Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 30. júlí 2008 23 Hjálmar Sigmarsson túlk- ar nýjan texta Baggalúts sem hvatningu til nauð- gana. En viðbjóðinn er að finna víðar. Í raun er íslensk dægurlagasaga uppfull af kvenfyrirlitn- ingu, klámi og hvatningu til nauðgana. Til dæmis: Út á stoppistöð „Nú þrumuskuð, ég narra vil í limbó, og svo negla þær og tálga aðeins til.“ Hér er greinilega verið að hvetja til ofbeldisfullrar nauðg- unar. Stuðmenn ættu að skamm- ast sín. Stolt siglir fleyið mitt „Stolt siglir fleyið mitt stórsjón- um á. Sterklegur skrokkurinn vaggar til og frá.“ Eða öllu heldur: Risastór phall- us vaggar til og frá tilbúinn að nauðga öllu sem á vegi hans verður. Spenntur „Ég er miklu meir’en spenntur fyrir þér. Mig langar bar’að vera einn með þér.“ Af hverju vill sögumaðurinn vera einn með konunni? Greini- lega til að getað nauðgað henni. Hafið bláa hafið „Beggja skauta byr, bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn.“ Lítt dulbúin karlremba. Það sjá allir hvað „bátur“ er og hvert hann á að „bruna“. Vertu ekki að horfa „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, ef þú meinar ekki neitt með því.“ Má kona ekki horfa á mann nema hún hvetji hann til sam- ræðis? Þetta er gróf karlremba sem á ekkert erindi við samtímann. Farin „Ertu þá farin, ertu þá farin frá mér? Hvar ertu núna, hvert ligg- ur mín leið?“ Fórnarlamb sleppur undan kvalara sínum. Leið hans ætti umsvifalaust að liggja í fangelsi. Meiri textarýni fyrir ráðskonuna DÆGURLAGASAGAN ER VIÐBJÓÐUR! Hjálmar Sigmarsson hefur aðeins bent á topp ísjakans. „Þetta eru kannski svona bláir draumar fyrir nýja tíma,“ segir Valur Gunnarsson rithöfundur. Valur hefur vakið athygli að undanförnu fyrir að gagnrýna harðlega auglýsingamennsku og peningahyggju sem veður uppi í samfélaginu svo mjög að jafnvel þeir meðal poppara sem hafa nán- ast gert út á að gagnrýna neyslu- hyggju og fégræðgi eru falir fyrir rétt verð. Valur gróf á sínum tíma plötur sínar þær sem hann átti með Bubba eftir að kóngurinn seldi lög sín Sjóvá. Nýjustu dæmin sem Valur segir sorgleg eru þau þegar Óttarr Proppé nánast kvitt- aði undir dánarvottorð pönksins með því að selja lagið „Burt með kvótann“ til símafyrirtækisins Vodafone: Skítt með kerfið. Valur spyr hvers konar „steit- ment“ það sé frá pönkara, þar sem allt byggir á „attitjúdi“ að hvetja til þess að menn skrái sig hjá til- teknu símafyrirtæki. Og Megas, sem löngum hefur verið í hávegum hjá Vali, fær nú gula spjaldið eftir að hafa selt lag sitt og texta, Ef þú smælar fram- an í heiminn, í auglýsingu fyrir Toyota. „Ég hef verið að dunda mér við að endursemja textann þannig að hann henti betur á þessum síðustu og verstu: Ef þú smælar til þeirra á Toyota... Afraksturinn verður frum- fluttur á Rás 2 í kvöld,“ segir Valur hvergi nærri af baki dottinn í gagn- rýni sinni. - jbg Ef þú smælar til þeirra á Toyota VALUR GUNNARS- SON Gangrýnir harðlega auglýs- ingamennskuna sem virðist vera að murka lífið úr listinni. Læknar söngkonunnar Amy Wine- house hafa skipað henni að losa sig við kettina sína, öll fjórtán stykkin. Amy hefur átt við erfið veikindi að stríða og er kattaskar- inn ekki til þess að bæta heilsu hennar og er Amy nú komin með vott af astma. Amy ku vera miður sín vegna þessa og leitar nú að góðu heimili fyrir kettina. „Amy elskar þá og er sorgmædd yfir því að þurfa að gefa þá. Þeir veita henni félagsskap og hún mun verða mjög einmana án þeirra,“ sagði heimildarmaður. Söngkonan mun nú þegar hafa fundið heimili fyrir átta af fjórtán köttum. „Hún átti erfitt með andardrátt stuttu eftir að kettirnir komu inn á heim- illið en hún lagði ekki tvo og tvo saman. Hún fór til læknis og komst að því að hún er með slæmt ofnæmi fyrir köttum.“ Það er ágætt að söngkonan sé farin að hugsa aðeins um heilsuna. Kettir ógna heilsu Amy AMY Á fjórtán ketti en komst að því að hún er með slæmt ofnæmi fyrir þeim. Lögmál 4: Bikarinn er fullur og froðutoppurinn rís upp yfir brúnina. Þá er froðusveðjan tekin. Henni er beint frá líkamanum og strokið lárétt með 45 gráðu halla, hársbreidd yfir brúninni. Stærstu loftbólurnar hafa leitað efst í froðuna og mistakist þetta skref munu þær springa þeim afleiðingum að froðan fellur hratt. Án froðunnar er ölið varnar- laust og verður flatt á skammri stundu. Lögmál 5: Að lokum verður að tryggja að froðu- toppurinn sé af nákvæmlega réttri þykkt. Fullkomnunin felst í smáatriðunum: Í 33 cl bikar skal froðan vera nákvæmlega 3 cm. Hvorki meira né minna. Þetta samsvarar samanlagðri breidd vísifingurs og löngutangar þess sem njóta skal. Gleðiganga Hinsegin daga, eða Gay Pride-gangan er tíu ára í ár. Fullyrt er að hátíðahöldin hafi aldrei verið glæsilegri. Dagskráin var kynnt í gær fyrir utan miðstöð Hinsegin daga, þar sem Páll Óskar tók lagið, en hátíðin er haldin 6.-10. ág- úst. Kolbrún Björt Sigfús- dóttir ræddi við Þórarin Þór fjármálastjóra um gönguna, baráttuna og „gaydar“. Athygli vekur að hátíðin er fimm daga löng í fyrsta skipti. Er gleðin takmarkalaus? „Hún er takmar- kalaus. Við höfum úr nægu að spila. Ef við hefðum nægt fjár- magn og nægt vinnuafl þá lékum við okkur að því að gera þetta að heilum mánuði,“ segir Þórarinn Þór, einn skipuleggjenda Gay Pride í ár. Færst hefur í aukana að erlend- ir skemmtikraftar komi fram. „Skemmtikraftar horfa til Íslands. Við komumst í heimsfréttirnar þegar löggjafinn gerir vel við okkur. Svo hefur ferðaþjónustan gert sitt í að markaðsetja hversu auðvelt það er að koma til Íslands. Hversu opið samfélagið er. Þetta er undantekningalaust þannig að erlendir listamenn hafa samband við okkur, við þurfum ekki að óska eftir því. “ Margur björninn hefur verið unninn í málum samkynhneigðra og fátt eftir hvað lög varðar. „Það er einna helst það að koma á hug- arfarsbreytingu hjá ákveðnum þjóðfélagshópum sem bera for- dóma í okkar garð sökum þess að þeir þekkja okkur ekki.“ „Við tókum þá afstöðu strax í upphafi að vera jákvæð. Alveg sama hvað móti blés, við brostum alltaf. Ég var nú göngustjóri fyrstu göngunnar og það var ýmislegt sem maður segir frá í góðra vina hópi sem kom upp á. Við tókum bara á því og sögðum svo við fjölmiðla, okkur gengur vel og allir taka okkur vel. Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun til að fá stækkandi hóp í kringum okkur. Að vera ekki að væla held- ur taka bara á því bak við tjöldin. Það tókst okkur og nú erum við orðin, að við fullyrðum, önnur stærsta hátíð í borginni.“ Hátíðin dreifist um borgina, en eini „gay“-staðurinn er Q bar. „Það er okkur mjög mikilvægt að hafa stað. Vandi staða fyrir sam- kynhneigða hefur verið að þeir hafa verið heldur stórir og við heldur fá. Oft heyrir maður spurn- inguna: Af hverju þurfið þið sér stað? Ég spyr á móti, hvernig eigum við annars að finna hvort annað?“ Því hefur verið haldið fram að samkynhneigðir séu með „gaydar“ til að finna hvort annað. „Það er goðsögn. Þá er minn bilað- ur að minnsta kosti, það er nokkuð ljóst!“ Þegar hafa fleiri skráð sig í gönguna en tóku þátt í fyrra og enn er tekið við skráningum. Takmarkalaus gleði HÝR OG GLAÐUR Páll Óskar hitaði gesti upp með því að taka Gay Pride-lagið frá því í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MEÐ FRÁ UPPHAFI Flestir skipuleggjend- ur hafa séð hátíðina vaxa úr grasi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.