Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 16
16 30. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Sigurður Pálsson, rithöfundur og skáld, verður sextugur í dag en stakk af til Parísar til að verja afmælisdeg- inum þar. „Ég endaði hér í París eftir að hafa fengið ýmsar hugmyndir. Þetta endar í þessari tiltölulega ófrumlegu niðurstöðu, sem er mjög fín,“ segir Sigurður kankvís og bætir við að hann hafi nokkrum sinnum haldið upp á af- mæli sín í París en að þau hafi ekki endað á núlli fyrr en nú. Líklega kemur fáum sem lesið hafa nýjustu bók Sigurðar, Minnisbók, á óvart að Parísarborg hafi orðið fyrir valinu til að fagna þessum tímamót- um því hún fjallar á mjög lifandi hátt um minningar Sigurðar frá Frakk- landi á árunum 1967 til 1982. Enda var Sigurður staddur á kaffihúsi í París þegar blaðamaður hafði sam- band við hann og sagðist í tilefni af- mælisdagsins ætla að finna einhvern góðan stað til að borða á. Að sögn Sigurðar eru eftirminnileg afmæli hans í gegnum tíðina mörg. „Þegar ég var ungur var mjög mikið haldið upp á afmæli og þá var mikil hátíð. Þannig að ég er vanur miklum fagnaðarlátum,“ upplýsir Sigurður og bætir við að það hafi verið frábært að eiga afmæli yfir sumartímann. „Það var mikið af fólki heima á sumrin þannig að það var bara ennþá betra að eiga afmæli yfir sumartímann.“ „Annars líst mér mjög vel á þetta,“ upplýsir Sigurður, þegar hann er inntur eftir því hvernig honum líki það að vera orðinn sextugur. „Það er mjög fínt að verða þrítugur en ég held að það sé helmingi betra að verða sextugur,“ segir hann kíminn. „Einhverjir spekingar voru að skýra út fyrir mér að ævin er eins og þrír þrjátíu ára hringir. Um þrítugt eru mikil tímamót, þá er svokölluð þrítugskrísa,“ útskýrir Sigurður og bætir við að eftir það taki við tvisvar sinnum fimmtán ár sem séu einskon- ar uppgjör og undirbúningur undir lokahringinn um sextugt. „En sextíu er rosa merkilegt vegna þess að þá er uppgjör miðað við þrítugskrísuna og hvað menn völdu að gera þá.“ Sigurður segir að á fæðingardegi sínum hafi verið hitabylgja á Skinna- stað í Axarfirði þar sem hann er fæddur. „Það getur orðið svona brjál- æðislega heitt þarna og ég vona að í dag verði þrjátíu stig þannig að það verði svipuð stemning.“ martaf@frettabladid.is SIGURÐUR PÁLSSON: SEXTUGUR Í DAG Vanur miklum fagnaðarlátum SIGURÐUR PÁLSSON Fæddist í hitabylgju og vonast eftir svipuðu veðri í París í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Síðasti bíllinn af gerð- inni Volkswagen Type 1, sem er betur þekkt- ur undir heitinu Bjallan, rann af færibandinu þennan dag fyrir fimm árum. Framleiðsla bílsins hófst árið 1938. Menn fóru fljótlega að kalla hann Bjölluna sín á milli en framleiðandinn sjálf- ur tók heitið ekki upp fyrr en í tengslum við kynningarefni á bifreið- inni í ágúst árið 1967. Bjallan naut mikilli vinsælda á sjöunda áratug síðustu aldar. Vegna harðnandi samkeppni færð- ist framleiðsla bifreiðanna frá Þýskalandi til Brasil- íu og Mexíkó, en sjálf- stæðir innflytjendur í Evrópu fluttu þær inn frá Brasilíu og Mex- íkó þar til framleiðslu var hætt. Síðasta Bjallan var framleidd í Puebla í Mexíkó í 30. júlí árið 2003 og síðustu þrjú þúsund bílarnir seld- ir sem 2004 árgerð. Stjórnvöld í Mex- íkó bundu enda á framleiðsluna, þar sem þeim þótti bílarnir ekki uppfylla þá útblást- ursstaðla sem þar voru settir. Síðast en ekki síst höfðu vinsældir bílanna dvínað, þar sem neytend- ur sóttu í auknum mæli í nýtískulegri bifreiðar. ÞETTA GERÐIST: 30. JÚLÍ 2003 Síðasta gamla Bjallan framleidd MERKISATBURÐIR 1797 Geir Vídalín dómkirkju- prestur, 35 ára, er vígð- ur biskup í Skálholtsbisk- upsdæmi. Þetta er í fyrsta sinn í 120 ár sem biskup Íslands er vígður hérlend- is en ekki erlendis. 1874 Kristján níundi stígur á land í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkj- andi konungur kemur til landsins. 1907 Friðrik áttundi Danakon- ungur kemur til landsins. 1909 Giftar konur og vinnukon- ur sem borga sveitargjöld fá kosningarétt til sveitar- stjórna. 1961 Brúin yfir Hornafjarðarfljót er vígð. Hún var þá önnur lengsta brú landsins, 255 metrar. LISA KUDROW LEIKKONA ER 45 ÁRA Í DAG Ég er yngst af öllum í fjöl- skyldunni. Hin eru öll mjög fyndin, ég var alltaf að reyna að halda í við þau. Mér fannst bara svo gaman að fá fólk til að hlæja. Lisa Kudrow er bandarísk leik- kona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Phoebe Buffay í hinni vinsælu þátta- röð Friends. Elskulegur eiginmaður og faðir, Magnús Karlsson Mímisvegi 8, Reykjavík, lést sunnudaginn 27. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. ágúst kl.15.00. Bára Guðmannsdóttir Guðmann Sigurgeir Magnússon 90 ára afmæli Kristinn Óskarsson 90 ára. Kristinn Óskarsson, fyrr- verandi lögregluþjónn, verður níræður 30 júlí. Hann tekur á móti gestum í félagsmiðstöðinni Hæðar- garði 31 á afmælisdaginn á milli 5 og 7. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Bóel Malmquist Jóhannsdóttir Aflagranda 40, Reykjavík, lést þann 20. júlí sl. á Vífilsstöðum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Jón Ellert Guðjónsson Guðrún Bóel Guðjónsdóttir Viðar Hjartarson Kristín Margrét Axelsdóttir Árni Árnason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ragnhildur Kristín Sandholt lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 27. júlí. Jón Eiríksson Eiríkur Jónsson Ásthildur Björnsdóttir Íris Jónsdóttir Einar Sigurðsson Atli Már Jónsson Lilja Dagbjartsdóttir og barnabörn. 70 ára afmæli Runólfur Runólfsson verkstjóri verður 70 ára mánudaginn 4. ágúst næstkomandi. Af því tilefni verða þau hjónin Dúddi og Stína með opið hús sunnudaginn 3. ágúst milli 14.00 og 17.00 að Rjúpnabraut 5, Úthlíð í Biskupstungum. Þau hlakka til að sjá ætting ja og vini sem eru hjartanlega velkomnir. AFMÆLI AUÐUR LAXNESS er 90 ára. ÁRNI SIGFÚSSON bæjarstjóri er 52 ára. ARNÓR GUÐJOHNSEN knattspyrnu- maður er 47 ára. HILARY SWANK leikkona er 34 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.