Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 12
12 1. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR Laugavegur B er gs ta ða rs tr . Kl ap pa rs tíg ur Va tn ss tíg ur Fr ak ka st íg ur Laugavegur 1 1848 Laugavegur 5 1875 Laugavegur 4 1890 Laugavegur 11 1868 Laugavegur 19 1890 Laugavegur 23 1899 Laugavegur 35 1894 Laugavegur 48 1899 Laugavegur 2 1887 Laugavegur 6 1890 Laugavegur 10 1896 Laugavegur 12a 1891 Laugavegur 21 1884 Laugavegur 27 1884 Laugavegur 45 1897 Laugavegur 41 1894 SKIPULAGSMÁL Átján hús á Lauga- vegi eru frá nítjándu öld. „Elstu húsin eru á litlum spotta neðst á Laugaveginum og nokkur þeirra eru frá því um 1850,“ segir Guð- jón Friðriksson sagnfræðingur. „Þar getur nítjándu aldar götu- mynd átt við að hluta en að öðru leyti eru flest húsanna reist í kringum aldamótin 1900 og síðar.“ Guðjón segir blandaða götu- mynd frá ýmsum tíma einkenna Laugaveginn. „Það má segja að gatan hafi verið að byggjast upp á mjög löngum tíma þar sem finna má margar tegundir af húsum, bæði timbur- og stein- hús.“ Til að byrja með voru reist lítil einlyft timburhús sem síðan hafa verið hækkuð og stækkuð á alla enda og kanta að sögn Guðjóns. „Veglegri steinhús fóru kaup- menn að reisa upp úr árinu 1920.“ Hafist var handa við að leggja Laugaveginn inn að þvottalaug- unum í Laugardal árið 1885 og var það hugsað sem atvinnubóta- vinna vegna mikils atvinnuleys- is í Reykjavík. Áður hafði gatan náð upp að Vegamótastíg og þar má finna elstu húsin við götuna. „Vegurinn varð fljótt aðalleið bænda austan úr sveitum sem komu með vörur sínar í kaup- stað,“ segir Guðjón. „Það varð til þess að kaupmenn fóru að færa sig sífellt innar á Laugaveginn til þess að verða fyrstir til að versla við sveitafólkið.“ Blómatími Laugavegarins hófst í byrjun tuttugustu aldar- innar að sögn Guðjóns. „Þarna ægði saman handverksmönnum á borð við skósmiði og söðla- smiði auk þess sem gatan var sú langfjölmennasta í borginni.“ „Okkur ber að taka tillit til gamalla húsa sem metin eru sögulega eða byggingarlega verðmæt,“ segir Gylfi Guðjóns- son arkitekt. „Hins vegar er í mörgum tilfellum hægt að byggja mikið upp í kringum þessi hús þannig að framkvæmd- irnar séu fjárhagslega verj- andi.“ Gylfi hefur unnið að uppbygg- ingu reitsins í kringum Lauga- veg fjögur til sex og lagt upp með að gömlu húsin fái að njóta sín. „Við viljum að nýbygging- arnar verði hlutlaus bakgrunnur fyrir gömlu húsin og vonumst til þess að þannig spretti þau fram og verði aðalatriði götumyndar- innar.“ helgat@frettabladid.is Átján hús frá nítjándu öld Átján hús á Laugavegi eru reist á nítjándu öld. Elstu húsin standa neðst og þar er nítjándu aldar götumynd að hluta. Arkitekt segir að halda megi í götumyndina með því að byggja fyrir aftan eldri hús. UPP ÚR ALDAMÓTUM Fólk á tröppum Laugavegs 2 á milli áranna 1900 og 1920. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Besti bankinn á Ís landi! Varstu að fá endurgreitt frá skattinum? FRUMLEGT Fyrirsæta sýndi verðlauna- föt á tískusýningu í Peking í gær. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Deval Patrick, ríkisstjóri í Massachussetts, staðfesti í gær lög sem heimila samkynhneigðum, sem búsettir eru utan ríkisins, að ganga í hjónaband innan þess. Síðan 2004 hafa samkynhneigðir mátt ganga í hjónaband í Massa- chussetts, en þó aðeins ef þeir eru búsettir í ríkinu. Lögin sem ríkisstjórinn undirritaði ógilda 95 ára gömul lög sem bönnuðu fólki að ganga í hjónaband í Massa- chusetts ef hjónabandið væri brot á lögum í einhverju öðru ríki Bandaríkjanna. - gb Gifting samkynhneigðra: Búseta ekki lengur skilyrði Ölvaður í bílveltu Maður slapp lítið meiddur eftir að hann velti bíl sínum á Snæfellsvegi. Maðurinn var ölvaður við akstur. Bíllinn er ónýtur. LÖGREGLUFRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.