Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 34
 31. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● verslunarmannahelgin Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn, Grill og gleði við Kaffi Kjós, Fjölskylduhátíð SÁÁ á Hlöðum, Hvalfjarðarströnd, Sæludagar í Vatnaskógi og Fjölskyldudagar á Stokkseyri. Allt eru þetta skemmtanir sem standa barnafjölskyldum til boða um verslunarmanna- helgina á Suðvesturlandi. Landsmót Ungmennafélags Ís- lands í Þorlákshöfn er vafalaust ein viðburðaríkasta fjölskyldu- hátíð verslunarmannahelgarinn- ar. Íþróttakeppnir skipa þar veg- legan sess en auk þeirra má nefna listasmiðjur, bókamarkað, opna vinnustofu og handverksmark- að. Einnig sprelligosaklúbb fyrir fimm ára og yngri og fjörkálfa- klúbb fyrir sex ára og eldri. Þá er danskennsla, bæði línudans og frístæl, ljósmyndasýning, hjóla- brettamót og brúðuleiksýningar. Á kvöldin eru kvöldvökur. Meðal skemmtikrafta á föstudagskvöld eru Harasystur og Haffi Haff og á laugardagskvöld er ganga út í vita sem endar með varðeldi þar sem hljómsveitirnar Fargan og Ingó og Veðurguðirnir spila. Kaffi Kjós heldur fjölskyldu- hátíð á laugardag í samvinnu við félag sumarhúsaeigenda við Með- alfellsvatn. Þar verður ýmis varn- ingur boðinn til kaups á útimark- aði. Spákona verður á svæðinu og ljúfir harmóníkutónar hljóma. Fyrir börnin verður andlitsmál- un, hoppkastalar, leikir og annar glaðningur auk þess sem hjólabát- ar verða á vatninu. Þess má geta að á sunnudags- kvöld stjórnar Hörður G. Ólafsson brekkusöng við varðeld klukkan 21 og hann heldur áfram að spila til miðnættis eftir að flugeldum hefur verið skotið upp um ellefu- leytið. Að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd stendur SÁÁ fyrir fjölskylduhá- tíð sem hefst á morgun, föstudag klukkan 20. Þar verður eitthvað við að vera alla helgina, félags- vist, bingó, barnadagskrá, ratleik- ir og söngvakeppni svo nokkuð sé nefnt. Hljómsveitin Síðasti sjens spilar bæði á föstudags- og laug- ardagskvöld fyrir dansi en diskó- tek verður í kvöld og á sunnudags- kvöld. Varðeldur verður kyntur og væntanlega ekki slegið af í söngn- um. Á sunnudeginum verður hug- vekja séra Skírnis Garðarssonar, prests í Saurbæ, klukkan ellefu árdegis. Gospelsöngur og bænastund bendir til kristilegra sæludaga KFUM og KFUK í Vatnaskógi en þar er fótboltinn líka í hávegum hafður og alls konar hreyfing og fjör. Eyrarvatnið verður vettvang- ur hluta dagskrárinnar, kodda slag- ur, kappróður og sigling. Á landi verður kassabílarall, teygjuhlaup og tuskukast meðal annars. Kvöld- vökur verða í íþróttahúsinu föstu- dags- og laugardagskvöld og ungl- ingadagskrá hefst á miðnætti á föstudagskvöld. Grillin verða heit við matarskálann og hægt að kaupa eitthvað á þau á vægu verði. Meðal hápunkta á hátíðinni má telja tónleika með Bubba og Pétri Ben á laugadagskvöldið. Stokkseyri myndar umgjörð um enn eina fjölskylduskemmt- unina. Kajaksiglingar í hinum sunnlenska skerjagarði, álfa- og draugasetur draga fólk að, einnig frí tjaldstæði, tívolí og töfragarð- ur og á Draugabarnum mun Hera syngja fyrir gesti með sinni hljóm- þýðu röddu á laugardagskvöld. - gun Eitthvað fyrir allan aldur Danskennsla er meðal dagskráratriða á landsmóti UMFÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Keppt verður í koddaslag á sæludögum í Vatnaskógi. Hressandi í góðu veðri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kajaksiglingar um sunnlenska skerjagarðinn við Stokkseyri. Síðasti sjens spilar bæði á föstudags- og laugardagskvöld á fjölskylduskemmtun SÁÁ að Hlöðum. Sveitina skipa Þórir Ólafsson, söngur og bassi, Jens Ein- arsson, söngur og gítar, og Þorbergur Ólafsson, sem leikur á trommur. „Ég ætla að vera með fjölskyld- unni á Laugavatni um verslunar- mannahelgina. Við ætlum að vera þar öll fjölskyldan saman í sumar- bústað. Frænka mín á einmitt af- mæli og verða mikil veisluhöld í tilefni af því, þannig að það mætti segja að ég sé að fara á fjöl- skylduhátíð,“ segir Nadia Katrín Banine, einn þáttastjórnandi Inn- lit/útlit á Skjá einum. „Þegar verslunarmannahelg- in gengur í garð förum við oftast í sumarbústað. Þar sem ég vinn sem flugfreyja er ég mikið í útlöndum á sumrin þannig að verslun- armannahelgin er í raun eins og hver önnur helgi fyrir mig. Ég er reyndar oft að vinna þá helgi eins og hverja aðra,“ segir Nadia og bætir við að henni finnist stundum gert rosalega mikið úr þessari helgi. „Þetta er auðvitað lengri helgi fyrir fólk sem vinnur venju- lega vinnu en ekki þá sem eru í vaktavinnu.“ Nadia segir að málum hafi þó verið öðruvísi háttað þegar hún var yngri. „Þetta var að vísu öðruvísi þegar maður var unglingur. Þá fór ég tvisvar sinnum á útihátíð, en eftir það fékk ég nóg og hef ekki farið síðan. Finnst best að vera núna einhvers staðar í rólegheitum og í faðmi fjölskyldunnar.“ Verð á fjölskylduhátíð Nadia ætlar að eyða verslunarmanna- helginni í faðmi fjölskyldunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ágúst Bent rappari hefur víða komið við um verslunarmanna- helgi enda hefur hljómsveit hans Rottweilerhundar verið iðin við að skemmta landanum síðustu ár. Þetta árið verður Ágúst að mestu leyti í og við höfuðborgina þar sem hann ætlar að sækja tónleika og koma sjálfur fram. „Á föstudaginn er ég að fara á svokallaða Leðurhátíð sem er orð- inn árlegur viðburður þar sem fríður hópur manna mætir leður- klæddur og skemmtir sér konung- lega. Þessi hátíð fer stækkandi ár frá ári og kannski verður þetta einn daginn aðalhátíðin um versl- unarmannhelgina. Á laugardaginn ætla ég sjá Bjartmar Guðlaugsson á Organ og það verður ekki nema snilld. Svo á sunnukvöldið munum við í Rottweilerhundum spila á Prikinu og hvetjum sem flesta að mæta enda verður svakalegt fjör,“ segir Ágústt. Um eftirminnilegustu verslunarmannahelgina segir hann: „Við í Rottweilerhundum vorum að spila eina verslunarmannahelgi á þremur stöðum. Við vorum að spila í Galtalæk, á þjóðhátíð í Eyjum og svo á Akureyri. Þessi ferð var rosalega í alla staði. Við feng- um bíl sem við ferðuðumst á um allt landið. Ástandið var misgott á mönnum en þetta var bara skemmtilegt. Og í Eyjum var vitlaust veður en við fengum konunglegar móttökur af heimamönnum sem hýstu okkur. Þessi verslunarmannahelgi mun seint gleymast.“ - mmr Ætlar á Leðurhátíð Ágúst Bent ætlar meðal annars á Leð- urhátíð um verslunarmannahelgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég verð að spila á Innipúk- anum á Nasa á föstudaginn ásamt fleiri hljómsveitum eins og Megasi og Senuþjófunum, Hjálmum og Dísu,“ segir tón- listarmaðurinn Benedikt Her- mann Hermansson eða Benni Hemm Hemm, aðspurður um hvernig hann ætlar að verja helginni. Benni er eins og sumir vita einn af stofnendum Innipúk- ans. „Innipúkinn var stofnað- ur sem andsvar við útihátíð- irnar, fyrir þá sem vildu vera í bænum og ég er einn af þeim,“ segir hann. „Ég ætla ekkert út á land heldur verð ég að vinna við upptökur með hljómsveitinni Retro Stefson. Ég er búinn að vera að vinna aðeins með þeim undanfarið,“ segir Benni og viðurkennir að hafa bara einu sinni farið á útihátíð, en það var á Halló Akureyri árið 1996. „Þá fórum við vinirnir, nokkrir 16 ára guttar, saman í rútu til Akur- eyrar. Þetta var án efa eftirminnilegasta verslunarmannahelgin. Ég veit ekki af hverju hún stendur upp úr en það var einstaklega gaman. Síðan þá hef ég ekki farið á útihátíð.“ - stp Eins og hver önnur helgi Benedikt Hermann Hermannsson eða Benni Hemm Hemm eins og flestir þekkja hann ætlar ekki út úr bænum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVERT Á AÐ FARA UM VERSLUNARMANNAHELGINA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.