Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 2
2 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0 ÍSRAEL, AP Ehud Olmert, forsætis- ráðherra Ísraels, tilkynnti í gær að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram í leiðtoga- kjöri flokks síns, Kadima, sem verður í september. Þar með er ljóst að Olmert ætlar að hætta sem forsætis- ráðherra. Hann hefur verið hvattur til þess að segja af sér vegna spillingarmála á hendur honum, sem eru til meðferðar hjá dómstólum. Takist arftaka Olmerts að mynda ríkisstjórn, þá gæti hún tekið til starfa í október. Að öðrum kosti þarf að efna til þingkosninga. - gb Forsætisráðherra Ísraels: Hættir í stjórn- málum á árinu EHUD OLMERT STJÓRNSÝSLA Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki lengur athugasemdir við að veit- ingastaðurinn Goldfinger í Kópa- vogi fái leyfi til að bjóða upp á nektardans. Sýslumaðurinn í Kópavogi synjaði í fyrra Goldfinger um leyfi fyrir nektardansi með vísan í neikvæða umsögn lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins. Sú synjun var kærð til dómsmála- ráðuneytisins sem úrskurðaði 15. maí í vor að gallar hefðu verið á umsögn lögreglustjórans og felldi synjun sýslumannsins þar með úr gildi. „Þá var málið unnið á þeim grunni sem ráðuneytið lagði upp með. Við fylgjum auðvitað því sem ráðuneytið ákveður þegar við veit- um næstu umsögn í málinu,“ útskýrir Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins, breytta umsögn embættisins. Hin nýja umsögn frá lögreglu- stjóraembættinu barst sýslumann- inum í Kópavogi fyrr í þessum mánuði. Sýslumaður hefur óskað eftir umögn bæjaryfirvalda áður en hann tekur ákvörðun um leyfis- veitinguna. Bæjarráðið vísaði málinu fyrir viku til umsagnar hjá bæjarlögmanni. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir að málið verði næst tekið fyrir eftir verslunarmannahelgi. Bæjarráð hafði á árunum áður samþykkt slíkt leyfi en Gunnar bendir á að nú sé annað fólk í bæj- arstjórn og óvíst með afstöðu þess. „Þetta verður bara að koma í ljós,“ segir bæjarstjórinn. Ásgeir Davíðsson, eigandi Gold- finger, segir vandséð hvernig bæj- aryfirvöld geti gert annað en að lýsa jákvæðu viðhorfi til leyfis- umsóknar hans. „Maður þakkar guði fyrir að þeir virðast hafa séð að sér þessi menn. Það var hálf skuggaleg þessi yfirlýsing sem kom frá Jóni HB. Snorrasyni, þáverandi yfir- manni efnahagbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra, að við stunduðum líkast til mansal og værum í tengslum við alþjóðleg glæpasam- tök. Lögreglustjórinn byggði á slíkum kjaftasögum þegar hann veitti sína neikvæðu umsögn sem dómsmálaráðuneytið gerði hann síðan afturreka með,“ segir Ásgeir er bjartsýnn á að fá leyfið: „Á sínum tíma voru allir sam- mála um það í bæjarráði að fá umsögn lögreglustjórans. Nú hljóta þeir að verða að fara eftir þessari umsögn sem þeir báðu um.“ Lögreglustjóri hefur enn til meðferðar umsóknir þriggja veit- ingastaða í Reykjavík sem einnig hafa sótt um leyfi fyrir nektar- dansi. Borgarráð veitti í vetur sem leið neikvæða umsögn um þær umsóknir. Stefán Eiríksson segir þau mál enn í vinnslu. „Það má vel vera að það fari aftur í umsagnar- ferli,“ segir lögreglusstjórinn. gar@frettabladid.is Lögreglustjóri breytir afstöðu til nektardans Samkvæmt nýrri og breyttri umsögn lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins er ekkert athugavert við það að veita leyfi fyrir nektardansi á staðnum Goldfinger. Sýslumaðurinn í Kópavogi veitir slík leyfi og bíður nú afstöðu bæjaryfirvalda. STEFÁN EIRÍKSSON GUNNAR I. BIRGISSON Á GOLDFINGER Ásgeir Davíðsson segist ekki geta séð hvað geti nú komið í veg fyrir að hann fái leyfi fyrir nektardansi á skemmtistað sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL „Að sjálfsögðu þarf að kalla alla að samningaborðinu eins og gert var árið 1990,“ segir Birkir Jón Jónsson alþingismaður. Hann tekur heilshugar undir með þeim Þórarni V. Þórarinssyni, fyrrum framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambandsins, og Ara Skúlasyni, fyrrum hagfræðingi Alþýðusam- bandsins, sem í Fréttablaðinu í gær kölluðu eftir forystu stjórnmálamanna við gerð nýrrar þjóðarsáttar. Birkir Jón segir ríkisstjórnina gegna mjög mikilvægu hlutverki. „En því miður virðist algert framtaksleysi einkenna stjórn efna- hagsmála hér á landi.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og formaður viðskipta- nefndar Alþingis, segir stjórnarflokkana mjög meðvitaða um að ástandið sé alvarlegt. Ýmislegt hafi verið gert til að skapa meira jafnvægi í hagkerfinu. Nefnir hann útgáfu á ríkisskuldabréfum, aðgerðir í húsnæðismál- um, aukningu gjaldeyrisforðans og lækkun skatta á fyrirtæki sem dæmi. Einnig liggi fyrir heimild Alþingis til lántöku. Þá vísar Ágúst Ólafur til samstarfsvett- vangs ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar- ins. „Nú er aukið atvinnuleysi helsta áhyggju- efni mitt en það er, ásamt verðbólgunni okkar, höfuðógn,“ segir Ágúst Ólafur. „Auðvitað endurspeglar ástandið hér á landi ástandið annars staðar. Það sem er sérstakt við okkar aðstæður er að gjaldmiðillinn okkar er augljóslega of lítill fyrir okkar hagkerfi. Að sjálfsögðu þurfum við að dýpka umræðuna um hvernig fyrirkomulag við viljum hafa á okkar gjaldeyrismálum,“ segir Ágúst Ólafur. - ovd Varaformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarflokkana meðvitaða um að ástand efnahagsmála sé alvarlegt: Atvinnuleysi og verðbólga er höfuðógn FRÁ ÞJÓÐARSÁTTINNI 1990 Þórarinn V. Þórarinsson, þáverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands- ins, Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráð- herra, og Guðmundur J. „Gvendur Jaki“ Guðmundsson, þáverandi formaður Verkamannasambands Íslands. Eiríkur, tóku mótmælendurnir stakkaskiptum? „Já, og vonandi hafa stakkar Orku- veitunnar verið sniðnir eftir vexti „stakkels fólksins“.“ Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur létu mótmælendur á vegum Saving Iceland fá stakka til að verja sig gegn kulda. Eiríkur Hjálmarsson er upplýsingafulltrúi OR. LÖGREGLUMÁL Fréttastofu Stöðvar 2 barst í gær nafnlaust bréf þar sem hótað var að koma fyrir tveimur sprengjum þar sem gleðiganga Gay Pride fer fram eftir rúma 9. ágúst. Bréfið var nafnlaust og ritað á ensku með stórum prentstöfum. Á íslensku hljóðar það svo: „Að breiða út alnæmi um allan heim er ekkert til að vera stoltur af. Tvær sprengjur verða sprengdar í gleðigöngu hins- egin daga á Íslandi og annars stað- ar.“ „Mér finnst það aðallega sorg- legt að fólk geti verið annaðhvort svo truflað eða fullt af hatri að það missi vitið hreinlega. Ég vona svo sannarlega að þetta séu ekk- ert nema orðin tóm,“ segir Heim- ir Már Pétursson, framkvæmda- stjóri Hinsegin daga, um bréfið. Geir Jón Þórðarson yfirlögreglu- þjónn segir lögregluna taka allar hótanir alvarlega. Bréfið verði skoðað af rannsóknardeild og ákvörðun svo tekin um mögulegar varúðarráðstafanir. - gh Fréttastofu Stöðvar 2 barst hótun vegna Hinsegin daga: Hóta sprengjuárás í gleðigöngunni VESTMANNAEYJAR „Ég fer með kartöflugarðinn heim til fólks,“ segir Haukur Guðjónsson, kartöflubóndi í Vestmannaeyjum. Haukur hefur í nokkur ár sett niður kartöflur í fiskiker að vori og flutt þau heim til viðskiptavina sem sjálfir sjá um að taka upp kartöflurnar. „Það er sérstaklega gaman að geta fært fólki heim kartöflur í kjötsúpuna fyrir þjóðhátíð,“ segir Haukur. Haukur kveðst hafa sett niður kartöflur í kartöfluker undanfar- in ár og það hafi mælst mjög vel fyrir. Í vor setti Haukur niður kartöflur í tuttugu ker. - ht Kartöflubóndi í Eyjum: Flytur kartöflu- garðinn heim KARTÖFLUR Í FISKIKERUM Haukur Guð- jónsson í Vestmannaeyjum færir fólki kartöflugarðinn heim að dyrum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON GLEÐIGANGAN Nýtur gríðarlegra vinsælda. TYRKLAND, AP Stjórnlagadómstóll Tyrklands tók í gær þá ákvörðun að banna ekki stjórnarflokk landsins, og gera þar með ríkisstjórnina óstarfhæfa. Þó ákvað dómstóllinn að svipta stjórnarflokkinn helmingi þess fjár, sem hann hefur fengið frá ríkinu. „Þessi úrskurður er viðvörun, alvarleg viðvörun“ til Réttlætis- og þróunarflokks Recep Tayyips Erdogans forsætisráðherra, segir Hasim Kilic, formaður dómstóls- ins. Sex af ellefu dómurum dómstólsins vildu banna flokkinn vegna tilhneigingar hans til að efla ítök trúarinnar í stjórnmál- um, en til þess að dómur félli á þá lund hefðu sjö dómarar þurft að standa að honum. - gb Stjórnlagadómstóll Tyrklands: Stjórnarflokkur ekki bannaður Ráðist á karlmann í Holtum Ráðist var á karlmann á sextugsaldri á gatnamótum Stórholts og Þverholts, rétt fyrir klukkan eitt í fyrrinótt. Hann var fluttur á slysadeild og var nokkuð slasaður, meðal annars með skurð á höfði. Fórnarlambið sagði að stöng hefði verið notuð sem barefli. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI Bifreiðaumboðið Ræsir hefur sagt upp öllum fimmtíu og sjö starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum, að því er Vísir greindi frá í gær. Ræsir er umboðsaðili Mercedec-Benz, Smart- og Mazda-bíla á Íslandi. Geir Zoëga, stjórnarformaður Ræsis, sagði aðgerðirnar miða að því að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Endurskipuleggja eigi fyrirtækið og uppsagnirnar séu liður í því. Segist hann vonast til þess að sem flestir starfs- mannanna verði endurráðnir að skipulagsbreytingum loknum. - gh Starfsmönnum sagt upp: Ræsir á barmi gjaldþrots Piltar grunaðir um íkveikju Lögreglan á Suðurnesjum yfirheyrði í gær þrjá fimmtán ára drengi sem grunaðir eru um að hafa kveikt í geymslu á Víkurvegi í Reykjanesbæ. Tjón er ekki talið vera mikið en reykur barst um nágrennið, meðal annars í skrifstofuhúsnæði. REYKJANESBÆR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.