Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 4
4 2. ágúst 2008 LAUGARDAGUR UMHVERFISMÁL Þórunn Sveinbjarn- ardóttir umhverfisráðherra segir eðlilegt að þegar um framkvæmd- ir á sama svæði sé að ræða sem séu háðar hver annarri, verði áhrif þeirra metin sameiginlega. Það eigi við framkvæmdir á Bakka. „Það er mikill misskilningur að mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda snúist um að leyfa eða banna eitthvað. Það er til að tryggja öflun bestu upplýsinga,“ segir Þórunn og ítrekar að það sé sveitarstjórna að taka afstöðu. „Það er hið besta mál fyrir sveit- arstjórnirnar, sem og fyrirtæki, stjórnvöld og almenning.“ Geir H. Haarde forsætisráð- herra segist telja úrskurðinn hafa verið óþarfan. „Aðalatriði í mál- inu er að ekki er verið að stöðva eða hætta við framkvæmdir, held- ur að draga saman með heild- stæðum hætti eins miklar umhverfisupplýsingar og hægt er. Það er síðan leyfisveitenda og þeirra sem fjárfesta að taka ákvörðun um að fara í málið. Mikilvægt er að menn vinni hratt,“ segir Geir. „Það er stefna ríkisstjórnarinn- ar að nýta orkuauðlindir landsins til að auka verðmæti í landinu, sérstaklega þegar ástandið er eins og það er í efnahagsmálum. Það er alveg ótvírætt.“ Fyrr í sumar hafnaði Þórunn kröfu um heildstætt umhverfis- mat álvers í Helguvík. „Óskin kom seint fram í því tilfelli og mat á einstökum hlutum framkvæmda hafði farið fram. Ég mat það þannig þá að því hefði ekki verið hægt að krefjast sameiginlegs mats, þó ég hafi ekki leynt því að vilji minn stæði til þess. Í þessu tilfelli eru aðstæður aðrar,“ segir Þórunn. „Úrskurðurinn kemur verulega á óvart. Hér er tekið öðruvísi á málum en við önnur sambærileg verkefni. Það er ekki til góðs að breyta um vinnuaðferð frá máli til máls og það gæti orðið til að fæla erlenda fjárfesta frá, þó ég eigi kannski síður von á að svo verði í þessu tilviki,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Höskuldur Þórhallsson, þing- maður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, segir að með úrskurðinum sé álver í Helguvík sett í forgang og hann eyðileggi góða vinnu heima- manna. „Ég veit ekki hvaða leik ráðherrann er að leika.“ Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaráls, segir úrskurð- inn hafa komið á óvart. „Við erum ekkert hættir við, síður en svo. En við bíðum eftir línu frá ráðherra um hvernig við eigum að haga okkur, mat á ólíkum framkvæmd- um ólíkra aðila hefur ekki farið fram áður.“ kolbeinn@frettabladid.is Þórunn segir heild- stætt mat eðlilegt Forsætisráðherra telur úrskurð umhverfisráðherra óþarfan. Fjármálaráðherra er hissa. Alcoa ekki hætt við en bíður eftir línu frá umhverfisráðherra. GEIR H. HAARDE ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR HÚSAVÍK Meta þarf umhverfisáhrif rafmagnsleiðslna frá virkjanasvæðum til Húsavíkur með álverinu sem fyrirhugað er á Bakka, samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Að sjálfsögðu eiga svona stór- framkvæmdir að fara í samræmt umhverfismat í heild sinni, við í VG höfum flutt um það tillögur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. „Raunar viljum við að arðsemi þeirra fyrir þjóð- arbúið sé metin líka, og erum þar á sama máli og OECD, og því verði svarað hvort þessar ofvöxnu fjárfestingar með tilheyrandi ruðnings- og þensluá- hrifum geri meira ógagn en gagn fyrir íslenska hagkerfið,“ Hann segist vona að úrskurður- inn marki nýja tíma. „Það verður hjákátlegt ef menn ætla eftir þennan úrskurð að hverfa frá heildstæðu mati. En auðvitað á að ganga frá því með lögum að slíkt mat fari alltaf fram.“ - kóp ÞAÐ EINA RÉTTA Í ÞESSARI STÖÐU STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „Ég hef alltaf verið mikill stuðn- ingsmaður álvers á Bakka og þess að við vöndum eins vel til verka og kostur er. Það er hins vegar óheppilegt hve úrskurðurinn kemur seint fram. Eðlilegt hefði verið að gefa leiðbein- ingar um það í upphafi að verk- ið ætti að meta í heild,“ segir Einar Már Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann segist engu að síður vera fylgjandi því að stórframkvæmdir séu metnar í heild sinni. Það verði hins vegar að liggja fyrir fyrr í ferlinu. „Nú vonum við að menn haldi ró sinni og vinni hratt og örugglega að því að koma þessu þjóðþrifaverkefni á koppinn.“ - kóp ÚRSKURÐURINN KEMUR SEINT EINAR MÁR SIGURÐSSON „Þetta grefur undan trúverðugleika ríkisstjórnarinnar við að fást við þann mikla efnahagsvanda sem nú er kominn upp og fram- undan er. Það skiptir öllu máli núna að það komi fram mög skýr skilaboð frá ríkisstjórninni um orkumál okkar Íslend- inga og nýtingu auðlinda,“ segir Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem segir ákvörðunina óábyrga. „Það hefur hins vegar aldrei staðið til að fara einhverja skemmri skírn, enda var niðurstaða Skipulagsstofnunar komin fram og hún var góður leiðarvísir í málinu.“ Hann telur úrskurðinn og yfirlýsingar Samfylkingarfólks um virkjanir í neðri Þjórsá ekki hjálpa til í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að vinna að efnahagsmálum. - kóp ÓÁBYRG ÁKVÖRÐ- UN RÁÐHERRA ILLUGI GUNNARSSON „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði fyrir okkur hér nyrðra og maður er hættur að skilja stjórnvöld. Annað slagið er gefið vink um að þetta sé í lagi og menn styðji við bakið á okkur. Síðan kemur þessi úrskurður þvert á úrskurð Skipulagsstofn- unar,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis. „Ég hef þau orð beint frá ákveðnum ráðherra að ef við færum eftir ákveðinni línu og færum ekki fram úr okkur, yrði stutt við okkur. Þetta eru svik við það og eins og rýtingur í bakið.“ - kóp ÞETTA ER EINS OG RÝTINGUR Í BAKIÐ AÐALSTEINN BALDURSSON SAMGÖNGUR Olíufélögin lækkuðu lítraverðið á bensíni og dísilolíu um tvær krónur um hádegi í gær. Atlantsolía reið á vaðið, og fylgdu önnur olíufélög í kjölfarið. Verðið er nú það sama hjá þremur stóru olíufélögunum, og svo gott sem það sama hjá sjálfs- afgreiðslufélögunum. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir tölur sem félagið hefur tekið saman sýna svart á hvítu það sem flestir bíl- eigendur hafi á tilfinningunni. Félögin séu fljót að hækka verð þegar heimsmarkaðsverð hækk- ar eða gengi krónunnar veikist. Styrkist krónan eða lækki heims- markaðsverðið séu þau ekki jafn fljót að lækka. Kostnaðarverð á 95 oktana bensíni á heimsmarkaði í júlí var að jafnaði 1,25 krónum lægra en í júní, að teknu tilliti til gengisþró- unar. Verð á bensíni hjá íslensku félögunum var að meðaltali 3,35 krónum hærra en í júní. Þróunin á verði dísilolíu var svipuð. Kostnaður neytenda vegna þessarar auknu álagningar olíu- félaganna er um 5,40 krónur á hvern lítra, þegar skattar og gjöld hafa verið tekin með í reikning- inn, segir Runólfur. - bj Olíufélögin lækkuðu verð á eldsneyti um tvær krónur fyrir ferðahelgina framundan: Hækka hratt en lækka seint BENSÍNVERÐ 95 oktana Dísil N1 169,7 187,6 Olís 169,7 187,6 Shell 169,7 187,6 Atlantsolía 168,2 186,1 EGO 168,2 186,1 ÓB 168,2 186,1 Orkan 168,1 186,0 Valið var algengasta verðið síðdegis í gær. Miðað er við verð í sjálfsafgreiðslu. KÍNA, AP Hu Jintao, forseti Kína, vildi ekki svara spurningum um mannréttindi á blaðamannafundi, aðeins viku áður en Ólympíuleik- arnir hefjast. Hann sagði að með því að halda Ólympíuleikana muni Kínverjar sýna heiminum að þeir séu friðelskandi þjóð, en sagði það grafa undan ólympíuhugsjóninni að blanda stjórnmálum saman við umræðu um leikana. Hu hefur örsjaldan veitt viðtal í forsetatíð sinni. Blaðamannafund- urinn var haldinn í Höll alþýðunn- ar í Peking, stóð í 70 mínútur en fréttamenn þurftu fyrirfram að leggja fram spurningar sínar. - gb Forseti Kína í viðtali: Pólitík skaðar Ólympíuleika VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 21° 19° 21° 22° 19° 20° 27° 26° 26° 29° 31° 27° 22° 23° 29° 33° 17°Á MORGUN Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Hægast austan til. MÁNUDAGUR Hæg breytileg átt. 15 18 15 14 13 16 14 17 18 20 20 22 20 22 5 5 3 5 5 7 4 4 1 4 3 14 12 12 12 14 14 13 11 12 12 18 HIÐ FÍNASTA HELGARVEÐUR Í dag skulum við njóta þess að vera úti í þessu hlýja og bjarta veðri en á morgun fer hitinn að lækka og eðlilegur íslenskur sumarhiti tekur við. Veðrið verður milt út helgina og vind- ur almennt fremur hægur. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður GENGIÐ 01.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,7835 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 79,19 79,57 156,49 157,25 123,18 123,86 16,513 16,609 15,398 15,488 13,051 13,127 0,7353 0,7397 128,17 128,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.