Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 16
16 2. ágúst 2008 LAUGARDAGUR B yrjum á að líta yfir far- inn veg. Hvernig met- urðu nýliðið kjörtíma- bil í samanburði við hin fyrri tvö? Það er erfitt fyrir mig að leggja mat á það. Þessi veg- ferð í tólf ár hefur verið með marg- víslegum hætti og kjörtímabilin hvert með sínu móti. Í upphafi sinnti ég hefðbundnum tengslum við frændþjóðirnar á Norðurlönd- um og ættmenni okkar í Vestur- heimi og tók þátt í að undirbúa hin miklu hátíðarhöld árið 2000 vegna landafundanna. En það kjörtímabil bar líka svipmót veikinda og and- láts Guðrúnar Katrínar og þeirra erfiðleika sem ég og við í fjölskyld- unni glímdum við í þeim efnum. Á öðru kjörtímabilinu, sérstak- lega undir lok þess, var nokkur glíma milli mín og forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðla- málsins og hvernig minnast skyldi heimastjórnarinnar. Kannski bar það kjörtímabil einkenni þeirra átaka. Þriðja kjörtímabilið hefur svo að mínum dómi verið farsælt, árang- ursríkt og ánægjulegt. Ég hef átt gott samstarf við stjórnvöld og for- ystumenn allra flokka, almenning vítt og breitt í byggðum landsins sem og fólk á sviði vísinda, við- skipta, lista og menningar. Það er ekki síst þess vegna að ég ákvað að gefa kost á mér til að þoka góðum verkum áfram. Hvað er svo á stefnuskránni fyrir kjörtímabilið sem nú er að hefjast? Ég hef á liðnum árum unnið að mörgum verkefnum og reynt að leggja lið á fjölþættum sviðum, bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Ég hef gert það vegna þess að ég er sannfærður um að Íslendingar eigi fjölda tækifæra á þessari nýju öld og forsetaembætt- ið getur verið eitt öflugasta tækið sem við eigum á alþjóðlegum vett- vangi. Það er einfaldlega eðli alþjóð- legra samskipta að aðkoma þjóð- höfðingja getur skipt miklu máli. Á kjörtímabilinu sem framundan er mun ég halda áfram að sinna þessum verkefnum og taka þátt í samstarfi sem leitað er eftir. Beiðn- um um aðkomu forseta fjölgar sífellt. Á alþjóðavettvangi er nánast í viku hverri leitað eftir því að for- seti Íslands flytji fyrirlestur, haldi ræðu eða taki þátt í málþingum og umræðum. Þetta sýnir að Ísland hefur tölu- vert fram að færa. Á þeim árum sem framundan eru mun ég á svip- aðan hátt og ég hef gert að undan- förnu leitast við að styrkja sam- stöðu og árangur heima fyrir, leggja lið fólki sem vill sækja inn á ný svið. Það þarf að nýta þau tækifæri sem blasa við íslenskri þjóð og ég tel það verkskyldu forsetans að leggjast á árar í þeim efnum. Vill opna umræðu um embættið Í þinni embættistíð er meira rætt og ritað um forsetann en áður. Er það til góðs eða ills? Satt að segja hef ég reynt að feta inn á þær brautir að fram fari lýð- ræðisleg og opin umræða um emb- ættið og gjörðir forsetans. Ég hef talið óeðlilegt að hér ríki einhver þögn hefðar og tilgerðarleg virðing gagnvart forsetanum. Ég hef þess vegna aldrei gert athugasemd við það þótt einstök blöð eða einstakl- ingar gagnrýni forsetann eða jafn- vel hamist á honum. Það er einfald- lega lýðræðislegur réttur hvers og eins í opnu samfélagi þó að eðlilega þurfi menn að gæta hófs og kurteisi í þeim efnum eins og öðrum. Ég tel að forsetinn sé þjónn þjóð- arinnar. Hann starfar í lýðræðis- legu, opnu og frjálsu samfélagi þar sem umræður eru kjarni hins dag- lega lífs og hefur engar sérstakar undanþágur. Sérhver sem kosinn er til ábyrgðar af almenningi verður að sætta sig við að almenningur hafi svo skoðanir á því hvað hann gerir. En þó að þér finnist eðlilegt og sjálfsagt að fram fari umræða og gagnrýni, hefurðu lesið eitthvað eða heyrt eitthvað um þig sem hefur sært þig? Nei, í raun og veru ekki. Það er nú kannski vegna þess að þegar ég kom hingað til Bessastaða var ég með nokkuð þykkan skráp frá þátt- töku í þjóðmálaumræðu í þrjátíu ár, fyrst sem ungur maður sem stjórn- aði umræðuþáttum í sjónvarpi og útvarpi sem ekki féllu öllum valda- mönnum í geð á sínum tíma og voru reyndar bannaðir vegna þess að þeir þóttu of djarfir og of frjálsir hvað snerti efnistök og skoðanir. Ekkert hefur snert mig illa. Það var þó í veikindum Guðrúnar Katr- ínar og eftir andlát hennar þegar dætur mínar veittu mér stuðning um tíma í embættinu að farið var að gagnrýna þær afar ómaklega að mínum dómi. Mér fannst að menn ættu að geta haft skilning á því að á tímum sorgar og erfiðleika þyrfti ég og fjölskyldan á styrk að halda og það var auðveldara að takast á við sumar embættisannir með dætur mínar mér við hlið. En óvægin umræða um mig sjálf- an og verk mín hefur á engan hátt snert mig persónulega. Ég tel reyndar að það sé mjög mikilvægt að forsetinn sé ekki mjög viðkvæm- ur fyrir slíkri umræðu þótt honum beri að sjálfsögðu að taka mark á umfjöllun og gagnrýni. En ef hann er of viðkvæmur fyrir slíkri umræðu kann að skapast hætta á því að hann veiti einstökum fjöl- miðlum eða einstaklingum of mikið vald um svigrúm sitt til athafna. Um leið og eitthvert blað, frétta- maður eða annar einstaklingur færi að leggja línur um það hvað forset- inn mætti eða mætti ekki gera, gantast með hann eða annað í þeim dúr og forsetinn færi að hika í verk- um sínum eða haga þeim í sam- ræmi við það væri hann í reynd að afsala sér ákvörðunarvaldi og jafnvel fela einstaklingum eða fjölmiðlum neitunarvald. Og mér hefur stundum fundist þegar ónefnt dagblað var að hjóla í forsetann að þá teldi blaðið að það hefði einhvers konar dómaravald yfir því hvað forsetinn ætti og mætti gera. Ef hann færi út af þeirri línu þá væri flautað á ritstjórninni. Forsetinn er ekki háður ríkisstjórn Starfslýsing forsetaembættisins er til þess að gera fábrotin, aðeins nokkrar greinar í stjórnarskránni. Væri hyggilegt, að þínum dómi, að gera nákvæmari grein fyrir störfum og skyldum forsetans hvort sem það væri í stjórnarskránni eða annars staðar? Þessi umræða hefur stundum skotið upp kolli. En þegar við lítum til baka og skoðum þær umræður og ákvarðanir sem voru teknar í aðdraganda lýðveldisstofnunarinn- ar og þegar forsetaembættið var mótað, sess þess í stjórnskipuninni ákveðinn, þá sjáum við að forystu- sveit hins unga lýðveldis hafði skýr- ar hugmyndir um hvernig forseta- embættið ætti að vera. Það ætti að vera fulltrúi þjóðarinnar inn á við og út á við, það ætti ekki að taka þátt í daglegri togstreitu um ákvarð- anir þings eða ríkisstjórnar, það ætti að rækta samband við þjóðina og vera reiðubúið að skjóta málum til þjóðarinnar ef nauðsyn krefði. Þessi rammi, ásamt því að greiða fyrir myndun ríkisstjórna, hefur reynst íslenska lýðveldinu vel í rúm sextíu ár. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að breyta stjórnarskrá eða stjórnskipun nema brýna nauðsyn beri til. Á þessum tíma hefur lýðveldið farið í gegnum miklar breytingar og forsetaembættið tekið þátt í lausn erfiðleika. Hér hafa verið erf- iðar stjórnarkreppur, kalda stríðið geisaði og ólga hefur ríkt meðal almennings um fjölmörg mál. Nið- urstaðan er engu að síður sú að stjórnskipuleg staða forsetans hefur í raun og veru aldrei verið hindrun í vegi. Það hefur stundum verið, bæði á fyrri áratugum og síðari, að ein- stökum ráðamönnum hefur fundist forsetinn vera fyrir sér en það er eðli stjórnarskrárinnar að forsetinn er hvorki verkfæri ríkisstjórnar né háður henni. Sá skilningur heyrist stundum að forsetinn sé eins konar undirdeild ríkisstjórnar og eigi að lúta vilja og ráðum hennar í einu og öllu. Það er grundvallarmisskilngur á eðli forsetaembættisins. Forset- inn er kosinn á sjálfstæðan hátt af þjóðinni. Það er einmitt þetta sjálf- stæði embættisins og sú staðreynd að forsetinn er eingöngu ábyrgur gagnvart þjóðinni sem er kjarninn í hinu stjórnskipulega eðli íslenska lýðræðisins. Stjórnarskráin er svo líka sniðin á þann hátt að hver forseti hefur svigrúm til að móta embættið og verk þess í samræmi við þær áherslur sem hann telur mikilvæg- ar og eru í samræmi við vilja þjóð- arinnar. Að fenginni reynslu tel ég að hið lýðræðislega aðhald sem þjóðin veitir forsetanum og ávallt er til í vitund þess sem embættinu gegnir sé mikilvægasta markalínan sem er dregin um umsvif forseta- embættisins. Líturðu þá svo á að í erindum og ræðum sértu að greina frá þinni per- sónulegu afstöðu en ekki að túlka afstöðu ríkisstjórnar Íslands á hverjum tíma? Ég heyri stundum sagt að forset- inn eigi að túlka afstöðu ríkisstjórn- ar eða að ráðherrar eigi að ákveða hvað forsetinn eigi að segja. Ég tel að þessi skilningur sé á engan hátt réttur. Hér er stjórnskipun þar sem forsetinn ákveður sjálfur hvað hann segir og gerir. Hann hefur sjálf- stæðan málflutningsrétt og það er ekki í verkahring hans að túlka afstöðu ríkisstjórnarinnar. Það er verkefni ráðherranna. Það er hins vegar svo, að í viðræðum forseta við ráðamenn annarra þjóða leggur hann áherslu á þau mál og þann málflutning sem kalla má að sé stefna lýðveldisins. Hins vegar er mikilvægt að for- setinn hafi jafnan í huga hver er ráðandi vilji þings og þjóðar. Það getur verið erfitt fyrir forseta að fara á svig við eða beinlínis tala í andstöðu við ríkjandi vilja þings en ef aftur á móti hann telur brýnt að gera það þá tel ég að hann eigi að gera það en ekki leyna þjóðina þeirri afstöðu sinni. Það eina sem nauðsynlegt er að forseti hafi samráð við ríkisstjórn og ráðherra um stjórnskipulega séð Forsetinn er þjónn þj Fjórða kjörtíma- bil Ólafs Ragnars Grímssonar í emb- ætti forseta Íslands er hafið. Björn Þór Sigbjörnsson hitti Ólaf á Bessastöðum í vikunni og ræddi við hann um stöðu embættisins, verk- efni næstu ára og gagnrýni sem sett hefur verið fram á störf hans. Ólafur segir forsetann óháð- an ríkisstjórninni, hann ráði sjálfur hvað hann segi og geri. Þá rökstyður hann ákvörðun sína um að sækja Ólymp- íuleikana í Peking og lýsir því hvernig nýleg heimsókn Mörthu Stewart getur orðið öflug og jákvæð landkynning fyrir Ísland.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.