Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sólrún María Reginsdóttir stundar fjölbreytta hreyfingu til að halda heilsunni í lagi. „Hestar eru aðalmálið þessa dagana, en ég hef stund- að hestamennsku með hléum alveg frá sextán ára aldri og finnst það mjög gaman. Ég á það til að gleyma mér uppi í hesthúsi heilu og hálfu dagana,“ segir hesta- og útivistarkonan Sólrún María Reginsdóttir, sem hreyfir sig mikið til að halda heilsunni í lagi. „Ég hjóla venjulega í og úr vinnunni og finnst ég mun hressari fyrir vikið,“ segir hún. „Þegar heim er komið ákveð ég svo hvað ég ætla að gera. Það fer alfarið eftir því hvernig mér líður. Stundum er ég þreytt og þá finnst mér best að taka mið af því; fer þá bara út að ganga eða hjóla og hlusta á góða tónlist, slaka á og reyni jafnvel að rífa orkuflæðið upp. Aðra daga er maður hressari og þá tek ég líka vel á því.“ Þar fyrir utan gengur Sólrún, hleypur, fer á línu- skauta, syndir og lyftir lóðum. „Svo var ég að prófa golf um daginn og við vinkonurnar ætlum að skella okkur í tíma til golfkennara til að ná undirstöðuatrið- unum,“ segir hún hress í bragði. Sólrún segist reyna að sameina hreyfingu og skemmtan. „Þar af leiðandi tengi ég hreyfingu við eitthvað sem mér finnst jákvætt, ekki átök. Þá geri ég það sem líkaminn minn hefur orku og úthald í þá stundina.“ Hollt og gott mataræði er líka liður í að halda heils- unni í lagi að sögn Sólrúnar. „Ég passa upp á að borða fjölbreytta fæðu og mikið af ávöxtum og reyni að sneiða hjá öllum mjólkurmat. Ég á engan sérstakan nammidag; borða nammi og kökur ef mig langar í, en ég geri það í hófi og þá helst fyrripart dags. Á kvöldin er mér meira umhugað um það sem ég læt ofan í mig. Borða þá minna af sætindum og helst ekkert eftir klukkan 19.30.“ sigridurp@frettabladid.is Heilsan í hávegum höfð Sólrún Reginsdóttir hugar að heilsunni með því að stunda hestamennsku, lyfta lóðum, hlaupa og synda svo fátt eitt sé nefnt. FRÉTTABLAÐ/STEFÁN Auglýsingasími – Mest lesið SÁRSAUKALAUST SÓLSKIN Sólarexem lýsir sér í roða og bólum sem klæjar í en útfjólubláir geislar sólarinnar eru taldir orsaka það. Ýmsum aðferðum er hægt að beita til að hindra að þetta vandamál blossi upp. HEILSA 2 AUGNAYNDI Í ELDHÚSINU Hönnuðurinn Jens Veerback heldur úti heimasíðu sem hann helgar brauðristasafninu sínu. HEIMILI 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.