Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 18
[ ] Fólki með ljósa húð er hættara við sólarexemi. NORDICPHOTOS/GETTY Fólki á norðlægum slóðum er hætt við sólarexemi sem lýsir sér með roða og bólum sem klæjar í. Best er að reyna að verja sig fyrir sólargeislunum, en sé exemið komið á annað borð eru sterar eina lausnin. „Sólarexem er frekar algengt á norðlægum slóðum þar sem sumr- in eru fremur stutt og mikið um fólk með ljósa húð,“ segir Stein- grímur Davíðsson, húðsjúkdóma- læknir hjá Húðlæknastöðinni Smáratorgi. „Á vissum svæðum glíma allt að 20 prósent við þetta vandamál en á suðlægari slóðum er það fátítt. Talið er að orsök exemsins sé sú að útfjólubláir geislar sólarinnar breyti prótíni í húðinni þannig að ofnæmi mynd- ast,“ útskýrir Steingrímur og bætir við að húðgerð og erfðir hafi mikið að segja um hvort ofnæmi komi fram. Sólarexem lýsir sér með roða og kláðabólum sem oft mynda klasa eða jafnvel smáblöðrur. Útbrotin koma yfirleitt fram nokkrum klukkutímum eftir úti- veru í sól en geta þó komið eftir nokkrar mínútur og vara í nokkra daga. Steingrímur segir ungar konur oft þjást af þessu vandamáli og segir mögulega skýringu að þær leiti frekar í sólina en karlar. Hann segir vandamálið yfirleitt koma fyrst fram á fyrri hluta ævinnar og að ekki sé óalgengt að sjá það hjá börnum og unglingum. Það geti þó einnig komið fram síðar á ævinni. „Algengast er að sólarexem komi á staði sem sólarljósið nær auðveldlega til, svo sem á bringu, handleggi og eyru. Exemið hegð- ar sér þannig að það er oft mest áberandi á vorin þegar sólin fer að skína og fólk fer að vera meira úti. Svo þegar húðin fer að taka lit myndast vörn og þá lagast vanda- málið en endurtekur sig yfirleitt að ári,“ útskýrir Steingrímur. En hvað er til ráða? „Í fyrsta lagi er mikilvægt að verja húðina með fatnaði og vera ekki of lengi í sólinni í einu. Sumir hafa gagn af því að nota sólarvörn en þá þarf hún að vera sterk og innihalda bæði vörn gegn A- og B-geislum sólar því misjafnt er hvaða geisl- um fólk er viðkvæmt fyrir.“ Fái fólk slæmt sólarexem segir Steingrímur steratöflur eða sterasprautur duga best en á væg- ari tilfelli er hægt að nota stera- krem. Hann segir að ekki virðist meiri hætta á húðkrabbameini hjá þeim sem hafa fengið sólarexem en að fólki með ljósa húð sé hættara við hvoru tveggja. vera@frettabladid.is Skuggahlið sólarinnar Hot.is er vefur aðallega ætlaður þeim sem stunda líkamsrækt og vilja geta fylgst með mataræði sínu og árangri. Á síðunni getur fólk skráð inn hvað það borðar og séð næringarinnihald fæðunnar. Mikilvægt er að konur noti réttan stuðningsbrjóstahaldara í líkamsrækt. Háskólinn í Portsmouth á Englandi gerði nýverið könnun sem sýndi að lélegur stuðningur brjóstahaldara getur leitt til slits og sigs. Rannsóknarteymi við háskólann prófaði fimmtíu tegundir brjósta- haldara á hundruðum kvenna yfir þriggja ára tímabil. Við mikla hreyfingu kom í ljós að flestir brjóstahaldarar styðja aðeins við hliðarhreyfingar brjósta, ekki á meðan þau hreyfast upp og niður. Sýnt þótti að konur velja oft ólíka haldara til íþróttaiðkunar og daglegrar notkunar. Margar virt- ust halda að brjóstahaldarar sem farið er í yfir höfuðið veiti besta stuðninginn. Rannsóknin sýndi hið gagnstæða. „Konur vilja ákveðna tegund brjóstahaldara og eru tregar að breyta til,“ segir Wendy Hedger, einn meðlimur rannsóknar teymisins. Hún bendir á að konur velji líka oft ranga brjóstahaldara til að ganga í dag- lega, sem valdi óþægindum og jafnvel verkjum. Þá er mikilvægt að muna að lögun brjósta breytist á lífsleið- inni, einkum eftir brjóstagjöf og tíðahvörf. Velja þarf brjóstahald- ara í takt við það. Sjá www.bbc. co.uk. -kka Réttur stuðningur Flestir brjóstahaldarar veita aðeins stuðning við hliðarhreyfingum brjóst- anna. NORDICPHOTOS/GETTY Flókið púsluspil Breskir sérfræðingar rannsök- uðu nýverið 3.000 börn á aldrin- um átta til ellefu ára og komust að því að börn með offitugen eiga þrátt fyrir ólíkan bakgrunn sam- eiginlegt að borða reglulega yfir sig og eiga í erfiðleikum með að greina það þegar þau verða södd. Jane Wardle, ein þeirra sem stóð að rannsókninni, segir málið flókn- ara en svo að allir með genið þjá- ist sjálfkrafa af offitu. Þeir séu þó í áhættuhóp. „Þetta fólk er við- kvæmt fyrir skyndibitamenning- unni sem þróast hefur í hinum vestræna heimi,“ segir hún. „Það eru líka önnur gen en offitugenið sem ýta undir matarlyst og þyngd- araukningu. Saman hafa þau veru- leg áhrif. Þetta er flókið púsluspil en með þessari rann- sókn höfum við náð að setja saman fyrstu tvö púsl- in,“ segir Wardle. - kka heyra allt skýrt skynja allt rétt upplifa lífsins gildi Samefling gerir gæfumuninn Nýju ReSound Ziga heyrnartækin eru samefld þannig að þau skila meiru en nemur samanlagðri virkni þáttanna sem í þeim eru. Með Ziga geturðu vænst þess að heyra á notalegan og eðlilegan hátt vegna þess að þau hafa framúrskarandi hljóðgæði, eru mjög þægileg og hraðvirk og með mikla aðlögun að þörfum notandans. Fáðu ReSound Ziga til reynslu í nokkra daga, nánari upplýsingar á www.heyrn.is Byrjaðu sem fyrst að njóta sameflingar! Tímapantanir 534-9600 Í góðra vina hópi njótum við þess að ... HEYRNARÞJÓNUSTAN Heyrnarþjónustan Heyrn ehf. Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur, sími 534 9600, heyrn@heyrn.is Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Vinnur gegn streitu og álagi Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og nýtur nú mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.