Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 78
50 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. hróss, 6. munni, 8. bar að garði, 9. fugl, 11. í röð, 12. flatfótur, 14. blóm, 16. skóli, 17. netja, 18. fugl, 20. tveir eins, 21. tangi. LÓÐRÉTT 1. tarfur, 3. kúgun, 4. forskot, 5. skilaboð, 7. land í Evrópu, 10. flýtir, 13. angan, 15. illgresi, 16. skammst., 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. lofs, 6. op, 8. kom, 9. lóa, 11. rs, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma, 17. mör, 18. önd, 20. ff, 21. oddi. LÓÐRÉTT: 1. boli, 3. ok, 4. forgjöf, 5. sms, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15. arfi, 16. möo, 19. dd. „Ég borða alltaf hafragraut með rúsínum út á og drekk svart kaffi með. Svo fæ ég mér sopa af lýsi. Stundum um helgar för- um við í bakarí og fáum okkur eitthvað þar.“ Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri. „Þetta var í síðustu viku. Nánar tiltekið þriðjudag 22. júlí árið 2008,“ segir Óli Tynes fréttamað- ur. Örlögin hafa hagað því svo til að Óli Tynes reyndist sá sem vígði glæsilegt tónlistarhúsið sem nú er að rísa við höfnina. Hann var send- ur niður eftir til að gera frétt fyrir Stöð 2 um byggingu hússins og hvernig henni miðar. „Já, búið var að upplýsa að Bubbi myndi halda þarna jólatónleika í desember á næsta ári. Ég var að taka þarna „stand-up“ og fannst rétt að vísa til þess. Og byrjaði ég að syngja: „Ekki benda á mig/segir varðstjór- inn...“ Og sagði svo að Bubbi myndi nú kannski gera þetta aðeins betur að ári. Já, já, söngur minn var án undirleiks utan múrbrjóta, hamra og saga. Svo var það ekki fyrr en mér var bent á það eftir á að með þessu, en þetta var á stóra sviðinu þar sem Bubbi verður, með þess- um íðilfagra söng mínum hefði ég í rauninni vígt tónlistarhúsið,“ segir Óli. Án þess að ætla sér skráði Óli sig á spjöld sögunnar og er afskaplega ánægður með það. Og þetta er til á filmu. „Fyrstur allra manna. Og ætlast náttúru- lega til þess að þegar húsið verður endanlega vígt þá verði mynd af mér í fullri líkamsstærð, þar sem vísað er til þessa sögulega atburð- ar, í anddyri hússins. Allir réttlátir menn hljóta að sjá að þeir komast varla hjá því að gera það,“ segir Óli. Aðspurður hvort þetta megi ekki heita svínslegt að stela þess- ari stóru stund frá þeim sem fremstir mega teljast í röðum íslenskra tónlistarmanna segir hann það vissulega svo. „Mér þykir leitt að valda þeim vonbrigð- um, Garðari Cortes, Agli Ólafs- syni, Kristjáni Jóhannssyni og þeim öllum. En gert er gert og þú breytir ekki sögunni.“ Óli segir það allt annað mál þegar talað er um sönghæfileika hans. Þeir sem heyrðu sönginn ráðlögðu honum að hætta ekki fasta „djobbinu“. „En hljómburð- urinn var frábær. Ég get mælt með þessu sviði. Toppsvið,“ segir Óli sem ekki hefur komið fram síðan í skátunum í gamla daga. „Þá söng ég reyndar einsöng á skáta- skemmtun: Lóan heim úr lofti flaug/ljómaði sól við himinbaug...“ Mitt eftirlæti allra tíma, fyrr og síðar, en ég held upp á marga, er Harry Belafonte,“ segir Óli aðspurður um helstu áhrifavalda. jakob@frettabladid.is ÓLY TYNES: STAL GLÆPNUM AF BUBBA MORTHENS Tynes vígði tónlistarhúsið ÓLI TYNES Hann mælir með stóra svið- inu og segir hljómburðinn til fyrirmynd- ar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EKKI BENDA Á MIG... Stóra stundin, stóra sviðið vígt, 22. júlí árið 2008. „Textinn er grófur og hægt að gagnrýna hann fyrir margt. En að segja að þarna sé um nauðgun að ræða er hæpið,“ segir Hildur Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri V-dagssamtakanna. Hljómsveitin Baggalútur sendi frá sér lagið Þjóðhátíð ´93 í síðustu viku. Í kjölfarið gagnrýndi Hjálmar Sigmars- son, ráðskona Karlahóps Femínistafélags Íslands, textann og sagði hann boða lítið annað en kvenfyrirlitningu og beinlínis lögbrot, enda væri bannað með lögum að nýta sér annarlegt ástand einstaklinga. „Það má þó ekki rugla saman almennri ölvun við það að misnota sér ástand viðkomandi,“ segir Hildur. „Nauðgun er einfaldlega þegar samþykki er ekki til staðar. Ég get ekki séð að þarna sé verið að hvetja til þess að hafa að vettugi vilja annars fólks.“ Hún segist þó skilja að karlahópurinn hafi brugðist við. Allir séu að reyna að spyrna við þeirri ímynd að nauðgan- ir séu sjálfsagður hluti af verslunarmanna- helginni. Hún bendir einnig á að umræðan um textann hafi verið nauðsynleg, því mikilvægt sé að enginn misskilji skilaboð þeirra Baggalútsmanna. Undanfarin ár hafa V-dagssamtökin og karlahópurinn fyrrnefndi, staðið fyrir átaki um verslunarmannahelgina gegn nauðgunum. Þetta árið draga samtökin sig þó í hlé. „Samtökin eru í endurskipulagningu og munu koma sterk inn í haust,“ segir Hildur. Hún segir átakið hafa skilað árangri. „Það eru mun færri tilkynntar nauðganir um þessa helgi en voru áður en átakið fór af stað.“ - shs Telur Þjóðhátíð 9́3 ekki um nauðgun HILDUR SVERRISDÓTTIR Telur hæpið að segja Baggalút syngja um nauðganir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hljómsveitin Singapore Sling er nú stödd í Kaliforníu á tónleika- ferðalagi. Jarðskjálfti upp á 5,4 á Richter skók svæðið á þriðjudag- inn og olli nokkrum usla. „Við vorum á þriðju hæð í húsi í Holly- wood og það hreyfðist allt nema ég, eða þannig leið mér allavega,“ segir Bíbí bassaleikari. „Mér fannst eins og húsið hreyfðist til hliðanna, allavega metra í hvora átt. Við vorum pínu stressuð eftir þetta enda var skjálftinn svo lang- ur. Miklu lengri en Suðurlands- skjálftinn í vor.“ Bjössi trommari tekur í sama streng. „Við vorum bara nývöknuð og að bursta tennurnar þegar þetta reið yfir. Maður var vaggandi og með dúandi lappir og hausverk lengi á eftir.“ „Allir fjölmiðlar eru uppfullir af þessu og allir að tala um þetta,“ segir Bíbí. „Maður kemur ekki svo inn á bar að það sé ekki verið að tala um þetta í sjónvarpinu. En sem betur fer slasaðist enginn.“ Singapore Sling spilar á sex tón- leikum á þessum túr. Fyrsta gigg- ið var í New York með The Brian Johnston Massacre en hin fimm giggin eru á vesturströndinni með hljómsveitinni The Meek. „Þetta er mjög góður túr,“ segir Bíbí. „Við erum að spila á stærri tón- leikum en oft áður. Þetta er mjög gaman.“ - glh Íslensk hljómsveit lenti í jarðskjálfta í LA DÚANDI LAPPIR OG HAUSVERKUR Singapore Sling lenti í jarðskjálfta í Los Angeles á þriðjudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Margir bestu leikarar þjóðarinnar koma fram í útvarpsleikritinu Dauði trúðsins eftir Árna Þórarinsson en þar er persónan Einar blaðamaður sem Hjálmar Hjálmarsson leikur en hans er leikgerðin. Auk leikara er fjöldi fjölmiðlamanna sem koma við sögu í útvarpsgerð Dauða trúðsins en Fréttablaðið hefur sagt frá því að Þórhallur Gunnars- son fer með hlutverk hrokafulls fréttastjóra – en það er reyndar svo að leikarar sækja í síauknum mæli í fjölmiðla- stétt: Hjálmar, Jóhann G. Jóhannsson, Atli Þór Albertsson og Lísa Pálsdóttir. Í leikritinu bregður einnig fyrir Evu Maríu Jónsdóttur, Elsu Maríu Jakobsdóttur, Þorsteini Joð, Þóru Tómasdóttur, Jóhönnu Vil- hjálmsdóttur og Guðna Má Henningssyni. Athyglisvert er að þarna er meirihluti starfs- manna Kast- ljóssins saman kom- inn. Spennan eykst fyrir frumsýningu kvikmyndar Sólveigar Anspach Skrapp út! sem verður 8. ágúst næstkomandi, meðal annars vegna þess að óvíst er að leikstjórinn sjálfur nái að koma til landsins til að vera viðstaddur forsýningu myndarinnar. Sólveig er nú stödd í Nýju- Kaledóníu, sem er ein af eyjunum norðan Ástralíu, en þar er hún að vinna að nýrri mynd. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.