Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2008, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 28.07.2008, Qupperneq 42
18 28. júlí 2008 MÁNUDAGUR ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott ■ Pondus Eftir Frode Øverli Í síðustu viku bárust fréttir frá Kamtjaka- skaga í Rússlandi þess efnis að svangir birnir hefðu drepið og étið öryggisverði við platínunámu. Talið var að allt að 30 glorhungr- aðir birnir þvældust um svæðið í leit að æti á meðan skelf- ingu lostnir námustarfsmenn sátu fastir á heimilum sínum og þorðu ekki í vinnuna af ótta við að vera étnir. Á svipuðum tíma mátti sjá afar blóðugar og ógnvekjandi myndir á baksíðu Morgunblaðsins af árás 30 hungraðra háhyrninga á hrefnu, sem þeir drápu og innbyrtu með miklum tilþrifum. Af þessum fréttum mætti álykta að dýr heimsins séu annaðhvort afskaplega svöng eða afskaplega reið. Raunsæisfólk vill eflaust meina að dýrin séu fremur svöng en reið; rússneskir dýrafræðingar segja að árásarhneigð þarlendra bjarna sé tilkomin sökum þess að laxi hefur fækkað verulega í ám þar í landi á undanförnum árum. Af mannavöldum, að sjálfsögðu. Og það er alkunna að háhyrningar eru alltaf svangir, enda alltaf í sundi. Draumórafólki finnst þó tilhugs- unin um að dýrin séu reið alls ekki svo fjarstæðukennd. Við mannfólk- ið höfum vaðið yfir jörðina á skít ugum skónum, svipt dýrin kjör- lendi og myrt fjölskyldur þeirra og vini. Hver yrði ekki reiður við slík- an yfirgang? Að auki er kostur við reiðikenninguna að líf okkar allra, dýra jafnt og manna, yrði talsvert meira spennandi en nú. Að hugsa sér ef öll dýr heimsins yrðu skyndi- lega vitstola af bræði og réðust á allt og alla í nágrenni sínu. Sjó- menn og baðstrandagestir um heim allan væru í bráðahættu, svo ekki sé minnst á bændur, gæludýraeig- endur og dýragarðsstarfsmenn. Og náttúrlega önnur dýr. Ljóst er að morðæði á meðal dýra heimsins er frábær efniviður í krassandi hryllingsmynd. Nú er bara að vona að kvikmyndagerðar- menn kveiki á perunni og framleiði slíka mynd áður en þeir verða fyrir barðinu á brjáluðum fjallaljónum. STUÐ MILLI STRÍÐA Eru dýrin reið? VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR UM HEFND DÝRARÍKISINS Það er virkilega erfitt að leggja þessa bók frá sér, elskan. Mamma Kollu vill vita hvort að Kolla gleymdi grænu peysunni sinni hérna hjá okkur Já, hún er hérna... ...ásamt gula boln- um hennar, hvíta jakkanum, tveimur sundbolum og bláum hnésokkum. Flott, því ég gleymdi rauðu peysunni minni, kúrekastutt- buxunum, tveimur toppum og bleiku skónum mínum þar. Ha? Nú vill hún vita hvort þú viljir skiptast á fötum eða bara börnum Leyfðu mér að hugsa um það Sögur af dýrahótelinu Ívar íkorni og bróðir hans Ég vona að einhver taki þig í dag! Ég vona að einhver taki þig í dag! Ég vona að einhver taki okkur í dag!!! Taktu tvo, borgaðu fyrir einn! Ef þú ert yfir fertugu, mun næsta lag minna þig á menntaskólakærustuna þína, reykelsislykt og langar, pólitískar samræður við kertaljós... ... og ef þú ert undir fertugu, mun það minna þig á Toyota-auglýsingu. Flott vörn, Jói! Sniðugt að nota höfuðið! Hversu marga fingur sérðu? K... Kentucky? Kenningar um þyngd-arleysi krónum lagið Frá Fylltu á iPodinn · Farsímann · Tölvuna Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Nýtt á Tónlist.is - lögin beint inn í iTunes á tölvunni! Nú getur þú tengt Tónlist.is beint við iTunes eða Windows Media Player. Öll lög sem þú kaupir fara sjálfvirkt yfir í spilarann þinn. Vertu tilbúinn í sumarfríið! iP o d o g iTu n e s e ru vö ru m e rki í e ig u A p p le, In c.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.