Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGAR- 2. ágúst 2008 — 209. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG DAGUR NÆSTUM NYIR BILAR www.heklanotadirbilar.is RÚV ÞJÓÐAREIGN Í ÞÍNA ÞÁGU Hvítlaukssmjör me› steinselju Byrjað með stæl Ester Stefánsdóttir, nýkjörinn formaður Norræna félagsins á Akureyri, hefur starfið með norrænum handverksdögum. 18 DRAUMUR- INN AÐ VERU- LEIKA Pálma Rafni líkar lífið hjá norska liðinu Stabæk. ÍÞRÓTTIR 24 FÓLK Rithöfundurinn og leikskáld- ið Jón Atli Jónasson vinnur nú að leikriti sem byggir á ævi Bubba Morthens. Um er að ræða einleik sem byggður er á bók sem Jón Atli skrifaði um Bubba og í samvinnu við hann fyrir tveimur árum. Verkið verður sett upp í Borgarleikhúsinu og mun Bubbi leika sjálfan sig. „Mér finnst hann bara of stór stærð til að fá einhvern leikara til að leika hann,“ segir Jón Atli sem mun leikstýra verkinu. - jbg / sjá síðu 30 Jón Atli skrifar einleik: Bubbi leikur sjálfan sig FORSETAHJÓNIN Á SVÖLUM ÞINGHÚSSINS Ólafur Ragnar Grímsson var settur inn í embætti forseta Íslands í fjórða sinn í gær. Að athöfn lokinni gengu Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff út á svalir þinghússins þar sem forsetinn minntist fósturjarðarinnar. Í ávarpi sínu við athöfnina lagði Ólafur Ragnar áherslu á samstöðu þjóðarinnar og þau mikilvægu tækifæri sem fram undan væru fyrir Íslendinga, meðal annars nýtingu umhverfisvænna orkulinda og auknar siglingar um Norðurhöf. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÞJÓÐHÁTÍÐ „Síðasti reykti lundinn var keyptur í hádeginu. Síðan þá hefur enginn beðið um lunda svo það er spurning hvort þetta hafi ekki sloppið fyrir horn hjá okkur,“ sagði Magnús Bragason, lundareykingamaður í Vest- mannaeyjum, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gærkvöld. „Það voru ekki veiddir nema um átta þúsund fuglar sem er ekki nema um 15 prósent af venjulegri veiði en síðan fengum við nokkur hundruð fugla frá Grímsey,“ bætti hann við. En þó að reykti lundinn hafi selst upp eiga veiðimenn eitthvað enn í fórum sínum svo ekki er útséð með það að þjóðhátíðargestir fái að bragða á fuglinum. - jse Þjóðhátíð hafin í Eyjum: Lundinn búinn BLÍÐVIÐRI Í EYJUM Að sögn Páls Scheving, formanns þjóðhátíðarnefndar, voru um tíu þúsund gestir komnir til Eyja um tíuleytið í gærkvöld. MYND/ÓSKAR FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ MÆTAST Erlendur samtíma- arkitektúr í gamalli byggð skoðaður ÚTTEKT 13 STJÓRNMÁL Það er ekki hlutverk forseta Íslands að túlka eða fram- fylgja stefnu ríkisstjórnar, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem hóf í gær sitt fjórða kjörtímabil í embætti forseta. „Hér er stjórnskipun þar sem forsetinn ákveður sjálfur hvað hann segir og gerir. Hann hefur sjálfstæðan málflutningsrétt og það er ekki í verkahring hans að túlka afstöðu ríkisstjórnarinnar,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir þó að í sam- ræðum við ráðamenn annarra þjóða leggi hann áherslu á það sem kalla megi „stefnu lýðveldis- ins“. Það eina sem forsetinn verði að hafa samráð við ríkisstjórn um séu opinberar heimsóknir. „Um slíkar heimsóknir hef ég alltaf haft samráð en hvort forseti tekur þátt í þessu málþingi frekar en öðru, hvort hann talar hér eða þar, innanlands eða erlendis, er algjörlega í verkahring forsetans sjálfs að ákveða,“ segir Ólafur. Forsetinn hefur verið gagn- rýndur fyrir utanlandsferðir og lífsstíl sem minnir á auðmenn. Hann hafnar þeirri gagnrýni afdráttarlaust. „Að ég eða við hjónin séum að deila lífsstíl sem í hugum fólks er tengdur auðmönnum tel ég hins vegar víðs fjarri. Satt að segja er það nú þannig að allur þorri árs- ins er bara helgaður vinnu frá morgni til kvölds hér á Bessastöð- um og frídagar fáir,“ segir Ólafur. Hann staðfestir að hann hafi ekki haft samráð við ríkisstjórn áður en hann ákvað að þiggja boð um að vera viðstaddur Ólympíu- leikana í Peking. Hann hafi meðal annars heyrt af því að þjóðhöfð- ingjar annarra Norðurlanda ætluðu sér að sækja leikana. „Það þyrfti að mínum dómi ærnar ástæður til þess að Íslend- ingar segðu að öll hin Norðurlönd- in hefðu rangt fyrir sér,“ segir Ólafur. - bj, bþs / sjá síður 16 og 17 Ákveður sjálfur hvað hann segir og gerir Forseti Íslands þarf ekki að hafa samráð við ríkisstjórn og túlkar ekki stefnu hennar, segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti í viðtali við Fréttablaðið. Hann ræddi ekki við ríkisstjórnina áður en hann ákvað að fara á Ólympíuleikana. LJÓMANDI VEÐUR Í dag verður norðaustan eða austan 3-8 m/s, stífastur suðaustan til. Víða bjart með köflum og úrkomulaust. Hiti á bilinu 12-22 stig, hlýjast norðvestan og vestan til. VEÐUR 4 15 14 16 17 22 22 18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.