Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 18
[ ] Nú er hægt að setja gamla jálkinn upp í bifreið hjá Brimborg. Fram að verslunarmannahelgi er hægt að fara með hvaða gamla bíl sem er í Brimborg og fá 200.000 krónur í staðinn til að setja upp í sparneytnari, öruggari og nýlegri notaðan bíl hjá umboðinu. Tilboðið gildir fyrir alla gamla bíla en aldur og ásig- komulag þeirra eru algjört aukaatriði. Að sama skapi gild- ir tilboðið líka yfir alla notaða bíla sem fást hjá Brimborg. Aðeins er hægt að koma með einn gamlan bíl fyrir hverja nýlegri, notaða bifreið. Þá býður Brimborg að auki upp á 100 prósenta fjármögnun við kaupin. Nánari upplýsingar á www. brimborg.is og í síma 515 7000. - mmr Skiptu út þeim gamla Nú er hægt að losa sig við gamla bílinn og fá sér nýrri og sparneytnari bifreið hjá Brimborg. Bílaklúbbur Akureyrar heldur úti vefsíðunni www.ba.is. Þar er hægt að skoða bíla sem eru í eigu meðlima, taka þátt í spjalli og fleira skemmtilegt. Nú þegar ein stærsta ferðahelgi ársins nálgast þurfa öryggismál barna í bílum að vera tryggð. Þó leitt sé að leyfa ekki börnum að horfa fram á við eins og fullorðnir gera á ferðalögum er mælt sér- staklega með bakvísandi barnabíl- stólum fyrir börn sem eru yngri en þriggja til fjögurra ára. Sænskar rannsóknir hafa sýnt að við alvarlegan árekstur minnka líkur á áverkum um 90 prósent hjá börnum í bakvísandi stólum en um 60 prósent ef þau vísa fram. Ástæðan fyrir þessu er sú að þyngd höfuðsins er mun hærra hlutfall af heildarlíkamsþyngd barna en hjá fullorðnu fólki. Höfuð barns um níu mánaða aldur vegur um 25 prósent af heildarþyngd- inni en einungis um sex prósent hjá fullorðnum einstaklingi. Barn má aldrei sitja í framsæti bíls ef uppblásanlegur öryggispúði er framan við það. Það þarf að hafa náð 150 sentimetra hæð og vera að minnsta kosti 40 kíló að þyngd til að sitja óhult í framsæti bíls með öryggispúða. Góðir barnabílstólar eru bráðnauðsynlegir og áríðandi að þeir séu festir samkvæmt leið- beiningum framleiðenda. Heimildir:www.vis.is og www.tm.is. - gun@frettabladid.is Bakvísandi stólar bestir Stólar yngstu barnanna eiga að snúa bakinu fram. Mælt er með bakvísandi barnastólum fyrir yngstu börnin í stað þeirra sem vísa fram. NORDICPHOTOS/GETTY Nethyl 2 • sími 587-0600 www.tomstundahusid.is Savage fjarstýrðir torfærutrukkar frá HPI 3.5 - 46.500 kr 4.6 - 59.500 kr 5.9 - 77.700 kr KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Nýtt! Gras.is beint á skjáborðið þitt! Gras.is hefur sett upp vefþjónustu (Gagdet) sem t engir þig beint við fréttirnar, án þess að þurfa opna vafrann þinn!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.