Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 20
20 1. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Guðni Ágústsson skrifar um ríkis- stjórnina Aðgerðaleysi ríkisstjórnar Íslands er farið að vekja athygli langt út fyrir landsteinana og ekki bætir úr skák að þær aðgerðir sem þó hefur verið ráðist í virðast settar fram með þeim hætti að undrun vekur. Alþjóðlegi fjárfestingarbankinn Merrill Lynch gaf nýverið út skýrslu þar sem fjallað er um efnahagsástandið á Íslandi. Skýrsl- an er áfellisdómur yfir aðgerðum, eða réttara sagt aðgerðaleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Er það mjög í takt við gagnrýni okkar framsóknarmanna sem illa hefur verið tekið af hálfu stjórnarliða. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er alla jafnan mjög viðkvæm og tortryggin þegar stjórnarandstaðan bendir á það sem betur má fara í efnahagsmálum. Vanstillingin virðist raunar beinast að flestum þeim sem voga sér að benda á aðgerðaleysið eða hafa aðra skoðun. Erfiðara reynist með hverjum deginum fyrir ríkisstjórnina að segja að gagnrýni stjórnarand- stöðunnar sé pólitískt karp þegar sömu sjónarmið endurspeglast í skýrslu þessa virta erlenda fjármálafyrirtækis. Í kjölfarið á útgáfu skýrslunnar hafa sérfræð- ingar Merrill Lynch átalið íslensku ríkisstjórnina og rökstutt það að aðgerðaleysið bitni á íslensku fjármálalífi, ekki síst í formi síhækkandi skulda- tryggingarálags íslensku bankanna. Þetta er graf- alvarlegt mál. Grípa þarf strax til aðgerða Það er óhætt að fullyrða að allir eru til í að leggjast á eitt til að unnt sé að ná jafnvægi í efnahagslífinu að nýju og forða fjöldagjaldþrotum og atvinnuleysi. Mestu hagstjórnarmistökin voru að taka ekki erlenda lánið og þrýsta ekki á vaxtalækkanir Seðlabankans, en þannig hafa önnur ríki brugðist við í efnahags- lægðinni fyrir almenning og fyrirtæki. En ekki á Íslandi! Réttast væri að boða til kosninga nú og færa nýjum aðilum ábyrgð og áhrif til aðgerða, en ekki er líklegt að hin sjálfumglaða ríkisstjórn bregðist við með þeim hætti. Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, og Ari Skúlason, hagfræðingur sem áður var hjá Alþýðusambandinu, hafa nú bæst í hóp þeirra sem gagnrýna aðgerðaleysi ríkisstjórn- arinnar í viðtali í Markaðnum. Þeir segja að forysta um nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmál- um í átt að nýrri þjóðarsátt verði að koma frá stjórnmálamönnunum, eða ríkisstjórninni eins og við framsóknarmenn höfum talað um. Nú um stundir sitji einn sterkasti stjórnarmeirihluti í manna minnum og ætti því að vera hægt að sammælast um stefnuna. En svo virðist ekki vera því þó meirihlutinn sé mannmargur þá er hann úrræðalaus og það greina landsmenn vel og trúin á ríkisstjórnina er á fallandi fæti. Verjum lífskjör almennings Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir að létta byrðar þeirra sem efnaðri eru. Hinir auðugu starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins og hafa alltaf gert. Nú væri brýnast að létta byrðar þeirra sem efnahagserfiðleikarnir munu leika verst. Það er óforsvaranlegt að láta meðaltekjufólkið og láglaunafólkið eitt taka á sig kreppuna. Fólkið spyr hvar Samfylkingin sé stödd í dag. Er hún horfin? Hún leggur ekkert til við erfiðar aðstæður og erfiðar horfur í efnahagsmálum. Er Samfylkingin einungis til í spariklæðnaði? Hún gerir ekkert og gengur sama veg og Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn, og lætur það einfald- lega ráðast hvernig fólki muni reiða af. Ísland þarf á öðruvísi ríkisstjórn að halda við núverandi aðstæður, ríkisstjórn sem hefur áhuga á að verja lífskjör almennings í landinu, reisa nýja þjóðarsátt og búa okkur sanngjarnt, farsælt og hagsælt þjóðfélag sköpunar og framkvæmda- gleði á ný. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Dáðalaus ríkisstjórn GUÐNI ÁGÚSTSSON Nú væri brýnast að létta byrðar þeirra sem efnahagserfiðleikarnir munu leika verst. Það er óforsvaranlegt að láta meðaltekjufólkið og láglaunafólkið eitt taka á sig kreppuna. UMRÆÐAN Lára Hanna Einars- dóttir skrifar um um- hverfismál Frasi virkjana- og álverssinna um að virkjað sé „í sátt við nátt- úruna“ er kaldhæðnis- legur. Þeim finnst í lagi að stúta náttúrunni og virkja allan jarðhita og öll fallvötn – því það er „í sátt við náttúruna“. Náttúran er semsagt sátt við að láta leggja sig í rúst. Jæja, já. Ég vissi lítið um virkjanamál í neðri hluta Þjórsár. Hef haft nóg með að kynna mér og skrifa um virkjanir á Hellisheiði og Hengils- svæðinu og fyrirhugaða olíu- hreinsistöð á Vestfjörðum. En mér var boðið í kynnisferð austur og ég hef verið í hálfgerðu sjokki síðan. Ekki vitað hvernig ég ætti að nálgast málið, svo skelfilegt er það. Svo las ég viðtal í Morgunblað- inu við Björn Sigurbjörnsson garð- yrkjubónda. Í viðtalinu segir Björn m.a. frá því þegar faðir hans, sem stundaði garðyrkju í Fossvogi, var hrakinn frá lífs- starfi sínu af yfirvöldum í Reykja- vík, 65 ára að aldri. Það var árið 1966 og nú átti að byggja. Jarðýtur óðu yfir æskuheimili Björns. Svipað er að gerast við Þjórsá. Þar er valtað yfir bændur og aðra landeigendur, þeir þvingaðir til að samþykkja að landi þeirra verði drekkt og smánarlegar bætur greiddar af Landsvirkjun, sem hefur lögfræðingaher til að neyða fólk til samninga. Einhverjir bændanna þurfa að hætta búskap á meðan framkvæmdir standa yfir en mega koma aftur seinna. Sem sagt – hypjaðu þig af heimilinu og frá lífsviðurværinu, svo kemurðu þegar við erum búnir að athafna okkur. Hvað á að gera við fé og kýr? Getur bóndi, jafnvel á efri árum, bara farið og tekið upp þráðinn seinna? Hve mikið af landi hans verður þá komið undir vatn? Hljómar undarlega. Hér er ekki verið að tala um virkjanir og uppistöðulón í óbyggð- um eins og Kárahnjúka, heldur í fallegri og blómlegri byggð. Þjórsá er lengsta fljót Íslands, um 230 km. Það er lengri vegalengd en frá Reykjavík til Víkur í Mýr- dal (186 km) og styttri en frá Reykjavík til Blönduóss (244 km). Nokkrar virkjanir eru í efri hluta Þjórsár, næst hálendinu, en nú á að virkja í byggð. Áhrifin ná suður fyrir þjóðveg nr. 1 þar sem Urriða- foss drynur skammt sunnan við nýju Þjórsárbrúna. Hann hverfur. Okkur var boðið í mat á lífræna búinu í Skaftholti. Hjónin Guð- finnur og Atie voru höfðingjar heim að sækja. Eftir matinn komu heimamenn til skrafs og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, (skóflustunguráðherrann, munið þið?) kom og ræddi stuttlega við fólk. Björgvin kvaðst mótfallinn virkjunum í neðri hluta Þjórsár – en tók þó skóflustungu að álverinu í Helguvík sem mögulega gleypir orkuna sem framleidd verður í þeim virkjunum. Skrýtið. Margt kom fram á fundi með heimamönnum og þeir voru mjög ósáttir við framgang Landsvirkj- unar. Hver vill sjá heima- högunum og lifibrauðinu drekkt með uppistöðu- lóni? Landsvirkjun hefur auk þess komið þannig fram við fólk að það treystir hvorki fyrirtæk- inu né lögfræðingaher þess. Nú þegar hafa þeir gengið á bak orða sinna – af því eitthvað hentar þeim betur en það sem áður var lofað. Dæmi er fyrirhugað Hagalón. Upphaflega átti það að vera 114 metra yfir sjávarmáli en Lands- virkjun breytti því í 116 því það hentaði þeim betur. Það munar um tvo metra. Gerir fólk sér grein fyrir hvað 116 metrar eru gríðar- leg hæð? Snúum því yfir á borgar- mál. Flestir íbúar höfuðborgar- svæðis kannast við glerturninn við Smáratorg. Hann er 78 metrar. Hallgrímskirkjuturn er 72 metrar. Ef gert er ráð fyrir 3 metrum á hæð jafnast 116 metrar á við 38 hæða íbúðarhús. Það er ekkert smáræði. Á svæðinu sem drekkt verður fyrir Hagalón eru fagrar, grónar eyjar í ánni þar sem búfé hefur aldrei verið beitt svo gróður hefur fengið að vaxa óáreittur. Aðeins smábrot af stærstu eyjunni mun standa upp úr lóninu eins og lítið sker því lónsdýptin verður 10-12 metrar (4 hæða hús). Ég þekki aðeins brot af þessu flókna máli, en nóg til að leggja mitt af mörkum. Ég er bara eitt atkvæði, eitt bréf, ein athuga- semd – en við höfum séð hverju samtakamátturinn áorkar. Íbúar við Þjórsá þurfa hjálp og stuðn- ing. Í auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps segir: „Þeir sem ekki gera athugasemd- ir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni“. Ég vil ekki teljast samþykk og skora á alla sem vilja það ekki heldur að senda athugasemd. Það tekur brot af lífi ykkar, kostar ferð á póstaf- greiðslu og eitt frímerki. Sendið póst á lara@centrum.is ef þið þurfið aðstoð. Tillagan sem mótmælt er heim- ilar virkjun og það rask sem henni fylgir. Á vef Flóahrepps (www. floahreppur.is) getur fólk kynnt sér hana nánar. Á Þjórsárvefnum (www.thjorsa.com) má lesa um málið og framgöngu þess og þar er uppkast af athugasemd. Skrif- legar athugasemdir skulu póst- lagðar til Flóahrepps, Þingborg, 801 Selfoss – eigi síðar en 1. ágúst 2008 – Í DAG! Ég byrjaði á að tala um frasann „að virkja í sátt við náttúruna“. Ég hef aldrei heyrt talað um „að virkja í sátt við fólkið í landinu“. Er ekki tímabært að taka tillit til fólksins í landinu og ná sáttum við það? Er ekki tímabært að spyrja til hvers á að virkja og fyrir hvern áður en einstök nátt- úra Íslands er lögð í rúst? Höfundur er þýðandi og leiðsögumaður. Í sátt við náttúruna? LÁRA HANNA EINARSDÓTTIR Óperuhús á Kársnesi Helgi Helgason, formaður Frjáls- lynda flokksins í Kópavogi, skrifa: Óperuhús á Kársnesi? Nei, það gengur aldrei, sagði bæjarstjóri Kópavogs á auka bæjarstjórnarfundi þ. 15. júlí. Á fundinum var meirihlut- inn að liðka sig í valdníðslunni sem hann stundar gegn íbúum vestur- bæjar Kópavogs. Þar var enn einu sinni keyrt í gegn skipulag í and- stöðu við íbúana. Hugmyndir íbúa um skipulag svæðisins hafa m.a. verið þær að frekar vildu þeir sjá óperuhús á svæðinu en frekari þétt- ingu byggðar með blokkarbygging- um og tilheyrandi aukinni umferð. Og hver skyldu nú rök bæjarstjórans hafa verið fyrir því að ekki væri hægt að staðsetja óperuhús á Kársnesinu? Jú, það var vegna þess að umferðar þunginn yrði svo mikill. Bæjarstjór- inn spurði, hneykslaður, hvort fólk gerði sér ekki grein fyrir hversu mikil umferð fylgdi svoleiðis húsi? Þetta var ákaflega merkileg yfirlýsing. Þá hlýtur maður að spyrja sig að því hvort það fylgi því eitthvað minni umferð að reisa húsið þar sem áætlað er, í Hamraborginni. Auðvitað ekki! Hvers eiga íbúarnir þar að gjalda? Umferðin um Hamraborgina er þegar töluverð. Ekki verður séð að neitt svigrúm sé til þess að breikka götur í kring. Hvað er þá til ráða? Jú, lausnin hjá Sjálfstæðisflokknum er að byggja bílastæðahús, eins og það minnki umferð. Ég læðist ekkert með veggjum með þá skoðun mína að ég er andvígur hugmyndum um óperuhús á græna svæðinu milli Sal- arins og Gerðarsafns. Ég hef líka þá skoðun að nóg sé komið af þéttingu gamalgróinna svæða í Kópavogi s.s. á Kársnesinu. Vi› höfum verkfærin Smi›juvegi 66 • 200 Kópavogi • Sími 580 5800 istaekni.is • istaekni@istaekni.is KEMPPI SUÐUVÉLAR Algerlega ómissandi í stór og lítil verk FastMig KMS400 Öflugar 300–500 amp Mig / pinnasuðuvélar í minni og stærri suðuverk KempactMig 2530 Lítil og létt, en sterk og örugg 250 amp Migsuðuvél
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.