Fréttablaðið - 28.07.2008, Side 44

Fréttablaðið - 28.07.2008, Side 44
20 28. júlí 2008 MÁNUDAGUR Aðdáendur Britney Spears hafa möguleika á að komast yfir föt af söngkonunni á uppboði á vegum Rock & Roll Pop Art Auction, sem fer fram 2. ágúst næstkomandi. Á meðal þess sem boðið verður upp eru búningar sem hún klæddist á tónleikaferðalögunum Drive Me Crazy og Oops, I Did It Again, ásamt Mikka mús-bol sem Spears átti og klæddist þegar hún var ein barnastjarn- anna í The Mickey Mouse Club þáttun- um forðum daga. Bolurinn er áletraður af hinum stjórnendum þáttanna, sem eru ekki af verri taginu, enda Justin Timberlake og Christina Aguilera í þeirra hópi. Talið er að bolurinn muni seljast á um 25 þúsund dollara. Einnig verður hægt að komast yfir brúðarkjól sem Spears fékk að láni frá Madonnu. Madonna klæddist honum fyrst á tónleikaferðalagi sínu Like A Virgin, árið 1984, en lánaði Britney hann sextán árum síðar, þegar hún kom fram í grínþáttunum Saturday Night Live. Í boði verða einnig appelsínuguli jakkinn og buxurnar sem hún klæddist við afhendingu Billboard tónlistar- verðlaunanna árið 2000 og blár og hvítur jólasveina- búningur sem Spears klæddist í Pepsi-auglýsingu frá sama ári. Spears er ekki eina stjarnan sem opnar fataskápinn sinn á þennan hátt, því á uppboðinu verður einnig hægt að næla sér í muni frá stjörnum á borð við Elvis Presley, John Lennon, Johnny Cash og Marilyn Monroe. folk@frettabladid.is > BROOKE Í PLAYBOY Brooke Boella, dóttur glímukappans Hulks Hogan, hefur verið boðið að setja fyrir í Playboy. Hún ku nú íhuga tilboð- ið, en hefur ekki gert upp hug sinn. Ýmislegt hefur gengið á hjá fjölskyld- unni að undanförnu, bróðir Brooke situr inni og móðir hennar hefur tekið saman við ungling. Föt af Britney á uppboði MIKKI DÝRMÆTUR Mikka Mús-bolur sem Britney Spears klæddist þegar hún var barna- stjarna forðum daga er talinn munu fara á 25 þúsund dollara á uppboðinu. Nota þurfti tölvutækni til að fjölga skapahárum Siennu Miller í nýjustu mynd hennar Hippie Hippie Shake. Tökum lauk nýverið, en samkvæmt heimild- um dagblaðsins Daily Mirror gerist myndin á sjöunda áratugn- um. Hárvöxtur var þá heldur frjálslegri en tíðkast nú til dags og því reyndust skapahár Siennu vera of vel snyrt. Ekki þótti nógu raunverulegt að nota álímd gervihár í tveimur nektarsenum leikkonunnar, svo nota varð tölvutæknina til að gera skapahárin sem raunverulegust. Sienna er þó sögð hafa staðið sig með mestu prýði við tökur kvikmyndarinnar. Skapahárum fjölgað VEL SNYRT Sienna Miller þótti of vel snyrt í nektarsenum í nýjustu kvikmynd sinni, svo nota þurfti tölvutækni til að fjölga skapahárum leikkonunnar. Um verslunarmannahelgi er mikið um dýrðir og margt að sjá. Ekki er þó öll skemmtunin eins og skiptast hátíðirnar í tvennt, djamm og fjölskyldu- skemmtanir. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir kíkti á úrvalið. Fjölskylduskemmtun (misbarnvæn) Ein með öllu á Akureyri Ein með öllu er ein af þeim hátíðum sem hefur misjafnan orðstír. Hátíðin stendur vissulega undir nafni, enda mjög fjölbreytt. Blandað er saman opinberum við- burðum og smærri uppákomum á skemmtistöðum bæjarins og er leitast við að höfða til allra ald- urshópa. Tívolí verður í bænum, sjóstangveiði stendur til boða og Ævintýraland skemmtir yngstu hátíðargestunum. Meðal helstu viðburða má nefna tónleika Ný Danskrar, Sparitónleika á Akur- eyrarvelli þar sem fram koma Eurobandið ásamt danska Evró- visjónfaranum Simon Mathew, Sigga Beinteins og fleiri. Einnig verða tónleikar með Sálinni hans Jóns míns og Páli Óskari. Dag- skrána í heild sinni má nálgast á einmedollu.is. Neistaflug í Neskaupstað Neistaflug er fyrst og fremst fjöl- skylduhátíð og því lögð mikil áhersla á íþróttaviðburði og skemmtun fyrir börn, sem er mjög vegleg. Hátíðin byrjar á fimmtu- deginum með Blúsdjammi og rokktónleikum en seint verður sagt að landsins stærstu skemmti- kraftar stígi á stokk hér. Stærstu nöfnin eru Selma Björns og Einar Ágúst, sem halda Eurovisionkvöld, Stúlknasveitin Kári? sem tekur nokkur lög og Ný dönsk sem spilar á sunnudagskvöldinu. Helsti kost- ur hátíðarinnar er hversu vinaleg hún virðist. Neistaflug.is Sæludagar í Vatnaskógi Vímulaus og kristin, enda á vegum KFUM og KFUK. Áhersla er lögð á íþróttaviðburði, fjölskyldu- skemmtun og bænahald. Hvað tónleikahald varðar ber þar hæst tónleika Bubba og Péturs Ben á laugardeginum. Fyrir þá sem eru að leita sér að djammi er það helst spennandi hér að detta í það og láta ekki ná sér, en sem fyrr segir er hátíðin vímulaus og er öllum hent út sem gerast sekir um drykkju. Dagskrá Sæludaga má nálgast á kfum.is Fjölskyldudagar á Stokkseyri Stokkseyri býður upp á frí tjald- svæði um verslunarmannahelg- ina. Það sem dregur helst að eru kajaksiglingar, flugeldasýning og Töfragarðurinn, skemmtigarður. Allt þetta er þó stílað sérstaklega inn á börn. Fjöldi setra og sýninga ættu einnig að gleðja lítil hjörtu, svo sem Draugasetrið, Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið og Veiðisafn. Lítið er um tónlist, einu tónleikarnir eru með Heru á Draugabarnum, á laugardags- kvöld. Dagskrána í heild má finna á stokkseyri.is. Síldarævintýrið á Siglufirði Eins og nafnið gefur til kynna snýst Síldarævintýrið ekki aðeins um skemmtun heldur einnig um fisk. Atburðir eru af ýmsum toga, allt frá myndlistarsýningum til tónleika og sjóstangveiði. Þá verð- ur söltunarsýning, tónleikar með óskalögum sjómanna, harmon- ikkuleikur og annað sprell. Segja mætti að allt við Síldarævintýrið sé „kankvíst“ og svolítið gamal- dags á besta mögulega máta. Stærstu fiskarnir eru Páll Óskar, sem spilar á föstudeginum og Bermúda, auk heimamanna. Fyrir fullorðna Mýrarboltinn Mýrarboltinn 2008 fer fram á Ísafirði. Mótið er haldið í fimmta sinn en leikið er í Tunguskógi í Skutulsfirði. Eins og kemur fram á heimasíðu mýrarboltans, myrarbolti.com, þá á mýrarbolti rætur sínar að rekja til Finnlands. Á íþróttin að hafa þróast úr sumaræfingum gönguskíðamanna en er nú ein vinsælasta sumarí- þrótt Norður-Finna. Í ár hafa nýjar reglur verið kynntar til leiks í formi bleiks og svarts spjalds. Bleika spjaldið fer á loft ef leikmaður meiðir annan. Þá á viðkomandi að kyssa á bágtið hjá þeim særða. Ef leikmaður neitar er dregið upp svarta spjaldið, en þá á leikmaðurinn að spila með svartan hauspoka í tvær mínútur. Leikurinn er annars líkur fótbolta, nema hvað reglur fótboltans eru teygðar lítillega. Leiktími er tvisvar sinnum tólf mínútur. Eins og gefur að skilja verður fólk ansi drullugt við að spila, en í því felst sportið. Þjóðhátíð í Eyjum Þjóðhátíð þarf vart að kynna þar sem hún er stærsta útihátíð Íslands. Hingað fara allir helstu djammararnir og hafa Reykvík- ingar haft orð á því hvað borgin er róleg þessa helgi. Þjóðhátíð skart- ar helstu skemmtikröftum lands- ins, Árni Johnsen tekur lagið, Í svörtum fötum, Heimilistónar, Raggi Bjarna, Land og Synir, Dr. Spock, færeyska hljómsveitin Boys in a Band, Nýdönsk, Á móti sól, Páll Óskar og Bubbi skemmta landanum. Þrátt fyrir mikla tón- listarveislu er drykkja og tjald- menning jafnvel enn hærra á lista hjá gestum. Hátíðin hefur skapað sér sess sem „það sem maður á að gera“ um verslunarmannahelgi og virðist ekki valda vonbrigðum, þrátt fyrir alls konar veðráttu seinustu ár. Hún er bæði vinsæl- ust og dýrust hátíða. Innipúkinn Fyrir harðari tónlistaráhugamenn hefur Innipúkinn verið hollur vinur um verslunarmannahelgina, en þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin. Haldnir eru tón- leikar á föstudags og laugardags- kvöld á Nasa. Hátíðin hefur verið misstór, stundum hefur hún verið pökkuð af erlendum listamönnum en í ár er lögð áhersla á íslenska tónlist. Hjaltalín, FM Belfast, Múgsefjun, Dr. Spock, Hjálmar, Morðingjarnir, Megas og Senu- þjófarnir, Benni Hemm Hemm, Dísa, Sprengjuhöllin, og Borko eru á meðal listamanna í ár. Helsti kostur innipúkans er góð tónlist, ótrufluð af veðráttu og tjald- meiðslum. Afmælishátíð Organ Í tilefni eins árs afmælis tónleika- staðarins Organ verður boðið til tónlistarveislu um helgina, en Innipúkinn var haldinn á Organ í fyrra. Hátíðin verður lagskipt eftir tónlistarstílum og hægt er að kaupa sig inn á einstök kvöld. Jeff Who?, Mínus, Dikta, Skátar, Jan Mayen, DLX ATX, Æla, Evil Mad- ness, Bjartmar Guðlaugsson, My Summer as a Salvation Soldier og Diversion sessions koma fram, ásamt fleirum. Einnig verða ann- ars konar, afmælistengdir, atburð- ir á dagskrá, grill, kaka og fleira. Búast má við að mismunandi hópar sæki mismunandi kvöld, en ljóst er að hátíðin bætir óneitan- lega úrvalið fyrir þá sem vilja vera í Reykjavík. Jack Live útihátíðin Dillon á Laugavegi stendur fyrir útihátíð í Reykjavík, í bakgarði barsins. Er hún hugsuð sem ráð fyrir þá sem vilja fara á útihátíð en eiga ekki pening. Grillað verð- ur í garðinum auk þess sem Jeff Who?, Jan Mayen, Mammút, Brain Police og fleiri spila. Verði rigning er því hægt að upplifa sig eins og harðan útilegumann í miðborg- inni. Af og til verða svo gleðitímar eða „Happy Hour“, þar sem verð veitinga ákvarðast af lukkuhjóli. kolbruns@frettabladid.is Hvert liggur leið þín um helgina? SÍGILT Síldarævintýri á Siglufirði. ÚTIHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Dillon býður í portið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GLÁS AF FÓLKI Þjóðhátíð í Eyjum er alltaf vinsæl. MYND/JÓHANN INGI FYRIR BÖRNIN Neistaflug býður upp á góða dagskrá fyrir börn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA UMDEILD Ein með öllu á Akureyri hefur vakið athygli fyrir fleira en góða dagskrá. MYND/ÖRLYGUR HNEFILL DRULLA Mýrarboltinn er með því óhefðbundnara í boði um helgina MYND/TEH Leikarinn Heath Ledger sem lést fyrr á árinu hafði fjárfest í bar sem átti að opna í Brooklyn, New York. Framkvæmdir á húsnæðinu hafa staðið í stað síðan leikarinn dó, en nú hefur faðir Heaths ákveðið að leggja til fjármagn svo að framkvæmdir geti hafist á ný. Faðir Heaths sagði að sonur sinn hefði viljað klára barinn og því ætli hann að sjá til þess að svo verði. Búist er við því að barinn verði opnaður í lok þessa árs, en hann er á horni Lorimer strætis og Bedford Avenue og hefur hlotið nafnið Five Leaves. Bar Ledgers opnaður í ár HEATH LEDGER Fjárfesti í bar í Brooklyn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.