Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 20
20 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 173 4.094 -1,09% Velta: 2.406 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,96 +0,00% ... Atorka 5,50 +0,73% ... Bakkavör 25,00 +0,00% ... Eimskipafélagið 14,25 -0,35% ... Exista 6,28 +2,28% ... Glitnir 14,76 -1,01% ... Icelandair Group 16,95 +0,00% ... Kaupþing 710,00 -1,93% ... Landsbankinn 22,70 -0,87% ... Marel 84,50 +0,00% ... SPRON 3,03 +0,67% ... Straumur- Burðarás 9,06 -1,84% ... Teymi 1,52 +0,00% ... Össur 84,30 +0,00% MESTA HÆKKUN CENTURY ALUM. +9,28% EXISTA +2,28% FÆREYJA BANKI +2,17% MESTA LÆKKUN KAUPÞING -1,93% STRAUMUR BURÐ. -1,84% GLITNIR -1,01% Merrill Lynch tilkynnti á þriðju- dag um hlutafjáraukningu upp á átta og hálfan milljarð Banda- ríkjadala. Í fréttatilkynningu félagsins er þetta kynnt sem „stærsta hlutafjáraukning í sögu Bandaríkjanna“. Hlutafjáraukn- ingin er nauðsynleg til að bæta eiginfjárstöðu bankans, sem hefur tapað miklu á undirmálslánum. Á mánudag tilkynnti Merrill Lynch um sölu á 30,6 milljörðum af skuldavafningum til Lone Star Funds. Salan vakti athygli því söluverðið var 22 cent fyrir hvern dollar af þessum bréfum, sem er mun lægra en í fyrri sölum af þessum toga. Bankar hafa bókfært skulda- vafninga sína mun hærra. Stærsti banki Bandaríkjanna, Citigroup, bókfærir skuldvafninga sína á 53 cent fyrir dollarinn. Citigroup staðhæfir að skuldavafningar þeirra séu öruggari en bréf sem Merrill Lynch seldi. Skuldavafningar eru mjög ólík- ir innbyrðis og því erfitt að verð- leggja þá. Greiningardeildir rýna því nú í sölu Merrill Lynch til að sjá hvort endurmeta þurfi bók- fært verð skuldavafninga annarra fjármálastofnana. Greiningardeild Deutsche Bank telur að Citigroup þurfi að auka afskriftir sínar um 8 milljarða á þriðja ársfjórðungi vegna þessa. - msh BRUNAÚTSALA Sala Merrill Lynch á skulda- vafningum hefur vakið ótta um stórauknar afskriftir banka vestan hafs. MARKAÐURINN/AFP Brunaútsala á eign- um Merrill Lynch Vísitala framleiðsluverðs hækk- aði um 3,7 prósent frá maí til júní 2008. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir hækkaði um 7,4 prósent frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju hækkaði um 3,4 prósent. Vísitala framleiðsluverðs sýnir verðbreytingu á framleiðsluvör- um þegar þær eru seldar frá fram- leiðendum án skatta, en að teknu tilliti til afslátta og annarra frá- dráttarliða. Frá júní 2007 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 29,5 prósent og verðvísitala sjávaraf- urða um 44,7 prósent. Á sama tíma hefur matvælaverð hækkað um 14,1 prósent. - bþa Framleiðslu- kostnaður eykst Sá hluti fyrirtækisins Mest, sem nýverið hlaut nafnið Tæki, tól og byggingavörur ehf., verður tekið til gjaldþrotaskipta, að ósk stjórnenda. Hátt í 60 manns störfuðu hjá fyrir- tækinu og var þeim tjáð í gær að ekki verði hægt að greiða þeim laun fyrir júlímánuð. „Við óttumst að fram undan séu erfiðir mánuðir. Ég á frekar von á því að svona tilfellum muni fjölga á næstunni miðað við umræðuna í samfélaginu,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR. Hann segir að svona mál hafi ekki verið algeng undanfarin ár, þó hafi ein- hver tilvik verið í lok árs 2006 og 2007. Gunnar Páll segir líklegt að starfsmenn fái ekki ógreidd laun borguð fyrr en eftir sex til átta mánuði. Hvort VR eða ábyrgðar- sjóður launa muni borga eigi eftir að koma í ljós. Glitnir tók nýverið yfir rekstur steypustöðva Mest, auk hellugerðar og múrvöruverslunar og var þá fyrir- tækið Tæki, tól og byggingavörur stofnað um rekstur á því sem eftir var sem nú verður tekið til gjaldþrota- skipta. Elías Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs VR, telur að ástandið á næstunni verði ekki verra en í síðustu niður- sveiflu á árunum 2001 og 2002. „Þetta er hins vegar að fara miklu hraðar niður en það gerðist þá. Það sem gerðist á tólf mánaða tímabili síðast gerist nú á örfáum mánuð- um,“ segir Elías. - as Erfiðir mánuðir fram undan Nokkrir tugir missa vinnu hjá Tækjum, tólum og byggingavörum ehf. GUNNAR PÁLL PÁLSSON Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar Spron tapaði fimm milljörðum á öðrum ársfjórðungi samanborið við 5,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Tap Spron nam 1,03 krónum á hlut. „Rekstrar- staða Spron hefur farið batnandi,“ segir Guðmundur Hauksson. Hann segir að vaxtatekjur hafi verið að aukast og rekstrarkostnaður hefur dregist saman. Starfsmönnum hefur fækkað um 21 frá áramót- um. „Líkt og undanfarna ársfjórð- unga líður rekstur SPRON fyrir óhagstæðar markaðsaðstæður,“ segir Guðmundur. Gengistap vegna hlutabréfaeignar félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 4,9 milljörðum króna. Eignarhlutur Spron í Existu hefur lækkað um tíu milljarða á fyrstu sex mánuð- um ársins. Spurður um stöðu Spron segir Guðmundur Hauksson að vissu- lega kalli núverandi aðstæður á hagræðingu í rekstri. Athygli vekur að bankinn tekur frá um 770 milljónir í afskriftir. „Við teljum að við séum að búa okkur undir það sem koma skal,“ segir Guðmundur. Hann segir að raunin hafi gjarnan verið sú að menn hafi ekki gengið nægilega langt í að búa sig undir erfiða tíma. Hann segir að verið sé að skoða frekari útfærslur á verðbréfum íbúðalánasafns Spron. Tilkynnt var um 21 milljarða útgáfu í fyrra- dag. Hann segir mögulegt að gefa út fyrir nokkra tugi milljarða umfram það sem nú þegar hafi verið gefið út. Hann segir að um hagstæða fjármögnun sé að ræða þar sem bréfin eru veðhæf í við- skiptum við Seðlabanka Evrópu. bjornthor@markadurinn.is Tap Spron nemur fimm milljörðum Spron hefur lokið svokallaðri „verð- bréfun“ á íbúðalánasafni fyrir um 21 milljarð króna. Spron er fyrstur banka hér á landi til að gefa út RMBS- skuldabréf (e. Residential Mort- gage-Backed Securities), sem eru eignavarin skuldabréf með veðum í undirliggjandi safni húsnæðislána. Skuldabréfin eru gefin út í evrum. Stofnað var sérstakt dótturfyrirtæki, Geysir 2008-I Institutional Invest- or Fund, sem kaupir íbúðalánin af Spron. Um 78,5 prósent af útgáfunni hafa fengið hæstu lánshæfiseinkunn, Aaa, frá matsfyrirtækinu Moody’s. Bréfin eru gjaldgeng í endur- hverfum viðskiptum hjá Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu. Greining Glitnis bendir á að Glitnir og Kaupþing hafa gefið út sérvarin skuldabréf (e. structured covered bonds) þar sem undirliggjandi safn húsnæðislána er einnig sett sem veð en með öðrum hætti. ÍBÚÐALÁNASAFN SPRON „VERÐBRÉFAГ UPPGJÖR SPRON Guðmundur Hauks- son, forstjóri SPRON, segir búið í haginn með afskriftarreikningi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Straumur-Burðarás tapaði 1,4 milljónum evra (179 milljónum króna) eftir skatt á öðrum ársfjórðungi. Mis- tök sem gerð voru í stöku fjárfestingarverkefni valda vonbrigðum, segir forstjóri bankans. Mistök í fjárfestingu á sviði eigin viðskipta (e. proprietary trading) urðu til þess að á öðrum ársfjórð- ungi féll til kostnaður upp á 44 milljónir evra (tæpa 5,5 milljarða króna) hjá fjárfestingarbankan- um Straumi-Burðarási. „Við gerð- um mistök en höfum gripið til ráð- stafana til þess að þau endurtaki sig ekki,“ segir William Fall, for- stjóri Straums. „Við lentum þarna í sértækum vanda sem tekið hefur verið á.“ Tap til hluthafa Straums á öðrum ársfjórðungi nemur 2,81 milljón evra (rúmum 349 milljónum króna), en 1,37 milljóna evra (170 milljóna króna) hlutdeild minni- hluta gerir að endanlegt tap verð- ur 1,44 milljónir evra (179 milljón- ir króna). Niðurstaðan er töluvert undir meðalspá greiningardeilda Landsbankans, Glitnis og Kaup- þings sem hljóðar upp á 2,1 millj- arðs evra hagnað. Einungis Glitnir spáði tapi, 5,2 milljónum evra. Tap fyrir skatt nemur 20,2 millj- ónum evra (2,5 milljörðum króna). Inni í jákvæðri skattafærslu hefur svo áhrif tekjufærsla, einskiptis- leiðrétting, upp á 10,6 milljónir evra (1,3 milljarða króna) vegna breytinga á lögum um söluhagnað hlutabréfa. Stephen Jack, fjár- málastjóri Straums, segir mat bankans hafa verið að leiðrétta bækurnar strax, en ný lög voru samþykkt í maí. Arðsemi eigin fjár var 2,7 pró- sent á ársgrundvelli og eiginfjár- hlutfall samkvæmt CAD reglum 25,4 prósent. William Fall forstjóri segir að utan taps af eigin viðskiptum sé uppgjörið viðunandi þótt jafnmik- ið tap valdi vitanlega vonbrigðum. „Við töpuðum á stórri stöðu og brenndum okkur á henni. Ég á hins vegar ekki von á frekari vanda- málum á þessum vígstöðvum. Ann- ars staðar ganga hlutir vel og við í uppbyggingarfasa á ýmsum svið- um,“ segir hann og bendir einnig á styrka eiginfjárstöðu bankans. Hún geri það að verkum að bank- inn þyki ákjósanlegur til sam- starfs og jafnvel sé inni í mynd- inni að fara í kaup eða samruna á smærra fjármálafyrirtæki. „Við höfum augun opin fyrir tækifær- um sem kunna að vera til staðar, en lengra eru þessi mál ekki komin.“ Hann segir bankann einnig vel fjármagnaðan og bendir á að lausa- fé nægi til að standa við skuld- bindingar á gjalddaga 12 mánuði fram í tímann. Þess utan séu gjald- dagar á næsta ári tiltölulega létt- vægir, en þá eru á gjalddaga um 263 milljónir evra (tæpir 33 millj- arðar króna). Bankinn stefnir enn á að skrá hlutabréf sín í evrum og segir Willam Fall að grannt sé fylgst með þróun þeirra mála. „Eftir á að hyggja hefði náttúrlega verið lang- hagkvæmast hvað verðþróun bréfa okkar að gera þetta þegar við ætluðum í fyrra.“ olikr@markadurinn.is Vonbrigði með tap Straums-Burðaráss TÖLUR ÚR UPPGJÖRI STRAUMS-BURÐARÁSS Tímabil hagnaður á hlut Janúar - júní 2008 0,002 evrur Janúar - júní 2007 0,017 evrur Tímabil hagnaður/tap eftir skatt Apríl - júní 2008 -1,44 milljónir evra Apríl - júní 2007 94,19 milljónir evra Skráðar eignir virði í lok júní Netia 132 milljónir evra Landsbanki Íslands 53 milljónir evra Net Entertainment 25 milljónir evra Hungarian Telephone & Cable 21 milljón evra Funkom N.V. 15 milljónir evra Annað 82 milljónir evra Alls: 328 milljónir evra Óskráðar eignir virði í lok júní Play 253 milljónir evra Novator Pharma Holding 1 hf. 80 milljónir evra Novator Credit Fund 19 milljónir evra Boreas Capital Fund 18 milljónir evra Altima Global 15 milljónir evra Annað 150 milljónir evra Alls: 535 milljónir evra WILLIAM FALL Straumur-Burðarás fjárfestingabanki kynnti í gærmorgun uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.