Fréttablaðið - 28.07.2008, Síða 32

Fréttablaðið - 28.07.2008, Síða 32
 28. JÚLÍ 2008 MÁNUDAGUR12 ● fréttablaðið ● siglufjörður Tjaldsvæði Siglufjarðar er í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. MYND/STEINGRÍMUR KRISTINSSON Gestir og gangandi geta brugðið sér í golf. NORDIC PHOTOS/GETTY Tjaldsvæði Siglufjarðar er stað- sett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. Öll þjónusta, afþreying og söfn eru í fimm til tíu mínútna göngufæri. Sunnan við snjóflóðavarnagarð- inn, Stóra bola, er annað svæði fyrir þá sem kjósa ró og frið og þaðan er stutt á golfvöllinn, í hest- húsabyggð og fuglavarp. Um tíu mínútna gangur er niður í miðbæ og þar er hús með salernum og að- stöðu. Tjaldsvæðið í Ólafsfirði er við Íþróttamiðstöðina. Þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smá- sílum sem vinsælt er að veiða hjá yngri krökkunum. Tjaldstæðin í Fjallabyggð taka við Útilegukorti. Allar nánari upplýsingar um tjaldstæðin er að finna á heima- síðu Fjallabyggðar www.fjalla- byggd.is. Stutt í alla afþreyingu Góðir níu holu golfvellir eru ná- lægt báðum byggðarkjörnum Fjallabyggðar. Golfklúbbur Siglufjarðar rekur golfvöll að Hóli, sem er sunnan við bæinn, í botni Siglufjarðar. Hól- svöllur er á veðursælu og fallegu svæði. Völlurinn er fjölbreytt- ur með stuttum, löngum og mis- hæðóttum brautum. Flatirnar eru flestar litlar og því erfitt að hitta þær. Völlurinn hefur reynst mörg- um erfiður, en góðir golfarar sem ekki láta völlinn setja sig úr jafn- vægi, ná góðum hring. Golf- klúbb- ur Ólafs- fjarð- ar rekur níu holu golfvöll í mynni Skeggja- brekkudals með stórglæsilegu útsýni frábæru útsýni yfir Ól- afsfjarðarvatn, bæinn og mynni Eyjafjarðar. Völlurinn er í senn bæði krefjandi og stórskemmti- legur. Hið sérkennilega vallar- stæði heillar alla golfara sem prófa völlinn. Sjá www.fjallabyggd.is. Hægt að skella sér á völlinn Í Fjallabyggð eru tvær sundlaug- ar. Á Siglufirði er 25 metra inni- sundlaug, heitur pottur utandyra og ljósabekkir. Sundlaugin er við Hvanneyrarbraut 52. Í Ólafs- firði er útisundlaug þar sem hægt er að spóka sig um í góðu veðri, nuddpottur, setlaug, vaðlaug með svepp og gufubað. Sundlaugin er við Tjarnarstíg 1. Góður sprettur Sundlaugin á Siglufirði er önnur tveggja í Fjallabyggð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.