Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 58
30 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. K2 er næsthæsta fjall heims. Fjallið er í Himalaja-fjallgarðinum sem stend- ur á landamærum Kína og Pakist- an. Fjallið er 8.611 metra hátt og þykir það erfiðara að komast upp á tindinn en að fara upp á Everest. Þennan dag árið 1954 tókst í fyrsta skipti að komast á topp fjalls- ins. Margir höfðu reynt áður en þurft frá að hverfa og því þótti það mikið afrek er hópur, sem leiddur var af Ít- alanum Ardito Desio, komst loks alla leið. Erfitt er að segja til um hvaða ein- staklingur steig fyrstur á toppinn en heiðurinn skiptist líklega á milli tveggja leiðangursmanna, Linos Lac- edelli og Achilles Compagnoni. Hlíðar K2 eru mjög brattar og hafa margir látið lífið í þeim. Veðr- ið er mjög breytilegt á fjallinu og hefur það oft kostað fjallgöngugarpa lífið. Afrek Ítalanna er stórbrotið, sér- staklega þegar litið er til þess að allur búnaður til fjallaklifurs var mun frumstæðari en hann er í dag. ÞETTA GERÐIST: 31 JÚLÍ 1954 Toppnum á K2 náðJ. K. ROWLING RITHÖFUNDUR ER 43 ÁRA. „Í sannleika sagt trúi ég ekki á galdra.“ J.K. Rowling er höf- undur hinna geysivin- sælu bóka um töfra- manninn unga, Harry Potter, sem selst hafa í meira en hálfum milljarði eintaka. Bræðurnir Friðrik og Jó- hannes Larsen stofnuðu árið 1993 fyrirtækið Bros-boli sem sérhæfði sig í merking- um og sölu á bolum. Fyrir- tækið fagnar 15 ára starfs- afmæli sínu í ár en það hefur vaxið hratt frá fyrsta stundu. „Ég stofnaði fyrirtæk- ið ásamt bróður mínum en í upphafi vorum við í litlu hús- næði í Síðumúlanum. Bróðir minn kom með hugmyndina frá Bandaríkjunum en þar var hann í námi og ég var sjálfur að ljúka námi hérna heima. Við byrjuðum í bola– og silkiprentun og vorum í því í sjö ár en árið 2000 fórum við einnig út í að selja auglýsingavörur,“ segir Jó- hannes sem hefur unnið við fyrirtækið frá stofnun þess. „Við vorum ekki hættir þar heldur keyptum við fyrir- tækið Fjölprent árið 2003 og síðan þá höfum við verið að byggja fyrirtækið upp.“ Á síðasta ári flutti fyrir- tækið í stórt 2.000 fermetra húsnæði upp í Grafarholti og á sama tíma var það sam- einað Gjafaveri. „Á þessum tímapunkti vorum við komn- ir á þann stað með fyrirtæk- ið þar sem við vildum vera,“ segir Jóhannes. Hjá Bros starfa um tut- tugu og sjö starfsmenn en fyrirtækið býður upp á fatn- að, auglýsingar og gjafavör- ur. „Í fyrra opnuðum við fyr- irtæki í Bretlandi til þess að þjónusta öll útrásarfyrir- tækin þar í landi. Allir þess- ir hlutir sem hafa blómstr- að á síðustu árum, eins og að vera komnir til Bretlands, kaup á auglýsingastofu og flutningurinn í stærra hús- næði, er það sem ætlum að byggja á næstu árin,“ bætir Jóhannes við. Árið 2006 fékk Bros gæðavottun samkvæmt ISO 9001:2000 staðlinum. Þessi vottun er mikil viðurkenn- ing á því starfi sem unnið er í fyrirtækinu og er Bros fyrsta fyrirtækið á sínu sviði til að fá þessa gæða- vottun. Jóhannes segist bjart- sýnn þegar talið berst að samdrættinum í samféleg- inu og hefur hann þetta að segja: „Eftirspurnin hefur auð- vita minnkað og er það ekki bara hjá okkur. Við bíðum spennt eftir haustinu en þá er okkar besta vertíð og nær hún alveg fram að jólum.“ mikael@frettabladid.is BROS: FAGNAR 15 ÁRA STARFSAFMÆLI Brosum fram- an í kreppuna EKKERT STOPP Jóhannes Larsen og fyrirtækið hans gefur ekkert undan á þessum síðustu og verstu tímum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Ásthildur Guðmundsdóttir síðast til heimilis að Maríubakka 20 Reykjavík, lést þann 22. júlí síðastliðinn á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Guðmundur Karlsson Margrét Guðrún Karlsdóttir Indriði Kristinsson Torfi Karl Karlsson Margrét Þráinsdóttir Þorbjörg Karlsdóttir Hreggviður Sigurðsson Ágústa S. Karlsdóttir Jón Guðmundsson ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Óskars K. Júlíussonar húsasmíðameistara, Álfheimum 7 Reykjavík. Þórunn Sveinbjarnardóttir Gunnar S. Óskarsson Guðfinna Finnsdóttir Kristjana Óskarsdóttir Magnús Tryggvason Ingi Óskarsson Þóranna Tryggvadóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ragnhildur Kristín Sandholt lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 27. júlí. Jón Eiríksson Eiríkur Jónsson Ásthildur Björnsdóttir Íris Jónsdóttir Einar Sigurðsson Atli Már Jónsson Lilja Dagbjartsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Lárus Arnar Kristinsson fyrrverandi sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, Hátúni 23, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. júlí. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 14. Kristín Rut Jóhannsdóttir Jóhann Kristinn Lárusson Kolbrún Kristinsdóttir Hafsteinn Lárusson Halla Benediktsdóttir Sigvaldi Arnar Lárusson Berglind Kristjánsdóttir afa- og langafabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, Karl Ómar Clausen Nesvegi 45, lést aðfaranótt 20. júlí á Líknardeild Landspítalans. Útförin fór fram í kyrrþey. Bára Jóhannesdóttir Brynjar Pétur Clausen Guðfinna Magnea Clausen Kristján Clausen Jens Pétur Clausen Marsibil Jóna Tómasdóttir tengdaforeldar, systkin og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hjálpsemi og vinsemd við andlát, minningarathöfn og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Indriða Indriðasonar ættfræðings og rithöfundar, frá Fjalli. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hvammi fyrir þeirra umhyggju og einstaka virðingu sem þau sýndu honum. Indriði Indriðason Ljótunn Indriðadóttir Sólveig Indriðadóttir Björn Sverrisson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lára Kristjana Hannesdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, sem lést 23. júlí síðastliðinn, verður jarðsungin í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 5. ágúst kl. 13. Aðalheiður Halldórsdóttir Valdimar Jónsson Hannes Einar Halldórsson Kristín Valgerður Ólafsdóttir Gunnar Sigurður Halldórsson Guðrún Ingvarsdóttir Garðar Friðfinnsson Hulda Sigurðardóttir Rut Friðfinnsdóttir Tómas Sigurðsson Björk Friðfinnsdóttir Jón Óskar Hauksson Viðar Már Friðfinnsson Elsku hjartans drengurinn okkar, bróðir, barnabarn og frændi, Bjarni Páll Kristjánsson Ægisíðu 107, Reykjavík, sem lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 15. júlí, verður jarðsung- inn frá Neskirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarsjóð skáta hjá Bandalagi íslenskra skáta. Kristján Geirsson Droplaug Guðnadóttir Anna Björk, Birkir, Baldvin Anna Gísladóttir Geir Kristjánsson Ásta Ólafsdóttir Guðni Þ. Valdimarsson Margrét Geirsdóttir Haukur K. Bragason Guðrún A. Guðnadóttir Sigurjón H. Hauksson Valdimar Guðnason Páll Guðnason og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Aðalbjörg Sigurðardóttir frá Hróarsstöðum, Víðilundi 24, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 21. júlí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 1. ágúst kl. 11.00. Hjörtur Hermannsson Rannveig Gísladóttir Svala Hermannsdóttir Bárður Guðmundsson Sigurður Hermannsson Antonía Lýðsdóttir Stefán Hermannsson Brynjar Hermannsson Sigríður Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.