Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 8
8 2. ágúst 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Dómsmálaráðherra hefur, í samvinnu við Ríkislögreglu- stjóra, Neyðarlínuna, Landhelgis- gæsluna og Landssamtök björgunarsveita, ákveðið að koma á fót nýrri tegund af neyðarvakt sem lýtur að tilfinningalífinu. Verkefnið, sem hlotið hefur nafnið Tilfinningaskyldan, hefur verið nokkurn tíma í undirbún- ingi en fyrstu tilraunir með þetta nýja kerfi voru gerðar fyrr í sumar og nú er ráðgert að prufukeyra það enn frekar um verslunarmannahelgina. Að sögn Helgu Drafnar Ásgeirsdóttur, verkefnisfulltrúa hjá áhættugreiningadeild Ríkislögreglustjóra, hefur þessi þjónusta verið að ryðja sér til rúms í nágrannalöndunum á undanförnum árum og gefið góða raun. Í upphafi var starfsemin aðeins bundin við sumartímann en bæði í Noregi og Svíþjóð hefur hún vaxið hratt og er nú starf- rækt allan ársins hring. „Norðmenn kalla þetta Hjarta- vaktina en hún tók til starfa árið 2005 og hefur gengið mjög vel síðan. Það hefur sýnt sig að fórnarlömb ástarröskunar eru treg til að hringja í Neyðarlínuna og því er hér um hreina viðbót að ræða. Menn telja líka að þjónust- an skili sér margfalt til baka því þetta hefur auðvitað mikið forvarnargildi. Félagsfræðirann- sóknir sýna að allt að 88% sjálfsvíga tengjast tilfinninga- sveiflum, þunglyndi eða geðlægð- um sem oftar en ekki eiga sér upphaf í erfiðleikum í tilfinninga- lífinu. Þá hefur Rannsóknarnefnd umferðarslysa einnig komist að því að 31% slysa í umferðinni er tilkomit sökum tilfinningaróts. Það er mjög sambærilegt niðurstöðum frá löndunum í kringum okkur,“ segir Helga Dröfn. Starfsstöð Tilfinningaskyldunn- ar verður fyrst um sinn í húsnæði Neyðarlínunnar í Skógarhlíð og verða tveir starfsmenn á sólar- hringsvakt þar alla helgina. Auk þess verða fleiri starfsmenn á vettvangi sem sinna munu útköllum. Þriggja stafa bráða- númeri verður dreift á tveimur af stærstu útihátíðum landsins og því geta einstaklingar sem lenda í slæmum hryggbrotum eða hjartasorgum um helgina hringt í númerið og þá eiga starfsmenn hjartavörslu að birtast von bráðar og veita fyrstu hjálp. Ragnar Sæberg er hjartavörður hjá Tilfinningaskyldunni. „Við komum til með að veita þessa hefðbundnu áfallahjálp, eins og Rauði krossinn og bjögunarsveitirnar hafa verið veita í gegnum tíðina en svo förum við líka aðeins dýpra í hlutina, því áföll af þessu tagi eru oft mun alvarlegri en þau sem fólk lendir í við jarðskjálfta eða húsbruna. Ástarsorg heltekur oft fólk mjög illa þannig að það gerir alls konar hluti sem það myndi alls ekki gera undir venjulegum kringumstæðum. Og þá kemur það til kasta okkar að tala fólk niður. Við höfum verið að prófa okkur áfram með nýjar aðferðir eins og það sem á ensku er kallað „power-hug“ eða krafthuggun.“ Að sögn Ragnars getur meðferðin tekið allt upp undir sólarhring. „Við reynum að sinna fólki eins lengi og við mögulega getum, en þetta er auðvitað allt á byrjunarstigi og við erum kannski full fáliðuð ennþá. En við erum ákveðin í því að standa okkur um helgina.“ Verkefnisstýra og væntanlegur forstöðumaður hinnar nýju þjónustu er Vigdís Embla Orradóttir, sem hefur fylgt verkefninu úr hlaði fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Að sögn hennar hefur kerfið þegar sannað ágæti sitt því fyrr í sumar hafi verið gerðar tilraunir með það og árangur verið umfram væntingar. „Símaverið hefur í raun verið opið frá 1. júní þótt það hafi ekki verið gert opinbert,“ segir Vigdís Embla. „Í vor dreifðum við bráðanúmerinu í nokkrar deildir vinnuskóla á höfuðborgarsvæðinu og strax í fyrstu vikunni fengum við nokkur símtöl. Það sem kom þó mest á óvart var að í lok mánaðarins var hringt úr Landmannalaugum þar sem þýsk stúlka var í hættu stödd eftir að hafa sinnast við unnusta sinn. Hún hafði hlaupið fáklædd út í mjög illfært hraun og var orðin köld. Við unnum þessa aðgerð í samvinnu við Landhelgisgæsluna sem sendi þyrlu á staðinn og málið fékk farsælan endi.“ Umrædd stúlka hafði fengið númerið hjá íslenskri vinkonu sinni. Hún hafði reyndar áður nýtt sér sams konar þjónustu í heimalandi sínu en Þjóðverjar voru með fyrstu þjóðunum til að koma á fót neyðarlínu af þessu tagi. Að sögn Vigdísar Emblu verður veturinn notaður til reynslumats og þjálfunar starfsfólks. Hún reiknar með því að bráðanúmerið verði auglýst meðal almennings strax næsta vor og þá verði starfsemi Tilfinningaskyldunnar komin í fastar skorður. Ekki náðist í dómsmálaráð- herra við vinnslu fréttarinnar og hann svaraði ekki spurningum sem honum voru sendar í tölvubréfi. S ú ákvörðun umhverfisráðherra að breyta niðurstöðu Skipulagsstofnunar um aðferðafræði við umhverfismat vegna orkunýtingar og stóriðju á Bakka er meira en tækni- leg ákvörðun. Hún er hindrun eða í besta falli töf á þess- um framkvæmdum og breytir nokkuð landslaginu bæði í pólitík og efnahagsmálum. Lengi hefur verið vitað um djúpstæð innanflokksátök í Samfylk- ingunni um stefnuna í orkumálum. Iðnaðarráðherra hefur barist fyrir því að flokkurinn stæði ekki í vegi fyrir öllum áformum í þeim efnum. Fram til þessa hefur flest bent til að utanríkisráðherra og formaður flokksins styddi þá viðleitni. Þessi atburður gefur hins vegar ótvírætt til kynna að svo sé ekki. Þetta er ákvörðun af þeirri stærðargráðu að annað er útilokað en hún sé tekin með vilja flokks- formannsins. Vitað var að afstaða umhverfisráðherra væri brotalöm í ríkis- stjórnarsamstarfinu. Fram til þessa hefur þó mátt líta svo á að ekki væri útilokað að ríkisstjórnin gæti náð viðspyrnu í efnahagsmálum þrátt fyrir þennan veikleika. Nú þegar formaður Samfylkingarinn- ar tekur afstöðu með þeim sem fylgja VG að málum á þessu sviði veikist trúverðugleikinn að baki jákvæðum túlkunum af því tagi. Hluti ráðherra Samfylkingarinnar hefur unnið að því að bregða fæti fyrir orkunýtingu í neðri hluta Þjórsár og meðfylgjandi nýrri tegund orkufreks iðnaðar á Suðurlandi. Aðrir hafa verið í andstöðu við álver í Helguvík. Nú er ljóst að meirhlutinn vill einnig að setja orkunýtingaráformin fyrir norðan í uppnám. Aðstæður hafa breyst á þann veg í þjóðarbúskapnum að brýnt er að flýta öllum þessum áformum um orkunýtingu og verðmæta- sköpun. Verði það ekki gert verður þrautin þyngri að ná jafnvægi í peningamálunum. Ljóst er einnig að þyngra verður undir fæti hjá launafólki en ella hefði orðið. Þegar horft er á ákvörðun umhverf- isráðherra í stærra samhengi veikir hún trúverðugleika landsins á fjármálamörkuðum. Pólitíska landslagið breytist einnig. Með hæfilegri einföldun má segja að umhverfisráðherra hafi komið Samfylkingunni í sams konar stöðu í ríkisstjórn og núverandi oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn kom flokki sínum í á þeim vettvangi. Í báðum tilvikum er forysta VG að ráða býsna miklu um framgang eins stærsta máls þjóðarinnar án þess að vera við völd. Landslagsbreytingin í pólitíkinni er hins vegar meiri en sú ein að umhverfisráðherra hafi komið Samfylkingunni í kjánalega stöðu. Flestir hafa verið þeirrar skoðunar að framtíðarjafnvægi í peninga- málum væri útilokað með óbreyttri mynt. Aðild að Evrópska mynt- bandalaginu og Evrópusambandinu hefur meðal annars fyrir þá sök verið áleitinn kostur. Ljóst er að Ísland getur ekki uppfyllt skilyrði myntbandalagsins fyrr en á næsta kjörtímabili og þá því aðeins að nú þegar verði grip- ið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum og markvissrar orkunýtingar til að auka hagvöxt auk bráðaaðgerða í peningamálum. Tafaleikir í orkunýtingarmálum rýra trúverðugleika ríkisstjórnarinnar í við- leitni til að ná þessum markmiðum. Í raun sýnist umhverfisráðherrann því vera að draga upp þá mynd að Samfylkingin sé ekki fyllilega tilbúin til að gera þær erfiðu efnahagslegu ráðstafanir sem gætu gert aðild að Evrópusamband- inu mögulega á næsta kjörtímabili. Alltént er minni trúverðugleiki á bak við slíkar yfirlýsingar eftir þetta. Viðbrögð forsætisráðherra voru þau að henda bjarghring til umhverfisráðherrans. Sú aðgerð kemur ríkisstjórninni vel í augna- blikinu en breytir ekki eðli málsins. Umhverfisráðherra breytir landslaginu. Þyngra undir fæti ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Steingrímur J. Sigfússon skrifar um umhverfismál Það merkilegasta við úrskurð umhverfis-ráðherra um að meta skuli heildstætt umhverfisáhrif áforma um virkjanir, línulagnir og verksmiðjubyggingu sem kennd eru við Bakka norðan Húsavíkur er að til skuli þurfa úrskurð ráðherra og að málið skuli yfirleitt teljast frétt. Svo sjálfsagt sem það er þegar efnisatriði málsins eru skoðuð að það séu heildar- áhrifin af öllu saman, virkjunum og línulögnum með vegagerð og öðru tilheyrandi og svo mengun og önnur áhrif af verksmiðjunni sem virkjanir og línur fóðra sem skoða þarf. Það er f.o.f. til marks um veika stöðu umhverfismála hér á landi og handahófskennda stjórnsýslu að þetta verklag skuli ekki tekið upp fyrir löngu. Fyrir því höfum við Vinstri græn barist lengi og fyrri niðurstöður ráðherra eins og í tilviki Helguvíkurframkvæmd- anna þar sem úrskurðað var framkvæmdaaðilum í hag og náttúran fékk ekki að njóta vafans höfum við gagnrýnt. En það er fleira í sambandi við stórframkvæmdir sem þarf að meta. Við Vinstri græn höfum lagt það til nokkur undanfarin ár að ekki verði ráðist í frekari orkufrek stóriðju- verkefni fyrr en fram hefur farið hlutlaust og gagnsætt þjóðhagslegt arðsemismat á breiðum grunni. Hið sama hefur efnahags- og framfarastofnunin, OECD, lagt til í a. m.k. tveimur síðustu ársskýrslum sínum um Ísland. Rök sérfræðinga OECD eru einfaldlega þau að of mikil óvissa sé um raunverulega þjóðhagslega arðsemi þess að ráðist verði í frekari stóriðjuframkvæmdir, horfa verði til frádráttarliðanna, ekki síst ruðningsáhrifa gagnvart öðru atvinnulífi, þeirrar meðgjafar sem áliðnaðurinn nýtur, vanda- mála sem hinar ofvöxnu fjárfestingar skapa í hagstjórn (hverju við erum nú heldur betur að súpa seyðið af Íslendingar þessa dagana). Loks er bent á í skýrslum OECD að skoða þurfi það vandlega hvort hyggilegt sé að setja fleiri egg í sömu körfuna, álkörfuna, fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Fari svo að eftirleiðis verði umhverfisáhrif stórframkvæmda metin heildstætt er því aðeins hálfur sigur unninn, en vissulega mikilvægur. Höfundur er formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Heildstætt mat það sem þarf STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Tilfinningaskyldan flugfelag.is Gríptu augnablikið! REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Akureyri frá 3.990 kr. HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Tilfinningalíf Heimdellingar hættir? Það er af sem áður var þegar stutt- buxnadeild Sjálfstæðisflokksins var reiðubúin að fórna lífi og limum fyrir þann rétt að þéna í laumi, eins og árið 2000 þegar til átaka kom á skrifstofu skattstjóra á milli hnýs- inna og ungsjalla. Athygli vakti að Heimdellingar voru nefnilega hvergi sjáanlegir hjá skattstjóra þegar álagn- ingarskrár voru gerðar opinberar á fimmtudag. Þau skilaboð fengust úr herbúðum unglið- anna að afstaða þeirri hlyti að vera orðin öllum ljós og ekki þyrfti alltaf að gera það sama. Nú væri loksins komið nóg. Þrátt fyrir það höfðu SUS-arar staðið vörð um skattskrárnar frá því í upp- hafi aldar og aldrei misst úr ár. Enn eru álagningarskrárnar þó birtar og því ljóst að baráttan hefur ekki borið ávöxt. Hafa menn gefist upp? Búið að finna varmann Leitað hefur verið logandi ljósi að jarðvarma fyrir fyrirhugað álver á Bakka. Nokkuð heitar umræður hafa átt sér stað um það mál milli Össurar Skarphéðinssonar iðnað- arráðherra og Friðriks Sophussonar, for- stjóra Landsvirkjunar. Síðan hefur hitnað í mörgum sjálfstæðis- mönnum vegna úrskurðar Þórunnar Svein- björnsdóttur. Svona getur lífið verið skrítið, menn leita að jarðvarma en finna svo hitann einhvers staðar allt annars staðar. Mikill auður en lítil sam- staða Forseti vor, herra Ólafur Ragnar Grímsson, segir síðan í öllum lát- unum að fáar þjóðir eigi í fari sínu slíkan auð, sem Íslendingar búi yfir. Fæstir myndu neyta því. Nú vantar bara fólk sem er samstíga um það hvernig á að nýta auðinn en fáar þjóðir eiga jafn ósamstillta stjórn- endur og okkar hafa verið í þeim efnum undanfarið. stigur@frettabladid.is/ jse@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.