Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 46
22 28. júlí 2008 MÁNUDAGUR Café Rósenberg verður opnað að nýju á Klappar- stíg 25. Staðurinn verður þar sem Sjö níu þrettán var. Stefnt er á að opna í byrjun ágúst en Café Rósenberg brann fyrir rúmu ári í brunanum við Lækjargötu. „Þetta verður í sama stíl. Þetta er dálítið stærra húsnæði þannig að það verða sófahorn og leshorn með bókum. Við verðum í þessum geira áfram að vera með djass, blús og „folk“. Svo opnum við eldhúsið fljótlega,“ segir Þórður Pálmason, eigandi Rósenberg. „Ég er gríðarlega glaður með þetta. Við náum upp einhverju af sömu stemningunni, með því dóti sem slapp í brunanum. Píanóið, það brann helming- urinn af því. Ég ætla samt að setja það upp á svið. Það verður minnisvarði um að lifa dauðann af.“ Þórður vinnur hörðum höndum við að innrétta og breyta staðnum. „Við erum til dæmis að setja upp veggi með hljóðeinangrun í til að fá betri hljóm í rýmið.“ Mikill spenningur er í tónlistarmönnum. „Menn hafa verið að rölta við og bóka. Svo er Robin Nolan að koma og ætlar að spila 10. og 11. ágúst, þannig að ég verð allavega að vera kominn í gang þá. Það er búið að setja rosa pressu á okkur. Músíkantarnir vilja fá þetta strax.“ Safnað var fyrir endurbyggingu staðarins undir formerkjunum Reisum Rósenberg, rúmum 512 þúsundum. „Við ætlum að kaupa fyrir það hljóm- flutningsgræjur. Ef ég hefði ekki farið í þennan bransa aftur hefðum við gefið þetta í gott málefni. Nú er málefnið komið, upphaflega málefnið, þannig að það kemur ekki til.“ Hann segir spenn- inginn góðs viti. „Ég held að það hafi vantað svona stað.“ - kbs Hjaltalín semur og flytur tónlist við Sögu Borgarættarinnar sem sýnd verður á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í lok september. „Okkur finnst alltaf spennandi að blanda saman einhverju nýju og einhverju gömlu,“ sagði Atli Bollason, verkefnastjóri tónlist- ardagskrár kvikmyndahátíðar. „Kvikmyndahátíðin sem slík hefur alltaf lagt áherslu á að vera með það nýjasta og ferskasta í kvikmyndagerð. Þar sem við erum að fara af stað með tónlist- ar-hliðardagskrá þá ákváðum við að sækja í það sem er kannski nýjast og ferskast í tónlist.“ Á hátíðinni verður meðal ann- ars ráðstefna um tengsl tónlistar og kvikmynda. „2006 fengum við Benna Hemm Hemm til að semja tónlist við Fjalla-Eyvind. Það heppnaðist alveg frábærlega vel. Saga Borgarættarinnar er önnur myndin sem byggð er á íslensku handriti og sú fyrsta sem tekin er upp hér á landi. Okkur fannst þetta skemmtileg tenging, að brúa saman tvær aldir með þess- um hætti.“ Saga Borgarættarinn- ar var frumsýnd hérlendis 1921 og er byggð á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, sem kom mikið að henni. „Það vita allir hver Hall- dór Laxness var en ekki Gunnar Gunnarsson. Þetta er frekar fersk leið til að kynnast honum.“ Atli segir kvikmyndahátíðina, RIFF, lofa góðu. „Í fyrra voru þetta um hundrað myndir og um 20 þúsund áhorfendur sem komu. Þetta virðist ætla að verða ennþá stærra og betra núna.“ - kbs Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi! CHRISTIAN BALE, GARY OLDMAN, AARON ECKHART, MICHAEL CAINE, MORGAN FREEMAN OG HEATH LEDGER STÍGA EKKI FEILSPOR Í ÞESSARI MÖGNUÐU MYND! THE DARK KNIGHT ER KOMINN Í EFSTA SÆTI Á VIRTASTA KVIKMYNDAVEF HEIMS,IMDB.COM, YFIR BESTU KVIKMYNDIR ALLRA TÍMA! EIN BESTA MYND ALDARINNAR! EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 12 L L 7 12 L THE STRANGERS kl. 8 - 10 HELLBOY 2 kl. 6 - 10.10 MAMMA MIA kl. 6 - 8 16 12 L THE STRANGERS kl. 6 - 8 - 10 HELLBOY 2 kl. 5.30 - 8 - 10.30 MAMMA MIA kl. 5.30D - 8D - 10.30D MAMMA MIA LÚXUS kl. 5.30D - 8D - 10.30D MEET DAVE kl. 3.45 HANCOCK kl. 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA ÍSL. TAL kl. 3.45D 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 12 L 14 THE DARK KNIGHT kl. 6 - 9 HELLBOY 2 kl. 5.30 - 8 - 10.30 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 5% 5% SÍMI 551 9000 16 L 12 7 12 12 THE STRANGERS kl. 6 - 8 - 10 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 HANCOCK kl. 10.20 MEET DAVE kl. 5.50 - 8 BIG STAN kl. 5.50 - 8 THE INCREDIBLE HULK kl. 10.10 SÍMI 530 1919 STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Á SPENNUTRYLLI Í USA! Einn magnaðasti spennutryllir fyrr og síðar! Byggður á sönnum atburðum! "MYNDASÖGUBÍÓMYNDIR EÐA BARA FRAMHALDS- MYNDIR YFIR HÖFUÐ GERAST VARLA BETRI EN ÞETTA. FULLT HÚS STIGA! FRÁBÆR MYND. TOMMI - KVIKMYNDIR.IS "VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!" "THE DARK KNIGHT ER STÓRKOSTLEG." "THE DARK KNIGHT ER SVO GÓÐ AÐ ERFITT ER AÐ ÍMYNDA SÉR AÐ SÚ ÞRIÐJA GETI ORÐIÐ BETRI." T.S.K - 24 STUNDIR "SVONA Á AÐ GERA HROLLVEKJUR!" - STEPHEN KING FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS deception EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! BESTA MYND ALDARINNAR! ÖRFÁ SÆTIUPPSELT DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 12 DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 VIP MAMMA MÍA kl. 2 - 3:40 - 6 - 8:20 L DECEPTION kl. 8 - 11:10 14 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 2 - 3:40 - 5:50 L KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L WANTED kl. 11:10 16 NARNIA 2 kl. 5 7 DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - (11:10 Power) 12 DECEPTION kl. 10:20 14 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6D L WANTED kl. 8 16 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 12 DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11 12 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6 L KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 8 L DECEPTION kl. 10 12 DARK KNIGHT kl. 8 - 11 12 MAMMA MÍA kl. 8 L BIG STAN kl. 10:20 12 DARK KNIGHT kl. 8 - 11 12 HELLBOY 2 kl. 10:20 12 MAMMA MÍA kl. 8 L “Þetta er besta Batman-myndin, besta myndasögumyndin og jafnframt ein best mynd ársins...” L.I.B.Topp5.is - bara lúxus Sími: 553 2075 THE DARK KNIGHT kl. 4, 7 og 10-POWER 12 HELLBOY 2 kl. 5.40, 8 og 10.15 12 MAMMA MIA kl. 3.30, 5.50, 8 og 10.15 L KUNG FU PANDA - ÍSL. TAL kl. 4 L  - T.V, Kvikmyndir.is  - Ó.H.T, Rás 2  - L.I.B, Topp5.is/FBL V.J.V. - Topp5.is/FBL Tommi - kvikmyndir.is  Ásgeir J - DV  Tommi - kvikmyndir.is Á STÓRUM SKALA Dregið verður fram það kvikmyndalega í tónlist Hjaltalín á RIFF í haust. BYGGIR UPP Þórður Pálmason reisir Rósenberg á nýjum stað með hjálp vina sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rósenberg opnað á nýjum stað Hjaltalín á RIFF Umboðsmaðurinn Gis Von Ice vinnur með íslensku rokkurunum í Sign og færeysku sveitinni Boys in a Band. Hann spáir báðum böndunum góðu gengi á næstunni. Ísfirðingurinn Gísli Þór Guð- mundsson hefur búið í London síð- ast liðin 17 ár. Hann er eiginmaður Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem rekur Iceland Music Export. Gísli kemur þó hvergi nærri rekstri Önnu heldur sér um umboðsmennsku fyrir Ragnar Sól- berg og félaga í Sign og færeyska bandið Boys in a Band, auk þess að koma tónlist á netið fyrir iTunes og eMusic í hlutastarfi. „Umboðsmennskan er þó eigin- lega orðið fúlltæmdjobb og ég met framtíðarhorfurnar hjá þessum böndum mjög góðar,“ segir Gísli sem kallar sig Gis Von Ice til að gera lífið léttara. „Það eru ungir strákar í þessum böndum og bara vonandi að þeir nenni að hanga í þessu. Þetta er ströggl. Það sem heillar mig við bæði böndin er hversu rosalega góð þau eru á sviði.“ Gísli segir Sign ganga vel í Bret- ann. „Hljómsveitin er komin með „fanbase“, sem er erfitt að eignast í Bretlandi og eru að fara aftur út að spila í ágúst. Sign spilaði á Gay Pride í Dorchester í fyrra og þá urðu menn svo ánægðir með band- ið að þeir borga undir það til að koma út í ár. Við bókuðum svo nokkur gigg í kringum þetta.“ Fyrsta plata Boys in a Band frá Götu er komin út, Black Diamond Train. „Söngvarinn í bandinu þekkir bara Elvis, Johnny Cash og Bob Dylan og ég er að kynna þá fyrir nýrri böndum eins og The Raconteurs og Kings of Leon, sem mér þykir þeir minna á,“ segir Gísli. „Færeyjar eru rosalega gamaldags og útvarpið er eins og Gufan fyrir 30 árum. Það skilar sér í því að hljómsveitir eltast ekki við nýjustu „trendin“. Boys in a band er orðið aðalbandið í Færeyjum og þeir tóku túr á 24 tímum, spiluðu á 24 tónleikum á 24 stöðum. Flugu á þyrlum, þeystu á mótorhjólum og reiðhjólum. Þetta vakti mikla athygli úti.“ Boys in a band spila á þrennum tónleikum á Íslandi um verslunar- mannahelgina, á Innipúkanum, Þjóðhátíð í Eyjum og á Dillon. gunnarh@frettabladid.is Í fullu starfi sem umbi Sign og Boys in a Band ÖÐRU NAFNI GIS VON ICE Gísli Þór Guð- mundsson umboðsmaður hefur í nógu að snúast sem umboðsmaður Sign og Boys in a Band frá Færeyjum. Sign eru á leið á Gay Pride í Dorchester á Englandi. Boys in a Band eru á leið til Íslands. BOÐIÐ TIL BRETLANDS Ragnar Sólberg og Sign spila á Gay Pride í Dorchester. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.