Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 10
 2. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is T illaga að nýbyggingu Listaháskóla Íslands á Frakkastígsreit við Laugaveg hefur vakið mikla athygli og verið áberandi í umræðunni undanfarna daga. Hjálmar Helgi Ragnarsson, rektor Lista- háskólans og formaður dómnefndar vegna samkeppni um hús Lista- háskólans, er maður vikunnar. Hjálmari er lýst sem heiðar- legum og hrein- skiptnum manni. Hann er mjög skipulagður en einnig sveigjan- legur þegar þess þarf. Hann er sagður skemmti- legur húmoristi sem yfirleitt er léttur í skapi og kátur. Hjálmar vill hafa hluti vandaða og ígrundaða þótt hann sé hug- myndaríkur eldhugi. Hann framkvæmir yfirleitt ekki án þess að hugsa málin vel. Hann er mjög vinnu- samur og nákvæmur og er það talið til kosta hans og lasta. Honum hættir til þráhyggju og smáatriðin eiga til að flækjast fyrir honum en yfirleitt hefur hann nokkuð skýra heildarsýn. Þá á hann mjög auðvelt með að hrífa fólk með sér og hefur hann sterka nærveru. „Ef Hjálmar er í góðu formi getur hann selt hvað sem er,“ er haft eftir samstarfs- manni hans. Hjálmar er mjög trúr þeim verkefnum sem hann tekur að sér og vinnur þau af miklum eldmóði. Hjálmar er fæddur og alinn upp á Ísafirði en á ættir sínar að rekja til Þingeyj- arsýslna. Hann er því sagður sérkennileg blanda af Þingey- ingi og Vestfirð- ingi. Hann er maður andstæðna, frjáls- hyggjumaður og gamaldags sem birtist meðal annars í því að hann er bæði sveitamaður og heimsborgari. Sem hjá honum fer vel saman. Í eðli sínu er hann sagður nítjándu aldar maður, róman- tískur ofurhugi. Þar liggi hans stóru gæði sem manneskju en hugsanlega einnig gallarnir. Hann er líka praktískur hugsjónamaður og enginn miðjumoðsmaður. Á sama tíma og hann er rómantískur hefur hann mjög sterka tengingu við raunveruleikann og nýsköpun. Hann er skemmtileg blanda af gamal- dags og mjög framsæknum manni. Hjálmar er sagður bera mikla virðingu fyrir listinni og listsköpun. Því hafi það verið mikil gæfa fyrir Listaháskóla Íslands að Hjálmar skyldi verða fyrsti rektor skólans. Þar er hann sagður réttur maður á réttum stað. Hann hafi blómstrað í starfi rektors og verið skólanum mjög mikilvægur. Er Hjálmar sagður góður fulltrúi þess anda sem þurfi að ríkja í lista- háskóla. Sjálfur sé hann listamaður sem er heill gagnvart sinni eigin sköpun og beri virðingu fyrir sköpun annarra. Hann er sagður eiga auðvelt með að semja tónverk og laglínur sem grípa hlustendur tilfinningatökum. Því eigi sköpun tónlistar vel við hann. Vegna mikilla anna sem rektor Lista- háskólans hefur minna borið á listsköpun Hjálmars hin síðari ár. Er það sögð sú fórn sem hann færir og til marks um hug hans til skólans og uppbyggingar listnáms á Íslandi. Hjálmari er lýst sem ákaflega kurteisum manni sem eigi auðvelt með að eiga samskipti við fólk. Hann reiðist sjaldan þó að hann sé ákveðinn og fylginn sér. Hann er mjög krefjandi maður í samstarfi en á jafnframt auðvelt með að setja sig í spor annarra. Helstu áhuga- mál Hjálmars eru listir og útivist. Hann er mikill náttúruverndar- sinni og stundar göngur um óbyggðir Íslands. Laxveiðar veita honum mikla ánægju en þar er hann ekki síður að leita eftir útiver- unni. Hann hefur gaman af lestri og mikinn áhuga á stjörnufræði og vísindum. Þá hefur hann áhuga á líkamsrækt og sækir hann líkamsræktar- stöðvar reglulega. Hjálmar er heimakær og virðir einkalíf sitt mikils. Hann á marga félaga en fáa nána vini. Líf hans að mjög miklu leyti um starfið og þau verkefni sem hann fæst við hverju sinni. MAÐUR VIKUNNAR Heiðarlegur ástríðumaður HJÁLMAR HELGI RAGNARSSON ÆVIÁGRIP Hjálmar Helgi Ragnarsson fæddist á Ísafirði 23. september 1952. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir Ragnar, kennari, fædd á Gautlöndum í Mývatnssveit, og Ragnar Hjálmarsson Ragnar, tónlist- arskóla- og söngstjóri á Ísafirði, fæddur á Ljótsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hjálmar á tvær eldri systur, þær Önnu Áslaugu píanóleikara og Sigríði tónlistarskólastjóra. Hjálmar er kvæntur Sigríði Ásu Richardsdóttur framkvæmdastjóra og saman eiga þau tvö börn, Nínu Sigríði og Snorra. Hjálmar á einn son, Ragnar, af fyrra hjóna- bandi. Fyrri kona hans er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra. Hjálmar lauk lokaprófi frá Tónlistarskóla Ísafjarðar árið 1969. Að því loknu stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík með- fram námi við Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hann lauk prófi árið 1972. Lá þá leið Hjálmars til Brandeis University í Bandaríkjun- um. Lauk hann þaðan BA-prófi í tónlist árið 1974. Árin 1976 og 1977 stundaði hann nám í raf- og tölvutónlist við Instituut voor Sonologie í Hollandi og árið 1980 lauk hann meistaraprófi í Fine arts frá Corn- ell University í Bandaríkjunum. Á árunum 1974 til 1976 starfaði Hjálmar sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar og tónmenntakennari við Menntaskólann á Ísafirði auk þess sem hann var söngstjóri Sunnukórsins á Ísafirði. Hann var tónlistarkennari við Tónlistarskólann í Reykjavík á árunum 1980 til 1988 auk þess sem hann var söngstjóri Háskólakórsins á árunum 1980 til 1983. Þá kenndi hann raftónlist við Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1981 til 1982. Hjálmar var borgarlistamaður Reykjavíkur- borgar á árunum 1988 til 1991. Árið 1999 tók hann við stöðu rektors Listaháskóla Íslands og er hann fyrsti rektor skólans. Meðal annarra starfa má nefna formennsku í Tónskáldafélagi Íslands og stjórnarsetu í STEFi. Þá var Hjálmar varaforseti Bandalags íslenskra listamanna á árunum 1989 til 1991 og forseti 1991 til 1999. Hjálmar hefur samið mikinn fjölda tónverka. Þar á meðal verk fyrir einleikshljóðfæri, kammerhópa, sinfóníuhljómsveit og kóra. Auk þess einsöngslög, raftónlist, söngleiki, balletttónlist og tvær óperur. Einnig hefur hann samið tónlist við margar leiksýningar og sjónvarpsmyndir. Hann hefur einnig skrifað þó nokkuð um tónlist auk þess sem hann er einn handritshöfunda að kvikmyndinni Tár úr steini sem fjallar um ævi tónskáldsins Jóns Leifs. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1996. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Hjálmar er ástríðumaður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Hilmar Oddsson, kvikmyndaleikstjóri, samstarfsmaður og vinur. HVAÐ SEGIR HANN? „Listaháskólinn verður engin skrautbygging. Hún verður sú bygging sem fólkið á hverjum tíma, nemendur og aðrir vilja að hún sé.“ Hjálmar Helgi Ragnarsson á blaðsíðu 18 í Fréttablaðinu 19. júlí 2008.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.