Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 9 sögunni til hjá hinum gamla Staðarskála. Gatnamót nýja og gamla vegarins verða þar sem Brúarskáli stendur í dag. MYND/ERLA SIF KRISTINSDÓTTIR Íbúar Þingeyjarsveitar og Aðal- dælahrepps sameinuðust í vor í eitt sveitarfélag undir nafninu Þingeyjarsveit. Oddviti nýrr- ar sveitarstjórnar er Ólína Arn- kelsdóttir í Hraunkoti í Aðal- dal. „Við erum rétt að fóta okkur fyrstu skrefin og koma nýju batteríi af stað,“ byrjar Ólína. „Nýja sveitarstjórnin fundaði í fyrsta skipti 14. júlí og síðan eru ekki nema tvær vikur. Því er engin ósköp búið að gera nema skipa í nefndir, skipta með sér verkum og taka aðkallandi af- greiðslumál fyrir, meðal ann- ars auglýsa eftir nýjum sveit- arstjóra.“ Ólína var oddviti Aðaldælinga fyrir sameiningu og er sú eina úr sinni sveit sem á sæti í hinni nýju sjö manna sveitarstjórn. „Þingeyjarsveit varð til árið 2002 með sameiningu nokk- urra hreppa og var því mun fjölmennari en Aðaldælahrepp- ur fyrir sameininguna nú,“ út- skýrir Ólína. „Íbúar voru 686 í Þingeyjarsveit og 261 í Aðaldal þann 1. desember síðastliðinn. Við sem sitjum í sveitarstjórn vinnum fyrir allt sveitarfélagið hvaðan sem við komum í upp- hafi og munum að sjálfsögðu vanda okkur við störfin.“ Aðalskrifstofa sveitarfélagsins og fundaraðstaða er í Kjarna á Laugum en hver eru helstu verkefnin sem liggja fyrir nýrri stjórn? „Það eru hin ýmsu mál sem þarf að leiða til lykta. Skólamálin taka auðvitað þó nokkra orku og tíma, enda mik- ilvæg,“ svarar Ólína og lýsir því að grunnskólarnir séu þrír, Hafralækjarskóli í Aðaldal, Litlu-Laugaskóli í Reykjadal og Stóru-Tjarnarskóli í Ljósavatns- skarði. Þeir verða allir reknir áfram að hennar sögn enda með 45 til 70 nemendur hver. Hafra- lækjarskóli er þeirra fjölmenn- astur og þjónar líka íbúum Tjör- neshrepps og Norðurþings sem taka þátt í rekstri hans. „Það eru engin áform um að steypa saman skólum,“ segir Ólína. „En auðvitað veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Lífið er svo síbreyti- legt og fólki fjölgar og fækkar til skiptis í byggðum landsins.“ Í Þingeyjarsveit er eng- inn stór þéttbýliskjarni. Spurð hvort það skapi ekki enn betra jafnvægi en annars væri, svarar Ólína. „Við skiljum að minnsta kosti alveg ágætlega þarfir hvers annars. Hér er öfl- ugt bændasamfélag og ferða- þjónusta, líka veiðiár og verk- takar og svo er framhaldsskóli á Laugum. Það eru sumarhúsa- byggðir í sveitarfélaginu og við erum eigendur að Þeistareykj- um sem áform eru uppi um að virkja. Það eru ýmis sóknar- færi í spilunum og við erum bara bjartsýn.“ - gun Skiljum alveg ágætlega þarfir hvert annars „Við sem sitjum í sveitarstjórn vinnum fyrir allt sveitarfélagið hvaðan sem við komum í upphafi,“ segir Ólína, hús- freyja í Hraunkoti í Aðaldal og oddviti Þingeyjarsveitar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL 3norðurland ● fréttablaðið ● nÝtt lasertag fyrir yngrikynslÓÐina skemmtun fyrir alla erum Á einni meÐ Ö llu ak ureyr i 85730 00 einni g neist aflug i nesk aupst aÐ 85720 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.