Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 32
 28. JÚLÍ 2008 MÁNUDAGUR12 ● fréttablaðið ● siglufjörður Tjaldsvæði Siglufjarðar er í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. MYND/STEINGRÍMUR KRISTINSSON Gestir og gangandi geta brugðið sér í golf. NORDIC PHOTOS/GETTY Tjaldsvæði Siglufjarðar er stað- sett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. Öll þjónusta, afþreying og söfn eru í fimm til tíu mínútna göngufæri. Sunnan við snjóflóðavarnagarð- inn, Stóra bola, er annað svæði fyrir þá sem kjósa ró og frið og þaðan er stutt á golfvöllinn, í hest- húsabyggð og fuglavarp. Um tíu mínútna gangur er niður í miðbæ og þar er hús með salernum og að- stöðu. Tjaldsvæðið í Ólafsfirði er við Íþróttamiðstöðina. Þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smá- sílum sem vinsælt er að veiða hjá yngri krökkunum. Tjaldstæðin í Fjallabyggð taka við Útilegukorti. Allar nánari upplýsingar um tjaldstæðin er að finna á heima- síðu Fjallabyggðar www.fjalla- byggd.is. Stutt í alla afþreyingu Góðir níu holu golfvellir eru ná- lægt báðum byggðarkjörnum Fjallabyggðar. Golfklúbbur Siglufjarðar rekur golfvöll að Hóli, sem er sunnan við bæinn, í botni Siglufjarðar. Hól- svöllur er á veðursælu og fallegu svæði. Völlurinn er fjölbreytt- ur með stuttum, löngum og mis- hæðóttum brautum. Flatirnar eru flestar litlar og því erfitt að hitta þær. Völlurinn hefur reynst mörg- um erfiður, en góðir golfarar sem ekki láta völlinn setja sig úr jafn- vægi, ná góðum hring. Golf- klúbb- ur Ólafs- fjarð- ar rekur níu holu golfvöll í mynni Skeggja- brekkudals með stórglæsilegu útsýni frábæru útsýni yfir Ól- afsfjarðarvatn, bæinn og mynni Eyjafjarðar. Völlurinn er í senn bæði krefjandi og stórskemmti- legur. Hið sérkennilega vallar- stæði heillar alla golfara sem prófa völlinn. Sjá www.fjallabyggd.is. Hægt að skella sér á völlinn Í Fjallabyggð eru tvær sundlaug- ar. Á Siglufirði er 25 metra inni- sundlaug, heitur pottur utandyra og ljósabekkir. Sundlaugin er við Hvanneyrarbraut 52. Í Ólafs- firði er útisundlaug þar sem hægt er að spóka sig um í góðu veðri, nuddpottur, setlaug, vaðlaug með svepp og gufubað. Sundlaugin er við Tjarnarstíg 1. Góður sprettur Sundlaugin á Siglufirði er önnur tveggja í Fjallabyggð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.