Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 36
útlit smáatriðin skipta öllu máli BRASILÍSK SÓLARVÖRN Þótt mörgum finnist yfirvofandi verslunarmannahelgi marka upphafið að endalokum sumarsins er ekki tíma- bært að pakka sólarvörninni innst í baðskápinn. Sólin hefur ekki yfirgefið okkur alfarið ennþá, margir hyggja enn á utanlandsferðir og þar fyrir utan ættu allir að nota sólarvörn árið um kring – í það minnsta velja sér húðkrem með innifalinni vörn. Þeir sem enn eiga eftir að sleikja sólina á fram- andi slóðum, eða treysta á að önnur hitabylgja blessi okkur með nærveru sinni, geta prófað sól- arvörnina frá L‘Occitane. Línan kallast L‘Occ- itane do Brasil, því fyrirtækið leitaði í náttúruleg- ar afurðir frá Brasilíu til að búa til sólarvörn sem er bæði mild og góð. Auk varnarinnar sjálfrar er boðið upp á þessa olíu, sem verndar hárið fyrir geislum sólarinnar og er einnig rakagefandi fyrir húðina þegar sólböðum er lokið. BOSS TIL BJARGAR KARLMÖNNUM Boss Skin sendir nú frá sér nýjar húðvörur fyrir karlmenn, til að koma til móts við aukna eftirspurn eftir vörum sem vinna gegn húðgljáa. Andlitssápan Shine Control Face Wash hreinsar andlitið og undirbýr það fyrir fitulausa rakagelið Shine Control Moisture Gel, sem smýgur hratt inn í húðina og hjálpar til við að stýra rakastiginu á yfirborði hennar. Þannig stuðla báðar vörurnar að því að húðin glansi síður, en rannsóknir sýna að karlmenn hafa áhyggjur af feitri húð. Á sama tíma kynnir Boss nýja ilminn Boss Pure, sem sækir innblástur sinn í hreint og óstöðvandi afl vatnsins. Boss Pure leggur áherslu á ferskleika og er bæði fíngerður og fágaður. Í topptónunum er meðal annars fíkjusafi, sem ásamt sítrus- ávöxtum skap- ar ferskleikann. Hjartatónarnir eru sóttir í liljur og hýasintur, en grunnurinn er hreinn viðar- tónn. Föstudagur fór á stúfana til að forvitnast um hvað verður heitast í haustförðuninni. Ferðinni var heitið í þrjár glæsilegar snyrtivöruverslan- ir þar sem við fengum forskot á sæluna og frædd- umst um nýjustu förðunarvörurnar. Svandís Unnur Sigurðardóttir, starfsmaður í MAC „Það verður mikið af bronslituðum og gylltum augum, bæði „smoky“ og ekki, en kisuaugun verða enn þá sterk inni. Varirnar verða rauðar eins og í fyrra, bara aðeins dekkri. Það verða ekki bara skærrauðir. heldur alls konar tónar, svo sem dökk- og rauðbrúnir, svo allir ættu að geta fundið rauðan lit við hæfi,“ útskýrir Svandís. „Það verður mikið af steinefnafarða, bæði í meiki, kinnalitum og augnskuggum. Húðin á að vera nátt- úruleg, ekki mjög mött, en þó ekki eins glansandi og í sumar,“ bætir hún við. „Ég er mjög hrifin af mineralize skinfinish-púðri sem er tvískipt og er væntanlegt í verslunina hjá okkur í næstu viku. Annar liturinn er náttúrulegur, frekar mattur en ljómar og svo er hinn helmingurinn í sama lit en með smá sanseringu. Með púðrinu næst þessi eðli- lega áferð vel og svo getur maður lagt áherslu á þá staði sem maður vill með sanseraða helmingnum,“ segir Svandís að lokum, en fleiri haustvörur eru væntanleg- ar í verslanir MAC á næstu þremur mánuðum. Elísabet Kristín Oddsdóttir verslunarstjóri, Make Up Store í Kringlunni „Það er að koma mikil dramatík og drungi með haust- inu. Mjög dökkir og mattir litir, út í fjólu- og plómulitað. Á móti er mikið af augnskuggum í duftformi sem gefa glans á móti þessu matta,“ segir Elísabet. „Það verður mikið um mjög dökk naglalökk, eins og svört og dökkfjólublá. Varirnar verða dökkar á móti dökkum augum og við verðum til dæmis með svartan varalit sem er gegnsær svo það er hægt að blanda honum við aðra liti, svo sem rauðan, bleikan eða fjólu- bláan. Þetta verður mjög drungalegt miðað við lita- dýrðina sem hefur verið í gangi í sumar, en það er hægt að ná fram flottum glæsileika með þessum vörum,“ út- skýrir Elísabet. „Það sem mér finnst voðalega fallegt núna er svartur glimmer eyeliner sem heitir Holiday Glam og kemur rosalega vel út og svarta naglalakkið Johanna er mjög flott, en það er með silfurglimmeri í,“ segir Elísa- bet að lokum. Helga Emilsdóttir, förðunarfræð- ingur hjá Bobbi Brown „Nýja lúkkið sem er að koma í haust heitir Mauve og þar verður mikið um fjólu- bláan lit sem er mitt á milli þess að vera brúnn og fjólublár. Það verður mikið um smokey augu í haust og vetur og við erum að taka konur í förðunarstólinn til okkar í Bobbi Brown og kenna þeim að verða sínir eigin förðunarfræðingar og læra til dæmis að gera smokey augu á fimm mínútum,“ segir Helga. „Í línu sem kallast Get personal verðum við með pall- ettur sem konur geta hannað sjálfar með því að velja sér mismunandi litaða augnskugga eftir því sem hent- ar þeim. Svo er alltaf hægt að skipta augnskuggunum út því þeim er bara smellt í og úr pallettuna,“ bætir hún við. „Þessa stundina er í uppáhaldi hjá mér palletta sem inniheldur þrjá augnskugga, einn kinnalit og þrjá vara- gljáa. Ég nota hana mjög mikið enda þægileg í notkun,“ segir Helga að lokum. Heitast í haustförðuninni Dökkt og dramatískt Svandís Unnur Sigurðardóttur í MAC segir að rauðar varir í ýmsum tónum verði meðal ann- ars mjög áberandi í haust. Elísabet Kristín Oddsdóttir, verslunarstjóri Make Up Store í Kringlunni, segir mikla dramatík og drunga fylgja haustförð- uninni. Helga Emilsdóttir, förðunarfræðingur hjá Bobbi Brown, segir fjólubláan lit með brúnum tóni vera áberandi í nýjustu haust- vörunum. SPEGILL, SPEGILL Nýju Ombre Stretch-augnskuggarn- ir frá Bourjois koma í mörgum flottum litum og skemmtilega óhefðbundn- um umbúðum með einkar handhægum spegli. TE OG LÓTUS Green Tea-ilmirnir frá Elizabeth Arden hafa verið afar vinsælir og nýjasta viðbótin, Green Tea Lotus, á eflaust eftir að slá í gegn líka. Ferskur og heillandi ilmur af grænu tei og vatnaliljum. NAIL ENVY NAGLAHERÐIR 12 • FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.