Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 01.08.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HELGIN BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Marinó Jóhannsson pípulagningameistari veit vel hvað hann syngur þegar kemur að því að útbúa svalandi sumardrykki. „Fátt er betra en að sitj úð berjakokteill og grænn eplakokteill,“ nefnir hann og bætir við að auðvelt sé að útbúa drykkina. Fyrirhöfn in sé nánast engin þar sem aðeins þ f klaka að h á f Svalandi drykkir í sólinni Marinó Jóhannsson segir tilvalið á að kæla sig niður á sólríkum dögum með ísköldum hollustudrykkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GOTT Á GRILLIÐÞrír matgæðingar mæla með mat sem hentar vel fyrir verslunarmannahelgina.MATUR 2 ÆVINTÝRALEG HELGIHægt er að finna sér fjölda-margt skemmtilegt að gera í borginni og nánasta umhverfi um helgina. HELGIN 3 Ódýrt og gott í hádeginu Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Fylltar pönnukökur (crépes), samlokur, pizzur, súpubar, nýbökuð brauð og gómsætan salatbar. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Nýlega bættust svo belgískar vöfflur á matseðilinn (láttu það eftir þér – þær eru algerlega þess virði). Við Perluna eru næg ókeypis bílastæði. 4ra rétta tilboð á veitingastað Perlunnar Léttreyktur laxmeð granateplum og wasabi-sósuRjómalöguð humarsúpameð grilluðum humarhölumLambahryggurmeð lambaskanka og rósmarínsósuBanana- og súkkulaðifrauðmeð vanillusósu Verð: 6.490 kr. Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! 49,72% 36,3% 69,94% Fr ét ta bl að ið 24 st un di r M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en 24 stundir og 93% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. skv. könnun Capacent í febrúar - apríl 2008 Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 1. ágúst 2008 — 208. tölublað — 8. árgangur MARINÓ JÓHANNSSON Mælir með svalandi drykkjum í góðviðrinu • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS BJARTMAR GUÐLAUGSSON Meistarinn mættur á mölina Spilar gömlu slagarana á Organ annað kvöld FÓLK 38 Fjármagnstekjuskattur „Það er undarlegt hve stjórnvöld taka fálega í hugmyndir um hlut- deild sveitarfélaganna í þessum skatti,“ skrifar Grímur Atlason. UMRÆÐAN 21 Leikur í eist- neskri mynd Kári Viðarsson leiklist- arnemi fékk skemmti- legt sum- ar starf. FÓLK 38 Langa-Manga lokað Guðmundur Hjaltason lokar dyrunum eftir fimm ára farsælan rekstur. TÍMAMÓT 22 BJART NORÐAN OG VESTAN Í dag verða austan 3-10 m/s, stífastur syðst. Skýjað sunnan til og austan og sums staðar lítilsháttar væta í fyrstu, annars bjart veður. Hiti 12-23 stig, hlýjast til landsins vestan til. VEÐUR 4 17 19 14 1820 Hannes er sá besti Besti mark- vörður Lands- bankadeildar karla vill fá tækifæri með A-landsliðinu. ÍÞRÓTTIR 34 VEÐRIÐ Í DAG LANDBÚNAÐUR Þorbjörn Pétursson, bóndi á Ósi í Arnarfirði, hefur ákveðið að fella allt fé sitt í haust. Hann gefur þó ekkert upp um það hvort hann muni flytja en hann er síðasti ábúandinn í gamla Auðkúluhreppi. „Það er að sjálfsögðu ekki sársaukalaust að sjá á eftir þeim,“ segir Þorbjörn en hann er vanur að kalla þær kindur sem hann hefur hvað mest dálæti á „svarta gengið“ og fá þær betra atlæti en aðrar kindur og eru af þeim sökum afar gæfar. Í gamla Auðkúluhreppi eru bæði Hrafnseyri, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, og fossinn Dynjandi. - jse/ sjá síðu 14 Búskapur í Arnarfirði: Síðasti bóndinn fellir fé sitt ÞORBJÖRN PÉTURSSON Heilsubrestur er ástæða þess að Þorbjörn hefur ákveðið að fella fé sitt. MYND/JÓN SIGURÐUR MATUR Holugrillað lambalæri og skötuselsspjót eru meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins mæla með að fólk gæði sér á nú um verslunarmannahelgina. Reynar Davíð Ottósson, nemi og starfsmaður í versluninni Brim, segir holugrillað lambalæri tilvalið í útileguna enda þarfnast það lítils útbúnaðar. „Um helgina gróf ég til dæmis holuna með frisbídiski og töng og mokaði síðan upp úr henni með höndunum.“ Lærið er eldað í holunni í klukkutíma á hvorri hlið og fullyrðir Reynar að þannig verði það mjög gott og renni hreinlega af beinunum. - ve/sjá allt Matur í ferðalagið: Öðruvísi grill FERÐALÖG Yfir þrjú þúsund manns voru komin á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Friðbjörn Valtýsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að það stefni í mjög stóra þjóðhátíð. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að það verði jafnvel fleiri gestir en í fyrra,“ segir Friðbjörn. Talið er að gestir þjóðhátíðar hafi verið vel yfir tíu þúsund í fyrra. Undirbúningur fyrir hátíðina Eina með öllu á Akureyri geng- ur vel og í gær var fólk þegar farið að streyma í bæinn. „Mér líður eins og mömmum fyrir jólin. Þau koma bara klukkan sex. Allt er tilbúið,“ segir Mar- grét Blöndal, sem skipuleggur hátíðina. Sigurður Þ. Ragnarsson veð- urfræðingur segir veðurhorf- urnar fyrir landið með þeim bestu sem sést hafa fyrir versl- unarmannahelgi. „Þetta verður ekki beint sólbaðsveður en blíð- skaparveður engu að síður. „Það sem er óvanalegt í þessu er að ekki er nokkur staður þar sem veður verður mjög slæmt.“ - ges Blíðskaparveðri spáð um allt land um verslunarmannahelgina: Þrjú þúsund komin til Eyja VERSLUNARMANNAHELGIN UNDIRBÚIN Þessar blómarósir tjölduðu í blíðunni í Herjólfsdal í gær. Þær voru í hópi þrjú þúsund gesta sem þegar voru mættir á hátíðarsvæðið í gær. Reiknað er með fleiri gestum á þjóðhátíð en í fyrra þegar þó mættu um tíu þúsund manns. Veðurhorfur eru mjög góðar fyrir helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON UMHVERFISMÁL Þórunn Sveinbjarn- ardóttir umhverfisráðherra hefur ógilt ávkörðun Skipulagsstofnun- ar og úrskurðað að fram skuli fara heildstætt mat á umhverfisáhrif- um vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík og fram- kvæmda sem tengjast álverinu. Málið barst til ráðuneytisins vegna kæru Landverndar. Kristján Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðaustur- kjördæmi, er afar ósáttur við úrskurðinn. „Ég hef nú ekki getað kynnt mér þetta til hlítar, en eins og þetta blasir við gildir annað um fram- kvæmdina á Bakka heldur en gerði í Helguvík fyrir skemmstu, en þar úrskurðaði ráðherra á annan hátt. Maður spyr sig hvað er í verkefninu á Bakka sem veld- ur því,“ segir Kristján, sem óttast að álverið sé leiksoppur innanbúð- arátaka í Samfylkingunni. „Það er mjög alvarlegt að nýta ekki þær auðlindir sem landið býr yfir í því efnahagsástandi sem nú er uppi. Mín niðurstaða er sú að þeir sem ekki hafa skilning á þeirri stöðu eiga ekki að fá að ráða,“ segir Kristján, sem vonar að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á stjórnarsamstarfið. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir allar tafir á stóriðju og uppbyggingu atvinnutækifæra vera slæmar og undrast úrskurðinn. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir niður- stöðuna algjörlega óásættanlega fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Ég átta mig alls ekki á því með hvaða hætti ráðherra ætlar sér að stuðla að uppbyggingu atvinnu- og efnahagslífs öðruvísi en að nýta til þess auðlindir landsins, sem eru grundvöllurinn til að auka hag- vöxt í framtíðinni.“ Aðspurður hvort þetta hafi áhrif á stjórnar- samstarfið segir hann svo vera. „Þetta hefur að því leyti áhrif á stjórnarsamstarfið að þetta er algjörlega á skjön við stefnu Sjálf- stæðisflokksins í þessum málum.“ kolbeinn@frettabladid.is Sjálfstæðismenn eru ósáttir við úrskurð Umhverfisráðherra hefur úrskurðað að álver á Bakka fari í heildstætt umhverf- is mat. Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru ósáttir og ætla að taka málið upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.