Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 16
16 5. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ég þekki stúlku á sextánda ári sem hefur hlakkað til þess í mörg ár að fara í fyrsta sinn á þjóðhátíð í Eyjum. Líkast til hefði það orðið í ár ef fjölskylda hennar hefði ekki ákveðið að fara saman á sólarströnd í júlílok. Fólk á öllum aldri fær glampa í augun þegar brekkusönginn í Herjólfs- dal ber á góma og mun fólksfjöldi á þessari vinsælu sumarhátíð aldrei hafa verið meiri en um nýliðna helgi. Um verslunarmannahelgina gleðjast menn saman á hátíðum um allt land. Unga fólkið sækir í fjörið og frelsið en fullorðið fólk fremur í fjölskyldusamkomur. Frídagur verslunarmanna er fyrir löngu orðinn frídagur allra landsmanna. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 13. september árið 1894, en skömmu áður hafði verið tilkynnt á félagsfundi Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur að allir kaup- menn í Reykjavík og verslunar- stjórar stærri verslana hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Á þessum árum var vinnudagurinn og vinnuvikan almennt lengri en nú tíðkast og því skynsamlegt þegar ákveðið var að hafa þetta frí á mánudegi. Þrjátíu og sjö árum frá fyrsta frídegi verslunarmanna var formlega ákveðið að halda hann jafnan fyrsta mánudag í ágúst- mánuði. Þessi fríhelgi lengist síðan árið 1972 þegar 40 stunda vinnuvika er lögfest, en það er ekki fyrr en 1983 sem frídagur verslunarmanna verður almennur frídagur. Mismunandi hughrif fylgja lögbundnum frídögum hér á landi. Eftirvænting og tilhlökkun fyrir jól og áramót er annars konar en fyrir verslunarmanna- helgi. Sumardagurinn fyrsti, 17. júní og 1. maí hreyfa við ólíkum kenndum. En fyrir utan að rífa okkur upp úr hversdagslífinu, minna þessir dagar okkur á vissan hátt á hver við erum og hvers vegna. Inda frænka Skilningur og skoðanir koma til manns með ýmsum hætti. Ein af mörgum happasendingum í mínu lífi var Inda móðursystir mín. Glæsilegt heimili hennar var eins og vel rekið fyrirtæki, en hlýlegt og afar smekklegt. Á morgnana var tekið til, þrifið og þvegið og eldaður hádegismatur fyrir mann og börn, réttir sem enn eru í minnum hafðir. Eftir hádegi skipti hún um föt og farðaði sig. Var fín, vel tilhöfð og smekkleg. Leit kannski í blöðin en var annars alltaf að. Maður varð aldrei var við að hún lægi yfir heimsmálum eða bókmenntum, en væri slíkt til umræðu kom hún manni á óvart með því að vera inni í ótrúlegustu hlutum. Hún var ekki endilega að viðra skoðanir sínar í tíma og ótíma en þegar það var gert voru það engin ræðuhöld. Kannski ein setning. Einhverju sinni þegar ég var á gelgjuskeiðinu var ég heima hjá henni að undirbúa mig fyrir teiti með vinum mínum á gaml- árskvöld. Hún stóð í eldhúsinu sínu í hvítum slopp yfir síðdegi- skjólnum og straujaði, en ég var fyrir framan spegil í ganginum við hurðina inn í eldhús. Mér líkaði ekki það sem við blasti í speglinum og var með einhverja vanstillingartakta. Inda brosti yfir þessum látum og spurði hvort mikið lægi við. Ég stillti mér upp í dyrunum í umvöndunarstellingum og sagði með áherslu og yfirlæti æskunnar: „Gamlárskvöld er nú ekki nema einu sinni á ári, Inda!“ – „Það er enginn dagur nema einu sinn á ári, Ninna mín,“ sagði hún rólega, meðan hún renndi straujárninu fumlaust yfir línið. Dagur í senn Það voru auðvitað engin tíðindi fyrir mig að enginn dagur kæmi tvisvar. Það vita allir. En sem ég stóð þarna skildi ég þetta allt í einu, og það getur verið talsverður munur á því að vita og skilja. Alls konar ráðleggingar- bókmenntir brýna okkur til að lifa í núinu. Góður vinur minn um sjötugt sagði við mig fyrir nokkrum dögum að hann hefði verið að átta sig á því að hann hefði aldrei verið með hugann við það líf sem hann var að lifa þá stundina. Alltaf við viðfangsefni morgundagsins. Aldrei notið augnabliksins til fulls. Þetta væri áleitið umhugsunarefni. Hinir lögskipuðu tilhlökkunar- dagar ársins krydda tilveruna. Fólk er yfirleitt fyrirfram ákveðið í að það verði gaman um verslun- armannahelgi og á gamlárskvöld. Ef okkur tækist að kveikja á eftirvæntingu fyrir deginum fram undan árið um kring væri miklu oftar gaman. Það er nefnilega misskilningur að hversdagslífið sé hversdagslegt. Þar er uppspretta gleðinnar. S kelfilegasti fylgifiskur hverrar verslunarmannahelgar eru tilkynningar til lögreglu og Stígamóta um nauðgan- ir. Eftir þessa helgi hafa þegar borist fregnir af konum sem leitað hafa til bráðamóttöku vegna nauðgana. Það er miður að ekki skuli vera hægt að halda annars skemmti- legar samkomur án þess að ofbeldi komi þar við sögu. Það var vel tímasett áminning að nú um verslunarmannahelg- ina bárust fregnir af því að íslenskum stjórnvöldum hafi verið birt tilmæli nefndar Sameinuðu þjóðanna um að vinna betur gegn kynjamisrétti á Íslandi. Þessi nefnd hefur það að starfa að fylgjast með að alþjóðasamningi um afnám mismununar gagnvart konum sé framfylgt. Helstu tilmæli nefndarinnar að þessu sinni snúa að ofbeldi gagnvart konum og hvernig betur sé hægt að verja konur gegn heimilis- og kynferðisofbeldi. Meðal þess sem nefnt er sem áhyggjuefni er ósamræmi á milli fjölda rannsakaðra mála í kynferðisbrotamálum og þess fjölda mála sem leiða til ákæru og dóms. Ef miðað er við ársskýrslu Stígamóta frá því í fyrra er þó einungis lítið brot af kynferðisbrotamálum sem eru kærð. Á síðasta ári voru það tæplega þrettán af hverjum hundrað málum sem voru kærð til lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að ekkert sé vitað um enn fleiri kynferðisbrotamál, þar sem hvorki sé leitað til lögreglu né samtaka eins og Stígamóta. Ekki er langt síðan hæstaréttardómari hélt því fram að svo virt- ist sem dómarar hefðu snúið við sönnunarfærslu í nauðgunarmál- um; að sakaðir menn þyrftu að sanna sakleysi sitt, en fengju ekki að búa við það eins og aðrir að vera saklausir þar til sekt sannað- ist. Meðal þess sem hæstaréttardómarinn gagnrýndi var að kölluð væru til vitni sem fórnarlambið treysti og höfðu ekki annað fram að færa en lýsingu fórnarlambsins á ofbeldisverkinu. Meðal þeirra sem ekki væri því hægt að kalla til vitnis væru sérfræðingar eins og áfallasérfræðingar og sálfræðingar sem aldrei gætu sagt til með vissu hvort áfallið tengdist þeim sem sakaður væri um ofbeldið. Þetta álit hæstaréttardómarans er í samræmi við umdeilt sér álit hans í einum dómi Hæstaréttar í nauðgunarmáli. Álit hæstaréttar- dómarans gengur í raun þvert gegn tilmælum nefndar Samein- uðu þjóðanna, því ef því væri fylgt að fella niður sjálfstætt gildi sérfræðinga væri enn ólíklegra en nú er að dómar myndu falla í nauðgunarmálum. Ef sönnunarbyrðin væri aukin; með áherslu á vitni og áverkavottorð, er líkegt að annars vegar myndi mun minni hluti mála sem rannsakaður væri leiða til ákæru og dóms. Hins vegar yrði það ólíklegra að nauðgunarmál yrðu kærð þar sem kærur myndu ekki leiða til neins. Taka þarf tillit til eðlis nauðgunarmála, þar sem enginn er til vitnis. Miðað við þann fjölda mála sem rannsökuð eru og ekki leiða til ákæru, auk þeirra mála sem leiða til sýknu, má gera ráð fyrir að réttarkerfið hafi ekki snúið sönnunarbyrðinni við í kynferðisbrota- málum. Frekar virðist það vera sem svo að fullerfitt sé að koma kynferðisbrotamálum fyrir dómara. Nauðganir um verslunarmannahelgi: Draumurinn rættist ekki þetta árið SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR Einu sinni á ári JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Fólk á öllum aldri fær glampa í augun þegar brekkusönginn í Herjólfsdal ber á góma og mun fólksfjöldi á þessari vinsælu sumarhátíð aldrei hafa verið meiri en um nýliðna helgi. UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um álver á Bakka Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis-ráðherra hefur fengið lof fyrir þá ákvörðun sína að fram skuli fara heildstætt umhverfismat fyrir alla þætti sem snúa að því að reisa álver á Bakka við Húsavík. Áður hafði ráðherrann fengið gagnrýni fyrir að láta ekki slíkt mat fara fram á sam- svarandi framkvæmd í Helguvík á Reykjanesi. Hvort tveggja, lofið og gagnrýnina, tek ég undir. Að sjálfsögðu er annað fráleitt en að fram fari mat á því samtímis hverjar afleiðingar það hefði fyrir umhverfið að reisa verksmiðju, virkja orkuna til að knýja hana og flytja rafmagnið frá virkjun til verksmiðju. Enda þótt almennt sé viðurkennt að þetta séu eðlileg vinnubrögð, þá hefur það ekki farið framhjá neinum að hörðustu virkjunarsinn- um þyki slæmt að slík heildstæð skoðun fari fram – tala um ónauðsynlegar tafir. Samráðherrar Þórunnar, bæði úr Sjálfstæðis- flokki og Samfylkingu, lýsa því yfir að álver verði byggt á Bakka hvað sem tautar og raular. Bera í besta lagi í bætifláka fyrir umhverfisráðherra með því að segja að Þórunn sé að sinna nauð- synlegum formsatriðum. Gagnrýnin á umhverfisráðherra þykir mér ekki byggja á haldbærum rökum. En hvers vegna efasemdarfyrirvarinn sem ýjað er að í fyrirsögn þessa greinar- korns? Á umhverfisráðherranum sjálfum er nefnilega svo að skilja að heildstætt umhverfismat muni ekki breyta neinu, að í huga hennar sjálfrar sé fyrst og fremst um formasatriði að ræða, sbr. eftirfarandi ummæli í Sjónvarpsfréttum 1. ágúst um þessa ákvörðun: „Það þýðir auðvitað að það bætast við einhverjar vikur, mánuðir í ferlinu en fyrir svo stórt verkefni sem í raun á að líta dagsins ljós árið 2012 líklega, þá skipta nokkrar vikur eða mánuðir á þessari stundu ekki öllu máli.“ Þarna tel ég hins vegar að stóriðjusinnar hafi nokkuð til síns máls þegar þeir segja að heildstætt mat valdi töfum og auki á óvissu; óvissu um að álver verði reist á Bakka. En það er jákvætt í augum okkar sem teljum frekara umhverfisrask í þágu fjölþjóðlegra álrisa hið mesta glapræði. Einnig í efnahagslegu tilliti. Höfundur er alþingismaður. Gott hjá Þórunni, en … Verslunarmannahelgin ÖGMUNDUR JÓNSSON Djúpstæður ágreiningur Ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnar- dóttur umhverfisráðherra um að senda álversframkvæmdir á Bakka í heildstætt umhverfismat hefur varpað ljósi á djúpstæðan ágreining milli stjórnarflokkanna og innan Samfylkingarinnar sjálfrar. Ljóst er að þingmenn Samfylkingar í Norðaustur- kjördæmi, Einar Már Sigurðsson og Kristján Möller, styðja byggingu álvers í kjördæminu. Það gerir einnig Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra. Formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, styður ákvörðun Þórunnar, þó að skoðanir hennar á sjálfri framkvæmdinni séu enn á huldu. Umhverfisráðherra hefur lýst sig andsnúna álveri á Bakka og álveri í Helguvík. Bygging þeirra beggja væri brot á skuldbindingum Íslendinga í Kyoto- bókuninni. Á sama tíma er þorri sjálf- stæðismanna fylgjandi álverunum. Næst einhvern tímann sátt um málið milli þessara flokka og innan þeirra? Íslenska ákvæðið Enn er því ósvarað hvernig ríkisstjórn- in leyfir Þórunni að beita sér í kom- andi viðræðum um nýja alþjóðlega loftslagssamninga. Ráðherra hefur lýst sig andvíga sérstöku „íslensku ákvæði“ um rýmri heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Geir Haarde forsætisráðherra sagði hins vegar á Alþingi að hann vildi knýja fram frekari undanþágur fyrir losun. Af því tilefni sagði Þórunn að ríkisstjórnarflokkarnir ættu eftir að ná sátt um málið. Er það ekki borin von eins og staðan er? Ómari um að kenna Össur varð í júní með undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers á Bakka eitt helsta andlit stóriðju- stefnunnar. Annað hljóð var í honum tveimur dögum eftir kosningar 2007, þegar hann harmaði framboð Íslands- hreyfingar og úrslit kosninganna á bloggsíðu sinni. Þar sagðist hann „slá því föstu að Ómar Ragnarsson [væri] maðurinn sem [hefði] tryggt áframhald stór- iðjustefnunnar“. steindor@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.