Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 2. ágúst 2008 13 Fortíð og framtíð mætast REICHSTAG-ÞINGHÚS- IÐ Í BERLÍN Hvelfingin sem breski arkitekt- inn Norman Foster hannaði við þinghúsið í Berlín var opnuð árið 1999 og er opin almenningi. Þrátt fyrir að hafa verið nokkuð umdeild er almennt talið að hún hafi heppnast sérlega vel. KUNSTHAUS Í GRAZ Þessi bygging er oftast kölluð „vina- lega geimveran“ af höfundum hennar, arkitektunum Peter Cook og Colin Fourni- er. Safnið stendur í jaðri gamla bæjarins í Graz í Austurríki. MILLENIUM DOME Í LONDON Þessi risavaxni skáli var byggður í tilefni hátíðarhald- anna um aldamótin 2000 í Lundúnum og var hannaður af arkitektinum Richard Rogers. Þessi umdeilda hvelfing er orðin ein þekktasta bygging borgarinnar og kallast nú O2-hvelfingin og er notuð undir alls konar stórviðburði. CONTEMPORARY ARTS CENTER Í CINCINNATI Þetta nútímalistasafn var fyrsta verkefni arkitektsins Zöhu Hadid í Bandaríkjunum og var opnað árið 2002. Eitt af hlutverkum safnsins var að draga fleira fólk í miðbæinn sem þótti í örri hnignun. GLERPÝRAMÍDINN Í LOUVRE-SAFNINU Eitt frægasta dæmi um nútímalega viðbót við gamla byggingu er pýramídinn sem arkitektinn I. M. Pei hannaði að beiðni þáverandi Frakklandsforseta, François Mitterand, í lok níunda áratugarins. Hann er rúmlega tuttugu metra hár og settur saman úr glerplötum og vakti gífurlegar deilur á sínum tíma, en hann átti fyrst og fremst að verða nýr inngangur að safninu. Pýramídinn öðlaðist frekari frægð þegar hann varð hluti af sögusviði metsölubókarinnar Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY NEW MUSEUM Í NEW YORK Þessi skondna bygging á Bowery-götunni í SoHo-hverfinu í New York er nýlistasafn hannað af japanska arkitektateyminu Kazuyo Sejima og Ryue Nizhizawa. Byggingin reis árið 2002 og er þakin áli sem er alsett litlum götum. Vinningstillaga að byggingu Listaháskóla Íslands á Frakkastígsreit er umdeild. Anna Margrét Björns- son skoðaði erlend dæmi þess þegar samtímaarki- tektúr mætir gamalli byggð. KULTURHUSET Í STOKKHÓLMI Gamall bæjarhluti Stokkhólms var jafnaður við jörðu til að rýma fyrir Sergilstorgi og byggingunum þar í kringum 1960 sem svo leiddi til þess að Gamla Stan var friðaður í heilu lagi. Kultur- huset frá 1971 er meginbyggingin við torgið og var hann- að af Peter Celsing. Almenningur var lítið hrifinn af þessu framtaki og fannst vera valtað yfir óbætanlegan menningararf. SVARTI DEMANTURINN Í KAUPMANNAHÖFN Danska arkitektafélagið Schmidt, Hammer og Lassen hönnuðu svarta dem- antinn í lok síðasta áratugs, nútímalega byggingu við hafnarbakka Kaupmannahafnar. Den Sorte Diamant er viðbygging við konunglega danska bókasafnið sem þurfti nauðsynlega að stækka og er úr gleri, stáli og svörtu graníti. FRÉTTABLAÐIÐ/ WONDERFULCOPENHAGEN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.