Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 4
4 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR REYKJAVÍK „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að Ólöf Guðný Valdi- marsdóttir vildi ekki hafa samráð við borgarstjórnarflokk F-lista og borgarstjóra í skipulagsmálum,“ segir Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri. „Hún hafði því sjálf tekið skrefið út úr skipulagsráði borg- arinnar áður en þessi ákvörðun var tekin.“ Ólafur ætlar að gera að tillögu sinni á næsta fundi borgarráðs að fyrrverandi aðstoðarmaður hans, Ólöf Guðný, víki úr skipulagsráði borgarinnar og Magnús Skúlason, fyrrverandi formaður húsafriðun- arnefndar, taki hennar sæti. Ólafur sakar Ólöfu um alvarlegt trúnaðarbrot þegar hún hafi vitn- að til einkasamtala þeirra í fjöl- miðlum, sem fram fóru meðan Ólöf var aðstoðarmaður borgar- stjóra. „Ég brýt ekki trúnað við samstarfsfólk mitt,“ segir Ólafur. Ólafur segir ljóst að Ólöf sitji ekki áfram sem varamaður í stjórn Faxaflóahafna. „Hún hefur lýst því yfir að hún sækist ekki eftir því,“ segir Ólafur. „Einnig er ljóst að hún vildi ekki hafa samráð við okkur borgarstjórnarflokkinn.“ Ólafur vill ekki gefa upp hver kemur til með að taka sæti Ólafar í stjórn Faxaflóahafna. „Við höfum nóg af góðu fólki til að skipa það sæti.“ - ht Borgarstjóri segir Ólöfu Guðnýju ekki hafa sinnt samráði við borgarstjórnarflokk: Sakar Ólöfu um trúnaðarbrot ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Sakar fyrrverandi aðstoðarmann sinn um trúnaðarbrot þar sem hún hafi vitnað til einkasamtala þeirra í fjölmiðlum. FORVARNIR Ástráður, forvarnastarf læknanema, mun dreifa um tíu til tólf þúsund smokkum um verslunarmannahelgina, á menningarnótt og á Hinsegin dögum. Ástráður hefur staðið fyrir smokkadreifingu á stórhátíðum í ágúst síðustu tvö ár. Durex hefur styrkt Ástráð frá því að starfið hófst fyrir átta árum og heldur því áfram í ár. Einnig mun Smokkur.is styrkja verkefnið í ár. Um næstu helgi verður Ástráður á nokkrum stöðum um landið en helgarnar þar á eftir aðeins í Reykjavík. - þeb Forvarnastarf læknanema: Dreifa allt að 12.000 smokkum LÖGREGLAN Ökumaður á bifhjóli var sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að hafa mælst á 170 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi, þar sem hámarkshraðinn er 90 kílómetrar. Þá voru tveir aðrir bifhjóla- menn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni og mældust báðir á 132 kílómetra hraða á klukkustund. - vsp Vélhjólamenn stöðvaðir: Á 170 kílómetra hraða á bifhjóli ÞÝSKALAND, AP Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur að hluta fellt úr gildi reykingabann á knæpum. Dómstóllinn telur það brjóta í bága við stjórnarskrá landsins að undanþága frá banninu hafi verið veitt knæpum, sem hafa fleiri en eitt herbergi og geta vísað reykingafólki í eitt þeirra. Stjórnvöld hafa nú frest út næsta ár til að setja nýjar reglur, þar sem reykingar verða annað- hvort bannaðar alfarið á öllum knæpum, eða litlum knæpum með aðeins eitt herbergi verði veitt undanþága. - gb Æðsti dómstóll Þýskalands: Reykingabann ógilt að hluta STJÓRNLAGADÓMSTÓLLINN Dómararnir í Karlsruhe segja reglurnar mismuna knæpum. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16 20 14 14 15 20 20 6 5 3 5 5 7 3 8 15 3 4 5 24 22 25° 27° 28° 28° 25° 25° 31° 28° 23° 31° 34° 32° 30° 32° 29° 32° 29° 22° 16 19 Á MORGUN 5-10 m/s LAUGARDAGUR Hæg, breytileg átt. 19 15 18 14 2020 16 20 14 16 17 24 VERSLUNAR- MANNAHELGIN Fram undan eru fremur hægar austlægar áttir þótt eitthvað muni reyndar blása allra syðst á landinu á morgun. Má búast við úrkomulitlu veðri um helgina þar sem víðast verður bjart með köfl um. Helst er að sjá skýjabakka austan til á landinu. Hitinn verður á bilinu 12-22 stig, hlýjast til landsins vestan til. Á mánudag kólnar. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Höfuðborgarbúar nutu þess í gær að þá var heitasti dagur í Reykja- vík frá því mælingar hófust. Hitinn fór í 26,2 gráður á Reykjavíkur- flugvelli og féll þá met frá því í ágúst 2004 þegar hitinn reis í 24,8 gráður. Krökkt var í Nauthól- svík af hálfberu fólki sem síðdegis þurfti margt hvert að sætta sig við að sitja fast í umferðaröngþveiti við baðstaðinn. Hitametin féllu einnig á Suðurlandi þar sem hitinn fór víða yfir 28 stig. Á Þingvöllum kældi fólk sig í einu svalasta vatnsfalli landsins, sjálfri Öxará, þegar hitinn þar náði áður óþekktum hæðum og mældist 29,7 gráður þegar langt var liðið á daginn. Og í Stórhöfða í Vestmannaeyjum rauk hitinn upp í 21,6 stig sem þykir ótrúlegt á þeim slóðum – enda met. Á Torfum í Eyjafirði daðraði hitamælirinn einnig við met og sýndi 27,4 stig samkvæmt mæli Veðurstofu Íslands. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nokkuð dragi úr hita næstu daga þótt áfram verði milt. Eftir helgi er hins vegar von á kólnandi veðri. - gar Reykjavík aldrei heitari en í gær GENGIÐ 30.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 160,1269 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 79,81 80,19 157,93 158,69 124,35 125,05 16,662 16,76 15,449 15,539 13,136 13,212 0,7398 0,7442 129,24 130,02 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.