Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 30
22 30. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem er í eigu þeirra Snæbjörns Argrímssonar bókaútgefanda og Kristjáns B. Jónassonar, gefur út innan skamms eina dýrustu bók Íslandssögunnar – ef kálfskinns- handrit fyrri tíma eru ekki talin með: sú dýra bók er 550 síður í A3 stærð í öskju og hefur að geyma upprunalegar teikningar Eggerts Péturssonar sem birtust í Íslenskri flóru sem kom út árið 1983. Þetta eru 270 teikningar sem gerðar voru eftir plöntunum í raunstærð. Sú vinna hleypti Eggert inn á nýtt svið í myndlist. Bókin verður aðeins gefin út í 500 tölusettum eintökum sem Eggert áritar allar. Bókin mun kosta 75.000 kr. og fæst ekki í bókaverslunum, heldur verður aðeins hægt að panta hana beint frá Crymogeu:kbj@crymogea.is. Pantanir eru þegar teknar að berast forlaginu. Útgáfan á jurtateikningum Eggerts minnir á útgáfu Arnar og Örlygs á teikningum og vatns- litamyndum Benedikts Gröndal sem komu út á bók 1976 undir heitinu Dýraríkið sem var við- hafnarútgáfa í tilefni af 150 ára afmæli hans. Í bókinni verða 271 teikning, en þær voru allar unnar á A3 blöð til að ná raunstærð flestra jurt- anna. Bókin var unnin í Kína og ligg- ur í kassa, en ekki hylki eins og oft tíðkast. Hún er hönnuð af Snæfríði Þorsteins. Íslensk flóra var unnin fyrir áhuga Valdimars Jóhannssonar hjá Iðunni og kom út í óvenjustóru upplagi 1983. Hún var endurprentuð 1994. pbb@frettabladid.is Jurtateikningar Eggerts á bók Tónleikar undir yfirskriftinni Seiðandi sumarhljómar fara fram í tónleikasaln- um Hömrum á Ísafirði annað kvöld kl. 20. Þar koma fram þær Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleik- ari og leika verk eftir Mozart, Ravel og Sarasate. Geirþrúður Ása hóf fiðlunám þriggja ára gömul, en hefur numið fiðluleik við Listaháskóla Íslands síðan haustið 2005. Geirþrúður varð í fyrsta sæti í fyrstu einleikarakeppni Tónlistarskól- ans í Reykjavík árið 2004. Þá lenti hún í þriðja sæti í Simon-Fiset fiðlukeppn- inni í Seattle ári seinna. Hún hefur tekið þátt í konsertkeppni í Schlern Music Festival á Ítalíu og einleikara- keppni Listaháskóla Íslands og Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Geirþrúður Ása hefur spilað með Sinfóníuhljóm- sveit Tónlistarháskólans í Gautaborg, Ungfóníu og verið konsertmeistari í tveimur síðustu verkefnum óperu- stúdíós Íslensku Óperunnar. Í haust mun Geirþrúður hefja nám við Stetson University í Flórída, Bandaríkjunum. Matthildur Anna hóf píanónám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur; þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan til Árósa í Det Jyske Musik- konservatorium þar sem hún stundaði nám í einn vetur. Árið 2007 lauk Matt- hildur Bachelornámi í píanóleik frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur einnig tekið ríkan þátt í kammermúsík, til að mynda kom hún fram á Lied Festival í Bergen í Noregi með Þorvaldi Þor- valdssyni bassasöngvara. Matthildur stundar núna meistaranám í meðleik við Royal Academy of Music í London og útskrifast þaðan vorið 2009. Aðgangur að tónleikunum er ókeyp- is, en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Sumar í Hömrum, sem Tónlistarfélag Ísafjarðar stendur fyrir í sumar. -vþ Ungar hæfileikakonur í Hömrum GEIRÞRÚÐUR ÁSA GUÐJÓNSDÓTTIR OG MATTHILDUR ANNA GÍSLADÓTTIR Koma fram á tónleikum í Hömrum annað kvöld. MYNDLIST Teikningar Eggerts Péturssonar úr Íslenskri flóru koma nú á bók. MYND: FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein- indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði Stellu Artois. Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um 45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr- efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni- haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta. Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem hingað til hefur hallað um 45 gráður, hefur verið fylltur að þremur fjórðu skal hann réttur við. Með jafnri hreyfingu er hann samtímis færður niður frá flösku- opi um sem nemur hæð bikarins. Þannig krýnum við ölið þéttri froðu sem skýlir innihaldi bikars- ins og tryggir ferskleika og líf þessa fljótandi gulls. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.