Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 24
 5. ÁGÚST 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● sparneytnir bílar Vistakstur dregur úr eldsneyt- iseyðslu, eykur umferðarör- yggi og getur mögulega stytt ferðatíma. Húmbúkk, hugsaði Tryggvi Gunnarsson blaða- maður áður en hann mætti í vistaksturstíma og fékk að finna til tevatnsins. Ef ég keyri eins og afi gamli í sunnudagsbíltúr á vinstri akrein með bílalestina á eftir mér og fer svo hægt að ég fæ meðvind ef ég sting höfðinu út um gluggann þá spara ég bensín, bjarga heiminum og buddunni um leið. Það hélt ég að minnsta kosti þegar ég settist upp í bíl með Marteini Guðmunds- syni ökukennara til að læra undir- stöðuatriði vistaksturs og hugsaði að þetta ætti eftir að verða pínleg lífsreynsla. Ökutíminn byrjaði eins og búast mátti við. Kurteislegt spjall um daginn og veginn, bílamenningu Íslendinga og auðvitað veðurblíð- una sem ekki einungis var blessun og yndi, heldur einnig áminning um að ef við breyttum ekki lífs- stíl bráðlega yrði Ísland þekkt sem landið sem eitt sinn átti stærsta jökul Evrópu. Svo var lagt af stað. Ég keyrði fyrirfram ákveðna leið og notaði til þess mitt hefðbundna aksturs- lag á mínum hefðbundna hraða. Nú verða aðrir að dæma um ökuhæfni mína en Marteinn var nokkuð sátt- ur og sömuleiðis ég. Eyðslan var 7,1 l/100 km á dísilknúna Opel Vecta-bíl hans. Marteinn hrósaði mér fyrir notkun á akreinum og ég hugsaði með mér að nú byrjaði það. Hann sæi að ég æki ekki eins og vitleys- ingur sem þýddi að hann gæti ekki bætt eyðsluna hjá mér nema að litlu leyti. Það taldi ég þar til hann sneri sér að því sem mátti bæta. Hann tilkynnti mér að ég stæði allt of mikið á kúplingunni og léti bílinn renna of mikið. „Nú!“ sagði ég. „Sparar það ekki bensín?“ Þarna ljóstraði ég upp um fávisku mína fyrir honum og geri það nú fyrir alþjóð. Hann hélt áfram og taldi upp nokkur atriði sem betur mættu fara. Ég hlustaði með athygli og svo lögðum við aftur af stað, sama hringinn, nema í þetta skipt- ið reyndi ég að fara eftir leiðbein- ingum hans og hann sagði mér til jafnt og þétt. Mér leið eins og ég væri 17 ára í bílprófi. Þegar við skoðuðum tölurn- ar eftir annan hringinn kom hinn stóri sannleikur í ljós. Ég var kom- inn niður í 5,7 l/100 km. Eldsneyt- iseyðslan hafði dregist saman um 20 prósent. Til þess að það gerðist þurfti ég að fórna 3 km/klst í meðalhraða og 1,28 mínútu. Ég er reyndar viss um að ég gæti bætt vistakst- urinn því í síðari ferðinni var um- ferðin þyngri og ég var óheppn- ari með ljós. Enn fremur fullyrð- ir Marteinn að hægt sé að ná betri tíma með vistakstri og bendir á að starfsmenn Strætós hafi bætt sinn tíma er Marteinn tók þá í kennslu- stund. Ég yfirgaf Martein vísari og betri (öku)maður. Auk þess að spara pening og bjarga ísbjörnum, sem virðist vera eitthvað sem Ís- lendingar eru ófærir um, var ég einnig öruggari ökumaður. Þrjár flugur í einu höggi. - tg Miklu minni eyðsla Vistakstur er vinsæll meðal fyrirtækja en færri einstaklingar koma í kennslu hjá Marteini Guðmundssyni ökukennara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rétt eins og þegar kraftakarl leggur af stað með trukk í eftirdragi tekur mesta orku fyrir bíl að taka af stað. Því þarf að forðast stopp eins og hægt er, innan skynsemismarka auðvitað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Indverskir bílar af gerðinni Reva City Car komu fram á sjónarsviðið hér á landi í lok síðasta árs. Einn slíkur vann ökutækjakeppnina Kappaksturinn mikli í sept- ember í fyrra sem snerist um sem minnsta mengun. Sá sem flytur inn Reva City Car heitir Bragi Þór Valsson og er með fyrirtækið Perlukafarann. Hann segir fólk hafa sýnt Reva-bílnum vaxandi áhuga. „Reynsluakstur er oft umsetinn og bíllinn vekur mikla athygli hvar sem hann kemur,“ segir Bragi Þór. „Áhuginn hefur fylgt hækkandi bensínverði og aukinni umhverfis- og náttúruverndarum- ræðu enda er Reva City Car eini bíllinn á markaðnum sem mengar ekkert,“ tekur hann fram. Hann segir rafmagnsreiðhjól og rafmagnsvespur njóta líka sívaxandi vinsælda og bendir á að aukin eftirspurn skili sér í því að á næstu mánuðum sé áætlað að setja upp hleðslustaura bæði á Egilsstöðum og Ísa- firði. Bragi telur Reva City Car að lágmarki níu sinn- um sparneytnari en bensínbíla og segir hægt að reikna út sparnað- inn við að aka á honum miðað við mismunandi forsendur á www.perlu- kafarinn.is/reva undir upplýsingar/mengun og eldsneytiskostnaður. Hægt er að panta reynsluakstur hjá Perlu- kafaranum í Kópavogi og einnig verður bíllinn til sýnis og reynsluaksturs á Egils- stöðum helgina 24. og 25. ágúst ásamt raf- magnsreiðhjóli. - gun Fækkið stoppum eins og hægt er Haldið jöfnum hraða Nýtið brekkur til hraðaaukningar Veljið rétta gíra miðað við aðstæður Sýnið framsýni og lesið umferðina Veljið rétta akrein til að forðast stopp Hafa gott bil milli bíla RÁÐLEGGINGAR Reva City Car-bílnum er stungið í samband við venjulega innstungu. Hann kemst á 60 til 70 kílómetra hraða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Aukinn áhugi á rafmagnsbílum „Fyrstu bílarnir komu á götuna seint árið 2001 og seldust þá fimm bílar. Árið 2007 seldust 96 bílar og 47 bílar hafa selst það sem af er árinu 2008,“ segir Jón Óskar Halldórsson, sölustjóri Toyota á Íslandi, um Toyota Prius sem er fyrsti tvinnbíllinn sem kom til landsins. Jón Óskar segir tölurnar sýna að salan hafi aukist verulega milli ára. „Það sem er hamlandi í söl- unni er að við höfum ekki fengið nóg af bílum, því eftirspurnin er svo sannarlega til staðar. En á það má benda að Primusinn markaði upphafið að þróun bíla með um- hverfismarkmið, sem eitt af aðal- áherslunum. Aðrir framleiðendur eru að feta í fótspor Toyota í þeim efnum.“ Toyota Prius er fyrsti tvinnbíll- inn sem kom á markað en byrj- að var að hanna kerfið fyrir um 30 árum. „Þá hófst Toyota handa við að finna upp kerfi sem myndi menga minna og eyða minna bens- íni, sem á sér stað til dæmis við hemlun. Útkoman, tvinnkerfið, samanstendur af rafmótor og bensínvél. Toyota hannaði kerfið með það fyrir augum að óháð orku- gjafa, hvort heldur bensíni, dísil eða vetni, gerði það bílinn um- hverfisvænni,“ segir Jón Óskar og bætir við að Toyota í Evrópu telji tvinnbíla hagkvæmnustu lausnina miðað við núverandi aðstæður. „Á þeim tíma sem bensínvélin er óhagkvæm eins og þegar fólk tekur af stað og annað slíkt, þá er rafmagnsmótorinn aðalorkugjaf- inn í tvinntækni og síðan tekur bensínvélin við þegar það er orðið hagkvæmt hvað varðar mengun og eyðslu.“ Ýmsar efasemdir hafa komið upp varðandi kosti tvinnbíla en Jón gerir lítið úr þeim. „Þú þarft ekkert að gera. Keyrir bílinn með nákvæmlega sama hætti og annan bíl,“ segir Jón Óskar. - stp Fyrstur til landsins Byrjað var að hanna tvinnbíla fyrir um 30 árum hjá Toyota. M YN D /T O YO TA Bragi Þór í Perlukafaran- um verður var við aukinn áhuga á rafmagnsbílum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.