Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 34
26 30. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is KR 2-0 FJÖLNIR 1-0 Gunnar Örn Jónsson (39.), 2-0 Björgólfur Takefusa vsp. (62.), Rautt spjald: Ólafur Páll Snorrason (87.). KR-völlur, áhorf.: 2.317 Einar Örn Daníelsson (3) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 18-3 (5-2) Varin skot Stefán Logi 2 – Hrafn 3 Horn 9-3 Aukaspyrnur fengnar 22-19 Rangstöður 1-0 KR 4–4–2 Stefán Logi Magnús. 7 - Skúli Jón Friðgeirsson 6 (52., Bjarni Guðjónsson 6) - Grétar S. Sigurðarson 8 - Pétur H. Marteinsson 7 - Guðmund- ur R. Gunnarsson 6 - Gunnar Örn Jónsson 6 (68., Atli Jóhannsson 6) - *Jónas Guðni Sævarsson 8 - Viktor Bjarki Arnarsson 8 - Óskar Örn Hauksson 5 - Björgólfur Takefusa 6 - Guðjón Baldvinsson 6 (79., Guðmundur Pétursson -). Fjölnir 4–5–1 Hrafn Davíðsson 4 - Magnús Ingi Einarsson 4 - Óli Stefán Flóventsson 5 - Kristján Hauksson 5 - Gunnar V. Gunnarsson 4 - Ólafur P. Johnson 3 - Ásgeir A. Ásgeirsson 3 (79., Andri V. Ívarsson -) - Gunnar M. Guðmundsson 4 - Pétur G. Markan 4 (67., Tómas Leifsson 5) - Ólafur Páll Snorrason 2 - Ómar Hákonarson 3 (90., Davíð Þór Rúnarsson -). *Maður leiksins FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson hjá Blikum fékk þungt högg á kjálkann í leik Breiðabliks og Þróttar á Val- bjarnarvelli í Landsbankadeild- inni í fyrrakvöld. Hann lenti þá í samstuði við markvörðinn Bjarka Frey Guðmundsson hjá Þrótti og lá óvígur í grasinu eftir að hafa náð að pota boltanum framhjá honum og skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég sá hann ekki fara í netið en ég man alveg eftir því að hafa potað í boltann, lent svo í sam- stuðinu og fengið höggið,“ sagði Arnór Sveinn en í fyrstu var talið að hann hefði kjálkabrotnað. „Mér leist nú ekki alveg nógu vel á þetta fyrst. Ég var mjög vankaður og ruglaður strax eftir höggið og átti svo erfitt með and- ardrátt í sjúkrabílnum á leiðinni upp á spítala. En það kom ekkert út úr blóðrannsókn né mynda- töku á kjálkanum og bringubeini annað en að allt væri í lagi og ég er bara nokkuð sprækur eftir þetta. Bitið er að vísu aðeins skakkt og ég er með verk í kjálk- anum en þetta er ekkert til að kvarta neitt yfir,“ sagði harðjaxl- inn Arnór sem ætlar sér ekki að missa neitt úr Íslandsmótinu með Blikum. „Ég átti að taka því rólega í einn til tvo daga en ég ætla að byrja að skokka á fimmtudaginn og sjá hvernig það verður. Lækn- arnir er búnir að gefa grænt ljós á að ég finni mig sjálfur í þessu og ég á ekki að þurfa að missa af leik eða neitt, sem eru vissulega góð tíðindi,“ sagði Arnór Sveinn vongóður að lokum. - óþ Blikinn Arnór Sveinn fékk slæmt högg í fyrrakvöld: Man eftir markinu ÞUNGT HÖGG Í fyrstu var talið að Arnór Sveinn hefði kjálkabrotnað eftir samskipti sín við Bjarka Frey, en svo var sem betur fer ekki. Njarðvíkingar munu verða fyrir blóðtöku í körfuboltanum á næst- unni því landsliðsmaðurinn Jóhann Árni Ólafsson skrifar undir samning við þýska liðið Crailsheim Merlins sem spilar í Pro-B deildinni. „Ég er kominn með samninginn í hendurnar en er ekki búinn að skrifa undir,“ sagði Jóhann Árni kátur í gær. „Þetta er það sem maður er búinn að stefna að síðan að maður var pínulítill og þetta er draumur að verða að veruleika,“ segir Jóhann Árni sem fær stórt hlutverk hjá liðinu. „Þeir ætlast til voðalega mikils af mér. Ég er búinn að tala við þjálfarann og hann vill að ég komi með kraft og orku inn í liðið,“ segir Jóhann Árni og bætir við. „Þeir líta á mig sem byrjunarliðsmann. Liðið ætlar að komast upp og það væri frábært fyrir mig að fara upp með þessu liði og spila þá í Pro-A. Ég lít aðallega á þetta sem stökkpall fyrir eitthvað meira. Ég vildi finna mér lið þar sem ég fengi að spila og sanna mig og þá fæ ég annað hvort að vita það hvort ég geti þetta eða geti þetta ekki,“ segir Jóhann raunsær. „Ef maður stendur sig þá er þetta klárlega stökkpallur því það sjá mann fleiri þarna en hér heima á Íslandi. Framkvæmdastjóri félagsins sagði við mig að ef ég kæmi með sama áhuga og kraft og Logi [Gunnarsson] þá værum við báðir í toppmálum,“ segir Jóhann en Crailsheim er 33 þúsund manna borg í Suður-Þýskalandi ekki langt frá Stuttgart. „Það er rosalega mikil stemning þarna og gríðarlegur áhugi fyrir körfubolta í þessum bæ. Logi talaði um að þetta væri skemmtileg- asti útivöllurinn í deildinni að hans mati,“ segir Jóhann Árni. „Ég sá viðtal við kanann hjá þeim, sem var að framlengja samning- inn við liðið, þar sem hann sagði að ástæðan fyrir að hann skrifaði undir aftur væru aðdáendurnir og hvað þeir væru æðislegir. Ég held að þetta sé svona eins og Njarðvíkurnar eru. Allt þarna snýst meira eða minna um körfubolta,“ segir Jóhann en segir samt erfitt að yfirgefa Njarðvík. „Það er leiðinlegt að skilja við Njarðvík og ég vildi gjarnan vera með þeim áfram. Maður verður bara að hugsa um sjálfan sig og ég held að þetta sé það rétta fyrir mig núna.“ NJARÐVÍKINGURINN JÓHANN ÁRNI ÓLAFSSON: MUN SEMJA VIÐ ÞÝSKA PRO-B LIÐIÐ CRAILSHEIM MERLINS Lít á þetta sem stökkpall fyrir eitthvað meira HANDBOLTI Hvorki Birkir Ívar Guðmundsson né Vignir Svavars- son fara með handboltalandslið- inu til Peking á Ólympíuleikana. Fjórtán manna leikmannahópur Íslands var tilkynntur í gær en Bjarni Fritzson fer með sem fimmtándi maður. Hann spilar aðeins ef meiðsli koma upp. Fjórir detta úr æfingahópnum, auk Birkis og Vignis þeir Hannes Jón Jónsson og Rúnar Kárason. Birkir er einn reynslumesti markmaður Íslands með 135 landsleiki á bakinu. Vignir hefur líkt og Birkir verið með í síðustu stórmótum í landsliði Íslands. - hþh Landsliðið sem fer á ÓL: Birkir og Vignir ekki í hópnum ÞJÁLFARINN Þurfti að skera hópinn niður í gær. RÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÓPURINN: Markverðir: Björgvin Gústavsson (Fram) Hreiðar L. Guðmundsson (Savehof) Aðrir leikmenn: Alexander Petersson (Flensburg) Arnór Atlason (FC Köbenhavn) Ásgeir Örn Hallgrímsson (GOG) Guðjón Valur Sigurðsson (Kronau) Ingimundur Ingimundarson (Minden) Logi Geirsson (Lemgo) Ólafur Stefánsson (Ciudad Real) Sigfús Sigurðsson (Valur) Snorri Steinn Guðjónsson (GOG) Sturla Ásgeirsson (Aarhus GF) Sverre Jakobsson (HK) Róbert Gunnarsson (Gummersbach) FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen gat ekki æft með Barcelona í gær þegar liðið kom allt saman að nýju eftir æfingaferðina til Skotlands þar sem liðið vann tvo leiki með markatölunni 11-1. Eiður Smári lék manna mest í liðinu í ferðinni og skoraði tvö góð mörk. Hann glímir hins vegar enn við meiðsli í vinstra hné og gat af þeim sökum ekki verið með á æfingum liðsins í gær. Fram undan hjá Börsungum er ferð til Ítalíu og Bandaríkjanna. - óój Eiður Smári Guðjohnsen: Hnéð er enn til vandræða > Sara Björk í Breiðablik Samkvæmt áreiðanlegum heimildum netmiðilsins Vísis í gærkvöld mun landsliðskonan Sara Björk Gunn- arsdóttir ganga í herbúðir Breiðabliks í Lands- bankadeildinni. Hún kemur frá 1. deildarliði Hauka og hefur aldrei áður leikið í efstu deild. Hin tæplega átján ára Sara Björk hefur leikið sjö leiki með Haukum í 1. deildinni í sumar og skorað fimm mörk. Hún braust fram á sjónarsviðið þegar hún var valin í A-landsliðið á síðasta ári og hefur síðan leikið níu landsleiki og skorað tvö mörk og meðal annars verið í byrjunarliðinu í tveimur síð- ustu leikjum liðsins í undankeppni EM 2009. FÓTBOLTI KR-ingar eru komnir upp að hlið Fjölni í töflunni eftir 2-0 sigur á Grafarvogsfélaginu í gær. Fyrri hálfleikurinn var bragð- daufur en fullur af baráttu. Björgólfur Takefusa skaut framhjá úr dauðafæri eftir 24 sekúndur en heimamenn voru mun grimmari. Fjölnismenn seldu sig ekki dýrt og virkuðu sem keilur sem liprir heimamenn dönsuðu framhjá án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Flest skotin trufluðu Hrafn mark- mann ekki mikið. Sókn Fjölnis var léleg, sendingarnar daprar og félag- ið komst vart yfir miðju. Það þurfti eitthvað sérstakt til að brjóta þykkan ísinn í gær og það tókst Gunnari Erni Gunnarssyni. Stórbrotið mark hans kom upp úr engu, Guðjón sendi fyrir utan af kanti og Gunnar hamraði boltann óverjandi í netið á lofti. Staðan 1-0 í hálfleik. Bjarni varð fyrsti maður í Íslandssögunni til að spila með tveimur liðum í sömu umferðinni þegar hann kom inn á sem vara- maður þegar Skúli Jón meiddist. Hann var heppinn að fá ekki á sig víti mínútu síðar en stóð sig heilt yfir ágætlega. Dómarinn var hins vegar ekki í neinum vafa þegar Hrafn kippti Björgólfi niður í teignum. Fjölnis- menn vildu meina að áður hefði verið brotið á markmanninum sem fékk gult spjald. Björgólfur skor- aði sjálfur örugglega úr vítinu, 2-0. Fjölnismenn byrjuðu ekki að setja kraft í sóknina fyrr en þeir voru lentir tveimur mörkum undir. Samt sem áður gekk þeim nánast ekki neitt og þeir ógnuðu Stefáni Loga lítið. Björgólfur fékk dauða- færi þegar Hrafn varði vel og Fjölnir vildi fá víti þegar boltinn virtist fara í hönd Viktors Bjarka innan teigs. Ólafur Páll á að skammast sín fyrir hreint fáránlega tæklingu á Jónasi Guðna undir lokin sem verðskuldaði svo sannarlega rauða spjaldið sem hann fékk. Hefnibrot af verstu gerð aftan í Jónas. Lokatölur voru 2-0. Yfirburðir KR voru miklir og sigurinn síst of stór. KR-ingar náðu að hefna fyrir sætan 2-1 sigur Fjölnis í fyrri umferðinni og liðið lék vel. Það færist nú nær toppbaráttunni og er jafnt Fjölni að stigum en Graf- arvogsliðið átti ekki skilið neitt út úr þessum leik. „Þetta gekk ekki upp í kvöld,“ sagði Ásmundur Arnarson, þjálf- ari Fjölnis. „KR-ingar voru virki- lega grimmir og lokuðu vel á okkur,“ sagði Ásmundur sem var ekki sáttur við dómgæsluna. „Það væri fróðlegt að sjá nokkur vafaatriði í dómgæslunni aftur. Mér fannst dómarinn missa tökin að miklu leyti. Við vorum lélegir og töpuðum vegna þess en dómar- inn leyfði of mikla hörku. Svo gerði hann mistök í vítinu sem við feng- um á okkur. Þá er brotið á mark- verðinum á undan og svo áttum við að mínu mati að fá allavega eitt víti. Það hefði breytt gangi leiks- ins,“ sagði Ásmundur. „Það er gott að vera kominn í KR-treyjuna,“ sagði Bjarni sem hoppaði um af gleði með KR eftir sigurinn. Félagar hans kenndu honum líka að fagna með skemmti- legum dansi sem lauk með hoppi langleiðina upp í stúku. „Það var svolítið sérstakt að fara þangað. En ég er ánægður með sigurinn og móttökurnar voru frábærar,“ sagði Bjarni að lokum. - hþh, egm Síst of stór sigur hjá KR-ingum KR-ingar unnu sannfærandi sigur á Fjölni í Landsbankadeildinni í gærkvöld sem var síst of stór. Þeir skor- uðu tvö mörk gegn bitlausum Grafarvogsbúum. Bjarni Guðjónsson spilaði fyrir KR og lék ágætlega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R HART BARIST Leikur KR og Fjölnis var nokkuð harður á KR-vellinum í gær- kvöld. KR-ingar skutust með sigrinum upp fyrir Fjölni í deildinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.