Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 23
ATVINNA LAUGARDAGUR 2. ágúst 2008 7 A ug l. Þó rh ild ar 2 20 0. 41 4 Skólaskrifstofa S E L T J A R N A R N E S B Æ R Mötuneyti leik- og grunnskóla Seltjarnarness Laus er til umsóknar störf í eldhúsi Aðstoðarfólk vantar í eldhús. Um er að ræða bæði100% og 50% stöður. Laun skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við starfsmannafélag Seltjarnarness. Áhugasamir hafi samband við: Jóhannes Má Gunnarsson í síma 5959-200, 845-2490 eða johannesmar@seltjarnarnes.is Scanmar er hátæknifyrirtæki sem beinir öllum áherslum sínum að útgerð og veiðum um allan heim. Nútímatækni til að efla árangur í veiðum hófst þegar Scanmar var stofnsett fyrir 28 árum. Frá þeim tíma hefur Scanmar notað meira en 5 milljarða íslenskra króna til rannsókna og þróunar og heldur því einstakri stöðu í dag á heimsvísu. Tæknilega og einnig með ávinning notenda í huga, hefur Scanmar alltaf verið langt á undan í samkeppninni. Margs konar nýr búnaður er að koma á markað þessa dagana og annar er í þróun. Umsóknir um einkaleyfi fyrir ýmsum búnaði er í vinnslu og einkaleyfi hafa þegar verið veitt fyrir ákveðnum tækjum og búnaði. Síðumúla 5 | 108 Reykjavík sími 511 1225 | fax 511 1226 intellecta@intellecta.is www.intellecta.is Framkvæmdastjóri – áhersla á sölu- og markaðsmál Leitað er að öflugum framkvæmdastjóra til að veita forstöðu Scanmar á Íslandi ehf. í Reykjavík. Helsta hlutverk framkvæmdastjóra er að kynna og koma á framfæri nýjum búnaði á sem árangursríkastan hátt og á sama tíma að bjóða upp á sem besta þjónustu fyrir viðskiptavini. Kynningar eru einkum framkvæmdar með beinni markaðs- setningu og með öðrum miðlum til viðskiptavina, heimsóknum og fræðslufundum. Þjálfun um borð, ásamt því að kynna notkunarmöguleika og ávinning nýs búnaðar er stór hluti af starfi framkvæmdastjóra. Íslenski markaðurinn fyrir búnað Scanmar er einn sá mikilvægasti og því verður fullri athygli beint að honum í framtíðinni. Viðhaldsþjónustu við tækja- búnað er sinnt af fyrirtækinu Sinus ehf. sem hefur langa reynslu af þjónustu við tæknibúnað Scanmar. Helstu verkefni • Kynna nýjan búnað og þann ávinning sem hann býður upp á í upp- sjávarveiðum • Þjálfa og kenna stjórnendum um borð notkunarmöguleika tækja og búnaðar frá Scanmar • Efla samstarf við viðskiptavini Scanmar • Þróa og viðhalda aðgerðaáætlun á íslenskum markaði til lengri og skemmri tíma • Byggja upp og framfylgja beinni markaðssetningu ásamt útgáfu fréttabréfs um vörur Scanmar og þjónustu. Framkvæmdastjórinn þarf að • Beita árangursmiðuðum aðferðum • Vera skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum • Hafa þekkingu og reynslu af íslenskri útgerð • Hafa innsýn og skilning á tæknilegum þáttum búnaðar • Hafa reynslu af sölu- og markaðsstarfi • Hafa góða kunnáttu í ensku og kunnátta í norsku kemur að gagni Ef þú vilt... spyrjast nánar fyrir um þetta starf er þér velkomið að hafa samband við Þórð S. Óskarsson hjá Intellecta í síma 511 1225. Umsókn... sendist til Intellecta á neðangreint heimilisfang eða á thordur@intellecta.is til og með 17. ágúst 2008. Umsókn skal vera á ensku og þarf að greina frá menntun, fyrri störfum og helstu verkefnum sem umsækjandi hefur tekist á við á undanförnum árum og sem hann telur að koma muni að gagni í þessu starfi. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi fyrirspurnir og persónu- legar upplýsingar og verður öllum umsóknum svarað. G ra fik a 08 Starfsfólk óskast Verslunin Samkaup-Úrval, Miðvangi í Haf- narfirði óskar eftir starfsfólki. Um er að ræða bæði hlutastarf og/eða heilsdagsstarf við afgreiðslu á kassa og úr kjötborði, lagerstarf og við útkeyrslu. Upplýsingar um starfið veitir verslunarstjóri Ingibjörn Hafsteinsson á staðnum eða í síma 892-4955. Umsóknir berist á netfangið hafnarfjordur@samkaupurval.is fyrir 7.ágúst. ATVINNA Skrifstofa fyrirtækisins er staðsett á höfuðborgarsvæðinu og felst starfið í flugbókunum, samningagerð og almennri aðstoð við forstjóra. Umsókn merkt „Aðstoðarmaður - PA“ sendist á póstfangið l.thordardottir@avijet.biz Hæfniskröfur:  Mjög góð enskukunnátta – munnleg og skrifleg  Kunnátta í öðrum málum æskileg  Góð samskiptahæfni  Skipulögð vinnubrögð  Þjónustulund AÐSTOÐARMAÐUR FORSTJÓRA... ...ÓSKAST TIL STARFA HJÁ ALÞJÓÐLEGU FLUGREKSTRARFYRIRTÆKI Menntasvið Árbæjarskóli er einn stærsti grunnskóli landsins með um 800 nemendur, 400 á hvoru skólastigi. Hann er staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins, náttúruperlu höfuðborg- arsvæðisins. Skólinn er safnskóli á unglingastigi þar sem til náms í unglingadeild koma nemendur frá Ártúns-, Selás- og Árbæjarskóla en skólastarf á yngra stigi er hefðbundið. Helsti áhersluþáttur skólans er að nemendur og starfsfólk hans nái hámarksárangri í starfi sínu og eru einkunnarorð skólans í há- vegum höfð. Samvinna einstaklinga og starfsandi er góður. Einkunnarorð Árbæjarskóla eru: Ánægja - Áhugi - Ábyrgð - Árangur Eftirtaldar stöður eru lausar í Árbæjarskóla skólaárið 2008 - 2009 Íslenskukennari, 100% staða Enska og samfélagsfræði, 100% staða Náttúrufræðikennari, 100% staða Kennari í íslensku og stærðfræði á miðstigi, 50% eða 100% staða Stuðningsfulltrúi, 70% starf Skólaliðar, fullt starf eða hlutastarf Þroskaþjálfi , fullt starf Upplýsingar gefur Þorsteinn Sæberg skólastjóri í síma 664 8120. Umsóknir skulu sendar á netfangið sberg@arbaejarskoli.is eða á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Laun eru skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Kennarar - Skólaliðar - Stuðningsfulltrúar - Þroskaþjálfi Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.