Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 8
8 30. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR KASTALI SEM S EGIR KEX!               FYRIR FLOTTAS TA KASTALANN ER GLÆSILEG ÆVINTÝRAFER Ð TIL ORLANDO Í VERÐLAUN.     www.n athan.is 1 Hve margir jarðskjálftar fundust á Grímseyjarsvæðinu á mánudaginn? 2 Hve mörg hús er gert ráð fyrir að víki fyrir nýja Listahá- skólanum? 3 Hvaða þekkti kokkur lenti í lífsháska í Vestmannaeyjum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 BANDARÍKIN, AP Næsti forseti Bandaríkjanna tekur við tæplega fjörutíu þúsund milljarða króna halla á ríkissjóði Bandaríkjanna, samkvæmt áætlunum Bandaríkja- stjórnar. Hallinn er sá mesti í sögu Banda- ríkjanna í krónum talið. Hallinn varð þó stærra hlutfall landsfram- leiðslunnar sum árin á níunda og tíunda áratugnum. Hallinn skýrist meðal annars af lægri skatttekjum vegna stöðnun- ar í efnahagslífinu og skattalækk- ana og af styrkjum til heimila sem ætlað er að hleypa lífi í efnahag- inn. Hallinn er raunar vanmetinn í áætlun Bandaríkjastjórnar. Utan hennar fellur tæplega sjö þúsund milljarða króna stríðskostnaður og kostnaður vegna björgunar fjármálafyrirtækjanna Fannie Mae og Freddie Mac. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa gagnrýnt fjármálastjórn rík- isstjórnar George W. Bush Banda- ríkjaforseta. Bush tók við góðu búi árið 2001 eftir tíu ára hagvaxtarskeið og þriggja ára afgang á rekstri ríkis- sjóðs. Halli var hins vegar á rekstri ríkissjóðs árið 2002 sökum skattalækkana, hægara efnahags- lífs og stríðskostnaðar. - gh Halli á rekstri ríkissjóðs Bandaríkjanna fjárlagaárið 2008 fjörutíu þúsund milljarðar: Methalli í Bandaríkjunum BARACK OBAMA OG JOHN MCCAIN Næsti forseti Bandaríkjanna tekur við erfiðu búi árið 2009. NORDICPHOTOS/AFP ÚTIVIST „Sumarið hefur verið óvenjugott, einkum á Suður- og Vesturlandi, og þá eru berin fyrr á ferðinni en í venjulegu ári,“ segir Hörður Kristinsson grasa- fræðingur. Hörður segir marga þætti þurfa að vinna saman til þess að stuðla að góðri berjasprettu. „Viss skeið í blómgun plantna geta verið mjög viðkvæm fyrir skakkaföllum svo sem frostköfl- um og einnig þarf til hlýtt og sól- ríkt sumar,“ segir Hörður. Þurrkar geta valdið lakari berjasprettu en ella. „Eftir mjög þurr sumur geta komið fram ágæt ber á vissum stöðum þar sem jarðraki er mikill en lítið þess á milli.“ Snjólega á vorin skiptir miklu máli, einkum fyrir aðalbláber, að sögn Harðar. „Aðalbláber finnast venjulega hvergi þar sem ekki er snjóþungt yfir vetrartímann.“ Hörður segir bláberin venju- lega ekki vera orðin að megin- hluta vel þroskuð fyrr en í kring- um 20. ágúst. Fyrr sé þó hægt að tína þroskuð ber sem finnist inn á milli verr þroskaðra berja. „Þroskuð ber má þó finna fyrr við góðar aðstæður og þau eru fyrr á ferðinni þegar tíðarfarið er gott.“ - ht Gott tíðarfar, einkum sunnan- og vestanlands í sumar, flýtir fyrir berjasprettu: Bláberin fyrr á ferðinni í ár Í BERJAMÓ Yfirleitt má gera ráð fyrir því að meginhluti berja sé orðinn nógu þroskaður til að hægt sé að fara í berja- mó í kringum 20. ágúst. BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti gaf á mánudag leyfi sitt til að hermaður verði tekinn af lífi. Þetta er í fyrsta sinn í meira en hálfa öld sem Bandaríkja- forseti staðfestir dauðadóm yfir hermanni. Hermaðurinn, sem heitir Ronald A. Gray, var sakfelldur fyrir fjögur morð og átta nauðganir, sem hann framdi fyrir um tuttugu árum. Bandarísk lög kveða svo á að ekki megi taka hermenn af lífi nema forseti gefi til þess leyfi. Síðast veitti Dwight Eisenhower slíkt leyfi árið 1957 og var sá hermaður tekinn af lífi árið 1961. - gb Bush Bandaríkjaforseti: Heimilaði af- töku hermanns RONALD A. GRAY Fyrsta aftaka her- manns í hálfa öld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUNI Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins hafði talsverðan viðbúnað þegar tilkynnt var um eld í húsnæði Efnalaugarinnar Fannar í Skeifunni síðdegis í gær. Betur fór þó en á horfðist og ekki logaði nema lítillega í þaki hússins. Slökkvilið rauf gat á þakið til að slökkva eldinn, sem talið er að kviknað hafi út frá reykröri, sem er eins konar strompur, að sögn varðstjóra slökkviliðs. Mikill eldsmatur er í húsinu og því sendi slökkviliðið tvo bíla á staðinn. Einungis tók hálfa klukku stund að slökkva eldinn sem olli litlum skemmdum. - sh Eldur í Skeifunni í Reykjavík: Kviknaði í þaki út frá strompi REYKJAVÍK Ólöf Guðný Valdimars- dóttir, fyrrum aðstoðarmaður borgarstjóra, verður látin víkja úr skipulagsráði Reykjavíkurborgar. „Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri hafði samband og tjáði mér að ég nyti ekki lengur trausts hans,“ segir Ólöf. „Því myndi hann tilnefna annan fulltrúa í ráðið í minn stað.“ Ólöf segir Ólaf hafa vísað til ummæla hennar um að hún teldi ekki tímabært að taka afstöðu til vinningstillögu vegna nýbygging- ar Listaháskóla Íslands. Ólöf reiknar með að borgar- stjóri óski einnig eftir að hún víki sem stjórnarmaður hjá Faxaflóa- höfnum. „Ég hef ekki frekari áhuga á að sitja sem hans fulltrúi í nefndum og ráðum.“ Ólöf kveðst ekki ósátt við mála- lok undir þessum kringumstæð- um. „Mér finnst þó með ólíkind- um hvernig þetta hefur borið að.“ Skipulagsráð borgarinnar átti að funda í dag en þeim fundi var frestað. Helga Laxdal, lögfræð- ingur á skipulags- og bygginga- sviði, segir að það sé vegna flutn- inga sviðsins milli staða en ekki vegna mannabreytinga í ráðinu. Borgarstjóri mun á næsta borg- arráðsfundi leggja fram tillögu um að Magnús Skúlason, fyrrver- andi formaður Húsafriðunar- nefndar, taki sæti Ólafar Guðnýj- ar. „Ég vænti mikils af hans störfum,“ segir Ólafur en vildi ekki tjá sig um brotthvarf Ólafar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður borgarráðs, segir að ekki sé vani að kjörnir fulltrúar leggist gegn því hverjir sitja fyrir hönd annarra flokka í ráðum og nefnd- um á vegum borgarinnar. „Það er ekki óvanalegt að gerðar séu breytingar á skipan fulltrúa í einstaka ráð og nefndir,“ segir Vil- hjálmur. „Þarna er um að ræða fulltrúa F-lista og ef sá flokkur vill gera breytingar er ávallt orðið við slíkum óskum.“ Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði, kveðst ekki vita dæmi þess að fólk hafi þurft að víkja fyrirvaralaust þegar skoðanaágreiningur komi upp. „Þetta lítur út fyrir að vera óyfirveguð ákvörðun sem er ekki það sem borgin þarf.“ Ólöf lét af störfum sem aðstoðar- maður borgarstjóra um síðustu mánaðamót en sagði borgarstjóra þá hafa farið þess á leit við hana að hún sæti áfram í skipulagsráði. „Það er málefni samstarfsflokks- ins og borgarstjóra hverjir skipað- ir eru fyrir þeirra hönd í nefndir og ráð,“ segir Hanna Birna Kristj- ánsdóttir, formaður skipulagsráðs. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. helgat@frettabladid.is Ólöf Guðný vill ekki sitja áfram í skjóli borgarstjóra Fyrrverandi aðstoðarkona borgarstjóra telur með ólíkindum hvernig það bar að, að borgarstjóri ákvað að tilnefna annan fulltrúa til setu í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar. Ólafur F. Magnússon vill ekki tjá sig. ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARSDÓTTIR Fyrrverandi aðstoðarkona Ólafs F. Magnússonar víkur úr skipulagsráði eftir næsta borgarráðsfund. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég hef ekki frekari áhuga á að sitja sem hans full- trúi í nefndum og ráðum. ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARSDÓTTIR FYRRUM AÐSTOÐARKONA BORGARSTJÓRA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.