Fréttablaðið - 06.08.2008, Page 1

Fréttablaðið - 06.08.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Samúel Drengsson, deildarstjóri hjá Byggt og búið, brá sér nýlega til Tenerife ásamt fjöl k unni og kom t í við fjölskyldan ð Uppátækjasamir apar Samúel Drengsson segir Tenerife frábæran fjölskyldustað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FLEIRI KONUR KEPPAÍslandsmótið í motocrossi er hafið að nýju eftir stutt hlé. Keppendum fjölgar stöðugt í þessari íþróttagrein og þá sérstaklega í hópi kvenna. BÍLAR 2 DÝRINDIS RÉTTIR Fiskidagurinn mikli er á laugardag. Alls kyns gómsætir fiskréttir verða á boðstól- um, þar á meðal risastór salt- fisks pitsa. FERÐIR 3 Fæst í apótekum um land allt Ofnæmisprófuð og mild lína sem er sérstkalega þróuð fyrir viðkvæma húð ungbarnaUngbarna andlitskrem – Verndar húðina gegn óæskilegum áhrifum umhverfis og útfjólubláum geislum. Sólarvörn SPF 18, vítamín A&E. Bossakrem – Mýkir og verndar bleyjusvæðið gegn ertingu, útbrotum og þurrki. Býr til verndandi lag á húðina. A&B5 vítamín. Mjög gott á bruna. Bossablautklútar – Handhægir klútar í ferðapakkningu. Húðlæknisfræðilega prófaðir. Úr 100% trefjum. Alkóhól- og litefnalausir. Ph gildi 5,5. Ungbarna baðsápa – Sérlega mild og rakagefandi kremsápa “sápulaus”. Innih. A&E vítamín. Ungbarna sjampó – Milt sjampó (tearless). Hefur góðan ilm og gerir hárið silkimjúkt. Ungbarna húðmjólk – Mild og rakagefandi húðmjólk. Inniheldur E&B5 vítamín. Ph gildi 5,5. Ungbarna olía – Mild olía sem mýkir og hefur róandi áhrif á húðina. Inniheldur A&E vítamín. Sensitiveungbarnalína Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 2008 — 211. tölublað — 8. árgangur SAMÚEL DRENGSSON Naut þess að vera með fjölskyldunni á Tenerife • ferðir • bílar Í MIÐJU BLAÐSINS Grafið og gróðursett í 60 ár Dagbjört Óskarsdóttir leitar gamalla ljós- mynda úr Skólagörðum Reykjavíkurborgar af tilefni afmælis þeirra. TÍMAMÓT 16 26 79 / IG 01 Þú færð Shimano í næstu sportvöruverslun hjól FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR UMHVERFISMÁL Tvö af fjórum fyrirtækjum sem koma munu að orkuöflun og flutningi vegna álvers á Bakka gætu óskað eftir endurupptöku á úrskurði ráðherra um sameiginlegt umhverfis- mat, meðal annars vegna ákveðins misræmis í úrskurðum ráðherra. Þetta segir Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í umhverfisrétti. Hún vísar til þess að í úrskurði ráðherra vegna álvers í Helguvík komi fram ákveðin regla sem tryggi meðal annars réttaröryggi. Til að mögulegt sé að láta gera sameiginlegt mat þurfi ákvörðun um það að liggja fyrir áður en „ákvörðun er tekin um matsáætlun þeirrar framkvæmdar sem til umfjöllunar er hverju sinni“, eins og segir í úrskurðinum. Í úrskurði ráðherra vegna álvers á Bakka kemur fram að Skipulagsstofnun hafði sam- þykkt drög að mati á umhverfisáhrifum frá Þeistareykjum og Landsneti áður en niðurstaða ráðuneytisins um sameiginlegt mat lá fyrir. Þar með er hægt að halda því fram að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat sé óvenju íþyngjandi fyrir þessi fyrirtæki, sé tekið mið af fyrri úrskurði ráðuneytisins, segir Aðalheiður. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja gætu óskað eftir því að ráðuneytið taki málið fyrir að nýju, meðal annars á þessum grundvelli. Þeir gætu einnig höfðað mál fyrir dómstólum og krafist þess að úrskurðurinn teljist ekki bindandi fyrir fyrirtækin. Fallist dómstólar á þær kröfur væri grundvöllur fyrir sameiginlegu mati allra aðila hruninn, segir Aðalheiður. Að framkvæmdum tengdum álveri á Bakka koma fjögur fyrirtæki. Alcoa vill reisa álverið, Landsvirkjun og Þeistareykir vilja virkja, og Landsnet vill flytja orku af virkjunarstað að álverinu. Vilji forsvars- menn allra fyrirtækjanna höfða mál fyrir dómstólum gætu þeir væntanlega krafist þess að úrskurður ráðherra verði ógiltur, segir Aðalheiður. Þeir gætu meðal annars notað þau rök að ekki hafi verið sýnt fram á að sameigin- legt mat sé betur til þess fallið að ná markmið- um laga en ef hver og einn geri mat. Vegna þess hversu íþyngjandi ákvörðunin sé megi halda því fram að meðalhófs hafi ekki verið gætt. Umhverfisráðherra úrskurðaði að álver í Helguvík þyrfti ekki í sameiginlegt umhverfis- mat með virkjunum. Í kjölfarið benti Aðalheiður á að málsmeðferðarreglur vantaði til að hægt væri að beita reglum um sameiginlegt umhverf- ismat. Nú segir hún að stjórnvöld hafi haft alla möguleika á að breyta reglunum. Rétt hefði verið að bæta þar inn málsmeðferðarreglum svo að auðveldara væri að beita henni. Það hafi ekki verið gert. - bj / sjá síðu 6 Málshöfðun gæti kollvarpað úrskurði um mat á Bakka Misræmi er í úrskurðum umhverfisráðherra vegna framkvæmda á Bakka og í Helguvík. Höfði tveir af fjór- um framkvæmdaaðilum á Bakka mál fyrir dómstólum gæti grundvöllur fyrir sameiginlegu mati hrunið. Sama hvar þú ert Endurbætt lag Páls Óskars frá 1993 mun óma vítt og breitt um helgina enda óopinbert lag Gay Pride-hátíðar- innar í ár. FÓLK 22 Gay-Quiz á Grand Rokk Draggdrottningar taka völdin í næstu spurningakeppni á Grand Rokk. FÓLK 30 JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Fagnar frelsi Barrys George Alltaf sannfærður um sakleysi hans FÓLK 30 REYKJAVÍK Fornleifar sem taldar eru vera brunnur fundust við fornleifauppgröft á Alþingis- reitnum, á horni Tjarnargötu og Kirkjustrætis, gæti hafa tilheyrt Reykjavíkurbænum að sögn Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræð- ings. „Ég tel að þetta sé brunnur sem við fundum,“ segir Vala Garðars- dóttir, uppgraftarstjóri við Alþingisreitinn, en þó er ekki búið að rannsaka sýni sem geta sagt til um hvort og hvenær brunnurinn var í notkum. Meintur brunnur er nánast heill, venjulegur íslenskur brunn- ur frá síðari hluta átjándu aldar og um áttatíu sentímetrar í radí- us að sögn Völu. Samkvæmt lögum þarf að rannsaka Alþingisreitinn áður en fyrirhugaðar framkvæmdir við hann hefjast. Ef merkar forn- minjar finnast þarf líklega að endurskoða framkvæmdina, sam- kvæmt Kristni Magnússyni deild- arstjóra hjá Fornleifavernd rík- isins. - vsp/sjá síðu 4 Brunnur fannst við fornleifauppgröft á horni Tjarnargötu og Kirkjustrætis: Fornleifar við Alþingishúsið FORNLEIFAUPPGRÖFTUR VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ Vala Garðarsdóttir uppgraftarstjóri og samstarfsfólk hennar við fornleifauppgröft á Alþingisreitnum á horni Tjarnargötu og Kirkjustrætis. Hópurinn fann það sem talið er brunnur frá síðari hluta átjándu aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÆGUR VINDUR Í dag verður hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og hætt við síðdegisskúrum sunnan og vestan til. Hiti 10-15 stig, hlýjast til landsins syðst. VEÐUR 4 10 12 10 11 12 FH styrkti sig ekki FH var eina liðið sem bætti ekki við sig liðsstyrk í leikmanna- glugganum í júlí en það missti aftur á móti þrjá leikmenn. ÍÞRÓTTIR 27 VEÐRIÐ Í DAG VIÐSKIPTI Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að olíuverð verði á bilinu 75 til 90 dalir tunnan í lok þessa árs. Olíuverð á heims- markaði hélt áfram að falla í byrjun vikunnar, niður í 118 dali á tunnu á þriðjudag áður en það hækkaði aftur í 120 dali. Síðast var olíuverð innan við 120 dali í maíbyrjun og hefur það nú lækkað um 19 prósent á þremur vikum. Helsta ástæðan er sögð vaxandi áhyggjur af minnkandi eftirspurn vegna efnahagsástandsins í Bandaríkj- unum. Þá önduðu markaðir léttar þegar fréttir bárust af því að hitabeltisstormurinn Eduardo myndi ekki skaða olíuborpalla í Mexíkóflóa. Lagafrumvörp sem eiga að hemja eða banna alla smákaup- mennsku með olíu hafa verið lögð fram á Bandaríkjaþingi. - msh / Sjá Markaðinn 19 prósent niður á 21 degi: Olíuverð heldur áfram að falla

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.