Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 6
6 2. ágúst 2008 LAUGARDAGUR FRÁBÆR ÁRANGUR! NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 23 61 0 5/ 08 • OR á stærstan þátt í því að orkukerfi Íslands er talið það umhverfisvænsta í heimi. www.or.is Ganga um Hengils- svæðið Sunnudaginn 3. ágúst verður farin gönguferð um Engidal og inn í Marardal í vestanverðum Henglinum. Rifjaðar verða upp sögur útilegumanna á þessu svæði. Gangan er létt og tekur u.þ.b. fjórar klukkustundir. Mæting í Hellisheiðarvirkjun við Kolviðarhól klukkan 13:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögumaður er Almar Sigurðsson, kynningarfulltrúi Hellisheiðarvirkjunar. FORNLEIFAR Leit að fornmunum úr frumkristni í Skipholtskrók á Kili bar ekki árangur í leit sem er nýlokið. „Það kom í ljós að útreikning- arnir skiluðu ekki hellisrými niðri á þessum stað en leitin heldur áfram,“ segir Gísli Óskar Péturs- son, einn leiðangursmanna. Það sem leitað er að eru munir sem talið er að hinir ofsóttu must- erisriddarar hafi komið undan og falið á Íslandi á þrettándu öld. Sagt er að þar sé meðal annars að finna hinn heilaga kaleik sem Kristur bergði á við hina síðustu kvöldmáltíð. Hópurinn vinnur eftir kenning- um ítalska vísindamannsins Giancarlos Gianazza. Að sögn Gísla hefur Ginazza gert fjölda uppgötvana á Kili sem ríma við kenningar hans sem að stórum hluta byggja á ljóðabálki Dantes, Hinum guðdómlega gleðileik, þar sem staðsetning kvæða vísar til tiltekinnar hnattstöðu. Samkvæmt kenningunni kom Dante til Íslands árið 1317 og vitjaði leynihvelfing- ar þar sem musterisriddarar komu fyrir ýmsum munum, senni- lega mikilvægum skjölum, einni öld fyrr. „Giancarlo veit til dæmis upp á hár hvar Dante kom yfir jökulfallið og hvernig hann gekk um svæðið,“ útskýrir Gísli. Leitarhópurinn sem nú hefur lokið fjórðu för sinni á Kjöl gróf skurð að þessu sinni og boraði til- raunaholur til að koma betur við mælitækjum. Þær vísbendingar sem fengust bentu til þess að vatn væri þar sem menn töldu munina geta verið. Auk þeirra vísindamanna og leikmanna sem tilheyrðu leið- angrinum voru ýmsir aðrir sem litu við í Skipholtskrók þann hálfa mánuð sem rannsóknin stóð að þessu sinni. Voru það meðal ann- arra íslenskur fornleifafræðing- ur og fulltrúar Hrunamanna- hrepps. „Giancarlo vildi einmitt að ef eitthvað kæmi í ljós að þá væru það opinberir aðilar sem myndu finna það,“ segir Gísli. Leitinni verður haldið áfram sem fyrr segir. „Ég reikna með því að við snúum aftur á næsta ári,“ segir Gísli sem kveður ljóst að samkvæmt túlkun Ginazzas á kvæði Dantes sé það sem leitað er að í Skipholtskrók þótt það hafi ekki verið einmitt á þeim stað sem skoðaður var í þessari ferð. Hans eigin tilgáta sé að Dante hafi viljað villa um fyrir óvildar- mönnum sínum innan Páfagarðs með falsvísbendingum. „Þessi staður geymir ekki það sem gaman er að finna svo nú spyrja menn sig hvar það er og hvernig það er falið í kvæði Dantes.“ gar@frettabladid.is Fornmunir fundust ekki í Skipholtskrók Hópur manna sem leitar að munum úr fórum musterisriddara fann þá ekki eftir hálfs mánaðar leit sem lauk í vikunni. Þeir telja kenningar sínar þó enn réttar og hyggjast ótrauðir halda leitinni áfram á sömu slóðum á næsta ári. LEITARMENN Í SKIPHOLTSKRÓK Sitjandi eru Vigfús Magnússon læknir og Geir Zoëga. Nær er Esther Guðjónsdóttir, bóndi í Sólheimum og hreppsnefndarfulltrúi, á tali við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing. Bak við þau stendur Ingvar Jóhannsson, sonur Estherar og Jóhanns Kormákssonar bónda í Sólheimum sem er lengst til hægri. Milli Bjarna og Jóhanns stendur Gianfranco Morelli jarðeðlisfræðingur. MYND/GOP UMHVERFISMÁL Saving Iceland for- dæmir skemmdarverkin sem unnin voru á landgræðsluverkefni Orku- veitunnar og Landbúnaðarháskól- ans á Hellisheiði, segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, talsmaður samtakanna. „Við erum í þessu til að benda á eyðileggingu umhverfisins og myndum aldrei taka þátt í henni sjálf,“ segir hann. Honum lítist vel á verkefnið, sem snýst um að græða svæði sem raskað hefur verið með upprunalegum staðargróðri. Snorri bendir á að Saving Ice- land-hópurinn sé ekki einn á heið- inni. Þangað komi fullt af jeppa- fólki og mótorhjólamönnum að spæna upp jarðveginn. „Og ég hvet fólk til að koma þangað og skoða mannvirki og pípur Orkuveitunnar, sem eru þarna úti um allt,“ segir hann. Kristinn H. Þorsteinsson, garð- yrkjustjóri Orkuveitunnar, segir að tilraun Landbúnaðarháskóla hafi byrjað fyrir tveimur árum. „Og sums staðar er þetta alveg unnið fyrir gýg og þarf að byrja á núlli. Hafi menn verið að agnúast út í Orkuveituna, þá var það til lít- ils. Þetta er tilraun sem skapar þekkingu sem kemur öllu þjóð- félaginu til góða,“ segir hann. Skemmdarverkið komi upp um „alveg gríðarlegan vanþroska“ skemmdarvarganna. - kóþ Saving Iceland um eyðileggingu tilraunaverkefnis á Hellisheiði: Fordæmir skemmdarverkin NÝR STAÐARGRÓÐUR Á HELLISHEIÐI Landbúnaðarháskólinn og Orkuveitan hafa í tvö ár gert tilraunir með hvernig megi best rækta staðargróður á landi sem hefur verið hreyft við. Verkið hefur nú verið tafið um allt að tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI DÓMSMÁL „Ég átti von á þyngri dómi,“ segir Steinunn Guð- bjarts dóttir, réttargæslumaður flestra þolenda rúmlega fimmtugs karl manns sem dæmdur var í fjög- urra ára fangelsi á fimmtudag fyrir kynferðisbrot gegn sjö stúlkum. „Mér finnst dómurinn of vægur miðað við hvað þetta eru margir brotaþolar og alvarleg brot, eink- um þau sem hann framdi gagnvart stjúpdóttur sinni,“ segir Steinunn. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa haft mök við stjúpdóttur sína að minnsta kosti í þrígang. „Þarna var um að ræða alvarleg og ítrekuð brot og einbeittan brotavilja,“ segir Steinunn. Maðurinn hefur þegar setið af sér fjóra mánuði dómsins í varð haldi, sem þýðir að hegði hann sér vel í fangelsinu gæti hann sótt um reynslulausn eftir tuttugu mán- uði. „Ég vonast til þess að barna- verndaryfirvöld tryggi öryggi stúlknanna þegar þar að kemur,“ segir Steinunn. Mikilvægt sé að koma í veg fyrir að maðurinn flytji með fjölskyldu sína úr landi ef hún tekur við honum aftur. Stúlkunum voru dæmdar miska- bætur sem námu á bilinu 150 þús- undum til tveggja milljóna. Stein- unn segir þær upphæðir í samræmi við dómafordæmi. „En þær koma náttúrulega hvergi nærri því að bæta tjónið sem stúlkurnar hafa orðið fyrir.“ - sh Réttargæslumaður segir dóm yfir fyrrverandi háskólakennara of vægan: Brýnt að tryggja öryggi stúlknanna SEKUR Maðurinn var jafnan nakinn innan um stúlkurnar. Hann tók klám fengnar myndir af dætrum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Finnst þér eðlilegt að veitinga- staðurinn Goldfinger fái leyfi til að bjóða upp á nektardans? Já 51,5 Nei 48,5 SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu á móti heildstæðu um- hverfismati fyrir stóriðju? Segðu skoðun þína á visir.is UMFERÐ Félag íslenskra bifreiða- eigenda verður með aðstoð við bíleigendur á ferðalagi um verslunarmannahelgina. Miðast aðstoðin við bíleigendur sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahluti. Bílar FÍB verða á fjölförnustu leiðum auk þess sem umboðs- menn félagsins og samstarfsað- ilar um land allt verða í við- bragðsstöðu. Skrifstofa FÍB hefur milligöngu um aðstoðar- beiðnir en þar verður vakt fram á mánudag. Tekið er við beiðnum um aðstoð í síma 414 9999. - ovd Hjálparþjónusta FÍB: Verða á vakt alla helgina KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.