Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 30. júlí 2008 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Anna Día Erlingsdóttir, stjórn- andi Golfleikjaskólans, var skírð Anna Sigríður í höfuðið á móð- urömmu sinni Þórunni Sigríði. „Amma var alltaf kölluð Día og ég var kölluð Anna Día strax frá unga aldri,“ upplýsir Anna Día. „Þó að þetta sé í raun gælu- nafn er ég skráð Anna Día í símaskránni og hef hugleitt að breyta því í Þjóðskrá enda aldrei verið kölluð annað,“ segir hún og bætir því við að móðir hennar heiti reyndar líka Þórunn Sigríður líkt og amma hennar en að hún hafi þó ekki verið kölluð Día. Anna Día hefur haldið í hefð- ina og heitir dóttir hennar Þór- unn Día. „Ég veit síðan um aðra konu óskylda okkur sem heitir Anna Día en veit ekki hvort hún er eldri eða yngri en ég.“ Anna Día hefur stýrt Golfleikja skólanum frá árinu 2000 en eitt af markmiðum hans er að hvetja konur á öllum aldri til þess að kynn- ast golfíþróttinni. Skólinn er þó einnig fyrir karlmenn og er meðal annars boðið upp á námskeið fyrir foreldra og börn og eins ömmur, afa og barna- börn. Hugmyndin er að byggja upp sameiginlegt áhugamál. NAFNIÐ MITT: ANNA DÍA ERLINGSDÓTTIR Alltaf kölluð gælunafninu ANNA DÍA Hún var skírð Anna Sigríður í höfuðið á Þórunni Sigríði móðurömmu sinni sem var aldrei kölluð annað en Día. Sjálf hefur hún alltaf verið kölluð Anna Día. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Olgeir Sigurðsson Kóngsbakka 12, Reykjavík, lést þriðjudaginn 29. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnhildur Gísladóttir Fritz H. Berndsen Ásta Kristjánsdóttir Halldór Olgeirsson Svava Magnúsdóttir Guðrún Olgeirsdóttir Jens Arnljótsson Þórunn Olgeirsdóttir Haraldur Pálsson Smári Olgeirsson Sigríður Benediktsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Arna Zóphaníasdóttir Hringbraut 136, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánudaginn 28. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 5. ágúst kl. 14.00. Vilborg Einarsdóttir Hörður Kristinsson Jökull Einarsson Björg Sigurðardóttir Steinar Einarsson Helga Björk Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gunnhildur Guðmundsdóttir Hvassaleiti 20, 103 Reykjavík, sem lést laugardaginn 19. júlí sl. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 30. júlí kl. 15.00. Guðmundur Sigurðsson Valgerður Marínósdóttir María Sigurðardóttir Einar Loftsson Áslaug Sigurðardóttir Sveinn Hannesson Hrefna Sigurðardóttir Haukur Valdimarsson Sigurður Sigurðarson Ingibjörg Sigurðardóttir Bjarni S. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, Ragnheiður Margrét Þórðardóttir Skólabraut 6, Seltjarnarnesi, lést mánudaginn 28. júlí á líknardeild LSH Kópavogi. Útförin verður auglýst síðar. Jón Oddur Magnússon Margrét Þ. Jónsdóttir Björgvin H. Fjeldsted Þórður Ingi Jónsson Áslaug Þóra Jónsdóttir Sigrún Ósk Jónsdóttir Hanna María Jónsdóttir Þórður M. Adolfsson og barnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Elín Jósefsdóttir áður til heimilis að Langholtsvegi 2, Reykjavík, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 6. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 31. júlí kl. 13.00. Jóna Guðbrandsdóttir Ásbjörn Einarsson Einar Jón Ásbjörnsson Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir Elín Björk Ásbjörnsdóttir Gísli Jóhann Hallsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðbjartur Pálsson Hagamel 36, Reykjavík, sem lést að morgni mánudagsins 21. júlí síðastliðinn í Danmörku verður jarðsunginn miðvikudaginn 30. júlí kl.11.00 frá Dómkirkjunni. Níta Helene Pálsson Helena Guðbjartsdóttir Pálsson Sigurður Ingi Bjarnason Kristína Guðbjartsdóttir Pálsson Atli Már Bjarnason Davíð Ólafsson Nadía Lind Atladóttir Aron Már Atlason Níta María Arnardóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Guðmundsdóttir Eyrardal, Súðavík, sem lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 23. júlí, verður jarðsungin frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 2. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Súðavíkurkirkju. Guðlaug Ingvarsdóttir Jóna McCarthy Jósep McCarthy Bjarni Kjartansson Guðmundína Sturludóttir Steinn Ingi Kjartansson Rósa Ólafsdóttir Guðmundur S. Kjartansson Guðrún Eiríksdóttir Guðjón M. Kjartansson Dagbjört S. Hjaltadóttir Kristín Lilja Kjartansdóttir Þorsteinn Haukur Þorsteinsson Bjarney Stella Kjartansdóttir Einar Hálfdánarson Daði Kjartansson Stefán Haukur Kjartansson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hreinn Pálsson Asparteigi 2, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu 25. júlí 2008. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju 5. ágúst 2008, kl. 13.00. Stella E. Kristjánsdóttir Sigurbjörg Sveinsdóttir Sig. Óttar Hreinsson Guðrún Arnarsdóttir Páll Hreinsson Guðný Hallgrímsdóttir Íris Hreinsdóttir Marc Vincenz Hreinn Ingi Hreinsson Hildur Hrund Hallsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Jóhann Guðmundsson Erluási 38, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 24. júlí 2008, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 1. ágúst kl. 13.00. Guðrún J. Guðlaugsdóttir Jóna Laufey Jóhannsdóttir Ingvar Hreinsson Inga Jóhannsdóttir Daði Bragason Jóna Guðrún Jóhannsdóttir Þorgils E. Ámundason Guðmundur Jóhannsson Guðrún Ágústa Unnsteinsdóttir og barnabörn. Tónleikar verða haldnir í Seyðisfjarðarkirkju í kvöld, en þá mun La Corda-kvart- ettinn frá Svíþjóð stíga á stokk. Kvartettinn skipa þær Maria Herrlin, sópran, Ger- trud Sonesson, sópran, Anna- Stina Berghe, sem leikur á bassafiðlu, og Sigrid Sjö- strand, sem leikur á „rena- issance“ lútu og barokk gítar. Dagskráin nefnist Kventón- skáld í þúsund ár. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20.30. Sjá www.blaakirkjan.is. - stp Himneskir tónar óma TÓNLEIKAR La Corda-kvartettinn stígur á stokk í Seyðisfjarðarkirkju í kvöld. MYND/GUÐRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR Sýning á verkum Höskuld- ar Björnssonar stendur nú yfir í Listasafni Árnesinga, en Höskuldur er af mörg- um talinn skipa sér sess í íslenskri listasögu sem einn af helstu fuglamálurum landsins. Sýning á verkum Höskuldar ber heitið Á ferð með fuglum. Þar eru til sýnis á níunda tug verka eftir hann, aðallega olíu- málverk og vatnslitamynd- ir en einnig teikningar með blandaðri tækni. Sérstaða Höskuldar sem eins af helstu fuglamálur- um landsins hélst vel fram á sjöunda áratuginn og í hugum margra listamanna á hann enn sess sem slíkur. Höskuldur var jafnframt mikill landslagsmálari og voru Suður- og Suðaustur- land í sérstöku uppáhaldi hjá honum en síðustu sautj- án ár ævi sinnar bjó hann í Hveragerði. Þess má geta að Listasafn Árnesinga er haft opið alla daga í sumar frá 12 til 18. Alltaf er heitt á könnunni og alls kyns meðlæti á boð- stólum. - mmr Skipar sérstakan sess LIST Sýning á verkum Höskuldar Björnssonar stendur yfir í Listasafni Árnesinga. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.