta ævintýrið um Leðurblök- u manninn, The Dark Knight, hefur heillað margan kvikmyndaá- hugamanninn upp úr skónum. Björn Bjarnason er þar engin undantekn- ing, en hann segir á vef sínum að myndin sé „mögnuð í öllu tilliti“. Ekki er ólíklegt að yfirmenn lög- gæslumála tækju fagnandi ofurhetju sveipaðri skikkju sem lúskrað gæti á handrukkurum og skattsvikurum landsins í skjóli nætur. Er ekki hér komið verðugt verkefni fyrir hasarunnandann Björn? olav@frettabladid.is / stigur@frettabladid.is F rá Genf bárust um helgina þau gleðilegu tíðindi fyrir íslenska neytendur að góðar líkur séu á að tollar verði lækkaðir af innfluttum landbúnaðarvörum og að regl- ur um innflutning þeirra verði rýmkaðar verulega. Ef þetta gengur eftir verður það veruleg búbót fyrir heim- ilin í landinu. Forsvarsmenn bænda eru aftur á móti áhyggju- fullir, eins og við var að búast. Sendinefndir frá 152 ríkjum hafa síðastliðna viku freistað þess á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að fá botn í svo- kallaðar Doha-viðræður, sem kenndar eru við höfuðborga Katar og hófust haustið 2001. Upprunalega hugmyndin snerist um að setja saman viðskiptasamkomulag á breiðu sviði, sem átti að rétta af slagsíðu í alþjóðaviðskiptum á kostnað þróunarríkja. Sjö árum síðar og á fjórðu samningalotu liggja fyrir drög að samn- ingi, sem þykir líklegt að verði samþykktur. Ef viðræðurnar fara út um þúfur er hins vegar ljóst að ekki mun í nánustu framtíð nást viðlíka samkomulag um viðskipti milli landa með vörur og þjónustu. Meðal háværustu gagnrýni á fyrirliggjandi samning er að hann muni ekki hafa tilætluð jákvæð áhrif á efnahag þróunar- ríkjanna. Gömlu stóru viðskiptaveldin, með Evrópusamband- ið og Bandaríkin í fararbroddi, þykja vilja fá mikið fyrir sinn snúð. Enginn vafi leikur hins vegar á því að samkomulagið myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á efnahag íslenskra heimila. Óþarfi er að fjölyrða um hátt verðlag hér á landi. Það liggur fyrir að óvíða í heiminum þarf fólk að borga jafn mikið fyrir nauðsynjar og hér. Um það bil tveir þriðju af matarinnkaupum heimilanna í landinu eru íslenskar vörur og þar vega landbúnaðarvörur þyngst. Landbúnaðarssamningar stjórnvalda hafa þó aldrei verið gerðir með heimilisbókhald landsmanna í huga. Íslendingar eru heimsmeistarar í landbúnaðarstyrkjum. Hér nemur stuðningur úr vösum skattgreiðenda við landbúnaðinn um 62 prósentum af afurðaverðmætinu, sem er um það bil tvöfalt hærra hlutfall en að meðaltali í OECD-ríkjunum. Úti í búð þarf svo að punga út fyrir hinum hlutanum af aðstoðinni í formi hás vöruverðs. Auðvitað ættu íslensk stjórnvöld að vera búin að breyta þessu kerfi að eigin frumkvæði fyrir löngu. Ef samningar nást í Genf heyrir það hins vegar örugglega sögunni til. Og þá reynir á dug og sjálfstraust íslenskra bænda. Skoðanakönnun sem Bændasamtökin lét framkvæma fyrr á þessu ári sýnir að þjóðin kann mjög vel að meta innlendar land- búnaðarvörur: 94 prósent svarenda telja skipta miklu máli að landbúnaður verði stundaður hér til framtíðar, 75 prósent telja gæði innlendrar framleiðslu meiri en innfluttrar og 62 prósent eru tilbúin að greiða hærra verð fyrir innfluttu vöruna. For- svarsmenn Bændasamtakanna voru að vonum stoltir þegar þeir kynntu þessar niðurstöður. Þær benda líka til þess að þeir mæti sterkir til leiks í mögulegri samkeppni við innflutning. Gæða- vara verður alltaf eftirsótt. Gleðitíðindi frá Genf: Reynir á sjálfs- traust bænda JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.