Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 8
 6. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR Volkswagen kynnir nýjar leiðir til að spara umtalsverðar fjárhæðir. Volkswagen Passat Volkswagen Polo Verð áður 3.570.000 kr. Verð nú 3.355.000 kr. Verð áður 1.990.000 kr. Verð nú 1.875.000 kr. *Sjálfskiptur Passat Comfortline Plus 2.0 FSI kostar nú aðeins 44.750 kr. á mán. í 84 mán. m.v. 100% myntkörfulán með 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,5%. *Beinskiptur Polo Comfortline 1,4 kostar nú aðeins 24.950 kr. á mán. í 84 mán. m.v. 100% myntkörfulán með 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,78%. Þú færð Passat fyrir aðeins 44.750 kr á mánuði* Þú færð Polo fyrir aðeins 24.950 kr. á mánuði* Das Auto. Þeir sem hafa hraðar hendur geta sparað umtalsverðar fjárhæðir með kaupum á nýjum Polo eða Passat. Við bjóðum takmarkað magn af þessum sparneytnu bílum á mögnuðum kjörum. Komdu núna. Við tökum vel á móti þér og gamla bílnum þínum líka! 80% lán í að fullu í erlendri mynt A ukahlutir á m ynd: Á lfelgur. RV U n iq u e 0 80 80 2 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV Unique örtrefja-ræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Á tilb oði í ágús t 200 8 UniF lex ræ stiva gna r með fylg ihlut um. Start pakk i 20% afs láttu r − all you need ... for cleaning UniFlex Maxi Fiber RV 72015 - fyrir skóla, sjúkrahús og stærri fyrirtæki UniFlex Mini Fiber RV 72017 - fyrir leikskóla og minni fyrirtæki UniFlex II H Fiber RV 72095 - fyrir heilbrigðisstofnanir og stærri fyrirtæki FÉLAGSMÁL Tekið verður á skerð- ingum á greiðslum í almenna tryggingakerfinu í kjölfar allsherj- ar úttektar á kerfinu, sem ljúka á fyrir áramót, segir Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að aðeins um þriðjungur standi eftir af 300 þúsund króna uppbót til aldraðra sem ekki hafa greiðslur úr lífeyrissjóði. Þriðj- ungur uppbótarinnar fer í skatta. Þá veldur uppbótin skerðingum á öðrum greiðslum sem nemur þriðjungi til viðbótar. Fjölmargar ábendingar bárust blaðinu í kjölfarið um álíka skerð- ingar á bótum og greiðslum í tryggingakerfinu. Í einu tilviki lækkuðu heildargreiðslur eftir að smávægilegar tekjur bættust við. „Þessar skerðingar eru óviðun- andi. Þetta er stóra viðfangsefnið í endurskoðun og einföldun á almannatryggingalögunum sem verið er að vinna að,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Hún segir skerðingarnar sem uppbótin olli ekki hafa komið á óvart, en lífeyrisþegar búi við kerfi þar sem tekjur skerði almennar bætur. Til dæmis skerði greiðslur úr lífeyrissjóði almenn- ar greiðslur frá Trygginga- stofnun, og almennu greiðslurnar geti skert greiðslur úr lífeyris- sjóði. „Þetta er það sem lífeyrisþegar hafa þurft að búa við, í allt of langan tíma, og við erum að byrja að vinna okkur út úr,“ segir Jóhanna. Þegar er búið að auka frítekju- mark vegna atvinnutekna, og bætt við frítekjumarki fyrir öryrkja vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Þá er komið inn frítekjumark vegna fjármagnstekna til að koma til móts við þá sem hafa lítilsháttar fjár- magnstekjur, að sögn Jóhönnu. - bj Skerðing á 300 þúsund króna uppbót til aldraðra: Ráðherra segir skerðingar óviðunandi og verði skoðaðar FLÓKIÐ Verið er að vinda ofan af flóknu kerfi skerðinga segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN BANDARÍKIN, AP Demókratinn Bar- ack Obama og repúblikaninn John McCain, sem keppa um forseta- embættið vestra, lýstu í gær ólík- um hugmyndum sínum um það hvernig gera megi Bandaríkin sjálfum sér nóg um orku, enda hækkandi eldsneytisverð eitt mesta áhyggjuefni kjósenda. McCain, sem hefur mælt með því að byggja allt að 45 ný kjarn- orkuver fram til ársins 2030, heim- sótti kjarnorkuver í Michigan, ríki þar sem hvorugur frambjóðend- anna hefur afgerandi forskot. Obama lýsti á kosningafundum í Ohio nýlegum áformum sínum um að gera Bandaríkin óháð inn- flutningi olíu frá Mið-Austurlönd- um og Venesúela á næstu tíu árum. Ohio er einnig ríki þar sem hvor- ugur frambjóðandi hefur skýrt forskot. Efnahagslægðin er skiljanlega mesta áhyggjuefni kjósenda. Hún er enda uppspretta margvíslegra skota frambjóðendanna hvors á annan. „Því miður hefur McCain lagt til orkumálastefnu sem er ekk- ert annað en fjögur ár enn af því sama,“ sagði Obama í gærkvöldi. „Mótherji minn vill ekki bora (eftir olíu á landgrunni Bandaríkj- anna). Hann vill ekki kjarnorku. Hann vill að þið aukið loftþrýsting- inn í hjólbörðunum,“ sagði McCain í Suður-Dakóta, en með þessum orðum vísaði hann til þess að Obama hafði mælt með því að öku- menn ykju loftþrýsting í dekkjum ökutækja sinna í því skyni að spara eldsneyti. - aa Á FERÐINNI Barack Obama hefur verið á stanslausu ferðalagi undanfarnar vikur. Orku- og efnahagsmál í brennidepli kosningabaráttunnar vestra: Ólík sýn á orkumálaframtíð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.