Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 40
 31. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● norðurland Um áratugaskeið hafa tveir söluskálar verið reknir við þjóðveginn í Hrútafirðinum en nú sér brátt fyrir endann á því. Einn af þekktustu söluskálum landsins, Staðarskáli, og ná- granni hans, Brúarskáli, munu renna saman í einn söluskála með haustinu. Ástæðan fyrir því er að þjóðvegurinn hjá skálunum verður færður þannig að hann mun liggja nokkru norðar en hann gerir í dag. Sá vegur sem nú liggur fram hjá Staðarskála verður innansveitarvegur en gatnamót hans og þjóðvegarins verða þar sem Brúarskáli stendur í dag. Eftir vegarfærsluna mun því standa einn sameinaður skáli við Hrútafjörðinn. Að sögn Kristins Guðmundssonar stöðvarstjóra var nýi skálinn hannaður frá grunni sem þjónustumiðstöð á einni hæð og mun bera nafnið N1 Staðarskáli, en N1 keypti Staðarskála síðastliðið sumar. Þegar Kristinn er inntur eftir því af hverju ákveðið hafi verið að halda í nafn Staðarskála segir hann Stað- arskála alltaf hafa haft stóra markaðshlutdeild. „Það hefur verið stórt nafn í gegnum tíðina. Svo er þetta líka byggt í landi Staðar og eðlilegt að það nafn fylgi áfram.“ Kristinn segir að skálarnir tveir hafi verið sameinaðir undir sömu stjórn árið 2002. „Olíufélagið kom til okkar, eig- enda Staðarskála, og óskaði eftir samvinnu eða samruna á þessum skálum.“ Kristinn útskýrir að samruni skálanna muni líklega bæta þjónustuna. „Ég held að það sé sterkara fyrir þá sem fara um veginn að hafa eina öfluga þjónustumiðstöð heldur en marg- ar.“ Þó verið sé að breyta og búa til öfluga þjónustumiðstöð við Hrútafjörðinn segir Kristinn að reynt verði að halda í gaml- ar hefðir þó eitthvað breytist í samræmi við það sem N1 gerir annars staðar. „Við viljum halda í rétt dagsins sem eru þrír réttir sem við bjóðum yfirleitt upp á í hádeginu og á kvöld- in en þeir eru þjóðlegir,“ upplýsir hann og bætir við að hinir þekktu, heimagerðu ástarpungar og íslenska kjötsúpan muni að sjálfsögðu verða áfram á boðstólum. - mmr Staðarskáli heyrir brátt Fljótlega munu vegfarendur í Hrútafirðinum ekki keyra fram Kristinn Guðmundsson stöðvarstjóri segir að reynt verði að halda í gamlar hefðir skálanna. MYND/ERLA SIF KRISTINSDÓTTIR Í Hléskógum í Eyjafirði er skemmtilegur húsdýragarður í stöðugri uppbyggingu. Hjón- in Guðbergur Egill Eyjólfsson og Birna Kristín Friðriksdóttir eiga garðinn og reka, en garður- inn opnaði í fyrra með fullri starf- semi. „Á hverju ári ætlum við að bæta aðeins við garðinn. Í ár fjölgum við kanínutegundum og opnum kaffihús og á næsta ári munu refir og svín bætast við,“ segir Guðbergur. Þau hjónin keyptu jörðina árið 2005 til að gerast kúabændur. „Þegar við seldum kvótann okkar kom upp sú hugmynd að opna húsdýragarð því að hér viljum við búa og ala upp börnin okkar,“ segir Guðbergur, en hann er for- maður Búkollu, samtaka áhuga- manna um íslensku kúna. Í garðinum eru kindur, kýr, naut, hestar, kálfar og geitur, fjór- ar tegundir af kanínum, hund- ur, kettlingar, fasanar og hænur. „Allir sem koma fá að halda á og klappa kettlingunum, hitta hund- inn og fara inn til geitanna,“ út- skýrir Guðbergur. Í húsdýra- garðinum er einnig ein svört geit en að sögn Guðbergs er það merkilegt fyrir þær sakir að á Íslandi eru aðeins um fimm hundr- uð geitur. Áttatíu pró- sent þeirra eru flekkóttar og tuttugu eru hvítar. Þetta er því eina svarta íslenska geitin í heim- inum. Öll aðstaða í garðin- um er góð. Á svæðinu er tjaldsvæði, heimagist- ing og leiksvæði fyrir börnin ásamt salernisað- stöðu. „Þeir sem koma og gista hjá okkur fá frítt inn í hús- dýragarðinn. Einnig bjóðum við öllum þeim sem koma í garð- inn upp á kaffi og heimabak- að meðlæti,“ segir Guðberg- ur. Aðsókn í garðinn hefur verið góð. Í fyrra komu um sex hundruð manns en í ár hafa að- sóknarmet verið slegin tvisvar. Hléskógar eru í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyri, Grenivíkurmegin. Þeir sem vilja kynna sér hús- dýragarðinn í Hléskógum betur er bent á heimasíðuna www.bondi. is/pages/926 - kka Kanínur og kaffihús Í Í húsdýragarðinum býr þessi svarti kiðlingur sem er svo gæfur að hann heilsar öllum með knúsi. Nýverið var afhjúpað minn- ismerki um Valda vatnsbera í skrúðgarðinum á Þórshöfn, en Valdi vatnsberi var síðasti vatnsberinn á Íslandi. Vatnsveita Þórshafnar tók til starfa haustið 1945 og ári seinna var búið að tengja flest hús í kauptúninu við veitukerfið. Þar með hófst upphafið að enda- lokum á starfi síðasta vatns- berans á Íslandi, en Guðvaldi Jón Sigfússon, ýmist kallaður Valdi Fúsa eða Valdi vatnsberi, var vatnsberi staðarins og sótti vatn í brunn hreppsins, sem var mikil steinþró. Úr þrónni var vatninu dælt með sogdælu og bar Valdi það síðan syngjandi í hvert hús. Nýverið var afhjúpað minn- ismerki um Valda í skrúðgarð- inum á Þórshöfn og flutti lista- maðurinn Jóhann Ingimarsson (Nói) stutta tölu af því tilefni þar sem hann greindi meðal annars frá lífshlaupi síðasta vatnsberans á Íslandi. Gerð minnismerkisins var kostuð af Langanesbyggð og að auki styrkt af Menningarráði Eyþings. Minnisvarði afhjúp- aður á Þórshöfn Valdi vatnsberi setur skemmtilegan blæ á skrúðgarðinn á Þórshöfn. MYND/GUÐJÓN GAMALÍELSSON 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.