Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 18
18 1. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 SPOTTIÐ Erfitt hlýtur að vera vinstri sinnaður menntamaður eftir hrun vinnubúðasósíalismans í Rúss- landi og hnignun vöggustofusósíal- ismans í Svíþjóð (sem dregist hefur stórlega aftur úr Bandaríkjunum). Hinn sigursæli kapítalismi hefur ekki sömu þörf fyrir gáfnaljós af Aragötunni (þar sem prófessorar Háskólans bjuggu í niðurgreiddu húsnæði) og sósíalismi. Kapítalism- inn spyr ekki, hvaðan menn eru, heldur hvað þeir geta. Einn af Aragötunni, Stefán Snævarr heimspekingur, hefur eftir langa leit á Netinu fundið land, þar sem kapítalismi á að hafa mistekist. Það er Nýja-Sjáland, og heimild hans er grein í Financial Times 30. ágúst 2000 eftir hagfræðiprófessorinn John Kay. Hér í blaðinu endursegir Stefán hróðugur þessa grein 9. júlí síðastliðinn. Því miður er greining Kays hæpin og tölur hans úreltar. Einn starfsbróðir hans, prófessor Martin Wolf, skrifar ágæta grein í Financial Times 18. nóvember 2004, þar sem hann hrekur þá skoðun, að frjálshyggjutilraunin í Nýja- Sjálandi hafi mistekist. Hún var viðbragð við alvarlegri kreppu, sem ríkisafskiptasinnar allra flokka höfðu komið landinu í á löngum tíma. Tilraunin var í tveimur áföngum. Fyrst hafði Roger Douglas, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins 1984-1988, forystu um lækkun tolla, frjáls gjaldeyrisviðskipti, fljótandi gengi, óhefta fjármagnsflutninga, sölu ríkisfyrirtækja og niðurfell- ingu styrkja. Síðan hafði Ruth Richardson, fjármálaráðherra í ríkisstjórn hins íhaldssama Þjóðarflokks 1990-1993, forystu um, að einstakir launþegar fengu aftur samningsrétt, en verkalýðs- hreyfing landsins hafði sem víðar tekið þann rétt af þeim og samið fyrir hönd allra. Sett voru lög um ráðningarsamninga einstaklinga og sjálfstæði seðlabanka. Nýsjálendingar fóru þessa leið, þegar hin leiðin var fullreynd. Þeim Douglas og Richardson tókst með umbótum sínum að koma í veg fyrir fullkomnar ófarir. Hnignun landsins í samanburði við þróuð, vestræn ríki stöðvaðist. Lífskjör eru oftast mæld í vergri landsfram- leiðslu á mann, VLF. Wolf bendir á, að VLF í Nýja-Sjálandi var komin niður í 71% af meðaltalinu í þróuðum ríkjum 1992. En árið 2002 var hlutfallið aftur komið upp í 76%. Nýja-Sjáland er að hjarna við. (Kay, sem Stefán Snævarr styðst við, notaði annan og sjaldgæfari mælikvarða til að mæla lífskjör.) Eftir umbæturnar á vinnumarkaði minnkaði atvinnuleysi verulega, en framleiðni (framleiðsla á hverja vinnustund) jókst. Hagvöxtur var 3,6% að meðaltali árin 1992-2002, sem er vel yfir meðallagi OECD- ríkjanna. Hann hefur síðan verið á bilinu 2-3,6%. Ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins, sem komst til valda 1999, hefur ekki hreyft við neinum mikilvæg- um umbótum. Nú er raunar talið, að sú stjórn hrökklist brátt frá völdum. Frjálshyggjutilraunin á Nýja-Sjálandi mistókst ekki. En hún heppnaðist ekki eins vel og forsvarsmenn hennar höfðu vonað. Fjárfestingar urðu ekki eins miklar og búist var við. Ein sennileg skýring er, að stjórnvöld hafa ekki búið fyrirtækjum og fjármagnseig- endum jafnhagstætt skattaum- hverfi og hér og á Írlandi. Önnur skýring er, að ólíkt okkur og Írum hafa andfætlingar okkar ekki greiðan aðgang að stórum mörkuð- um. Auk hins beina kostnaðar kann það að hafa óbein áhrif á fram- kvæmdagleði, stuðla að útkjálka- hugsunarhætti. Þótt einstök ríki eins og Nýja- Sjáland séu forvitnileg til fróðleiks, verða sósíalismi og kapítalismi vitaskuld ekki dæmd af þeim, heldur af samanburði margra landa til langs tíma. Þar er niðurstaðan ótvíræð, eins og alþjóðleg vísitala atvinnufrelsis sýnir. Af andfætlingum HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Frjálshyggja Hvílík hagsýni! DV birti í gær frétt sem sýndi að mat- arboð fyrir Mörthu Stewart og fleiri á Bessastöðum kostaði 154 þúsund krónur. Öllu merkilegra var að matarkaup fyrir Mörthu og föruneyti í forsetabústaðnum í heila fimm daga kostuðu aðeins 54 þúsund krónur. Enn og aftur hefur Martha sýnt hve hagsýn hún er. Það gæti reynst ýmsum þrautin þyngri að fæða heilt föruneyti, kvikmyndagerðarmann, unnusta og tvo aðstoðarmenn, í henni Reykjavík á innan við 11 þúsund krónur á dag! Geri aðrir betur. Kannski næsta bók Mörthu heiti: How to survive in Iceland on minim- al wages. Hroki og hleypidómar Nú ber svo við um þessar mundir að stjórnmálamaður hefur sakað frétta- mann um að sýna sér hroka. Aðrir hafa sagt stjórnmálamann- inn sjálfan hafa sýnt af sér hroka. Kannski má segja að skrattinn hafi hitt ömmu sína þegar frétta- maður og stjórnmála- maður deila um hvor sýni meiri hroka, enda síst skortur á honum hjá þessum stéttum. Kannski við fáum einhvern leikara til að skera úr um málið? Óvæntir útúrsnúningar Guðna Ágústssyni mislíkaði meðferð- in sem hann fékk hjá Sverri Storm- sker í útvarpsþætti hins síðarnefnda. Raunar svo, að Brúnastaðabóndinn fékk nóg og gekk út. Guðni hefur sagt eftir á að það sem olli útgöngu hans hafi meðal annars verið útúrsnúningar útvarps- mannsins. Færa mætti fyrir því ákveðin rök að ætli menn í viðtal við Stormsker megi menn búast við útúrsnúningi. Hann hefur, jú, gefið út heilu bækurnar sem byggja á útúrsnúningi og afbökun. kolbeinn@frettabladid.isH ugmynd Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um að fækka lögregluembættum á landinu er góð. Það var mikið framfararskref fyrir löggæslu á lands- byggðinni þegar embættunum var fækkað úr 26 í 15 í ársbyrjun 2007. Á sama tíma voru stofnaðar sjö sérstakar rannsóknardeildir um allt land, en rannsóknir og sér- hæfing innan lögregluliðsins höfðu um árabil liðið fyrir fjölda og smæð embættanna. Stofnun rannsóknardeildanna sjö sýndi hvert hugur löggæslu- yfir valda stefndi. Enn frekari fækkun embætta er rökrétt fram- hald af góðri reynslu af starfsemi þeirra. Einn af mörgum kostum við færri og stærri embætti er að þeim á að fylgja fækkun yfirmanna og fjölgun almennra lög- reglumanna. Án þess að á nokkurn hátt sé gert lítið úr störfum þeirra lögreglumanna sem sinna skyldum sínum við skrifborðið, leikur lítill vafi á því að grunnvinna löggæslunnar er unnin á götum og vegum úti. Fækkun embætta átti að efla þann þátt enda var tekið fram við breytingar á umdæmunum 2007 að engum lögreglustöðvum yrði lokað og markmiðið væri að auka löggæsluna. Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin á höfuðborgarsvæðinu. Gamlar og grónar lögreglustöðvar í Kópavogi og Hafnarfirði eru nú til dæmis lokaðar á kvöldin og um helgar. Eins og gefur að skilja þykir bæjarbúum það ekki skref fram á við. Lögreglu- menn sjást þar mun sjaldnar á ferð og þykja hafa fjarlægst íbúa. Þjónustunni hefur sem sagt hrakað, þvert á yfirlýst markmið löggæsluyfirvalda. Markmið þessi má lesa um í Löggæsluáætlun 2007-2011, sem dómsmálaráðuneytið gaf út í fyrravor. Þar er efling nærþjón- ustu lögreglunnar ofarlega á blaði eins og sjá má á þessum kaflaheitum: „Efling sýnilegrar löggæslu – aukin öryggistilfinn- ing fólks“, „Hverfislöggæsla, þjónusta og öryggi“ og „Þjónusta og samstarf“. Í síðastnefnda kaflanum má segja að stefnan sé fönguð í hnot- skurn með þessum orðum: „Lögreglan verður að geta brugðist við breytilegum þörfum samfélagsins og einstaklinga. Krafa almennings hin síðari ár hefur verið að lögreglan sé sýnilegri en áður og að svokölluð hverfa- og grenndarlöggæsla verði efld.“ Það er örugglega ekki til marks um góðan árangur lögregl- unnar við að uppfylla þessi markmið þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru á höfuðborgarsvæðinu telur sig nauðbeygt til að bjóða út hverfagæslu til einkafyrirtækja í forvarnaskyni gegn innbrotum og skemmdarverkum. Dómsmálaráðherra hefur fagnað aðkomu einkafyrirtækjanna. Hann þarf að svara hvort fallið hafi verið frá fjórtán mánaða göml- um markmiðum Löggæsluáætlunar 2007-2011. Ef sú er raunin er ekki hægt að draga af því aðra ályktun en að ákveðið hafi verið að einkavæða verkefni sem áður voru á könnu lögreglunnar. Það er ekki til of mikils mælst að undanfari slíkrar stefnubreyt- ingar sé opinská umræða. Núverandi aðferð, að sveitarfélögin neyðist til þess að taka að sér störf sem lögreglan getur ekki sinnt vegna fjárskorts, er ekki boðleg. Raunveruleikinn annar en fögur fyrirheit: Einkavædd lögregluverkefni JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.