Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 12
12 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Margir segjast vilja varðveita óbreytta götumynd Laugavegarins og eru þess vegna á móti tillögunum,“ segir Atli Heimir Sveinsson. „Ég held hins vegar að Lauga- vegurinn sé einhver ljótasta verslunargata af þessu tagi sem fyrirfinnst í höf- uðborg í Evrópu. Það er einkum vegna þess að hún var byggð af fátækt og vanefnum á sínum tíma og vegna þess að þar er ríkjandi stíl- og smekkleysi. Það er vissulega sjónarmið að láta það halda sér. Þá væri stíl- og smekkleysið einkenni höfuðborgarinnar. Ég held að það sé ekki hægt að vera skilyrðislaust fylgjandi því að rífa ekki neitt eða allt. Það verður að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvort það nýja sé fallegra og nytsam- legra en það gamla, þannig að ég skipa mér ekki í neina slíka fylkingu. Hvað varðar þessa einstöku tillögu þá hef ég ekki kynnt mér hana. En ef arkitektúrinn er ekki góður eins og sumir segja þá batnar hann allavega ekki við að vera settur í nefnd. En mér finnst gott að það eigi að fara að byggja yfir listaháskólann og að hann eigi að vera í miðbænum. SJÓNARHÓLL NÝ LISTAHÁSKÓLABYGGING Arkitektúr batnar ekki í nefnd ATLI HEIMIR SVEINSSON Tónskáld Verslunarmannahelgin er fram undan og líkt og síðustu vikur hefur Fréttablaðið tekið saman það helsta sem um er að vera á landsbyggðinni. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er meðal stærstu atburða helgarinnar. Hátíðin verður sett á föstudag og eru fjölskylduvænir viðburðir á daginn en tónleikar og dans- leikir þegar líða tekur á kvöld. Einnig verður brenna á föstudagskvöld, flugeldasýning á laugardagskvöld og brekkusöngur með Árna Johnsen á sunnudagskvöld. Á Akureyri er hátíðin Ein með öllu og allt undir haldin um helgina. Ýmsir viðburðir verða víða í bænum yfir helgina og stemn- ing áttunda áratugarins verður meðal annars rifjuð upp í miðbænum, sem verður opinn fram á kvöld. Tónleikar eða aðrar uppá kom- ur verða á flestum skemmtistöðum og kaffihúsum bæjarins. Í Vatnaskógi eru haldnir Sæludagar fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin er ætluð öllum aldurshópum og er með öllu vímulaus. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands verður haldið í Þorlákshöfn í ár. Þar er keppt í fjölmörgum íþróttagreinum og allir á aldrinum ellefu til átján ára mega keppa. Afþreying er svo í boði fyrir alla fjöl- skylduna og kvöldvökur á hverju kvöldi. Fjölskylduhátíðin Neistaflug verður haldin í Neskaupstað um helgina og hefst hún í dag. Eurovision-kvöld með tilheyrandi dansleik verður á föstudag, fjölskyldutón- leikar á laugardag og Ný dönsk heldur ball á sunnudag. Síldarævintýri verður haldið að venju á Siglufirði. Stemningin frá gullaldarárum síldarævintýrisins er endursköpuð með þátt- töku heimamanna og gesta og ýmiss konar afþreying er í boði yfir helgina. HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? Nóg um að vera stærstu ferðahelgi ársins HVÍTU TJÖLDIN Heimamenn í Eyjum halda til í hvítum tjöldum í Herjólfsdal á Þjóðhátíð. Árleg messa verður á sunnudag í Ábæjarkirkju í Austurdal í Skaga- firði sem hefur verið í eyði í rúman áratug. Undanfarin ár hefur meiri- hluti gestanna setið fyrir utan kirkjuna sem tekur aðeins milli þrjátíu og fjörutíu manns en á þriðja hundrað hafa mætt til mess- unnar. Gestir lýsa messunni í nátt- úrufegurð eyðidalsins sem ein- stakri upplifun enda koma margir ár eftir ár. Séra Ólafur Hallgrímsson hefur messað þarna í 25 ár en sóknin heyrir undir Mælifellsprestakall. Síðasta sóknarbarnið var Helgi Jónsson, bóndi á Merkigili, en hann fórst af slysförum í ársbyrjun 1997. Systkini Helga halda kirkjukaffi á Merkigili að aflokinni messu. „Ég er með rjómavöfflur, randalín, kakó og kaffi. Bara þetta gamla,“ segir Kristín Jónsdóttir, ein syst- kinanna. „Fólki finnst ég léttgeggj- uð að halda svona ókeypis kaffiboð. En mér finnst þessi peningagræðgi í samfélaginu orðin hálf dapurleg. Ég vil leggja mitt af mörkum til gamaldags samfélagskærleika með kaffiboðinu.“ Dalurinn er aðeins þrjátíu til fjörutíu kílómetra úr alfaraleið en leiðin frá frá Varmahlíð að dalnum er seinfarin. Fólk ætti að reikna með að vera á aðra klukkustund að keyra þá leið. - ges Árlega messa í Ábæjarkirkju í í Skagafirði: Einstök upplifun í eyðidal ÁBÆJARKIRKJA Kirkjan tekur ekki við öllum mannfjöldanum en það kemur ekki að sök þar sem gott hátalarakerfi flytur öllum guðs orð. MYND/HELGA Þ. HJÁLMARSDÓTTIR SKULDABRÉF LANDIC PROPERTY HF. TEKIN TIL VIÐSKIPTA Á OMX NORDIC EXCHANGE ICELAND HF. Landic Property hf. hefur birt lýsingu vegna töku skuldabréfa til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. Heildarnafnverð skuldabréfanna sem nú eru tekin til viðskipta er 7.100.000.000 kr. í einum flokki. Nafnverð hverrar einingar er 5.000.000 kr. Skuldabréfin voru gefin út 6. september 2007. Skuldabréfin eru óverðtryggð og greiða bréfin ársfjórðungslega Reibor vexti ásamt 2,20% álagi. Fyrsti vaxtadagur er 6. desember 2007 og á 3 mánaða fresti eftir það, en síðasta vaxtagreiðsla er á lokagjalddaga skuldabréfanna, 6. mars 2009. Höfuðstól bréfanna ber að endurgreiða í einni greiðslu á lokagjalddaga þann 6. mars 2009. Auðkenni flokksins á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er STOD 09 0306 og ISIN IS0000015501. OMX Nordic Exchange Iceland hf. mun taka skuldabréfin til viðskipta þann 31. júlí 2008. Umsjón með sölu skuldabréfanna og töku til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er Glitnir banki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík. Lýsinguna og önnur gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Landic Property hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík og á heimasíðu Landic Property hf. www.landicproperty.is fram til lokadags skuldabréfanna. Reykjavík, 31. júlí 2008. Nafnverð útgáfu: Skilmálar bréfanna: Fyrsti viðskiptadagur: Við Tjörnina „Þetta er fúll pyttur í hjarta borgarinnar.“ HILMAR J. MALMQUIST, EINN AF HÖFUNDUM SKÝRSLUM UM ÁSTAND TJARNARINNAR. Fréttablaðið, 30. júlí. Ís, ís, ís „Fólk keypti endalaust af ís.“ HJÖRLEIFUR EINARSSON, STARFS- MAÐUR Í ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐINNI Á ÞINGVÖLLUM, UM HITABYLGJUNA SME GENGUR YFIR. Fréttablaðið, 30. júlí. Magnús Skúlason, sem inn- an tíðar tekur sæti í skipu- lagsráði Reykjavíkur fyrir hönd borgarstjóra, er yfir- lýstur húsfriðunarsinni og hefur talað fyrir verndun heildarmyndar Laugaveg- arins. Sjálfur teiknaði hann fyrir rúmum tuttugu árum hús á horni Snorrabrautar og Laugavegar sem seint samrýmist þeirri götu- mynd sem talin er einkenna Laugaveginn. „Þótt húsið standi í horninu á Laugavegi þá er það í öðru umhverfi sem markast til dæmis af sex hæða húsi við Hlemm. Þessi reitur hefur ekkert með neðri hluta Laugavegarins að gera því þarna er annað umhverfi; steinsteypuumhverfi,“ útskýrir Magnús Skúlason hönnun húss- ins sem stendur gegnt húsi Tryggingastofnunar við Lauga- veg. Magnús segir að á umræddri lóð hafi áður verið umfangsminni hús. „Þau voru orðin skrítin í þessu umhverfi því þarna voru komin stórhýsi og ekkert annað að gera en að klára þennan reit,“ segir hann og bætir við að hann hafi einnig teiknað hús við Hverf- isgötuna á sama reit. „Það tekur mið af húsunum sem þar voru fyrir og er miklu lægra. Það var því einfaldlega verið að klára þennan reit. Ef menn ætla eitt- hvað að hafa á mig út af þessu þá held ég að það sé eins og hvert annað vindhögg.“ - gar Friðunarsinni hannaði nýmóðins steinsteypuhús við Laugaveginn HÚS HÚSFRÐUNARSINNANS „Þessi reitur hefur ekkert með neðri hluta Laugavegarins að gera því þarna er annað umhverfi,“ segir Magnús Skúlason arkitekt sem teiknaði þetta hús við Laugaveg ofan Snorrabrautar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.