Fréttablaðið - 28.07.2008, Page 30

Fréttablaðið - 28.07.2008, Page 30
 28. JÚLÍ 2008 MÁNUDAGUR10 ● fréttablaðið ● siglufjörður Gönguleiðir um fjöll og dali heilla gjarnan ferðamenn og útivistarfólk á Siglufirði á sumrin. Mariska van Der Meer, formaður Siglufjarðardeildar Ferðafélags Íslands, bendir á að þar sé að finna allt frá létt- um gönguleiðum upp í erfitt klifur. Í kringum Siglufjörð og út um alla Fjallabyggð eru margar fal- legar og skemmtilegar göngu- leiðir. Mariska van Der Meer, formaður Siglufjarðardeild- ar Ferðafélags Íslands, hefur þeyst eins og fjallageit um fjöll og firnindi. Hún segir að þar geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi, allt frá léttum hálfsdags- leiðum um dalbotna til erfiðs og spennuþrungins klifurs á fjalls- eggjum. „Það er mismunandi hvað fólk vill leggja á sig. Við mælum erf- iðleikastig gönguleiða og gefum þeim stjörnur í gönguskóm,“ segir Mariska og lýsir svo Dala- leið, sem hún gefur einn til tvo skó. „Dalaleið er gömul þjóðleið, rúmlega hundrað ára slóð, sem var kölluð messugrautur því fólk þurfti áður að fara hana til að komast í kirkju frá bóndabæj- unum í Siglufirði til Dalabæjar hjá Máná. Hún er um fimm kíló- metra löng og afskaplega falleg, ekki erfið nema ef til vill fyrst þegar þarf að klífa dalaskarð sem er 540 metra hátt. Síðan er leiðin þægileg,“ segir hún og bætir við að lækirnir á leiðinni séu misvatnsmiklir eftir veðri. Forsprakkar göngugarpa í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hafa unnið ötullega að því að kortleggja allar mögulegar leið- ir, en þau kort má nálgast á mörgum stöðum, meðal annars í upplýsingum fyrir ferðamenn. „Við fórum líka í að stika leið- irnar,“ segir Mariska. „Þær leið- ir eru alveg pottþéttar og ekkert hægt að villast. En sumar leið- ir eru ekki stikaðar bara til að hafa umhverfið ögrandi. Maður getur til dæmis farið fjallaleið í gegnum Skarðsdal, Hafnarfjall, Hvanneyrarskál og upp á Skrám á Strákfjalli.“ Að hennar sögn getur leiðin verið þægileg og falleg en líka brött og erfið og miklir mögu- leikar fyrir spennufíkla að finna snarbrattar hlíðar í lausamöl og himinhátt hyldýpi. Ef þeir vilja. Yfirlitsmynd yfir leiðir og nánari lýsingar má finna á vef- síðunni www.siglo.is. -nrg Mariska van der Meer á toppi Hafnarhyrnu, búin að sigra fjallið. MYND/ PÉTUR KRISTJÁNSSON Erfiðleikastig mæld í gönguskóm ● ÚTIVIST AF ÝMSU TAGI FYRIR HENDI Fyrir ferðamenn og útivistarfólk er margt skemmtilegt að skoða og gera í sveitarfélaginu Fjalla- byggð, sem varð til við sam- einingu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Á sumrin eru það fjöllin, vatnið og svört sandfjaran sem heilla. Í stórbrotnu landslaginu má finna fjölbreyttar göngu- leiðir um fjöll og dali og njóta einstaks útsýnis í kyrrð og ró. Boðið er upp á sjóstöng og auk þess er hægt að stunda stangveiðar í Ólafsfjarðará, í Ól- afsfjarðarvatni, í Héðinsfirði, og í Hólsá á Siglufirði. Svo má ekki gleyma því að hægt er að veiða á bryggjum bæjanna. Miðnætursiglingar og ferðir yfir heimskautsbaug eru einnig í boði. Möguleiki er á að skipuleggja sjóferðir eftir misjöfnu áhugasviði fólks. Til dæmis er hægt að setja saman göngu- og siglingapakka þar sem gengið yrði út í Héðins- fjörð og siglt heim. Sjá www. fjallabyggd.is. Göngufólk fer Dalaleið í þoku og er rétt ókomið í Dalaskarð Nyrst á Strákafjalli er fallegt útsýni yfir hafið. 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.