Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 1. ágúst 2008 31 Meistari Bjartmar er kom- inn í bæinn en hann býr á Eiðum fyrir austan. Hann verður með tónleika á Org- an á laugardaginn og ætlar þá að gefa breiða mynd af sjálfum sér og þjóðinni. Segir rétt um verslunar- mannahelgi að syngja: „Hey!“ og „Ólé!“ Bjart- marsklúbburinn fagnar. „Já, ég er í bænum. Er að fara að spila á Organ á laugardaginn. Það er alveg hægt að góla inni þó það sé verslunarmannahelgi,“ segir Bjartmar Guðlaugsson, tónlistar- maður með meiru. Eins og jafnan liggur straumur- inn út á land um verslunarmanna- helgi en þá mætir sveitalubbinn Bjartmar á mölina. Og ætlar að gefa gestum tónlistarbúllunnar Organ breiða mynd af þjóðinni og sjálfum sér. „Mjög breiða. Ég ætla ekkert að velta mér upp úr nýju efni þessa helgina. Heldur 15 ára á föstu, Vottorðið ... og allt þetta. Við verðum að heyra smá svona Hey! Olé! um verslunarmanna- helgi,“ segir Bjartmar hress að vanda. Aðdáendaklúbbur Bjartmars hefur nokkurn viðbúnað vegna komu hans. Því miður verður tals- maður klúbbsins, rapparinn Erpur, vant við látinn og grætur það en Rottweilerhundar eru að spila í Bjarkarlundi þessa helg- ina. „Það er hátíð í hvert skipti sem Bjartmar kemur á mölina. Og aðdáendaklúbburinn sendir að sjálfsögðu verðuga fulltrúa. Og það verða ekki einhverjir lágt settir,“ segir Erpur. Bjartmar er ánægður með klúbbinn og er þegar búinn að hitta meðlimi hans: „Þetta er allt að virka. Það er alveg undirbún- ingur. Allt í fínum málum.“ Bjart- mar verður í trúbadorsstellingum en fær gesti til sín á sviðið og þá verður gefið í. Bjartmar bendir einnig á það að hann verði ekki einn á Organ heldur verði þetta heljarinnar mikil veisla sem stendur alla helgina. Og vill síður, hlédrægur sem hann er, vera í öndvegi þegar fjallað er um hátíð- ina. Þá vill hann aðspurður lítt tjá sig um þau vígi sem hafa verið að falla þegar auglýsingamennska og list er annars vegar. Valur Gunnarsson rithöfundur hefur gagnrýnt Megas og Bubba harð- lega fyrir að falbjóða tónlist sína á markaðstorginu. En á það hefur verið bent að hann einn standi á því fastar en fótunum að selja ekki verk sín í auglýsingar. „Ég nenni ekkert að vera síðasti móhíkaninn í einhverjum leik. Og ætla síður en svo að vera að rit- skoða aðra með þetta. Menn hafa fullan umráðarétt yfir sínum höf- undarverkum. Ég veit bara hvað ég vil ekki og þetta er eitt af því. Þetta veitir gleði í ákveðinn tíma. Í partýinu. En kallar, held ég, yfir mann samviskubit þegar fram líða stundir. En í guðanna bænum ... ég ætla ekki að dæma aðra og vil ekki tjá mig frekar um þessi mál,“ segir Bjartmar. jakob@frettabladid.is Bjartmar mættur á mölina FRIÐARDÚFAN BJARTMAR Vill ekki láta draga sig inn í umræður um lög í auglýsing- um – og neitar að fordæma kollega sína Bubba og Megas í þeim efnum. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB Katie Holmes virðist vera orðin þreytt á að deila heimili sínu með tengdafjölskyldu sinni og vill nú fá smá frið og næði. Hjónin hafa hingað til haldið heimili með móður Toms Cruise og systrum hans og börnum þeirra. „Þetta er eins og að mæta á ættarmót hvern einasta dag. Það er löngu orðið tímabært fyrir Katie og Tom að búa bara tvö,“ sagði vinur leikkonunnar um ástandið. Tom og Katie festu kaup á nýrri glæsi- villu fyrir stuttu og á Katie að hafa sagt við Tom að hún vilji ekki að tengdafjölskyldan flytji inn með þeim. „Tom er mjög náinn móður sinni og systrum og hafa þær ávallt verið velkomnar á heimili hans. Tom er þó orðinn sammála Katie um að hlutirnir ganga ekki svona lengur og hefur fullvissað hana um að tengdafjöl- skyldan muni ekki flytja með þeim í nýja húsið,“ sagði fjöl- skylduvinur. Mamma Cruise og systurnar munu í staðinn flytja í íbúðarhverfi í eigu vísindakirkj- unnar, en allir fjölskyldumeðlim- irnir aðhyllast þá trú. Katie komin með nóg af tengdó KATIE SEGIR STOPP Móðir Toms Cruise og systur hans fá ekki að flytja með hjónunum á nýja heimilið. Þær fá íbúð á vegum vísindakirkjunnar í staðinn. NORDICPHOTOS/GETTY BRITNEY SPEARS Komin með nýjan mann upp á arminn. Söngkonan Britney Spears virðist hafa fundið ástina á ný og er sá heppni einn af lífvörðum hennar. Hinn ísraelski Lee hefur unnið sem lífvörður söngkonunnar um nokkurt skeið og var haft eftir vini Britney að söngkonan hefði strax laðast að Lee. „Hann er einmitt hennar týpa, hún er mjög hrifin af karlmönnum sem fara í ræktina og hann er í mjög góðu formi eftir að hafa verið í ísraelska hernum. Hann er líka með nokkur húðflúr, sem Britney finnst æðislegt. Þau hafa eytt miklum tíma saman og eitt leiddi að öðru og nú eru þau orðin par,“ sagði vinur söngkonunnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Britney á í ástarsambandi við starfsmann, fyrrverandi eiginmaður hennar, Kevin Federline, var áður dansari í myndböndum hennar og einnig átti hún í stuttu sambandi við umboðsmann sinn fyrr á árinu. Ástfangin af lífverðinum Leikkonan geðþekka Sarah Jessica Parker og eiginmaður hennar, Matthew Broderick, sáust í gær í fyrsta sinn saman opinberlega eftir að sögusagnir um meint framhjáhald Broder- icks fóru á kreik. Þau brostu til ljósmyndaranna sem umkringdu þau og hélt Matthew utan um konu sína. Matthew var sagður hafa átt í þriggja mánaða löngu ástarsambandi við unga konu á meðan Sarah Jessica var í Los Angeles við tökur á kvikmyndinni Sex and the City. Í kjölfar þess fór af stað sá orðrómur að sambandið hefði staðið á brauð- fótum um árabil og að þau væru aðeins saman vegna sonarins, hins fimm ára James. Sarah og Matthew enn saman ENN SAMAN Matthew Broderick og Sarah Jessica Parker sáust í fyrsta sinn saman í gær eftir ásakanir um framhjá- hald hans. NORDICPHOTOS/GETTY Jessica Simpson segist hafa verið beitt ofbeldi í nýlegu viðtali við tískuritið Elle. Söngkonan sagði þá að öll lög á komandi kántríplötu hennar, Do You Know, væru byggð á lífsreynslu hennar. Í textanum við eitt laganna, Rembember That, skrifar Simpson um ofbeldi. Textinn útleggst eitt- hvað á þessa leið á íslensku: „Það skiptir ekki máli hvern- ig hann meiðir þig, með höndum eða orðum, þú átt það ekki skilið, það er ekki þess virði, taktu hjartað þitt og forðaðu þér.“ Spurð um textann svar- aði Simpson: „Ég vil ekki ræða það, en ég hef svo sannarlega upplifað þannig ofbeldi að ég myndi segja fólki að taka hjartað sitt og flýja.“ Simpson hefur áður sagt frá því að hún hafi verið lögð í einelti í barnaskóla. „Þegar ég gekk eftir göngunum heyrði ég fólk tala um mig. Sumir hentu klósettpappír í húsið mitt eða hentu eggjum í útidyrahurðina. Þau skrifuðu líka hluti á gangstéttina með tússpennum sem ekki nást af. Þeim var virkilega í nöp við mig,“ hefur Jess- ica sagt um lífsreynsluna. Jessica beitt ofbeldi EINELTI OG OFBELDI Jessica Simpson segist hafa verið beitt ofbeldi í viðtali við banda- ríska Elle, en hún var einnig lögð í einelti á yngri árum. Lögmál 4: Bikarinn er fullur og froðutoppurinn rís upp yfir brúnina. Þá er froðusveðjan tekin. Henni er beint frá líkamanum og strokið lárétt með 45 gráðu halla, hársbreidd yfir brúninni. Stærstu loftbólurnar hafa leitað efst í froðuna og mistakist þetta skref munu þær springa þeim afleiðingum að froðan fellur hratt. Án froðunnar er ölið varnar- laust og verður flatt á skammri stundu. Lögmál 5: Að lokum verður að tryggja að froðu- toppurinn sé af nákvæmlega réttri þykkt. Fullkomnunin felst í smáatriðunum: Í 33 cl bikar skal froðan vera nákvæmlega 3 cm. Hvorki meira né minna. Þetta samsvarar samanlagðri breidd vísifingurs og löngutangar þess sem njóta skal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.