Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN Grétar Mar Jónsson skrifar um efnahags- mál Aðgerðaleysi núver-andi ríkisstjórnar- flokka Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er algjört, í einu mesta efna- hagsöngþveiti sem um getur á síðari tímum þar sem léleg tök á efnahagsstjórn innanlands og ytri aðstæður leggjast á eitt til að kreppa að hag landsmanna. Ofskattlagning á einstaklinga á vinnumarkaði, hefur gert það að verkum að heimilin hafa í æ rík- ari mæli skuldsett sig í formi neyslulána í bönk- um, þar sem vextir og verðtrygging verða til þess á tímum sem þessum að fjármálastofnanir græða en hagur fólks rýrnar í réttu samhengi. Ríkisstjórn landsins hefur enn ekki boðað nokkurn þann hlut er létta kann hluta af þeim byrð- um er fólk í landinu þarf nú um stundir þarf að bera. Stjórnarþingmenn eru ekki sammála um stjórnarstefnunna þar sem einhver einn eða annar setur sig upp á móti ákvörðunum ríkisstjórnar í hinum margvísleg- ustu stjórnvaldsákvörðunum sem teknar hafa verið og talar þannig gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Evrópumálin eru gott dæmi um tilraun stjórnarflokka til þess að nota smjörklípuaðferð til þess að drepa á dreif hinu alvarlega ástandi í efnahagsmálum innan- lands. Menn eru ekki sammála um Lögreglustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli frekar en stjórnvaldsaðgerðir við fram- kvæmd orkunýtingarstefnu þar sem farið er í felur með skólfu- stungu að byggingu álvera sem atvinnuskapandi verkefna. Við- skiptaráðherrann virðist til dæmis bæði með og á móti fram- kvæmdum í Helguvík, og sams konar viðhorf er að finna hjá iðn- aðaráðherra gagnvart álveri á Bakka við Húsavík. Með öðrum orðum flokkarnir leika tveimur skjöldum í hverju málinu á fætur öðru þar sem hvor um sig reynir að slá sig sjálfan til riddara á torgi sýndarmennskunnar. Enga samstöðu stjórnvalda er því að finna þegar þjóðin má taka þung- um búsifjum efnahagslega, almenningur og fyrirtæki. Sé það eitthvað eitt sem gæti lagt lóð á vogarskálar í því ástandi sem við blasir hér á landi er þar fyrst að nefna að auka veiðiheim- ildir úr þorskstofninum hér við land. Í því felst engin áhætta heldur einungis ávinningur sökum þess að okkur er óhætt að veiða 200 þús. tonn hér við land og yfir án áhættu í því sambandi, það sýnir reynsla Norðmanna af ákvarðantöku úr Barentshafi. Jafnframt þarf að sjálfsögðu að hefjast handa við að endurskoða kerfi fiskveiðistjórnunar sem ekki hefur skilað þeim árangri er stefnt var að í áraraðir. Kerfi sem Íslendingar hafa nú fengið að vita að brjóti mannréttindi á þegnum landsins í sjómannastétt og er okkur algjör hneisa að við skulum ekki enn vera þess umkomnir að laga og bæta svo við getum talist þjóð meðal þjóða. Núverandi rík- isstjórnarflokkar þurfa að koma sér saman um hvað skal gera, aðgerðaleysi er óviðunandi. Höfundur er þingmaður Frjáls- lynda flokksins í Suðurkjördæmi. 24 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Haukur Már Helgason skrifar um skýrslu um ímynd Íslands Það á að vera sameiginlegt verkefni allrar þjóðarinnar að standa vörð um ímynd landsins og koma réttum skilaboðum á framfæri. Að hafa stjórn á slíku einkenni krefst hins vegar sam- einaðra krafta allra hagsmunað- ila bæði á vegum hins opinbera og einkageirans, til að hægt sé að láta slíkt verkefni ganga upp. Þjóðin, stjórnvöld og aðrir hags- munaaðilar þurfa að bera fulla ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru og geta staðið við þær í samræmi við það einkenni og þau skilaboð sem vörumerki landsins á að standa fyrir.“ Svo segir í skýrslu um ímynd Íslands sem Forsætisráðuneytið gaf út með nokkurri viðhöfn í mars á þessu ári. Tilvitnunin er ekki einsdæmi og val hennar er ekki útúrsnúningur: tilgangurinn með gerð skýrslunnar er að „þjóð- in, stjórnvöld og aðrir hagsmuna- aðilar“ stilli saman strengi sína í sköpun ímyndar landsins, bæði „innri ímyndar“ og hefðbundinnar „ytri ímyndar“. Meðal aðferða sem eru taldar upp í skýrslunni er þessi: „Ein leið væri að byggja upp sögur af árangri íslenskra fyrir- tækja og einstaklinga á öllum sviðum athafnalífs- ins, menningar, lista og viðskipta. Hér þarf að nýta ljóðskáld, rithöfunda, ljós- myndara og hljóðmenn til þess að koma sögunum á sannfærandi hátt til skila.“ Þetta plagg er illt. Mér dettur ekki í hug neitt betra orð. Æðstu stjórnvöld í landi funda með fjár- magnseigendum til að skipu- leggja sjálfsmynd samfélags og velja sögurnar sem skulu heyr- ast af því – það er, ráðstafa merk- ingu lífs okkar og samfélags, í þágu útflutningsgreina. Það er illt. Ég ætlaði að segja þær góðu fréttir á móti að skýrslan væri blessunarlega léleg, að þrátt fyrir tiltrú ráðherra myndi lík- lega misheppnast að móta stefnu eftir henni. Þá var ég að hugsa um kauðsleg- ar setningar eins og þessa: „Mikilvægasti menningararfur Íslend- inga, íslensk tunga, lifir í máli þjóðarinnar“. En skýrslan, eða andi henn- ar, er alls ekki nógu léleg heldur virðist hún þegar hafa áhrif á ákvarðanir innan stjórnkerfisins. Þegar lögregla meinaði ljósmynd- urum aðgang að nýskotnum ísbirni fyrr í sumar var til dæmis vísað til hagsmuna sem fólgnir væru í ímynd landsins. Forsíðugrein nýjasta heftis tímaritsins Reykjavík Grapevine fjallar um þessa skýrslu. Þrátt fyrir að finna einhverja ann- marka á skýrslunni, þá er höfund- ur greinarinnar að mestu leyti ánægður með vel unnið starf og telur að það muni skila árangri. Höfundurinn, Bergur Ebbi Bene- diktsson, er verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði. Annar af tveimur starfsmönn- um nefndarinnar á bakvið ímynd- arskýrsluna er líka verkefnis- stjóri hjá Útflutningsráði. Það meikar sens. Útflutningsráð er nefnt 27 sinnum í skýrslunni, og meðal annars útskýrt að megin- hlutverk þess sé að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að koma sínu í verð erlendis. Þá rekur Útflutningsráð Fjárfestingar- stofu til að „draga að hugsanlega fjárfesta til landsins og fer þar öflugt kynningarstarf fram“. Útflutningsráð rekur kvikmynda- umboðsskrifstofuna Film in Ice- land og veitir „Útflutningsskrif- stofu íslenskrar tónlistar skrifstofuaðstöðu og umsjón með bókhaldi“. Í skýrslunni er lagt til að Útflutningsráð samhæfi „kynn- ingar til viðeigandi markhópa “ og „leggi til starfsmenn og/eða fjármuni til vettvangsins“ Prom- ote Iceland sem er ætlað að koma „alþjóðlegri kynningu á Íslandi í skýran og samstilltan farveg“. Hagsmunir á markaði felast ekki síst í peppi, því að tala verð- mæti hluta upp. Forsíðuefni Reykjavík Grapevine er svikið. Þegar að er gáð reynist það alls ekki vera blaðagrein, heldur bara pepp. Bara drasl. „Nefndin leggur til að kjarninn í ímynd Íslands sé kraftur, frelsi og friður. Þetta eru lykilorð sem farsælt er að byggja á jákvæða og sanna ímynd af landi og þjóð.“ Svo mælti skýrslan. Íslensk tunga lifir í máli þjóð- arinnar, sagði hún líka og hló. Að sögn verkefnisstjórans dugmikla er íslensk tunga líka lykillinn að heimspekiarfleifð Norður-Evr- ópu. Hér eru allir að vinna vinn- una sína. Orðin flæða gegnum þetta fólk viðnámslaust. Að orðin flæði viðnámslaust er ekki blaðamennska. Það er bara vitleysa. Að starfsmaður Útflutnings- ráðs skrifi pepp fyrir vinnuveit- anda sinn og láti sem það sé blaða- grein, það er tímanna tákn. Blaðamennska snýst hins vegar um að veita tímanna táknum við- nám. Hvernig dirfist ritstjórn Reykjavík Grapevine, sem einu sinni gaf út merkilegt blað, að taka þessu freyðivíni sem for- síðuefni? Höfundur er heimspekingur. Peppland UMRÆÐAN Sigurður Eyþórsson skrifar um viðskipti með landbúnaðar- vörur Viðræðum Alþjóða-viðskiptastofnunar- innar (WTO) um við- skipti með landbúnaðar- og iðnaðarvörur var slitið á þriðjudag eftir níu daga stanslausa fundi. Það sem réði úrslitum um að samkomu- lag tókst ekki var deila Banda- ríkjamanna annarsvegar og Kín- verja og Indverja hinsvegar um rétt þeirra síðarnefndu til að vernda innlenda framleiðslu við ákveðnar aðstæður. Kínverjar og Indverjar vildu hafa rétt til þess að leggja talsvert háa tolla á innfluttar vörur ef skyndileg aukning yrði á innflutningi eða ef verð á innfluttum vörum lækkaði undir ákveðin mörk. Ekki náðist samkomulag um hver þessi mörk ættu að vera og því fór sem fór. Pascal Lamy for- stjóri WTO sagði á blaðamanna- fundi síðastliðinn þriðjudag að þrátt fyrir þetta hefði náðst mik- ill árangur í Genf og lausn hefði fundist á 18 af 20 helstu ágrein- ingsatriðum sem fyrir lágu í upphafi fundar. En niðurstaðan sýnir að mörgum ríkjum er annt um að tryggja það að þau geti verndað innlenda matvælafram- leiðslu upp að vissu marki. Stóru útflutningsríkin verða að taka tillit til þess ef samkomulag á að nást. Ekki liggur fyrir hvenær við- ræðurnar verða teknar upp að nýju, en búast má við því að svo verði einhvern tíma á næstu misserum. Margir hafa spáð því að svo verði þó ekki fyrr en nýr forseti hefur tekið við embætti í Bandaríkjun- um í janúar nk. og ný framkvæmdastjórn ESB hefur verið skipuð fyrri hluta næsta árs. Sam- komulag er því ekki úr sögunni þó viðræðum hafi verið slitið nú. Eins og kunnugt er snúast þessar viðræður um annarsvegar að draga úr opinberum stuðningi við iðnað og landbúnað og hins- vegar um markaðsaðgang fyrir framleiðsluvörur greinanna. Það er ekkert sérstakt fagnaðarefni fyrir íslenskan landbúnað að ekki hafi tekist samkomulag nú, því óvissa um rekstrarskilyrði er ekki hagstæð fyrir greinina fremur en aðrar atvinnugreinar. Ljóst er að verulegar breyt- ingar verða á rekstrarumhverfi íslensks landbúnaðar ef sam- komulag næst. Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja vinnu við að fara yfir hvað þær breytingar geta þýtt. Mörgum spurningum er ósvarað miðað við núverandi samkomulagsdrög s.s. hvernig stjórnvöld hyggjast breyta stuðningskerfinu og hvernig tollabreytingar verða útfærðar. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra hefur lýst yfir að ekki verði dregið úr heildarstuðningi og að hann muni fljótlega óska eftir viðræðum við Bændasamtökin um málið í heild. Þessar yfirlýs- ingar benda til þess að ráðherr- ann sé tilbúinn að hefja yfirferð á málinu í samstarfi við BÍ. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og fylgdist með WTO-viðræðunum í Genf fyrir hönd Bændasamtaka Íslands. WTO viðræðum slitið UMRÆÐAN Gylfi Skarphéðinsson skrifar um ferða- þjónustu Við höfum hingað til flotið ansi langt á náttúru landsins í ferðaþjónustu hér á landi. Í einfaldaðri mynd má segja að okkur hafi nægt að birta myndir af Gullfossi og Geysi og fólk hefur flykkst hingað til að sjá þessi náttúruundur. Þannig höfum við komist upp með að láta uppbyggingu í þjónustu sitja nokkuð á hakanum en þar með hefur hún e.t.v. orðið á eftir miðað við aðrar þjóðir og kröfur ferðamannanna. Tökum dæmi: Hvað eru mörg fimm stjörnu hótel á landinu? Hvað eru mörg hótel sem ganga út á að nýta okkar einstaka heita vatn í lækninga- og hressingarskyni? Hvað eru margir staðir þar sem fornminjar okkar eru endurskapaðar í upprunalegri mynd og ferðamönn- um gefin innsýn í forna tíma? Skortur á þjónustu, gæðum og afþreyingu gæti reynst okkur dýrkeyptur vegna þess að nú eru á lofti blikur sem leitt gætu til breytinga í kröfum ferðamanna. Blikur á lofti Að öllum líkindum er hámarki í olíuframleiðslu í heiminum þegar náð en á sama tíma eykst spurn eftir olíu. Langt virðist í aðra orkugjafa sem standa olíunni á sporði. Þetta þýðir einfaldlega að undanfar- in hækkun olíuverðs er ekki einhver bóla sem hjaðnar og við sjáum nú þegar nokkrar afleiðingar þessa. Tölur Vegagerðarinnar sýna t.d. að við erum farin að ferðast sjaldnar. Hærra orkuverð þýðir hærri ferðakostnað. Það gæti þýtt breytt ferðamynstur og breytta samsetn- ingu í ferðamannahópnum sem sækir okkur heim. Ferðamenn munu hugsanlega kjósa lengri ferðir, svipað og var hjá okkur þegar við bjuggum við einokun í flugi, og að dvelja lengur á einhverju ákveðnu svæði í stað þess að fara víða. Hækkandi ferðakostnaður þýðir að margir þeirra sem hingað til hafa getað farið í frí til dýrra landa, eins og Íslands, ferðast sjaldnar, sleppa því jafnvel eða kjósa að ferðast til ódýrari landa. Þetta gæti þýtt fækkun ferðamanna hingað en líka að samsetning ferðamannahópsins breytist, þ.e. að hlutfall efnaðra ferðamanna eykst. Efnaðir ferðamenn gera meiri kröfur um gæði gistingar, afþreyingar, aðbúnaðar, aðstöðu og þjónustu. En um leið eru þeir líka fúsir til að borga hærra verð fyrir. Og lengri dvöl gesta þýðir meiri kröfur um fjölbreytta afþreyingu. Erum við búin undir þessar kröfur? Því fleiri ferðamenn – því betra? Margt gott hefur verið gert í ferðaþjónustu en þó virðist áherslan fremur hafa verið á að fá sem flesta til landsins en ekki á að veita þeim sem koma sem besta þjónustu. Væntanlega er ástæðan sú trú að við hljótum að hafa hagnað af hverjum ferðamanni. En í rauninni ætti ferðaþjónustan ekki að snúast um fjölda, heldur hagnað. Gefum okkur að meðaltekjur af ferðamanni séu nú í kringum 80.000 kr. og ferðamenn séu 300.000 á ári. Þá erum við að tala um 24 milljarða króna á ári í tekjur. En ef meðaltekjurnar væru 100.000 kr. og ferðamennirnir væru bara 250.000 þá værum við að tala um 25 milljarða króna. Þarna munar einum milljarði þó ferðamennirnir séu færri. Ferðaþjónusta á Íslandi á því ekki að snúast um að fjölga ferðamönnum, heldur um að auka tekjur okkar af þeim. Það er og verður dýrt að sækja okkur heim og þess vegna fáum við færri ferðamenn en margar aðrar þjóðir. Eftir því sem ferðamennirnir eru færri því mikilvægara er að nýta hvern og einn sem best. Við þurfum því að hugsa betur um hvernig við getum aukið tekjur okkar af hverjum og einum ferðamanni. Það gerum við best með því að veita framúrskar- andi og eftirsótta þjónustu þar sem lögð er áhersla á að fara fram úr væntingum ferðamannanna og halda við og styrkja tengslin eftir að þjónustan er veitt; að byggja upp langtímasamband og tryggð. Þá skiptir verðið ekki máli og við högnumst meira af hverjum viðskiptavini. Þekktasta dæmi um svona ferðaþjónustu er hótelkeðjan Four Seasons og ef hún getur þetta þá getum við það líka. Það sem við viljum eru ferða- menn sem borga fúslega hið háa verð, kaupa meira, koma aftur og aftur og mæla með okkur við aðra. Gerum framúrskarandi þjónustu að markmiði okkar í ferðaþjónustu á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri GSR þjónusturáð- gjafar og áhugamaður um þjónustumál. Gæði og þjónusta GYLFI SKARPHÉÐINSSON SIGURÐUR EYÞÓRSSON HAUKUR MÁR HELGASON GRÉTAR MAR JÓNSSON Hvert stefna stjórnvöld í landinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.