Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 2. ágúst 2008 11 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 224 4.138 +0,53% Velta: 3.782 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,79 -0,73% ... Atorka 5,50 +0,00% ... Bakkavör 25,70 +0,78% ... Eimskipafélagið 14,40 +0,00% ... Exista 6,59 +2,17% ... Glitnir 15,20 +2,5% ... Icelandair Group 17,15 -0,29% ... Kaupþing 707,00 -0,84% ... Landsbankinn 23,05 +1,32% ... Marel 83,20 -0,6% ... SPRON 3,05 +1,33% ... Straumur- Burðarás 9,22 +0,55% ... Teymi 1,72 -1,15% ... Össur 85,80 +0,59% MESTA HÆKKUN GLITNIR +2,5% EXISTA +2,17% ATLANTIC AIRW. +1,57% MESTA LÆKKUN CENTURY ALUMIN. -3,24% TEYMI -1,15% KAUPÞING -0,84% Umsjón: nánar á visir.is Í Gestastofu gefst þér kostur á að skoða sýningu í máli og myndum um byggingu Tónlistar- og ráðstefnu- hússins og skipulag Austurhafnarsvæðisins. Innsýn er gefin í söguna á bak við hönnunar- og byggingarferlið, einnig geta gestir kynnt sér fjöl- breytta notkunarmöguleika hússins og væntan- lega starfsemi sem í því verður. Til sýnis eru líkön af húsinu, glerhjúpnum og heildar- skipulaginu. Stórglæsilegur 10 metra útsýnis gluggi gefur gestum kost á að virða fyrir sér framkvæmda- svæðið og nánasta umhverfi þess. GESTASTOFA TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSSINS Gestastofa á Lækjartorgi er öllum opin alla daga vikunnar – Velkomin aftur og aftur. VELKOMIN Í GESTASTOFU VIÐ LÆKJARTORG OPIÐ 13:00–17:00 alla verslunarmannahelgina, laugardag, sunnudag og mánudag. Glitnir hagnaðist um 7,6 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Gengi bankans er í samræmi við spár greinenda sem spáðu að meðaltali 7,3 milljarða hagnaði á tímabilinu. Lánasafn Glitnis dróst saman um tvö prósent á öðrum ársfjórð- ungi þegar leiðrétt er fyrir gengi og verðbólgu. Arðsemi eignfjár var sautján prósent á öðrum árs- fjórðungi. „Grunnafkoma bankans er fín og við stefnum í rétta átt,“ segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Hann bendir á að tekjur og hagnaður af kjarnastarfsemi jukust um tæplega tut- tugu prósent annan fjórðunginn í röð. Lárus segir að helsta verkefni bankans sé að auka hlutfall innlána bankans. Spurður um hagræðingu í rekstri segir Lárus að hann vænti að árangur af hag- ræðingu og sparnaðaraðgerðum komi betur í ljós á seinni helmingi þessa árs. „Það þurfa allir að hagræða eins og þeir geta í sínum rekstri. Það er besta fjárfestingin í þessu vaxtaum- hverfi,“ Lárus. Starfsmönnum Glitn- is fækkaði um 117 á öðrum ársfjórð- ungi. Hann segir að ekki sé ráðgert að fækka fólki frekar á Íslandi. Spurður um afskriftir bankans segir Lárus að hann vænti þess að þær verði svipaðar á næsta fjórð- ungi en vonandi dragist þær saman. Afskriftir námu um 4,5 milljörðum á öðrum fjórðungi. Verðbólga hefur áhrif á uppgjör bank- anna. Lárus segir að verðbólguáhrifn í uppgjöri Glitnis nemi um 6,5 milljörðum króna. Verðbólguhagnaðurinn er kominn til vegna verðtryggingar útlána. Vaxta- tekjur aukast því samfara verðbólgu. Verð- bólguáhrifin auðvelda bönkum að halda vaxtamuninum uppi þrátt fyrir versnandi efnahagsaðstæður. Vaxtamunur Glitnis nam 1,9 prósentum. - bþa Glitnir hagnast um 7,6 milljarða króna LÁRUS WELDING AFKOMA GLITNIS Tímabil Hagnaður Apríl-júní 2008 7,6 milljarðar króna Apríl-júní 2007 11,3 milljarðar króna Spár greiningaraðila Hagnaður Landsbankinn 6,0 milljarðar króna Kaupþing 8,6 milljarðar króna Tímabil Hagnaður á hlut Apríl-júní 2008 0,89 krónur Apríl-júní 2007 1,12 krónur Exista hefur samið við MP Fjárfest- ingarbanka og Kaupþing um undir- búning á sölu á hlutum í Skiptum, móðurfélagi Símans. Þetta kom fram í máli Erlendar Hjaltasonar, forstjóra Exista á kynningarfundi í gærmorgun vegna árshluta- uppgjörs. Salan er sögð liður í að auka breidd í hluta- hafahópi félags- ins, en Exista verður áfram kjölfestufjár- festir. Ekki á þó að hefja söluna fyrr betra jafnvægi verður komið á hlutabréfamarkaði. Þá hafa eignir Exista í fjarskipt- um og upplýsingatækni verið sam- einaðar Skiptum með þeim hætti að Skipti kaupa 8,25 prósenta hlut í eignarhaldsfélagi sem á 39 prósent í T-Mobile Czech Republic (TMCZ) og 100 prósent í Ceske Radiokomm- unkace (CRa). - ghh, óká Ætla að selja hluti í Skiptum ERLENDUR HJALTASON Eignarhlutur Exista í Storebrand verði framvegis færður með í fjár- málaþjónustu í reikningum félags- ins í stað fjárfestingar. Hluturinn, 8,69 prósent, verður eftir sem áður færður sem langtímaeign á gang- verði. Markaðsverð endurspeglar verðmætið enda illa, segir Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista. Forsvarsmenn félagsins kynntu uppgjör félagsins á morgunverðar- fundi í gær. Þar kom einnig fram að Exista framkvæmir virðisrýrnun- arpróf á hverjum ársfjórðungi og segir Sigurður Valtýsson forstjóri ekki ástæðu til afskrifta á viðskipta- vild. - óká LÝÐUR GUÐMUNDSSON Storebrand fært í bókum Exista VIÐSKIPTI Tap Exista á öðrum fjórð- ungi ársins nemur 38,4 milljónum evra (4,2 milljörðum króna) sam- kvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 221,4 milljónir evra. Heildartekjur námu 89,6 millj- ónum evra, eða 9,8 milljörðum króna. Lýður Guð- mundsson stjórn- arformaður segir forsvarsmenn félagsins sátta við niðurstöðu fjórð- ungsins í ljósi ríkjandi markaðsaðstæðna. Áhersla hafi verið lögð á að standa vörð um undirstöður félagsins og þótt verðmyndun sé nú veik á markaði gangi reksturinn vel. Á kynningarfundi í gærmorgun sagði Lýður félagið vel í stakk búið til að standa af sér hremmingar á fjármálamörkuðum „og koma út úr þeim sterkari“. Í lok júní átti félag- ið tryggt lausafé til að standast skuldbindingar sem falla á gjald- daga fram í desember 2009. - óká Tap Exista 4,2 milljarðar króna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.